Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 39 Fyrirlestur verður í Húsinu á Eyrarbakka á morgun, fimmtu- daginn 28. ágúst kl. 20.30. Jónas Þór Snæbjörnsson vísindamaður og verkfræðingur hjá Rannsókn- armiðstöð í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi heldur fyrirlesturinn sem nefnist Áhrif jarðskjálfta á byggingar. Í fyrirlestrinum verður fjallað um jarðskjálfta, eðli þeirra og eig- inleika. Gerð verður grein fyrir bylgjuhreyfingu jarðarinnar þegar jarðskjálfti ríður yfir. Notuð verð- ur myndræn framsetning og tölvu- tækni til þess að sýna hreyf- inguna. Þá verður einnig fjallað um hreyf- ingarfræðilega eiginleika mann- virkja o.fl. Sýnd verða dæmi um skemmdir, svo og hvað beri að varast við hönnun bygginga á jarðskjálftasvæðum. Kaffiveitingar og aðgangur ókeypis. Lerkisveppatínsla hjá Minja- safni Austurlands á morgun, fimmtudaginn 28. ágúst kl. 13.30. Leiðsögn kostar kr. 400. Takið með nesti, brauðhníf, körfu og tusku. Gengið með Langárbökkum Ungmennasamband Borgarfjarðar í samvinnu við Veiðimálastofnun – Vesturlandsdeild stendur fyrir göngu með Langárbökkum á morgun, fimmtudaginn 28. ágúst kl. 19.30. Leiðsögn veita Ingvi Hrafn Jónsson og Sigurður Már Einarsson. Frá Borgarnesi er ekinn Snæfell- nesvegur (nr. 54) að Langá, en beygt veginn upp með Langá til hægri áður en farið er yfir Lang- árbrú. Þaðan er keyrt upp með ánni og beygt til vinstri þegar komið er að afleggjaranum heim að Stangarholti og ekið að fyrsta sumarbústaðnum, Sólvangi, en þar hefst gangan. Gengið verður að Langárbyrgi, veiðihúsi Veiðifélags Langár. Fróðleikur verður veittur um laxveiðina, söguna, fiskirækt o.fl. Á MORGUN Stuðningshópur um eggja- stokkakrabbamein Stuðnings- hópur kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggjastokka heldur rabbfund í húsi Krabbameins- félagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 27. ágúst. Fundurinn hefst kl. 17. Kaffiveit- ingar. Í DAG Rangt föðurnafn Í myndatexta sem fylgdi frétt um markað í Borgarnesi, sem birtist sl. mánudag, var ekki farið nákvæm- lega rétt með föðurnafn Kolbrúnar Anderson, en hún er ein þeirra sem selja vörur á markaðnum. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT VEGNA fréttar um veiðar á ref, sem birtist á baksíðu Morgunblaðsins á mánudag, vill Áki Ármann Jónsson, forstöðumaður veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar, koma eftirfar- andi á framfæri: „Refurinn hefur verið hér á landi sl. 10.000 ár eða síðan ísöld lauk. Hann er því vel aðlagaður íslensku lífríki og íslenskt lífríki er aðlagað honum. Stjórnvöld hafa í samræmi við lög nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spen- dýrum unnið að því að koma í veg fyrir fjárhagslegt tjón af völdum refa t.d. í æðarvörpum og leita uppi dýr- bíta sem leggjast á lömb. Stjórnvöld verða að sjálfsögðu ávallt að hafa í huga kostnað við aðgerðir þegar ver- ið er að vernda verðmæti eða fjár- hagslega hagsmuni. Til að mynda væri erfitt að rökstyðja t.d. kostnað við refaveiðar upp á 200 milljónir ár- lega ef hugsanlegt tjón gæti í mesta lagi numið 50 milljónum. Slíkar veiðar myndu að sjálfsögðu ekki svara kostnaði. Sveiflur í ís- lenska refastofninum eru alþekktar frá fyrri öldum og ýmsar heimildir greina frá þeim. Íslenski refastofn- inn er vaktaður og benda niðurstöð- ur vöktunarinnar til þess að núver- andi uppsveifla hafi hafist á vestanverðu landinu og sé í hámarki nú en uppsveiflan á austanverðu landinu hafi byrjað seinna og því megi búast við því að ref eigi eftir að fjölga þar næstu 5–10 ár. Veiðar á refum hafa aukist tölu- vert hin síðari ár sérstaklega eftir gjaldskrárbreytingu 1997 þegar tek- in var upp sú stefna að greiða aðeins fyrir unnin dýr. Árið 1996 veiddust um 3.000 refir en á sl. ári fór veiðin í fyrsta sinn yfir 5.000 dýr og heild- arkostnaður við veiðarnar nam um 55 milljónum en nam 36 milljónum árið 1996. Minkurinn getur haft víðtæk áhrif Minkurinn er hinsvegar innflutt tegund sem getur valdið breytingum á íslensku lífríki þar sem aðrar teg- undir eru ekki aðlagaðar honum. Hann getur haft víðtæk áhrif á líf- ríkið, t.d. má leiða líkum að því að keldusvínið hafi hætt hér sem varp- fugl vegna framræslu votlendis og afráns minks og rannsóknir erlendis sýna að teista og minni andategundir láta undan síga í baráttu við hann. Hann getur sem sagt valdið minnk- un á líffræðilegum fjölbreytileika. Því er markmiðið með minkaveiðum að lágmarka skaða sem hann veldur í lífríkinu og miðað við núverandi þekkingargrunn næst það markmið best með því að reyna að halda stofn- stærð hans sem mest niðri. Í ljósi þess hafa verðlaunagreiðslur fyrir minkinn hækkað hin síðari ár og og nema nú um 3.000 kr. fyrir veitt dýr ásamt því að veiðimönnum eru greiddir aksturspeningar og tíma- vinna. Þessi breyting hefur einnig leitt til þess að veiddum minkum hef- ur fjölgað, úr 5.700 veiddum minkum 1996 í rúmlega 7.200 veidda minka 2002. Einnig hefur heildarkostnaður við veiðarnar aukist á sama tíma, úr 22 milljónum 1996 í 39 milljónir 2002. Ólíkt því sem haldið hefur verið fram hafa veiðar aukist verulega hin síðari ár eins og sjá má á ofangreind- um upplýsingum. Hinsvegar er álita- mál hvort þessi aukna veiði dugi til þess að hafa varanleg áhrif á stofn- stærðir þessara dýra þegar til lengri tíma er litið. Umhverfisstofnun mun leggja áherslu á að bæta þekkingu okkar um áhrif veiða á stofnstærð minks- ins, en t.d. er stofnstærð hans ekki þekkt og er það alvarlegt þekking- argat sem verður að fylla upp í sem fyrst. Þetta er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að stjórna minka- veiðum þannig að verulegur árangur náist með sem minnstum tilkostnaði. Einnig væri æskilegt að einhver vöktun væri á ástandi minkastofns- ins á hverjum tíma.“ Eðlismunur á refa– og minkaveiðum Ljósmynd/Daníel Bergmann DAVÍÐ Þór Björgvinsson hefur ver- ið ráðinn prófessor við lagadeild HR frá og með 1. september n.k. Hann mun einkum sinna kennslu og rannsóknum á sviði evrópuréttar, þjóðaréttar og stjórnskipunarréttar auk annarra verk- efna sem nánar verða kynnt síðar. Davíð lauk stúdentsprófi 1977; B.A. prófi í sagnfræði og heimspeki frá heimspekideild Háskóla Íslands 1982; embættis- prófi frá lagadeild 1985 og LLM frá Duke University School of Law í Bandaríkjunum 1987. Hann hefur m.a. stundað rannsóknir í lögfræði við Háskólann í Edinborg, Rand Afr- ikaans Universiteit í Jóhannesar- borg í Suður-Afríku og Kaupmanna- hafnarháskóla. Davíð Þór var skipaður prófessor við lagadeild Háskóla Íslands 1996. Hann var lögfræðingur við EFTA- dómstólinn í Genf í Sviss 1993-1996 og aftur í Lúxemborg 1999-2003 (í leyfi frá starfi prófessors). Dósent við sama skóla 1988-1993. Fulltrúi yfirborgardómarans í Reykjavík 1987 –1988. Fulltrúi á lögmannstofu Ásgeirs Thoroddsen hrl. í Reykjavík 1985 – 1986 og lögmannsstofu Ólafs Birgis Árnasonar hrl. á Akureyri sumarið 1985. Davíð var dómari (ad hoc.), við Mannréttindadómstól Evr- ópu í Strassborg í máli 39731/98. Varadómari við EFTA-dómstólinn í Genf og síðar í Lúxemborg 1997 – 2001. Formaður nefndar um starf- rækslu gagnagrunns á heilbrigðis- sviði. Formaður stjórnar Mannrétt- indastofnunar Háskóla Íslands frá 1997. Meðlimur í sérfræðingahópi framkvæmdastjórnar ESB um jafn- réttismál 1997 – 2000 og sérfræð- ingahópi ESB um frjálsa launþega frá 1998 – 2000. Sæti í refsiréttar- nefnd 1996 – 1999, mannanafnanefnd frá 1996 (formaður 1997 – 1999). For- maður prófnefndar verðbréfamiðl- ara 1991 – 1993 og sæti í nefndinni 1996 – 1999; Ritari og framkvæmda- stjóri Menningarsjóðs útvarpsstöðva 1989 –1993. Margvísleg stjórnunar- og nefndarstörf innan Háskóla Ís- lands, m.a. við samningu laga um Háskóla Íslands og formaður laga- nefndar og lögskýringanefndar. Davíð Þór hefur skrifað bækur um lögfræði auk hátt í fjörutíu fræði- greina og bókarkafla um lögfræði í íslensk og erlend tímarit og safnrit. Hann hefur haldið fjömarga fyrir- lesta á fundum og ráðstefnum heima og erlendis. Meginrannsókarsvið hafa verið á sviði evrópuréttar, rétt- arheimildafræði og lögskýringa og sifjaréttar. Nýr prófess- or við laga- deild HR Davíð Þór Björgvinsson NÝVERIÐ afhenti Hegas ehf. plötu- vinnslu Byko nýja tölvustýrða plötu- sög. Sögin er af tegundini Selco EB 100 sem er fullkomin plötusög, allar aðgerðir eru tölvustýrðar og sagar plötur allt upp í 4200 x 4300 mm. Selco er hluti af ítölsku fyrirtækja- samsteypuni Biesse en Biesse er eitt af leiðandi merkjunum í framleiðslu á trésmíðavélum. Axel Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Hegas ehf., afhendir Jóni Hersteini Jónassyni, deildarstjóra plötudeildar, sögina. Byko tekur í notkun nýja plötusög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.