Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ FYRIRTÆKIÐ Emax hefur sent Samkeppn- isstofnun erindi, þar sem óskað er eftir sameig- inlegri rannsókn stofnunarinnar og Póst- og fjarskiptastofnunar á meintri skaðlegri undir- verðlagningu á ADSL-samböndum Landssím- ans og Og Vodafone. Fyrirtækin vísa því á bug, að þau veiti umrædda þjónustu undir kostn- aðarverði. Og Vodafone er nú að íhuga að senda erindi til samkeppnisyfirvalda eða dómstóla vegna tilboðs Landssímans, þar sem boðinn er ókeypis búnaður með ADSL-tengingu. Fyrir viku kynnti Og Vodafone nýja þjón- ustu, ADSL IV, þar sem boðið var upp á eins megabætis samband á sekúndu á sama verði og áður hafði verið boðið upp á 512 kílóbæti á sek- úndu. Í kjölfarið tilkynnti Síminn að 512 kíló- bæta tengingar yrðu uppfærðar í 1536 kíló- bæti, án verðbreytingar. Breyttar skilgreiningar Eggert Skúlason, framkvæmdastjóri Emax, segir að með breyttri verðlagningu hafi fyr- irtækin umturnað öllum skilgreiningum sem þau sjálf hafi unnið eftir. „Verðlagning á þjón- ustu sem þau hafa verið að selja okkur hefur alltaf verið stigvaxandi eftir afkastagetu og ég á mjög erfitt með að skilja af hverju svo er ekki lengur,“ segir hann. Eggert segist telja afar líklegt að fyrirtækin séu að borga með þjónustunni. „Ef við horfum á þetta í heild sinni er ljóst að þau eru að gefa ógrynni af búnaði, stækka samböndin og lækka verð. Ég þekki ekki neinar þær tækninýjungar sem gera mönnum kleift að gera þetta,“ segir hann. Eggert nefnir dæmi. „Ég óskaði eftir tveggja megabæta sambandi til Víkur í Mýrdal hjá Landssímanum. Fyrir utan upphafskostn- að er mánaðargjaldið um 100 þúsund krónur. Nú getur einstaklingur í Breiðholti fengið ADSL-tengingu, 1,5 megabæta, fyrir 4.800 krónur á mánuði. Ég spyr bara: Er sanngirni í þessu og er þetta eðlilegt?“ Eggert segist ekki vera mjög vongóður um að Samkeppnisstofnun taki málið fyrir á næst- unni. „Svörin sem ég fékk þar voru á þá leið að fjarskiptamarkaðurinn væri ekki forgangs- markaður hjá stofnuninni. Þar áttu menn von á að geta sinnt þessu um jólaleytið, nema þeir myndu skilgreina málið sem mjög áríðandi og brýnt.“ Hann segir að af þessum sökum hafi hann í kærunni farið þá leið að vitna í leiðbein- andi reglur fyrir Samkeppnisstofnun og Póst- og fjarskiptastofnun, þar sem kveðið sé á um að stofnunum sé heimilt að skoða svona mál sam- an. Að sögn Eggerts auka tilboð af þessu tagi líkur á fákeppni á fleiri sviðum á fjarskipta- markaði. „Fákeppnin er til staðar á gsm-mark- aði og þessi tvö fyrirtæki hafa það mjög huggu- legt þar. Ég tel líkur á að þessi ADSL-tilboð þrengi mjög að Internetþjónustuaðilum og til lengri tíma litið getur það orðið til þess að ein- hver slík fyrirtæki verði að renna saman eða hætta starfsemi,“ segir hann. Í fullum rétti Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Og Vodafone, segir að fyrirtækið hafi ekki fengið afrit af kæru Emax og því byggist viðbrögðin á því sem fram hafi komið í fjölmiðlum um það. Fyrirtækið líti hins vegar svo á að málið sé tvískipt. „Annars vegar lýtur það að því að í byrjun síðustu viku kynnt- um við nýtt tilboð, þar sem við jukum hraðann á tengingum á sama gamla verðinu. Við teljum okkur hafa verið í fullum rétti til þess. Það sem gerir okkur þetta kleift er mikil fjölgun við- skiptavina í ADSL-þjónustu. Alls eru þeir nú um 35.000 á landinu og Og Vodafone er með yf- ir 30% af þeim. Þá höfum við gert hagstæða samninga og höfum gert skynsamlegar fjár- festingar í tækjabúnaði, sem gerir okkur þetta kleift,“ segir hann. Hins vegar, segir Pétur, snýst málið um við- brögð Landssímans við þessu tilboði, þar sem boðið var margfalt lægra verð á þráðlausum búnaði en áður. „Við höfum efasemdir um að honum sé heimilt að gera það. En af fenginni reynslu fáum við ekki úr því skorið hjá Sam- keppnisstofnun fyrr en um áramót. Við höfum undir höndum bréf frá stofnuninni, þar sem segir að fjarskiptamál séu ekki í forgangi,“ seg- ir Pétur. Hann segir að Og Vodafone hafi ekki getað setið aðgerðarlaust hjá og því boðið bún- að ókeypis gegn því að viðskiptavinurinn skuld- bindi sig til að vera hjá fyrirtækinu í eitt ár. „Við lítum ekki svo á að við séum að brjóta neitt með þessu. Um okkur gilda ekki sömu reglur og um Landssímann. Við erum ekki markaðsráðandi fyrirtæki eins og Landssím- inn,“ segir Pétur. Hann segist því að hluta til geta tekið undir erindi Emax, en að öðru leyti ekki. Pétur segir að Og Vodafone sé ekki að reyna að koma í veg fyrir samkeppni frá smærri að- ilum. „Nei, við vorum knúin til að bregðast við á þennan hátt. Við sýnum erindinu fullan skiln- ing, en mál eru bara þannig vaxin að við getum ekki beðið til áramóta eftir svari frá samkeppn- isyfirvöldum eða Póst- og fjarskiptastofnun. Það getur þó allt eins verið að við sendum er- indi til Samkeppnisstofnunar, eða jafnvel dóm- stóla, vegna þessa útspils Landssímans,“ segir Pétur. Ekki borist kæran Heiðrún Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Landssímans, segir að kæran frá Emax hafi ekki borist til Landssímans. Því geti fyrirtækið ekki svarað henni efnislega. Við munum þó eðlilega gera það fyrir Samkeppnisstofnun og Póst- og fjarskiptastofnun þegar við höfum kynnt okkur þær ávirðingar sem þar kunna að leynast,“ segir hún. Heiðrún segir að þær ásakanir sem talsmað- ur Emax hafi borið á Landssímann í fjölmiðlum séu rangar. „Síminn er í fullum rétti að mæta kröfum viðskiptavina sinna með þeim hætti sem kynntur var í síðustu viku. Með breyting- unum hefur áskriftum ADSL-þjónustunnar verið breytt, verð þeirra er óbreytt en gagna- hraðinn sem viðskiptavinurinn fær er aukinn verulega. Með þessum breytingum er Síminn að koma til móts við viðskiptavini sína og svara þeirri hörðu samkeppni sem er á markaðnum.“ Að sögn Heiðrúnar byggjast tilboðin á arð- semisútreikningum sem standist þær kröfur sem gerðar séu lögum samkvæmt. „Verðskrá Símans er gegnsæ, þ.e. lögð er áhersla á að hver þjónusta beri sig, en ekki er verið að greiða eina þjónustu niður með annarri,“ segir hún. Þá segir Heiðrún að stærðarhagkvæmni hafi gert verðbreytingarnar mögulegar. „Neytend- ur hafa tekið vel í tilboð okkar, enda er verið að auka gagnamagn áskrifta til muna, neytendum til góða. Líta ber til þess að fjöldi notenda í ADSL hefur margfaldast á nokkrum árum og nálgast nú 35.000 samtals hjá Landssímanum og Og Vodafone. Það er eðlilegt, þegar fleiri áskrifendur nýta sér ákveðna þjónustu, að verð lækki, enda eru þá fleiri til að greiða niður fjár- festingu og kostnað. Þá ber að horfa til þess að innkaupsverð til Símans hefur lækkað til muna, auk þess sem kostnaður hefur farið lækkandi, um leið og áskrifendum fjölgar. Þessi þróun er neytendum til góða,“ segir Heiðrún. Og Vodafone og Síminn sökuð um undirboð Og Vodafone íhugar að kæra Símann vegna ókeypis búnaðar Morgunblaðið/Arnaldur Emax hefur sent Samkeppnisstofnun erindi, þar sem óskað er eftir sameiginlegri rann- sókn stofnunarinnar og Póst- og fjar- skiptastofnunar á meintri skaðlegri und- irverðlagningu á ADSL-samböndum Landssímans og Og Vodafone. FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Straumur keypti í gær 34,72% hlut í Framtaki fjárfestingarbanka og er eignarhlutur Straums í Fram- taki nú 91,79%. Bréfin sem Straumur keypti í Framtaki eru 882.096.723 krónur að nafnverði og fóru viðskiptin fram á genginu 1,9. Kaupverðið er því tæpar 1.676 milljónir króna. Seljendur bréfanna voru Norvik ehf., móðurfélag BYKO sem átti 27,57% hlut, Eyrir fjárfestingar- félag, sem er að mestu í eigu Þórð- ar Magnússonar fjárfestis, Kaup- þing Bank Lúxemborg og Íslandsbanki. 70,94% af kaupverðinu verður greitt með bréfum í Fjárfesting- arfélaginu Straumi á genginu 3,3 og 29,06% verður greitt með reiðufé. Gert er ráð fyrir að gengið verði frá viðskiptunum innan viku. Eftir kaupin á Norvik 7,08% hlut í Straumi en átti fyrir 0,2% hlut. Í síðustu viku seldi Kaupþing Bún- aðarbanki 8,01% hlut sinn í Straumi til Straumborgar, sem er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar forstjóra BYKO, og Eyris. Straum- borg keypti tæp 5% og Eyrir ríf- lega 3% hlut af þeim 8% hluti sem Kaupþing Búnaðarbanki seldi í Straumi. Fjármálaeftirlitið veitti í síðustu viku samþykki fyrir því að Straum- ur eignaðist virkan hlut í Framtaki. Fjárfestingarfélagið Straumur keypti á mánudag 2% hlut í Eim- skip og á nú 15,8% hlut í félaginu. Norvik selur hlut sinn í Framtaki MEÐ breytingum sem orðið hafa í eignarhaldsfélögum í eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar munu þeir skipta með sér verkum með skýrari hætti en hingað til. Björgólfur Guðmundsson hyggst ganga úr stjórn Pharmaco og ein- beita sér að starfi sínu sem formað- ur bankaráðs Landsbanka Íslands. Björgólfur Thor, sem er formaður stjórnar Pharmaco, mun hins vegar taka virkari þátt í störfum þess fé- lags og beina kröftum sínum eink- um að skráningu fyrirtækisins á er- lendan markað. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu frá þeim feðgum í gær. Þar segir að þeir séu sammála um að þeim finnist rétt að binda fé sitt þar sem þeir verji kröftum sínum. Í tilkynningunni kemur fram að Givenshire Ltd., eignarhaldsfélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfsson- ar, hafi keypt öll hlutabréf Bell Global Ltd., eignarhaldsfélags Björgólfs Guðmundssonar, í Amber International Ltd. Amber er stærsti hluthafi í Pharmaco hf. með 27,5% eignarhlut. Eignarhlutur fé- laga í eigu Björgólfs Thors eftir þessi viðskipti í Pharmaco er 30,8%, en Givenshire átti 3,3%. Félög í eigu Björgólfs Guðmundssonar eiga ekki lengur hlut í Pharmaco. Einnig kemur fram í tilkynning- unni að Bell Global hafi keypt af Givenshire 8,55% hlut í Samson eignarhaldsfélagi ehf., sem er kjölfestufjárfestir í Landsbanka Ís- lands hf. Er eignarhlutur beggja fé- laga eftir viðskiptin 42,5% í Sam- son. Áhættufjárfestingar fyrir yngri menn Haft er eftir Björgólfi Thor í fréttatilkynningunni að starfsemi Pharmaco sé áhættusöm enda mikil samkeppni á þeim alþjóðamarkaði sem félagið starfi á. „Ég vildi auka við eignarhlut minn í félaginu þar sem ég er reiðubúinn að taka áhættu og geri að sama skapi háa ávöxtunarkröfu á fjármuni mína. Þar sem ég er búsettur erlendis og sinni fyrst og fremst alþjóðlegum verkefnum er það vel til fallið að ég komi með skýrum hætti að kynn- ingu á félaginu ytra og skráningu félagsins á erlenda markaði,“ segir Björgólfur Thor. Björgólfur Guðmundsson segir að formennska í bankaráði Lands- bankans hafi krafist meira af hon- um en hann hafi ætlað í fyrstu. Vandamál bankans séu meiri en lát- ið hafi verið af í upphafi eins og fram hafi komið í nýlegri afkomu- tilkynningu bankans. „Ég vil auka hlut minn í bank- anum. Þá finnst mér rétt samhliða sölunni að draga mig út úr Pharma- co. Eftir nýlegar hækkanir á bréf- um í félaginu er verð nú hátt og því ávöxtun góð. Þá fylgir áhætta starf- semi lyfjafyrirtækis á alþjóðlegum samkeppnismarkaði og vildi ég setja fé mitt í starfsemi þar sem gerð er lægri krafa um ávöxtun eins og í bankastarfsemi. Það er meira að skapi yngri manna að standa í áhættusömum fjárfestingum og gera háa ávöxtunarkröfu. Ég hef siglt þann krappa sjó en kýs nú lægri öldur og tryggari heimkomu,“ segir Björgólfur Guðmundsson. Breytingar í eignarhaldsfélögum Björgólfs Guðmunds- sonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar Annar einbeitir sér að Landsbanka hinn að Pharmaco Björgólfur Thor Björgólfsson Björgólfur Guðmundsson BAUGUR greiddi 11 milljónum punda (u.þ.b. 1,4 milljörðum króna) hærra verð fyrir Hamleys en félagið hafði ætlað sér að gera en heildar- verðið nam 59 milljónum punda (um 7,7 milljörðum króna). Þetta er haft efir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, for- stjóra Baugs, á fréttavef Financial Times. Hann er sagður stefna að því að tvöfalda stærð Baugs á þremur árum og þessi yfirtaka sé einungis sú fyrsta af mörgum í Bretlandi. Margir töldu að Baugur hefði greitt of hátt verð fyrir Hamleys og Jón Ásgeir játar að verðið hafi verið rausnarlegt. Hins vegar er hann sagður spá því að viðskiptaáætlun Hamleys muni skila árangri og vísar til þess að flestir hafi vanmetið þann hluta Hamleys sem kallaður er Bangsaverksmiðjan og gerir fólki kleift að búa til sinn eigin bangsa. Kaupin á Hamleys eru sögð marka tímamót hjá Baugi og að fyrirtækið vænti þess að hér sé um að ræða fyrstu yfirtöku þess af mörgum í Bretlandi. Jón Ásgeir eygi enn góð tækifæri á breska hlutabréfa- markaðinum þrátt fyrir miklar breytingar á honum. Hærra verð fyrir Hamleys en áætlað var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.