Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 15 800 7000 N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 0 1 1 6 150 FRÍMÍNÚTUR Í HVERJUM M ÁNU‹I Heimilissími • 50% afsláttur af stofngjaldi. • Frítt talhólf til áramóta. • Frí fiín hringing til áramóta. • 150 frímínútur í hverjum mánu›i á kvöldin og um helgar til áramóta flegar hringt er í heimilissíma hjá Símanum. Nú er máli› a› fá sér heimilissíma flví fla› er 50% afsláttur af stofngjaldi. Sæktu um síma fyrir 25. september í 800 7000 e›a í verslunum Símans. DORO 5035 flrá›laus sími Tilbo› á fleiri heimilissímum í verslunum Símans. 9.980 kr. EKKI þykir ólíklegt, að rekja megi hryðjuverkin í Bombay síðastliðinn mánudag til mik- illa átaka milli hindúa og múslíma í Gujarat-ríki á Ind- landi á síðasta ári. Chhagan Bhujbal, aðstoð- arforsætisráðherra Mah- arasthra-ríkis, sagði í gær, að „enginn vafi“ léki á því, að átökin í Gujarat, sem ollu dauða 2.000 manna, aðallega múslíma, væru undirrót sprenginganna í Bombay en önnur sprengjan sprakk í gamla bænum þar sem hindú- ar frá Gujarat eru umsvifa- miklir í gull- og demant- averslun. Enn er mikil ókyrrð í Guj- arat og varla líður sá mánuð- ur, að ekki sé þar um að ræða sprengjutilræði í hverfum hindúa. Óttast margir, að aft- ur muni sjóða upp úr milli trúarhópanna. Stjórnvöld í Pakistan vöruðu í gær indversku stjórnina við að skella skuldinni á Pakistana en Lal Krishna Advani, aðstoðarforsætis- ráðherra Indlands, telur, að hryðju- verkahópurinn Laskhar-e-Taiba, sem hefur aðsetur í Pakistan, hafi komið að sprengingunum í Bombay. Hryðjuverkin í Bombay Upptök rakin til átaka í Gujarat Reuters Slasaður maður með barn sem einnig slas- aðist í tilræðinu í Bombay á mánudag. Nýju Delhi, Islamabad. AFP. VÍSINDAMENN við Harvard- háskóla telja sig hafa fundið plöntusameind sem gæti gegnt lykilhlutverki í gerð lyfs sem hæg- ir á öldrun mann- fólksins, sam- kvæmt rannsókn sem birtist á heimasíðu tíma- ritsins Nature. Gerðar hafa verið tilraunir með svo- kallað resveratrol, sem er virkt efni í rauðvíni, og hefur komið í ljós að efn- ið lengir líftíma einfaldra lífvera eins og gersveppa, orma og ávaxta- flugna. Til dæmis eykur það líftíma sveppa um 70%. Samkvæmt kenningu vísinda- mannanna stjórnar efnið frumupróteinum sem eiga stærst- an þátt í að setja frumu í varn- arstöðu þegar hún er undir álagi, segja vísindamennirnir. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig frum- an gerir þetta en Harvard-hópur- inn hefur getið sér til um það að próteinin geri við skemmt erfða- efni eða grípi inn í náttúrulegan dauða frumunnar. Sú gerð sameinda sem inniheld- ur resevatrol myndast í frumum þegar þær eru undir álagi, t.d. er þær skortir vatn. „Við látum frumurnar halda að þær séu undir dálitlu álagi svo þær fari í varn- arstöðu,“ segir David Sinclair, að- stoðarprófessor í meinafræði við læknaskólann í Harvard og stjórnandi rannsóknarinnar. Tilraunir á stærri dýrum framundan Uppbygging erfðaefnis hefur tilhneigingu til að breytast er fólk eldist sem getur leitt til krabba- meins og hjarta- og æðasjúk- dóma. Með því að koma í veg fyrir slíkar breytingar í frumum gætu lífverur – mögulega fólk – ef til vill lifað lengur. „Hugmyndin er að hægja á öldrunarsjúkdómum, eins og krabbameini og hjartasjúk- dómum. Þannig að ef við getum gert frumurnar betri verði allt dýrið betra,“ útskýrir Sinclair. Vinnan er enn á tilraunastigi. Ef allt gengur sam- kvæmt áætlun vonast vísinda- mennirnir til að gera tilraunir með plöntusameindina og 16 aðrar sam- eindir á músum á næsta ári. „Eftir tvö ár, ættum við að vita hvort þetta virkar á dýrin,“ segir Sinclair. Hann segist hafa verið að bíða eftir slíkri uppgötvun allt sitt líf. „Ég vil vera varkár,“ segir Sinclair, „en samt sem áður gefur þetta einstaklega góð fyrirheit.“ Rauðvínsdrykkja lykillinn að langlífi? Dr. David Finkelstein verk- efnastjóri við stofnun aldraðra í Bandaríkjunum virðist ekki vera jafnbjartsýnn. „Á þessu stigi er ekkert sem gefur til kynna að [efnið] virki á fólk,“ segir hann í viðtali við New York Times. Sumir hafa viljað tengja niður- stöðuna við hina svokölluðu „frönsku þversögn“ þ.e. þá stað- reynd að Frakkar borða afar mik- ið af feitum og óhollum mat sem talinn er valda hjartasjúkdómum en lifa þó jafnlengi og aðrar þjóð- ir. Lykillinn að langlífinu sé því mikil rauðvínsdrykkja lands- manna. Finkelstein segist hins vegar ekki ráðleggja neinum að byrja að drekka rauðvín vegna áður- nefndra kenninga og bendir á að rauðvínsdrykkja sé fitandi. Vísindamenn uppgötva eiginleika plöntusameindar Gæti virkað sem yngingarlyf New York. AFP. AP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.