Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, gaf út þá yfirlýsingu í gær að hún hygðist bjóða sig fram til varafor- mennsku á landsfundi Sam- fylkingarinnar, sem hefst 31. októ- ber nk. Jafnframt greindi hún frá því að hún hygðist bjóða sig fram til for- mennsku árið 2005. „Á flokksstjórn- arfundi Samfylkingarinnar í júní sl. var mér falin forysta í að móta fram- tíðarstefnu flokksins. Afrakstur þeirrar vinnu mun ég leggja fyrir landsfund Samfylkingarinnar árið 2005. Jafnframt stefni ég að því að bjóða mig fram til formennsku í Samfylkingunni í tengslum við þann fund. Þá ákvörðun mína hef ég kynnt formanni Samfylkingarinnar,“ segir hún í yfirlýsingu sinni. Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylkingar- innar, og Margrét Frímannsdóttir varaformaður taka bæði vel í þá ákvörðun Ingibjargar að bjóða sig fram í embætti varaformanns. Ingibjörg Sólrún sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld að hún hefði upphaflega ekki ætlað að bjóða sig fram, hvorki til formennsku né varaformennsku. Hún hefði þess í stað ætlað að einbeita sér að framtíð- arstefnumótun flokksins, auk þess sem hún hefði ætlað að sinna sjálfri sér og fara utan í nám. „Ég hef hins vegar upplifað það á undanförnum dögum að Samfylkingarfólki líður mjög illa yfir því að ég hafi ekki ein- hverja formlega stöðu innan flokks- ins. Ég var ekki tilbúin til að fara í formannskosningu; taldi það ekki vera til farsældar fyrir flokkinn og því var þetta mín niðurstaða, þ.e. að bjóða mig fram til varaformanns á næsta landsfundi og stefna að því, með öllum þeim fyrirvörum sem á því eru, að bjóða mig fram til for- manns árið 2005 og þá á grundvelli þeirrar vinnu sem ég ætla að taka að mér fyrir flokkinn.“ Innt eftir því hvers vegna hún hefði ekki talið það „til farsældar fyrir flokkinn“ að bjóða sig fram til formanns, eins og hún orðaði það, sagði hún m.a. að hún hefði fundið fyrir miklum ótta meðal margra Samfylkingarmanna um að slíkar kosningar yrðu til þess að draga fólk „í einhverjar fylkingar“. Þykir vænt um stuðninginn Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum lét áhugahópur um framboð Ingibjargar Sólrúnar gera viðhorfs- könnun meðal stuðningsmanna Sam- fylkingarinnar í júní og júlí og kom þar fram að rúmlega 87% vildu Ingi- björgu sem formann flokksins. Að- spurð segist Ingibjörg ekki hafa vit- að af könnuninni fyrirfram. „Mér var afhent hún fyrir mánuði,“ segir hún, „þetta fólk lét gera könnunina til þess að reyna að hafa áhrif á mig og fá mig til þess að bjóða mig fram til formanns. Mér þykir mjög vænt um þann stuðning sem endurspeglast í könnuninni en engu síður verður þessi ákvörðun að vera mín“. Innt eftir því hvaða nám hún sé að fara í segist Ingibjörg Sólrún ætla í London School of Economics í Lund- únum – væntanlega eftir áramótin. Þar hyggst hún stunda rannsóknir hjá European Institute og skoða tengsl Íslands og Evrópusambands- ins. Snúi bökum saman Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að sér lítist vel á þá ákvörðun Ingibjargar Sól- rúnar að bjóða sig fram til varafor- mennsku í Samfylkingunni. „Ég tel að leiðtogar eins og ég og hún eigi að snúa bökum saman en ekki að takast á. Ég hef margoft lýst því yfir að ég efist ekki um að hún hljóti að skipa sér í framvarðarsveit í íslenskum stjórnmálum.“ Spurður um þá ákvörðun Ingi- bjargar Sólrúnar að bjóða sig fram til formennsku eftir tvö ár segir Öss- ur: „Stjórnmálamenn eiga að hafa metnað. Þeir sem á annað borð er töggur í og sækja fram í stjórnmál- um eiga að hafa með sér löngum og kapp til að komast í fremstu röð. Ég geri því engar athugasemdir við yf- irlýsingar hennar um að stefna að framboði til formanns eftir tvö ár. Það er heldur ekki vottur af vafa í mínum huga um að okkur Ingibjörgu Sólrúnu muni ganga ákaflega vel að vinna saman að því að treysta Sam- fylkinguna í sessi. Sjálfur er ég því miður ekki nægilega framsýnn til að treysta mér til þess að spá hvernig staðan verður að tveimur árum liðn- um. Mínar eigin ákvarðanir á þeim tíma munu einvörðungu ráðast af því hvað ég tel þá Samfylkingunni fyrir bestu. Ég segi það eitt að ég stefni að því að það verði töluvert langt þang- að til ég sest í hinn helga pólitíska stein.“ Tímabær yfirlýsing Margrét Frímannsdóttir, varafor- maður Samfylkingarinnar, segir yf- irlýsingu Ingibjargar Sólrúnar löngu tímabæra; hún hefði átt að liggja fyrir fyrr í sumar. „Ég tel að þessi ákvörðun hennar hafi legið ljós fyrir frá áramótum þegar hún tók að sér hlutverk varaformanns flokks- ins,“ segir Margrét og vísar til þess að Ingibjörg Sólrún og Össur hafi myndað eins konar tvíeyki í kosningabaráttunni, en það tvíeyki sé jafnan myndað af formanni og varaformanni. Ingibjörg hafi þá jafnframt „gert gott betur þegar for- ystan úthlutaði henni það hlutverk að vera forsætisráðherraefni flokks- ins í kosningunum“. Þá hafi Ingi- björg tekið að sér stefnumótunar- vinnu og innanflokksstarf að kosningum loknum. „Það hefur því lengi legið ljóst fyrir í huga mínum að hún byði sig fram til embættis varaformanns.“ Telur Margrét þessa niðurstöðu afar farsæla fyrir flokkinn. Hún minnir þó á að auðvit- að velji flokksmenn sjálfir í embætti flokksins og ennfremur að framboðs- frestur í formanns- og varafor- mannsembættið renni ekki út fyrr en 19. september nk. Það geti því vel farið svo að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. Sjálf hyggst Margrét ekki bjóða sig fram aftur til varafor- mannsembættisins en sú ákvörðun er „löngu tekin“, segir hún. Allir félagar kjörgengir Á fundi framkvæmdastjórnar flokksins sem haldinn var í gær var ákveðið að framboðsfrestur til for- manns og varaformanns rynni út kl. 16 hinn 19. september nk. Kjörgeng- ir eru allir félagar í Samfylkingunni, sem eru 18 ára og eldri, og skal til- kynningu um framboð fylgja með- mæli 20 flokksmanna úr hverju kjör- dæmi. Séu tveir eða fleiri í framboði til formanns og varaformanns Samfylk- ingarinnar fer fram svokölluð póst- atkvæðagreiðsla. Atkvæðaseðlar verða þá sendir til félaga Samfylk- ingarinnar þrjátíu dögum fyrir landsfundinn og úrslitin tilkynnt á fundinum sjálfum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gaf út yfirlýsingu í gær Býður sig fram til varaformennsku í Samfylkingunni Stefnir á for- mannsframboð eftir tvö ár Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson. ÞAÐ eru ekki allar bílskúrssveitir sem fá tæki- færi til að spila með heimsfrægum rokk- sveitum en hljómsveitin Nilfisk fékk drauminn uppfylltan þegar Foo Fighters leit inn á æf- ingu hjá sveitinni á Stokkseyri á mánudags- kvöldið. Leiðtogi sveitarinnar, Dave Grohl, gerði sér lítið fyrir og settist við trommusettið, staður sem hann hefur ekki sést mikið á síð- ustu ár. Jóhann Vignir Vilbergsson, 16 ára gít- arleikari frá Eyrarbakka, fékk tækifæri til að „djamma“ með Grohl auk þess sem bassaleik- ari Foo Fighters, Nate Mendel, greip í bass- ann. Jóhann var á æfingu ásamt Víði Björnssyni, sem er einnig gítarleikari, en þar sem þeir voru bara tveir á æfingunni hafði Víðir mund- að bassann í þetta skiptið. „Hann kom hlaupandi inn með skara á eftir sér og settist við trommusettið og við byrj- uðum bara að djamma,“ segir Jóhann, sem er sólógítarleikari og söngvari, um Grohl en þeir voru við æfingar í félagsmiðstöð á Stokkseyri. Félagsmiðstöðin er mjög nálægt veit- ingastaðnum Við fjöruborðið þar sem hljóm- sveitin ásamt fylgdarliði snæddi á mánudags- kvöldið. „Okkur bara brá. Þeir voru voða hressir,“ segir Jóhann, sem var sá eini úr sveitinni sem fékk að spila með félögunum úr Foo Fighters en Víðir fylgdist með. „Það var rifinn af honum bassinn þegar hann fór að ná í einhvern hlut í trommusettið sem vantaði,“ segir hann. „Við spiluðum bara venjulegan blús og ég tók undir með gítarleik,“ segir Jóhann, sem er búinn að spila á gítar í tæp átta ár og tekið einu sinni þátt í Músíktilraunum, reyndar með annarri hljómsveit. „Þeir voru þarna í svona tíu mínútur og við spjölluðum aðeins við þá og gáfum þeim „demó“-disk sem við eigum.“ Á honum er að finna átta lög með Nilfisk, sem er rokksveit, ekki svo ólík í anda og Foo Fighters, útskýrir Jóhann. Hinir tveir í hljómsveitinni, trommuleik- arinn Sveinn Ásgeir Jónsson og Sigurjón Dan Vilhjálmsson bassaleikari, komu strax og þeir fréttu þetta. „Við fórum út á Fjöruborð og kynntum þá. Trommarinn fékk áritun á trommurnar sínar frá Dave Grohl.“ Nilfisk, sem er nefnd eftir ryksugunni, var stofnuð 10. mars á þessu ári og hefur því ekki starfað lengi. Strákarnir eru allir 15–16 ára og frá Eyrarbakka og Stokkseyri en Jóhann stundar núna nám við Fjölbrautaskóla Suður- lands á Selfossi. „Þetta er alveg óskaplegur heiður, þetta gerist ekki oft. Ég fékk heilmikið hrós. Bassa- leikarinn kom svo aftur og hlustaði á okkur, eitt, tvö lög og leist ágætlega á held ég,“ segir Jóhann. „Mér hefur alltaf fundist þeir frábærir,“ segir hann um Foo Fighters en ætlar að kynna sér hljómsveitina enn betur eftir þessa óvæntu heimsókn. Jóhann segir að það hafi ekki komið til greina að láta bugast þegar á hólminn var komið með spilamennskuna. „Ég bara lét vaða,“ segir hann. „Þegar við vorum búnir að djamma aðeins með þeim, röbbuðum við við þá og þeir voru að hrósa okkur,“ segir Jóhann hæversklega. „Þeir spurðu okkur hvort við værum að fara á tónleikana og ég sagði að við hefðum ekki fengið miða,“ segir hann enda var líkt farið með marga því uppselt varð á tónleikana nán- ast um leið og miðarnir fóru í sölu. Þessi happafundur við hljómsveitina á Stokkseyri bætti úr því. „Þeir báðu okkur að mæta svona um fjögurleytið í Laugardalshöll,“ segir Jó- hann þegar Morgunblaðið ræddi við hann í há- deginu í gær og var möguleiki á því að strák- arnir myndu fá tækifæri til að stíga á svið með hetjunum. „Við mætum að minnsta kosti með eitthvað af okkar dóti í Laugardalshöll. Þetta ræðst bara,“ segir Jóhann. Hann veit ekki hvort Nilfisk taki þátt í næstu Músíktilraunum en er allavega viss um að sveitin verði tvíefld eftir heimsókina frá Foo Fighters. Bílskúrssveit á Stokkseyri fékk að spila með leiðtoga heimsþekktrar rokksveitar Óvænt heimsókn frá Foo Fighters Morgunblaðið/Sverrir Það var kraftur í liðsmönnum Foo Fighters á tónleikunum í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ljósmynd/Ari Magg David Grohl kunni greinilega vel við sig í æf- ingahúsnæði Nilfisk á Stokkseyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.