Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 21 JA‹ARSVÖLLUR - AKUREYRI 30. & 31. ÁGÚST 2003 MITSUBISHI OPEN 2003 10 efstu sætin gefa ver›laun. Tveir og tveir leika saman, betri bolti. Skráningu l‡kur föstudaginn 29. ágúst kl. 17:00. Skráning og pantanir á rástímum eru í síma 462 2974. Iðnó Tónleikar salonhljómsveit- arinnar L’amour fou verða end- urteknir kl. 21. Hljómsveitina skipa Hafnhildur Atladóttir á fiðlu, Guð- rún Hrund Harðardóttir á víólu, Hrafnkell Orri Egilsson á selló, Gunnlaugur T. Stefánsson á kontra- bassa og Tinna Þorsteinsdóttir á pí- anó. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is MARK Anderson er bandarískur orgelleikari frá Fíladelfíu og hóf hann ásamt Margréti Bóasdóttur tónleikana, sem ganga undir nafninu Sumarkvöld við orgelið í Hallgríms- kirkju, með söngverki eftir Flor Peeters (1903–86), er var nemandi Dupré og Tournemire. Verkið, sem nefnist Spegill tímans, er samið við ljóðaflokk eftir Jef Simons, fjögur ljóð, er fjalla um nóttina, morguninn, síðdegið og kvöldið, fallegar stemmningar, er voru mjög vel sungnar af Margréti Bóasdóttur, sérstaklega hin hægláta kvöld- stemmning. Tvö næstu verk voru eftir lítt þekkt tónskáld, John Cook (1918– 84) og Harold Darke (1888–1976) og verður að segast eins og er, að í tón- smíðar þeirra vantaði þann skýr- leika, er gerir tónhendingar eftir- minnilegar, og voru verkin því eins og texti, sem fjallar um ekki neitt, er aðeins röð af orðum. Þó voru tölu- verð leikræn tilþrif í verki Cooks, Fanfare, en Elegian eftir Darke leið áfram í litlausu tilgangsleysi. Prelúdía í g-moll (BuxWV 149) eft- ir Buxtehude er leiklipurt verk, sem var reisulegt í útfærslu Andersons. Sónata í d-moll op. 65/6, eftir Mend- elssohn er dæmigerður rómantískur útúrsnúningur á sónötuforminu. Fyrsti kaflinn er sagður vera kórall og fjögur tilbrigði en er í raun kórall og fjórar útsetningar á kóralnum, þar sem stefið er að vísu fært á milli radda, oft í skemmtilegri útfærslu. Annar kaflinn er sérlega hljómbund- in fúga og lokakaflinn hæglátt en hljómfagurt alþýðulag. Fyrsti kafl- inn reyndi á orgelleikarann, sem sýndi sig vera góður orgelleikari og í lokaverkefni tónleikanna, þriðja kaflanum úr L’Ascension, eftir Messiaen, var leikur Andersons sér- lega skýr, bæði í krefjandi hljóm- klösunum og einraddaða tónferlinu, sem tengdi þá saman. Þetta orgel- verk samdi Messiaen 1933 fyrir hljómsveit (París, 1935, Charles Munch) og umskráði það bæði fyrir píanó og orgel. Hefði verið vel við hæfi, að sleppa ýmsu lítt áhugaverðu á efnisskránni, fyrir það að leika Uppstigninguna í heild, í stað þess að hluta þetta meistaraverk í sundur. Mark Andersen er auðheyrilega góður orgelleikari, svo sem heyra mátti í prelúdíunni eftir Buxtehude, einnig í 1. þætti sónötunnar eftir Mendelssohn en sérstaklega þó í verki Messiaens. Að leika Uppstigninguna í heild TÓNLIST Hallgrímskirkja Mark Anderson og Margrét Bóasdóttir fluttu verk eftir Flor Peeters, John Cook, Harold Darke, Buxtehude, Mendelssohn og Messiaen. Sunnudagurinn 24. ágúst. 2003. ORGELTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Í NÝJASTA hefti tímaritsins Metai (nr. 8–9, 2003) sem er helsta bókmenntatímarit Lithá- en, birtast átta ljóð eftir Jó- hann Hjálm- arsson í þýð- ingu Rösu Ruseckiene. Ljóðin eru Elegía, Þögn, Verönd, Leit, Fiðrildin skammlífu, Frá Boston, Vind- arnir og Kernave. Ljóðin eru úr bókunum Ákvörðunarstaður myrkrið (1985), Marlíðendum (1998) og Hljóðleikum (2000). Annar norrænn höfundur er kynntur í heftinu. Það er Svíinn Torgny Lindgren sem á smá- sögu. Mörg ljóð eftir Jóhann í þýð- ingu Rösu Ruseckiene birtust í safnritinu Vori skáldskaparins (1998), en þá ferðaðist hann um Litháen og las úr verkum sínum. Rasa Ruseckiene er kunn fyr- ir þýðingar sínar á verkum ís- lenskra samtímahöfunda en hún hefur einnig þýtt íslenskar forn- bókmenntir. Ljóð Jóhanns í litháísku tímariti Jóhann Hjálmarsson Skuggaljóð eftir Kristian Guttesen er komin út í end- urskoðaðri útgáfu. Hún kom fyrst út árið 1998. Kristi- an hefur áður gef- ið út Afturgöngur, 1995, og Annó – úrval, 1999. Einn- ig hafa birst eftir hann sögur og ljóð í dagblöðum og tímaritum á Norð- urlöndunum. Bókina má nálgast með því að senda tölvupóst á netfangið deus- @uymail.com. Bókin er 36 bls., dreif- ingu annast Deus. Ljóð SÓLVEIG Simha sýnir frönsku út- gáfuna á Ferðum Guðríðar, La Saga de Gudridur, í Skemmtihúsinu á Laufásvegi 22 kl. 20.30 í kvöld. Það er jafnframt síðasta sýning sumarsins í Skemmtihúsinu á Ferð- um Guðríðar eftir Brynju Bene- diktsdóttur. Sólveig er á leið til Frakklands þar sem hún heldur áfram sýning- um á verkinu í Aktéon leikhúsinu í 11. hverfi. Sólveig, sem er frönsk- íslensk leikkona menntuð í París og Bretlandi, þýddi einnig verkið. Miða á sýninguna má fá hjá Upp- lýsingaþjónustum í Aðalstræti 2 og Bankastræti 2 en einnig við dyr Skemmtihússins hálftíma fyrir sýn- ingu. Í allt sumar hefur farið fram mjög umfangsmikil leikistarstarf- semi í Skemmtihúsinu. Fastar sýn- ingar allt að sex sinnum í viku á ensku, þýsku og frönsku fyrir ferða- menn jafnt sem Íslendinga. Verkið fékk opinbert boð frá Króatíu og var farið með sýninguna til þriggja borga þar og leikið á ensku. Sýn- ingin fékk, að sögn Brynju, einróma lof í fjölmiðlum og hjá áhorfendum þarna á Adríahafsströnd. Leikið var undir berum himni í hringleikhúsi, kastalaleikhúsi og í listaverkagarði. Þó föstum sýningum sé lokið þetta sumarið er hægt að panta verkið á ensku og þýsku til sýninga í haust t.d. fyrir ferðahópa og ráðstefnur. Sýningin er mjög hentug til flutn- ings og ferðalaga. Leikhópurinn í Skemmtihúsinu hefur jafnframt æft af kappi tvö stutt leikverk, frum- samin, til sýninga á næstunni. Ljósmynd/Alexandre Chevallier Sólveig Simha í hlutverki sínu í Ferðum Guðríðar í Skemmtihúsinu. Ferðir Guðríðar í Skemmtihúsinu Síðasta franska sýning sumarsins „ÞETTA hefur gengið vonum framar. Ég er búinn að selja 23 mynd- ir, flestar stórar, þannig að ég er mjög sáttur. Sérstaklega í ljósi þess að mér skilst á koll- egum mínum í Reykja- vík að sala hafi ekki verið mikil und- angengna mánuði,“ seg- ir Óli G. Jóhannsson listmálari sem sýnir um þessar mundir ný málverk í Húsi málaranna á Eið- istorgi. Óli er raunar með fleiri járn í eldinum því þrjár aðrar sýningar á verkum hans hanga uppi þessa dagana, í Kaupmannahöfn, á Ak- ureyri og í Reykjavík. Ytra sýnir hann hjá fyrirtæki sem heitir Commitments og segir vel hafa gengið. Ágæt sala sé í málverki í Danmörku um þessar mundir. Á Akureyri, sem er heimabær Óla, sýnir hann á Café Karólínu og sýningin í Reykjavík er á Radisson Hótel Sögu. Síðast- nefnda sýningin markar upphafið að tveggja ára verkefni þar sem Óli mun sýna í húsakynnum hót- elkeðjunnar á Norðurlöndunum. Það er því í mörg horn að líta hjá listamanninum. „Heldur betur. Púlsinn er öruggur og hraður.“ Hraður púls Óli G. Jóhannsson er með mörg járn í eldinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.