Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT UNDANFARNA þrjá daga hefur Félag áhugafólks um íþróttir aldr- aðra staðið fyrir námskeiði um heilsu- rækt og líkamsþjálfun fyrir eldri borgara. Á námskeiðinu hefur verið farið yfir fræðilega þætti líkamsþjálf- unar og færni, grunnþjálfun, forvarn- ir gegn færnisskerðingu og sjúkdóm- um, hagnýta líkamlega þjálfun, upphitun og fleira. Fjöldi fólks sem starfar við umönnun aldraðra hefur sótt námskeiðið og undirtektir verið afar góðar. Guðrún Nielsen, einn af skipu- leggjendum námskeiðsins, segir það hafa farið vel fram og allt uppbyggi- legt og skemmtilegt. „Undirtektirnar hafa verið afar góðar og fólk afar hrif- ið af þessu, hér komu yfir hundrað og þrjátíu manns úr heilbrigðisgeiran- um sem annast aldraða og halda lík- ömum og sálum þeirra við. Þetta hef- ur verið geysilega skemmtilegt, fjölbreytt og fróðlegt. Hér hafa verið flutt erindi, dansar og leikir og í einu erindi var til dæmis verið að benda á leiðir til að fyrirbyggja og viðhalda líkamanum gagnvart ýmsum sjúk- dómum, til dæmis æðasjúkdómum og fleiri kvillum. Hér eru tvær danskar konur, þær Vibeke Pilmark og Kir- stine Langagergaard, frábærir kenn- arar, og þátttakendurnir eiga ekki orð yfir hvað þetta er skemmtilegt og gagnlegt. Ennfremur er verið að benda fólki sem hættir að vinna á að stofna svokallaða gönguvinahópa til þess að heimsækja þá sem sjúkir eru og hjálpa þeim með hreyfingu. Fólk sem situr eitt heima og er hætt að vinna þarf á mikilli hreyfingu að halda til að halda sér við.“ Guðrún segir það geta kostað allt upp í sjö milljónir á ári að hafa einn aldraðan sjúkling á sjúkrahúsi og það sé ótrúlegt hvað hægt sé að halda fólki hressu og heilbrigðu og burtu frá sjúkrahúsunum lengi með góðri hreyfingu. Morgunblaðið/Jim Smart Þátttakendur prófuðu ýmsar leikfimiæfingar sem ætlaðar eru til að bæta þol og þrek aldraðra. Nauðsynlegt að viðhalda heilbrigðri hreyfingu Reykjavík MOSFELLINGAR náðu loks að halda upp á afmæli bæjarins með útivistar- og fjölskyldudegi, laug- ardaginn 24. ágúst síðastliðinn. Af- mælishátíðinni hafði áður verið frestað vegna gamansemi veð- urguðanna. Hátíðin hófst með vel heppn- uðum leynilögregluleik sem skátafélagið Mosverjar skipulagði. Alls tóku 15 hópar þátt og allir kláruðu leikinn. Að lokum voru svo 5 hópar dregnir út til að keppa við fulltrúa bæjarstjórnar í þrautaleik. Á hátíðinni var nóg að gera fyrir alla, ýmist var hægt að renna sér í risarennibraut, hoppa í þartilgerð- um loftkastala, fara á hestbak eða reyna fyrir sér í hreystibraut og í frjálsum íþróttum. Hjalti „Ursus“ Árnason var ungmennunum innan handar í hreystinni og leiðbeindi þeim í erfiðinu. Að lokum fengu allir pylsu og gos eins og þeir gátu í sig látið. Mosfellingar, ungir sem aldnir, tóku hraustlega til matar sína og kunnu vel að meta veiting- arnar. Veðurguðirnir áttu þó síðasta orðið sem endranær Linda Reynisdóttir, þjón- ustustjóri Mosfellsbæjar, segir bæj- aryfirvöld ánægð með þátttöku íbúa í hátíðinni og hversu vel há- tíðin fór fram. „Það var sér- staklega gaman að sjá ungu krakk- ana prófa stangarstökkið og maður vonar að þarna sé um íþróttafólk framtíðarinnar að ræða, hvort sem um er að ræða frjálsar íþróttir eða hestaíþrótt- irnar.“ Lokapunkturinn á hátiðinni átti svo að vera varðeldur og hóp- söngur, en gamansemi veðurguð- anna eru lítil takmörk sett og slitu þeir hátíðarhöldum með látum og gerði slíkan vind að ekki þótti óhætt að kveikja varðeld. Héldu Mosfellingar þó sáttir heim á leið eftir vel heppnaða hátíð og hugsa sér nú gott til glóðarinnar um varðeld og brekkusöng síðar meir. Yngsta kynslóðin fékk að prófa ýmsar íþróttir, meðal annars stangarstökk. Afmælishátíð Mos- fellinga fór vel fram Mosfellsbær Í NÝLEGRI skýrslu starfshóps um öldrunarmál í Seltjarnarnesbæ er lagt til að stefnt verði að bygg- ingu hjúkrunarheimilis í samstarfi við fagaðila í öldrunarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Lagt er til að heimilið verði í jaðri Valhúsahæðar sunnanverðrar. Hópurinn telur að staðsetning hjúkrunarheimilis í jaðri Valhúsahæðar sé kjörin þar sem hún sé í nálægð við núverandi öldrunarþjónustu á Seltjarnarnesi. Einnig hafi komið fram ábending- ar um þessa staðsetningu á íbúa- þingi. Heimaþjónusta verði efld Í skýrslu starfshópsins kemur fram að um fjögur hundruð og fimmtíu íbúar Seltjarnarness séu sextíu og sjö ára eða eldri og að nokkuð muni fjölga í þessum hópi á komandi árum. Samkvæmt skýrslunni búa nú áttatíu og fjórir aldraðir í þjónustuíbúðum á Seltjarnarnesi, tuttugu á hjúkrunarheimilum víðs vegar um Reykjavík og nokkur hópur í eigin húsnæði sem ekki er skilgreint sem íbúðir eldri borg- ara. Samt sem áður er nokkur bið- listi eftir sérstöku húsnæði fyrir aldraða. Starfshópurinn dregur í skýrsl- unni saman helstu þætti sem leggja þarf áherslu á með það fyrir augum að bæta þjónustu við aldr- aða. Í þeim felst meðal annars að heimaþjónusta verði efld og gerð víðtækari því slíkt geri öldruðum kleift að dvelja lengur á heimili sínu. Hjúkrunar- heimili rísi við Val- húsahæð Seltjarnarnes Vinnuhópur um málefni aldraðra PAUL Kagame fékk 95% atkvæða er hann var endurkjörinn forseti í kosningum sem fram fóru í Rúanda í fyrradag. Helsti andstæðingur hans Faustin Twagiramungu fékk ein- ungis 3,6% og þriðji frambjóðandinn rúmlega eitt prósent. Eftirlitsmönnum Evrópusam- bandsins bar ekki saman um hvort kosningarnar hefðu farið vel fram en opinber skýrsla þeirra um kosning- arnar verður birt í dag. Twagiram- ungu hafnaði úrslitunum og sagði marga hafa verið þvingaða til að kjósa Kagame forseta. Engu að síð- ur er forsetinn nýkjörni talinn afar vinsæll í landinu. Meira en 80% kosningabærra manna kusu en þeir voru tæplega fjórar milljónir. Kagame flutti ávarp eftir að úrslit- in voru ljós og sagði hann þá að land- ið væri „á réttri leið“ en fyrir níu ár- um var hálf til ein milljón manna myrtar í landinu sem skildi þjóðina eftir í sárum og lagði efnahaginn í rúst. Forsetakosningar í Rúanda AP Paul Kagame Rúandaforseti ávarpar stuðningsmenn sína í gærmorgun. Kagame fékk 94% atkvæða Kigali. AP. AFP. ALÞJÓÐLEG mannréttindaasam- tök saka Bandandaríkjastjórn um að reyna að hindra að Sameinuðu þjóðirnar samþykki ályktun sem fjallar um bætt öryggi starfs- manna mannúðarsamtaka á stríðs- hrjáðum svæðum, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Bandarískir ráðamenn andmæla þeim hluta ályktunarinnar þar sem árásir á starfsmenn mannúðar- samtaka eru sagðar vera stríðs- glæpir samkvæmt skilgreiningu hins nýstofnaða Alþjóðlega stríðs- glæpadómstóls sem Banda- ríkjamenn hafa neitað að viður- kenna. Mannréttindasamtök gagnrýna stjórnina fyrir að mótmæla álykt- uninni þegar einungis vika er liðin frá árásinni á höfuðstöðvar SÞ í Bagdad. „Eftir hin hörmulegu dráp á starfsmönnunum í Bagdad er andstaða Bandaríkjamanna við ályktunina svívirðileg,“ segir Rich- ard Dicker, stjórnandi alþjóðlegs verkefnis Human Rights Watch- samtakanna. Mannréttindasamtök gagnrýna Bandaríkjastjórn Bandaríkin mót- mæla ályktun SÞ ENN berjast menn víða við afleið- ingarnar af árásum tölvuveirunn- ar SoBig. En sumir sérfræðingar eru á því að enn öflugra afbrigði af orminum muni birtast öðrum hvorum megin við 11. september nk. SoBig er talinn vera forritaður þannig að hann leggi niður störf 10. september. Hann mengaði milljónir tölva um allan heim en sumir telja að þar með sé vandinn ekki úr sögunni. Höfundur veir- unnar virðist nota þá aðferð að hleypa af stað nýju afbrigði rétt áður en það síðasta kveður. „Ég tel að með það í huga sé mjög lík- legt að við kynnumst nýju afbrigði hinn tíunda eða rétt áður,“ sagði mark Summer, yfirmaður hjá ör- yggisþjónustunni MessageLabs í Bandaríkjunum. Sérfræðingar hafa áhyggjur af að höfundurinn hafi þróað aðferð til þess að komast fram hjá veiru- vörnum. „Hugsanlegt er að geysi- öflugur her Worm/Sobig. F verði notaður til þess að gera allsherj- arárás á mikilvæga innviði Nets- ins,“ sagði í yfirlýsingu frá Stefan Sundermeier hjá annarri örygg- isþjónustu, Central Command. Spá enn öflugri tölvuveiru Washington. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.