Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 19
Morgunblaðið/Birkir Fanndal Bergþóra Kristjánsdóttir, yfirland- vörður frá Heiði, lítur yfir hvera- svæðið við Námafjall í síðasta sinn á þessu sumri. Alla daga frá morgni til kvölds er straumur ferðamanna sem dást að leirpyttum og gufu- hverum í bland við óvenjuleg lit- brigði jarðarinnar. Gangstígar og girðingar sem landverðir setja upp og viðhalda sjá til þess að lítið er um brunaslys á svæðinu. Á MÁNUDAGINN lauk vertíð land- varða í Mývatnssveit á þessu sumri og hafa þeir sjaldan haft hér minna umleikis á einu sumri. Samtals voru nú unnar tæpar 30 mannvikur í Mý- vatnssveit. Þeir hófu störf í byrjuðum júní og aldrei voru fleiri en tveir að starfi samtímis. Það er af sem áður var. Fyrir allnokkrum árum var hér skilað 46 til 48 vikum á sumri við land- vörslu. Það er mál heimamanna að þetta sé einkennileg þróun því hvorki hafi ferðamönnum fækkað né verk- efnum, heldur þvert á móti. Starf landvarða er mikilvægt á miklum ferðamannastöðum svo sem Mývatnssvæðið er. Þeir merkja leiðir og einstaka staði með leiðbeinandi merkingum. Gera ráðstafanir til að viðkæmir staðir verði ekki fyrir tjóni. Veita ferðamönnum upplýsingar og sinna alls kyns verkefnum í þágu við- komandi svæðis og þeirra sem þang- að koma. Ferðamannstraumur hefur verið mikill hér í sumar enda veðurfarið einstaklega hagstætt. Enn er allmikil umferð og mikil þörf á að landverðir séu á svæðinu til að sinna áfram gest- um sveitarinnar fram á haustið, upp- fræða þá og aðstoða. Þess í stað koma þeir seint og fara snemma. Sigbjörn Gunnarsson sveitarstjóri segir að þessi staða sé afleit. Hann bendir hins vegar á þann vanda ferðaþjónustunn- ar að margt sumarstarfsfólk hverfur síðla í ágúst til náms og leggjast þá af ýmis störf sem skólafólk hefur sinnt. Lengi hafa óskir heimamanna stað- ið til þess að landvörslu væri betur sinnt og að landvörður í ársstarfi hefði búsetu í sveitinni til að sinna fjölbreyttum verkefnum sem falla hér til árið um kring. Heimamönnum þykir undarlegt að á sama tíma sem landvarsla hér er í algjöru lágmarki þá er landvörðum í ársstarfi við hina formlegu þjóðgarða fjölgað verulega og eru nú t.d. tveir slíkir í Ásbyrgi og er það að vísu hið besta mál. Vandséð er vegna hvers Mývatnssveit er svo afskipt í þessum efnum því ekki er minni umferð ferða- manna hér en í flestum þjóðgarðanna. Og vissulega er sveitin verndarsvæði. Landverðir í Mý- vatnssveit kveðja Mývatnssveit LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 19 LEIÐSÖGUNÁM Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og mynd- um. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hverning standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland. Stuðst er við námsskrá menntamálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám. Helstu námsgreinar:  Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum.  Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. Mannleg samskipti. Skyndihjálp og skipulag.  Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þess sem farið er í vettvangsferðir. Umsögn: „Síðasta haust hóf ég leiðsögunám við Ferðamálaskóla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhalds- nám. Þetta nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS Bíldshöfða 18, sími 567 1466, Opið til kl. 22.00. Heimasíða: www.menntun.is Martha Jensdóttir kennari. ÍSLANDSMÓTIÐ í 4. flokki karla í knattspyrnu, 7 manna liðum, fór fram á Flúðum á laugardag og sunnudag. Fimm lið kepptu til úr- slita, frá Vopnafirði, Grundarfirði, Bolungarvík, Siglufirði og úr Hrunamannahreppi. Fimm leikir fóru fram hvorn dag og var leiktími 60 mín.(2x30 mín) Eftir skemmtilega baráttu og kná- leg tilþrif hjá strákunum fóru leikar svo að Hrunamenn urðu í fyrsta sæti, Grundfirðingar í öðru, Vopn- firðingar í þriðja, Bolvíkingar í fjórða sæti og Siglfirðingar höfnuðu í fimmta sæti. Nokkur hópur foreldra fylgdi með drengjunum, svo sem venja er, og létu vel af dvölinni og veðurblíðunni á Flúðum og skemmtilegri keppni. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Þrjú efstu liðin. F.v. Grundfirðingar, Hrunamenn og Vopnfirðingar. Kjartan Sigurðsson tekur við bikar úr hendi Birkis Sveinssonar mótsstjóra. Hrunamenn sigruðu á Íslandsmóti 4. flokks Hrunamannahreppur ÞÓTT veiði hafi almennt verið rýr í Mývatni í sumar þá er lengi von á einum. Jóhann Gestsson í Álfta- gerði vildi ekki láta sumarið líða án þess að leggja einu sinni. Hann lagði því nokkur net á föstudagskvöld og vitjaði um morguninn eftir með konu sinni, Soffíu Sverrisdóttur, og syni þeirra, Sverri. Þau höfðu fjór- ar bröndur upp úr krafsinu og eru vel ánægð með sinn hlut. Morgunblaðið/BFH Vitjað um netin í Mývatni Mývatnssveit DAGANA fjórtánda til sautjánda ágúst fór fram mikil hátíð trúbadora í Egilsbúð í Neskaupstað. Þar stigu á stokk og skemmtu tónleikagestum margir af þekktustu trúbador- um landsins, nánast landslið trúbadora. Þar má nefna meðal annara Megas, Súkkat, Hörð Torfason, Heru Hjartardóttur, KK, Magnús Eiríksson, Eivöru Pálsdóttur, Bjarna Tryggva, Mike Pollock, Bjartmar Guð- laugsson, auk ýmissa fleiri minna þekktra en mjög góðra trúbadora. Þetta er í annað sinn sem for- stöðumenn Egilsbúðar standa fyrir hátíð sem þessari og er ætlun þeirra að festa hana í sessi svo að trúbadorahátíð verði árlegur viðburður í Nes- kaupstað. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Bjarni Tryggva var meðal þeirra sem tóku lagið. Trúbadorar í Egilsbúð Neskaupstaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.