Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ TIL VARAFORMANNS Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram til varafor- manns hjá Samfylkingunni. Segist hún munu stefna að formannskosn- ingu innan flokksins árið 2005. Fatlaða vantar skólahús Mikið fatlaðir nemendur á fram- haldsskólastigi hafa í engin hús að venda fyrir nám sitt. Hingað til hef- ur aðstaða verið í Safamýrarskóla, en starfið þar hefur fyrir löngu sprengt húsnæðið utan af sér. Arnar HU með mestan kvóta Alls hlýtur Arnar HU 6.898 þorsk- ígildistonn, mest íslenskra fiski- skipa, á næsta fiskveiðiári. Alls er úthlutað 375.487 þorskígildistonnum í kvóta á næsta fiskveiðiári. Forysta NASA gagnrýnd Örlög geimferjunnar Kólumbíu og dauða geimfaranna sjö má skrifa á reikning óviðunandi starfshátta hjá NASA, bandarísku geimvísinda- stofnuninni. Þar hafi ofuráherzla verið lögð á að halda áætlun á sama tíma og stofnunin leið fyrir fjárskort og ófullkomnar öryggisreglur. Þetta er meðal helztu niðurstaðna nefndar sem rannsakaði slysið. Ver Íraksskýrslu John Scarlett, einn hæst setti maðurinn í leyniþjónustukerfi Breta, varði í gær þá fullyrðingu að Írakar hefðu verið færir um að beita gereyðingarvopnum á minna en 45 mínútum frá því að skipun þar um væri gefin út. Sagðist hann ekki hafa sætt neinum pólitískum þrýstingi um að gera mikið úr ógninni sem tal- in var stafa af vopnabúri Íraks- stjórnar.  GETZ REYNSLUEKIÐ  SVALI Á GEITINNI  BREYTA Í NOREGI SAGA PORSCHE 911  NISSAN DUNEHAWK  TORFÆRUKEPPNI  Ný og glæsileg hljómtækjalína frá Alpine Ný árge rð Flottar græjur! FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! S u ð u r l a n d s b r a u t 2 2 S í m i 5 4 0 1 5 0 0 w w w. l y s i n g . i s LÝSING Alhliða lausn í bílafjármögnun –TÉKKNESK EÐALREIÐ SKODA SUPERB Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 30 Viðskipti 12 Minningar 30/35 Erlent 14/16 Bréf 38 Höfuðborgin 21 Dagbók 40/41 Akureyri 17 Kirkjustarf 41 Suðurnes 18 Sport 42/45 Landið 19 Fólk 46/49 Listir 20/24 Bíó 46/49 Umræðan 24/25 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Veður 51 * * * Kynningar – Blaðinu í dag fylgir tíma- ritið Lifun. Tímaritinu verður dreift um allt land. MAÐURINN sem lést þegar flutningabifreið hans fór út af Borgarfjarðarbrúnni á mánudags- morgun hét Kristján Viðar Hafliða- son, til heimilis í Ásaheimum á Króksfjarðarnesi. Kristján Viðar fæddist 2. júní árið 1973. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tveggja ára son. Lést í bílslysi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur úrskurðaði karlmann um þrítugt í þriggja daga gæslu- varðhald í gær að kröfu lög- reglunnar í Reykjavík vegna rannsóknar á tildrögum þess að 22 ára gömul kona fannst látin í íbúð í miðbæ Reykjavíkur á mánudagskvöld. Krufning fer fram í dag, miðvikudag, og er þess vænst að dánarorsök komi þá í ljós. Þekkti hina látnu Karlmaðurinn var hand- tekinn í kjölfar þess að konan fannst um klukkan 20:30, en hann tilkynnti lögreglu sjálfur lát hennar. Sakborningurinn var í yfirheyrslum í gær hjá lögreglu og var krafist gæsluvarðhalds að þeim lokn- um. Lögregla segir fólkið hafa þekkst en tjáir sig ekki frekar um tengsl þeirra eða málsatvik að svo stöddu. Úrskurð- aður í gæslu- varðhald KRISTINN Björnsson, fráfarandi forstjóri Skeljungs, segir það vera eðlilega niðurstöðu að mál olíufé- laganna fari frá Samkeppnisstofnun og til skoðunar hjá ríkislögreglu- stjóra. Fagnar hann því að ríkissak- sóknari hafi haft forgöngu um að málið fari í annan farveg. Talsmenn annarra olíufélaga vildu ekki tjá sig um beiðni efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra um gögn frá Samkeppnisstofnun. „Vandræðagangur Samkeppnis- stofnunar með þessi mál olíufélag- anna hefur verið ótrúlegur undan- farna mánuði, allt frá því einhverjir menn ákváðu að heppilegt væri að leka innihaldi fyrri hluta frumat- hugunar stofnunarinnar til fjöl- miðla, að ekki sé minnst á þau alvarlegu réttarspjöll sem þessi einhliða umræða hefur valdið fyrir- tækjunum. Þá hefur það vakið furðu góðra manna og gegnra hvað frjálslega og hispurslaust forstjóri Samkeppnisstofnunar og starfs- menn hans hafa talað opinberlega um málið frá sínum sjónarhóli. Ég tel að þess séu fá eða engin dæmi, að fyrirsvarmenn opinbers stjórn- valds, sem hefur lögum samkvæmt heimild til þess að leggja á fyrir- tæki stjórnvaldssektir, brjóti fyrir- tækin eða forsvarsmenn þeirra til- tekin lög, tjái sig með slíkum hætti, þar sem mál eru enn til rannsóknar og andmæli hafa ekki komið fram,“ segir Kristinn. Hann segir að nú hafi ríkissak- sóknari haft forgöngu um að mál olíufélaganna fari í annan farveg. Því beri út af fyrir sig að fagna. Gera megi ráð fyrir að þar með fái málið eðlilega og sanngjarna meðferð og því ljúki sem fyrst. „Ríkissaksóknari talar um að slit hafi orðið á traustssambandi milli stofnananna, a.m.k. tímabundið, og þá hlýtur að vera eðlileg niðurstaða að málið fari frá Samkeppnisstofn- un og til skoðunar hjá ríkislögreglu- stjóra. Eðlilegt er að vekja athygli á ummælum ríkissaksóknara þess efnis að samkvæmt jafnræðis- reglunni hljóti hið sama að gilda um öll önnur mál svipaðs eðlis en þau eru nokkur,“ segir Kristinn. Geir Magnússon, fv. forstjóri Olíufélagsins, sagðist ekki vilja tjá sig um rannsóknina á meintu sam- ráði olíufélaganna á meðan hún færi fram. Hið sama sagði Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður Olís, þegar leitað var viðbragða félagsins við þeirri stefnu sem mál olíufélaganna hefur tekið hjá yfirvöldum. Kristinn Björnsson, fráfarandi forstjóri Skeljungs Eðlilegt að málið fari frá Samkeppnisstofnun GEORG Ólafsson, forstjóri Sam- keppnisstofnunar, segir það koma sér á óvart með hvaða hætti emb- ætti ríkissaksóknara og ríkislög- reglustjóra „stilla málum upp“ í tengslum við ósk um gögn í máli ol- íufélaganna. Reynt sé að gera störf Samkeppnisstofnunar ótrúverðug. „Ríkissaksóknari velur að gagn- rýna okkur fyrir lítinn samstarfs- vilja og embætti ríkislögreglustjóra kýs að reyna að gera störf okkar ótrúverðug. Í því sambandi vil ég minna á að það var Samkeppnis- stofnun sem kom til ríkislögreglu- stjóra og vakti athygli embættisins á málinu og bauðst til að afhenda frumathugun stofnunarinnar í máli olíufélaganna. Lögreglan hefur þar til nú hafnað gögnum frá okkur og það skýtur því nokkuð skökku við að þessir aðilar séu að álasa okkur. Ég tel að með því sé verið að hafa enda- skipti á hlutunum,“ segir Georg. Varðandi þau orð Boga Nilssonar ríkissaksóknara í Morgunblaðinu í gær að orðið hafi einhvers konar slit á traustssambandi milli Samkeppn- isstofnunar og embættis ríkissak- sóknara, a.m.k. í bili, segir Georg það liggja ljóst fyrir að samkeppnis- yfirvöld og ríkissaksóknari séu ekki sammála um hvernig túlka eigi sam- keppnislögin um hlutverk og skyld- ur samkeppnisyfirvalda annars veg- ar og ákæruvaldsins hins vegar. „Við höfum skoðað þetta mjög vel og erum sannfærð um að viðbrögð okkar séu eðlileg og í fullu samræmi við lög. Samkeppnisstofnun mun því halda áfram að vinna að rannsókn á meintum brotum olíufélaganna. En við höfum frá upphafi bent á að það sé hlutverk lögreglu eða ákæruvalds að meta hvort rétt sé að hefja rann- sókn á þætti einstaklinga í ein- stökum brotum og við fáum ekki betur séð en að lögreglan hafi nú í verki fallist á þá skoðun okkar. Við höfum ávallt verið reiðubúin að veita lögreglu alla þá aðstoð sem við get- um,“ segir Georg. Fram kom í máli ríkissaksóknara í blaðinu í gær að engin svör hefðu borist frá Samkeppnisstofnun við þeirri spurningu hvort stofnunin teldi mál olíufélaganna öðruvísi en önnur mál. Spurður um þetta segir Georg að Samkeppnisstofnun hafi með skýrum hætti greint ríkissak- sóknara frá því að mál olíufélaganna séu í eðlilegum og lögmætum far- vegi hjá samkeppnisyfirvöldum og engin þörf sé á atbeina lögreglu hvað fyrirtækin áhræri. „Við höfum einnig útskýrt fyrir ríkissaksóknara að samkeppnisyfir- völd hafa ekki heimild að lögum til að rannsaka þátt einstaklinga. Öll frumkvæðisskylda varðandi þátt einstaklinga er hjá lögreglu eða ákæruvaldi. Það er þeirra að meta hvort þeir telji þörf á að rannsaka ætluð brot einstaklinga,“ segir Georg. Forstjóri Samkeppnisstofnunar um beiðni ríkis- saksóknara og efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra Reynt að gera störf okkar ótrúverðug ÞAÐ var spenna og eftirvænting í loftinu í ÍR-heimilinu við Skógarsel í gær, þar sem heimsmeistararnir Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve stóðu fyrir dans- kennslu. Karen og Adam, sem eru sjálf í Dansdeild ÍR, eru stödd hér á landi um þessar mundir og sagði Adam að hann sæi hér á landi marga efnilega dansara. „Þrátt fyrir að landið sé lítið er hér mjög góður efniviður, sem halda þarf vel utan um til þess að hægt sé að ná þeim árangri sem hæfileikarnir bjóða upp á,“ sagði Adam. „Þetta eru rosalega góðir tímar, og þau dansa ekki bara vel, heldur eru þau líka mjög góðir kennarar. Þau ferðast um allan heim og vita hvað virkar best í keppnum. Það er frábært að fá þetta tækifæri til að læra af þeim bestu í heiminum í dag og þetta á örugglega eftir að nýtast mér vel,“ sagði Þorleifur Einars- son, 14 ára, sem ásamt dansdöm- unni sinni, Ástu Bjarnadóttur, er margfaldur Íslands- og bikarmeist- ari í dansi. Systurnar Steinunn, 9 ára, og Edda, 12 ára, Gísladætur, voru að undirbúa sig fyrir seinni hluta tím- ans og sögðu þær rosalega gaman að fá tækifæri til að læra dans- tæknina hjá heimsmeisturunum. „Tíminn er ótrúlega fljótur að líða, því það er svo skemmtilegt. Þau eru mjög góðir kennarar og fá okkur til að einbeita okkur svo vel,“ sögðu þær. Aðspurðar sögðu þær að það væri framtíðardraumur þeirra að verða heimsmeistarar. „Það er bara svo rosalega erfitt og þarf að æfa mikið. Það er því ómetanlegt að fá tækifæri til að læra af þeim bestu í heiminum í dag. Þau gera þetta allt svo spennandi,“ bættu systurnar við. Að sögn Estherar Ingu Níels- dóttur, sem ásamt Víði Stefánssyni er þjálfari keppniskrakkanna í Dansdeild ÍR, er það ómetanlegt að fá þau Karen og Adam til að kenna krökkunum, þótt ekki sé nema einn og einn tíma. „Krakkarnir líta upp til þeirra og þau kenna okkur allt það nýjasta sem er að gerast í dans- heiminum nú um stundir. Við þjálf- ararnir fáum mikið út úr þessum tímum, ekki síður en krakkarnir, því að hér sjáum við mikið af nýj- ungum og fáum nýjar hugmyndir til þess að vinna úr. Það er því mjög gott fyrir okkur að fá tækifæri til að fylgjast með þeim kenna,“ sagði Esther. Í danstíma hjá heims- meisturum Morgunblaðið/Árni Sæberg Karen Björk Björgvinsdóttir, heimsmeistari í dansi, kenndi nemendum hvernig ætti að bera sig að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.