Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, INGU ÖNNU GUNNARSDÓTTUR, Arnarhrauni 18, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Benedikt Guðmundsson og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, MARGRÉT GUÐJÓNSDÓTTIR, Kársnesbraut 31, sem andaðist á heimili sínu föstudaginn 22. ágúst, verður jarðsungin frá Kópavogs- kirkju föstudaginn 29. ágúst kl. 13.30. Magnús Daníel Ingólfsson, Guðjón Magnússon, Bjarnheiður Jana Guðmundsdóttir, Inga María Magnúsdóttir, Magnús B. Sveinsson, Halldóra Magnúsdóttir, Magnús Gunnarsson og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, MARGRÉT INGVARSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði er lést mánudaginn 18. ágúst á Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 28. ágúst kl. 13.30. Kristján Kristjánsson, Vilborg Inga Kristjánsdóttir, Ingvar Kristjánsson, Erla Nielsen, Gíslína S. Kristjánsdóttir, Guðjón Oddsson, Unnur Þ. Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ANDREU HELGADÓTTUR frá Haukadal í Dýrafirði, Ásgarði 22. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og Heimahlynningar. Bergljót Helga Jósepsdóttir, Guðmundur Jóhannesson, Jóna Björg Jósepsdóttir, Úlfar Sigmarsson, Jóhanna Andrea Guðbjartsdóttir, Reinhold Paul Fischer, Guðbjartur Páll Guðbjartsson, Arnfríður Sigurðardóttir, Baldur Bjarki Guðbjartsson, Margrét Lovísa Einarsdóttir, Jón Örn Guðbjartsson, Rut Gunnarsdóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Lilja Kristjáns-dóttir fæddist í Bæ í Hrútafirði 11. janúar 1912. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ 18. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Kristján Jónsson bóndi í Bæ og á Kjörseyri í sömu sveit, f. 9. nóvember 1865, d. 6. júní 1922, og Margrét Sig- valdadóttir, f. 1. apríl 1879, d. 9. ágúst 1954. Bræður Lilju voru: 1) Sigvaldi, kennari í Reykjavík, f. 30. apríl 1906, d. 22. júní 1966, kvæntur Sigríði Vigfús- dóttur, f. 25. ágúst 1908, d. 8. apríl 1998. 2) Jón, bóndi á Kjörseyri, síðar rannsóknar- maður á Keldum, f. 29. maí 1908, d. 12. ágúst 1981, kvæntur Ingigerði Eyjólfs- dóttur, f. 28. des- ember, d. 15. nóv- ember 2000. 3) Guðmundur, verk- stjóri í Reykjavík, f. 1. júní 1916, d. 8. apríl 1979, kvænt- ur Valdísi Brands- dóttur, f. 15. ágúst 1923. Lilja ólst upp í Bæ og síðar á Kjörseyri. Hún stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi 1930-32. Hún hélt til Reykjavíkur 1935 og starfaði yfir fimmtíu ár í Sundhöll Reykjavíkur. Lilja bjó lengst af í Vatnsholti 2. Síðustu fimm árin dvaldi hún á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ. Útför Lilju fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30 Við viljum minnast Lilju, föð- ursystur okkar með nokkrum orð- um. Lilja var síðust systkinanna frá Kjörseyri að kveðja. Lilja hafði mikið yndi af ferða- lögum innanlands sem utan. Hún ferðaðist mikið um hálendi lands- ins. Hún tók mikið af landslags- myndum, en ljósmyndun var mikið áhugamál hennar. Oft fórum við systur ásamt móður okkar og Lilju til Glasgow, síðast þegar Lilja var 84 ára. Það var farið í búðir og skoðunarferðir. Á kvöldin nutum við þess að fá okkur góðan máls- verð, og oft var tekið í spil. Sem börn var það mikil upplifun að koma til Lilju í Sundhöllina, en þar átti hún langan og farsælan starfsferil. Lilja lét sér mjög annt um bræðrabörn sín og fjölskyldur þeirra. Hún prjónaði listilega fal- legar peysur og nutu ættingjarnir góðs af. Eftir að Lilja flutti til Reykja- víkur hélt hún heimili ásamt móður sinni og bróður sínum Guðmundi. Eftir lát móður sinnar var hún til heimilis hjá Guðmundi og Valdísi, konu hans og börnum þeirra, Brandi og Margréti, en þau reynd- ust Lilju mjög vel. Síðustu árin átti Lilja við mikla vanheilsu að stríða. Hún var hætt að geta tjáð sig, en fallega brosið hennar sagði meira en mörg orð. Við þökkum Lilju fyrir allt það, sem hún var okkur. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Margrét, Kristján og Sigríður Valdís. Elsku Lilja frænka mín, takk fyrir allar samverustundirnar okk- ar. Ég var ekki gamall þegar við bundumst sterkum böndum. Þú lékst við mig er ég kom í heimsókn til þín og ömmu og það var alveg sama upp á hverju ég tók – þú sagðir aldrei nei við mig heldur skemmtir þér yfir öllum mínum uppátækjum – ömmu stundum til armæðu. Ég veit ekki hvort þú þekktir mig undir það síðasta en vil trúa því að þú hafir gert það og hafir skynjað heimsókn mína fyrir nokkrum dögum þegar ég kom til að kveðja þig. Takk fyrir allt elsku frænka mín. Þinn Ríkharður Þór. Elsku Lilja frænka mín. Ég er stolt yfir því að heita í höf- uðið á þér og veit að það gladdi þig er foreldrar mínir báru það undir þig hvort þau mættu skíra litlu stúlkuna sína í höfuðið á þér. Rikki bróðir á margar góðar minningar frá leik ykkar, ég kannski ekki eins margar þar sem þú varst orðin veik er ég fór að hafa smá vit en þú varst alltaf góð frænka og gott að vita að nú geyma englarnir þig. Þín nafna, Lilja Brandsdóttir. LILJA KRISTJÁNSDÓTTIR Okkur langar að kveðja Lilju frænku, sem var okkur alltaf svo góð, með þessu litla ljóði. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Guð blessi minningu hennar. Valdís Guðrún Þórhallsdóttir, Halldór Bjarni Þórhallsson. HINSTA KVEÐJA Elsku ættvinir mínir. Ég hef verið að hugsa til ykkar eftir að ég frétti að Friðrik væri dáinn og ég hugsa um hann sjálfan. Ég hugsa til ykkar í ást og samúð og ég hugsa um Friðrik með ást, aðdáun og þakk- læti. Ég þykist vita að andlát hans komi ykkur ekki endilega á óvart en hlýtur FRIÐRIK J. EYFJÖRÐ ✝ Friðrik J. Ey-fjörð fæddist í Reykjavík 8. ágúst 1912. Hann lést á Landspítala við Hringbraut 14. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 26. ágúst. samt að vera sviptir sem ekkert jafnast á við. Því svona höldum við saman í lífinu; að ganga áfram án ástvin- ar er eins og að byrja annan áfanga, við hik- um og horfum yfir liðna slóð. Og þá kann að renna upp fyrir okkur hversu oft og vel við vorum studd á leiðinni og hversu vel leiðin var valin og hvað það var oft gaman og undur- samlegt. Friðrik var svo góður og fínn maður að það var fullkomlega viðeigandi að hann væri maðurinn hennar Fríðu frænku sem var svo góð og fín sjálf. Þegar Fríðu og Fidda bar á góma þýddi það alltaf eitthvað gott, eitthvert framtak, eitthvað sem fól í sér glæsileika, örlæti og umhyggju. Þegar ég var lítil stelpa buðu Fríða og Friðrik mér í heimsókn ofan af Skaga. Á sunnudeginum fór Friðrik með mig í bíltúr, sýndi mér niður á bryggju, keypti handa mér ís og lét eins og ég, krakkinn, væri mikilvæg manneskja. „Væna mín“ sagði hann og ég reyndi að vera prúð og settleg þar sem hann var allur svo fínn og al- úðlegur. Frá því ég fyrst heyrði orðið „gentleman“ hefur Friðrik verið fyr- irmyndin og svo er enn. Þau reyndust óteljandi skiptin sem ég gisti hjá Fríðu og Friðrik, í lengri eða skemmri tíma. Hjá þeim var at- hvarf mitt í Reykjavík. En umhyggj- an takmarkaðist ekki aðeins við heimilið. Þegar ég var 13 ára og að drepast úr leiðindum og einmanaleik í barnapíustarfi í Hafnarfirði komu þau mér á óvart með heimsóknum. Þau fóru með mig í bíó, í lystigarð, að kaupa ís. Ég þráði þessar heimsóknir svo heitt að ég leitaði að fjögurra laufa smárum til þess að óska þess að þau kæmu. Þegar Hörður bróðir, Ólöf frænka og ég „bjuggum“ í Reykjavík var það velkomin upplyfting að fara í heim- sókn til Fríðu og Friðriks. Stundum komum við í mat, eitthvað ólíkt slátr- inu og skyrinu sem við lifðum á, stundum í kvöldkaffi og þá lét Fríða eins og hún ætti ekkert en við fengum alltaf einhverja fína tertu og Friðrik stríddi henni góðlátlega og kvöldið leið of fljótt við spjall og notalegheit. Og hvar annars staðar voru blóm í blómaskreytingu án þess að stóraf- mæli kæmi til. Fríða minntist oft á að Friðrik hefði komið með blómin. Þá eru óteljandi skiptin sem við komum við í leðurversluninni. Þar fannst okkur við eiga afdrep í mið- borginni hjá Friðriki og hafa sérað- gang í kjarna borgarlífsins. Við vor- um svo örugg um að við værum velkomin sem er einhver besta til- finning í lífinu. Ég gleymi heldur aldrei röddinni hans, djúpri og fallegri. Stundum heyrðum við hann syngja í útvarpinu og allt féll í dúnalogn á meðan. En best var að vera viðtakandi hlýjunnar og göfugmennskunnar sem röddin vitnaði um þegar hann talaði við hvert okkar. Við höldum áfram og erum í raun undirbúin, því veganesti góðmennsku eins og Friðriks hefur nært sálir okk- ar lengi og vel. Dagný Þorgilsdóttir. Í dag kveðja Fóstbræður góðan fé- laga, Friðrik J. Eyfjörð. Rætur karlakóramenningar liggja djúpt í tónlistarsögu okkar, enda er elsta tónleikaform okkar Íslendinga karlakórasöngur. Margir hafa komið þar við sögu, og þá ekki síst er tónlist- arlíf okkar íslendinga var að mótast. Ein fyrsta stóra þjóðhátíð okkar Ís- lendinga, Alþingishátíðin, sem haldin var árið 1930, var um margt merki- leg, ekki síst í ljósi þess að efnt var til samkeppni bæði um hátíðarljóð og tónsmíðar. Margt af því sem þá var samið og flutt hefur orðið að okkar dýrmætustu ættjarðarljóðum og -söngvum. Á þjóðhátíð, þar sem þjóð- in fagnaði fengnu frelsi, hlaut að verða mikill söngur og til hans þurfti að vanda. Skipuð var þjóðhátíðar- nefnd sem sneri sér til þriggja ágætra hljómlistarmanna, þeirra Páls Ísólfssonar tónskálds, Árna Kristjánssonar píanóleikara og Emils Thoroddsens tónskálds og bað þá að taka sæti í söngmálanefnd, er hefði það hlutverk, í samráði við Þjóðhátíð- arnefnd, að ákveða og undirbúa hljómlistardagskrá hátíðarinnar. Söngmálanefnd gerði síðan tillögur til Þjóðhátíðarnefndar um fyrir- komulag söngs og hljóðfærasláttar, efni söngdagskrár og söngfólk. Ákveðið var síðan í samráði við söng- málanefnd og stjórn Sambands ísl. karlakóra (SÍK) að mynda þjóðhátíð- arkór. Meðal annarra laga sem frum- flutt voru var hið rismikla lag Páls Ís- ólfssonar, Brennið þið vitar. Í þjóðhátíðarkórnum var m.a. Karla- kór K.F.U.M. sem síðar breytti nafni sínu í Fóstbræður. Á þessu merka ári gekk Friðrik Eyfjörð til liðs við kór- inn, ungur, hávaxinn og myndarlegur maður sem þá var aðeins átján ára. Fáir Íslendingar hafa átt jafnlanga starfsævi í karlakórasögu okkar og Friðrik, en hann tók síðast lagið með félögum sínum í Gömlum Fóstbræðr- um í 90 ára afmæli sínu í fyrra, eða 72 árum frá því hann gekk til liðs við kórinn. Að sjálfsögðu kom hann sér fyrir í sinni gömlu rödd. Það var mér sérstök ánægja og heiður að fá tæki- færi til að upplifa þessa stund með þessum aldurhnigna Fóstbróður mínum sem þrátt fyrir háan aldur bar sig með reisn. Yfir honum var stóísk ró sem maður sér gjarnan yfir fólki sem maður veit að lítur sátt yfir far- inn veg, en Friðrik var gæfumaður í lífi og starfi. Segja má að líf hans og fjölskyldu hans sé samofið sögu Fóst- bræðra. Ásamt því að vera ötull söng- maður lagði hann á sig fjölda trún- aðarstarfa fyrir kórinn, auk þess sem hann sat í stjórn SÍK, og átti m.a. þátt í því að skipuleggja söng á lýðveld- ishátíðinni á Þingvöllum árið 1944. Þegar menn hittast tvisvar í viku í áratugi með það markmið að ná sam- hljómi í söng verður ekki hjá því kom- ist að samhljómurinn nái út fyrir sönginn sjálfan. Þannig skapast djúp og einlæg vinátta milli manna. Gleði- stundir, bæði heima og erlendis, hnýta enn fastar vinaböndin. Friðrik telst sannarlega til eðal Fóstbræðra. Hann bar djúpa virðingu fyrir félagi sínu og ræktaði það jafnvel og hvern þann vinskap sem hann stofnaði til. Hann upplifði margar stórar stundir með kórnum, ekki bara á Þingvöllum, hann tók m.a. þátt í fyrstu óperu- uppfærslu sem sett var upp í Þjóð- leikhúsinu árið 1951, sem var Rigo- letto, en þar lögðu Fóstbræður til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.