Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 230. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Breskir bíódagar Brot af því besta frá Bretlandi í Háskólabíói á næstunni Fólk 48 Listsköpun í Kína Íslenskt verk í höggmyndagarði í Changchun Listir 23 Tékkneskur eðalvagn Fágaður reynsluakstur á Skoda Superb Bílar B4 SAFAMÝRARSKÓLI í Reykjavík getur ekki lengur hýst mikið fatlaða nemendur skólans á framhaldsskólaaldri þar sem skólinn er fyrir löngu orðinn of lítill. Nítján fatlaðir grunn- skólanemendur stunda nám í Safamýrarskóla í vetur auk þess sem þar eru tíu fatlaðir nem- endur á framhaldsskólaaldri þar til viðunandi úrræði finnast fyrir þá. Svo virðist sem engin varanleg úrræði séu í sjónmáli en Styrkt- arfélag vangefinna hefur látið skólanum í té skólastofu í dagheimilinu Lyngási þar sem rekin er dagvist fyrir fatlaða til að leysa úr vandanum tímabundið. Sex þessara nemenda hófu nám við skólann á mánudag en fresta þurfti skólabyrjun hjá fjórum nemendanna fram til nk. mánudags. Sölvi Sveinsson, skólameistari Fjölbrauta- skólans í Ármúla, segir að menntamálaráðu- neytið hafi farið þess á leit við skólann fyrir nokkru að hann tæki að sér rekstrarlega og faglega ábyrgð á framhaldskólanemendum Safamýrarskóla og að skólinn hafi lýst því yfir að hann sé reiðubúinn til þess að gera það. Upphaflega hafi staðið til að Ármúlaskóli tæki við rekstrinum nú í haust en ekkert hafi heyrst frá ráðuneytinu í nokkurn tíma. Friðgeir Kristinsson, faðir mikið fatlaðs drengs á nítjánda ári, sem útskrifaðist úr grunnskóladeild Öskjuhlíðarskóla fyrir tveimur árum, segir að enn þann dag í dag sé engin varanleg lausn fundin á því hvar sonur hans geti stundað framhaldsnám þrátt fyrir ítrekaða fundi með tveimur ráðherrum í mennta- málaráðuneyti og öðru starfsfólki ráðuneytisins í á þriðja ár. Sonurinn mun stunda nám við framhaldsdeild Safamýrarskóla í haust. Þóra Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Styrktarfélags vangefinna, segir að mikið fatl- aðir einstaklingar á framhaldsskólastigi séu í raun sá hópur sem hafi lent úti í kanti í kerf- inu frá upphafi og að málin hafi einfaldlega verið leyst með „björgunaraðgerðum og plástrum“. Fresta varð skólabyrjun hjá 4 af 10 mikið fötluðum framhaldsskólanemendum Framtíð nemendanna í óvissu  Honum hefur/6 ARNAR HU, frystitogari Skag- strendings hf. á Skagaströnd, fær úthlutað mestum kvóta íslenskra fiski- skipa á næsta fiskveiðiári, alls 6.898 þorskígildistonnum. Brim, sjávarút- vegsstoð Eimskipafélags Íslands, hefur yfir mestum kvóta íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja að ráða en dótturfélög þess, Útgerðarfélag Akur- eyringa, Haraldur Böðvarsson og Skagstrendingur, fá samtals úthlutað 40.997 þorskígildistonnum eða 10,9% heildarkvótans. Fiskistofa hefur sent útgerðum íslenskra fiskiskipa veiðileyfi og til- kynningar um aflaheimildir á fiskveiði- árinu sem hefst hinn 1. september nk. Samtals er úthlutað 375.487 þorsk- ígildistonna kvóta en alls nemur heild- araflamark næsta fiskveiðiárs um 878 þúsund tonnum. 30 kvótahæstu sjáv- arútvegsfyrirtæki landsins fá úthlutað um 68,6% heildarkvótans á næsta fisk- veiðiári en þau fengu í upphafi fisk- veiðiársins sem nú er að líða úthlutað 66,7% kvótans. Stærsta einstaka úthlutun næsta fiskveiðiárs er til Samherja hf. á Akur- eyri sem fær úthlutað 30.206 þorsk- ígildistonnum eða um 8% heildarkvót- ans. Á fiskveiðiárinu sem nú er senn liðið var Samherji með um 7,15% heild- arkvótans. Næststærsta úthlutunin kemur í hlut Þorbjarnar-Fiskaness hf., alls um 19.315 þorskígildistonn eða um 5,2% kvótans. Þá koma Útgerðarfélag Akureyringa hf. með 19.515 tonn eða 5,12% kvótans, Þormóður rammi-Sæ- berg hf. hefur yfir 17.326 tonnum að ráða eða 4,61% kvótans og Grandi hf. 15.775 eða 4,2% kvótans. Alls fá 1.356 skip úthlutað aflamarki á næsta fiskveiðiári eða 111 skipum færra en á fiskiveiðiárinu sem nú er að ljúka. Arnar HU frá Skagaströnd er kvótahæsta skip íslenska fiskiskipa- flotans á næsta fiskveiðiári, með um 6.900 tonn í þorskígildum. Kaldbakur EA er í öðru sæti og um leið langkvóta- hæsti ísfiskveiðitogarinn með um 6.500 tonn í þorskígildum. Þriðja kvótahæsta skipið er Júlíus Geirmundsson ÍS með um 6.340 tonn. Arnar með mestan kvóta Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Grálúðuhal tekið inn á Hampiðjutorginu svokallaða, út af Vestfjörðum.  Brim ræður/26 MONIKA GK, 10 brúttótonna bátur úr Grindavík, fær úthlutað lang- mestum kvóta krókaaflamarksbáta á næsta fiskveiðiári eða um 807 tonnum. Á fiskveiðiárinu sem lýkur 31. ágúst nk. var Monika GK með 437 tonna kvóta. Monika GK, sem nefnd er eftir umtöluðum lærlingi í Hvíta húsinu í Bandaríkjunum, er gerð út af sjáv- arútvegsfyrirtækinu Stakkavík ehf. í Grindavík. Það sem af er yfir- standandi fiskveiðiári hefur Monika GK borið á land um 287 tonn af fiski en Hermann Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur, segist sannfærður um að báturinn geti fiskað allan sinn kvóta á næsta fiskveiðiári. Hermann segir að ætlunin sé hins vegar að færa hluta af kvóta Mon- iku yfir á aðra báta fyrirtækisins sem gerir alls út sex krókaafla- marksbáta. Þá er nú verið að smíða þrjá 15 tonna báta fyrir Stakkavík og segir Hermann að væntanlega veiði þeir hluta þess kvóta sem nú er vistaður á Moniku GK. Þess má geta að Stakkavík gerir einnig út bát sem ber nafnið Clinton GK. Monika með 800 tonn Í GÆR var fjórði keppnisdagurinn á heimsmeistaramótinu í frjáls- íþróttum sem fram fer í París og þá lauk keppni í fimm greinum, m.a. í 3.000 metra hindrunarhlaupi sem myndin er frá. Mikill áhugi er á mótinu og hafa rúmlega 60.000 áhorfendur mætt að jafnaði dag hvern til þess að fylgjast með mótinu sem lýkur á sunnudag. Reuters Mikill áhugi á HM í París  Fer trúlega ekki aftur/42 ÖRLÖG geimferjunnar Kólumbíu og dauða geimfaranna sjö má skrifa á reikning óviðunandi starfshátta hjá NASA, bandarísku geimvísindastofn- uninni. Þar hafi ofuráhersla verið lögð á að halda áætlun á sama tíma og stofnunin leið fyrir fjárskort og ófull- komnar öryggisáætlanir. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, sem skipuð var eftir Kólumbíuslysið, segir, að öryggisviðbúnaður NASA hafi lítið batnað frá því geimferjan Challenger fórst með sjö mönnum 1986. Því sé ljóst, að verði ekki grund- vallarbreyting á í þessu efni muni önnur skelfileg slys eiga sér stað. Stjórnendur NASA eru sakaðir um að hafa verið farnir að líta á ýmsa galla í ferjunum sem eðlilegan hlut og því ekki séð, að þeir gátu verið fyr- irboði stórslyss. Hafi þetta átt sinn mikla þátt í báðum slysunum. „Óhæf forystusveit“ Sem dæmi um þetta er nefnt, að stjórnendur NASA hafi látið hjá líða að reyna að kynna sér og meta þær skemmdir, sem urðu á hitahlíf Kól- umbíu þegar einangrunarbrot olli skemmdum á henni við flugtak. Brot úr einangrun hafi áður lent á hitahlíf- inni og stjórnendurnir verið farnir að sætta sig við slík atvik sem að vísu óæskileg, en ekki sérlega hættuleg. „Umfram allt,“ segir í skýrslunni, „var um að ræða óhæfa forystusveit, sem gerði ekki þá skyldu sína að gera allt, sem í hennar valdi stóð, til að tryggja öryggi áhafnarinnar.“ Hjá NASA hafi það ekki verið vel liðið að hafa einhverjar sérskoðanir á örygg- ismálunum. Sean O’Keefe, yfirmaður NASA, sagði í gær, að stofnunin viðurkenndi réttmæti gagnrýninnar. Þingið og ríkisstjórnin fá einnig sinn skerf. Nefndin bendir á, að fjár- framlög til NASA hafi lækkað að raunvirði um 13% frá 1993 til 2002. Starfsmannafjöldinn var skorinn niður úr 32.000 1991 í 19.000 1997. Skýrsla rannsóknarnefndar um Kólumbíuslysið Starfsháttum NASA kennt um Washington. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.