Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIKIL deila er komin upp milli stóru sjónvarpsstöðvanna í Bret- landi, einkanlega BBC, breska rík- isútvarpsins, og Sky-stöðvarinnar í eigu fjölmiðlajöfursins Ruperts Murdochs. Lorraine Heggessey, yfirmaður BBC1, sagði nú í vik- unni, að Murdoch væri „kapitalísk- ur heimsvaldasinni“, sem ætti sér þann draum að eyðileggja BBC vegna þess, að hann væri „á móti öllu, sem það stendur fyrir“. Heggessey sagði, að stöðugar árásir Murdochs á BBC stöfuðu af andúð hans á öllum opinberum rekstri. Það væri eins og hann skildi ekki, að heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu væri ætlað að gagnast allri þjóðinni en væru ekki bara rekin í gróðaskyni. Sagði Heggessey þetta í viðtali við dag- blaðið The Independent en talið er, að þetta sé í fyrsta sinn sem hátt- settur starfsmaður BBC gagnrýnir Murdoch opinberlega. Er litið á það sem svar við gagnrýni Mur- dochs á BBC, sem hann hefur hert mjög á að undanförnu. Inn í þessi átök blandast líka það góða samband, sem augljóslega virðist vera með Murdoch-blöðun- um og ríkisstjórn Tony Blairs, og það á sama tíma og kuldinn milli BBC og Verkamannaflokksins hef- ur aldrei verið meiri. Hefur þessi staða kynt undir vangaveltum um, að skylduáskrift að BBC verði af- numin í væntanlegri endurskoðun á starfsemi ríkisútvarpsins. Vill svipta BBC vinsælum þáttum Ummæli Heggessey munu falla í góðan jarðveg meðal stuðnings- manna BBC en þeim hefur lengi fundist sem það hafi setið þegjandi undir stöðugum árásum Murdochs og þeirra, sem næst honum standa. Koma yfirlýsingar hennar í kjölfar ræðu, sem Tony Ball, aðalfram- kvæmdastjóri Sky, flutti á Alþjóð- legu sjónvarpshátíðinni í Edinborg í síðustu viku. Þá sagði hann, að neyða ætti BBC til að selja vinsæl- ustu þættina, til dæmis EastEnd- ers, Casualty og Have I Got News For You, til keppinautanna, sem myndu þá sjá um framhaldið. Ágóðann af sölunni ætti síðan að nota til að styrkja tilraunir í þátta- gerð. Frammámenn hjá BBC og aðrir líta á þessa tillögu sem tilraun, sem runnin sé undan rifjum Murdochs, til að svipta BBC vinsælustu þátt- unum og þar með áhorfendum. Ball sagði raunar er hann var spurður, að hann teldi það „ekki stórt ólán“ þótt BBC breyttist að lokum í eins konar jaðarstöð. „Það yrði ekkert ólán fyrir Sky ef undan okkur yrði grafið. Þá myndi áhorfendum þeirra líklega fjölga,“ sagði Heggessey. „Það yrði hins vegar gífurlegt ólán og áfall fyrir BBC.“ Stuðningsmenn BBC segja, að tillögu Balls sé ætlað að hafa áhrif á þá endurskoðun eða endurnýjun á starfsleyfi stofnunarinnar, sem nú stendur fyrir dyrum, og fylgja eftir þeirri miklu og neikvæðu gagnrýni, sem Murdoch-blöðin hafa haldið uppi á BBC í Kelly- málinu. Eru The Times og The Sun sérstaklega nefnd í því sambandi. „Ég geri ráð fyrir, að allir starfs- menn Murdochs viti til hvers hann ætlast af þeim. Þeir vita líka, að standi þeir ekki við sitt, muni þeir verða að taka pokann sinn,“ sagði Heggessey. Frekari takmarkanir Í ræðu sinni lagði Ball til, að starfsemi BBC yrði einnig tak- mörkuð á öðrum sviðum í því skyni, að stöðin seildist ekki of langt inn á svið, sem hann telur vera frátekin fyrir einkareknar stöðvar eins og Sky. Vill hann, að BBC verði bannað að kaupa erlenda þætti til að halda niðri verði á bandarískum skemmtiþáttum, Hollywood-kvik- myndum og áströlskum sápuóper- um en þetta efni er meginrétturinn á einkastöðvunum. Heggessey svaraði þessu og sagði, að BBC1 sýndi ekkert erlent efni á besta tíma en „áhorfendur vilja, að við sýnum kvikmyndir og það gerum við“. BBC fordæmir „heims- valdastefnu“ Murdochs Meiri óvissa virðist nú ríkja um framtíð BBC, breska ríkisútvarpsins, en nokkru sinni fyrr og róa fjölmiðlar Ruperts Murdochs að því öllum árum, að starfsemi þess verði skert. Inn í þetta blandast svo það, að augljós vinskapur er með Murdoch og ríkisstjórn Tony Blairs. „HEILBRIGÐUR sjónvarps- markaður þarf á þriðju górill- unni að halda við hliðina á BBC og Sky,“ sagði Greg Dyke, yf- irmaður BBC, á sjónvarps- ráðstefnunni í Edinborg í síð- ustu viku og átti þá við þriðju stóru stöðina, ITV. Ljóst er, að BBC telur gott gengi ITV geta vegið nokkuð upp á móti áhrifum Sky- stöðvarinnar og stærsta eiganda hennar, Ruperts Murdochs, en í svipinn er staðan allt annað en góð hjá ITV. Sagði Dyke meg- inástæðuna fyrir því vera léleg- an rekstur, sem einkenndist af stöðugum átökum milli æðstu stjórnenda. Hann lagði til, að stjórnvöld léttu nokkuð gjöldum af stöðinni og samþykktu einnig samruna Carlton Communications og Granada, tveggja helstu eigenda ITV. Hafa samkeppnisyfirvöld nú þegar lagt blessun sína yfir hann. Sagði Dyke, að ella yrði ITV bandarískum fjölmiðla- samsteypum auðveld bráð. „Það, sem máli skiptir, er, að þessi þjóð verði ekki ofurseld bandarískri fjölmiðlun,“ sagði Dyke. Þörf fyrir þrjár „górillur“ EINN hæst setti maðurinn í leyni- þjónustukerfi Breta varði í gær þá fullyrðingu að Írakar hefðu verið færir um að beita gereyðingarvopn- um innan 45 mínútna frá því skipun um slíkt væri gefin út. Sagðist hann ennfremur ekki hafa verið undir neinum pólitískum þrýstingi um að ýkja ógnina sem talin væri stafa af vopnabúri Íraksstjórnar Saddams Husseins. John Scarlett, fyrrverandi yfir- maður brezku leyniþjónustunnar MI6 og núverandi formaður hinnar svonefndu Sameiginlegu leyniþjón- ustunefndar (JIC) sem í sitja yfir- menn hinna mismunandi deilda brezka leyniþjónustukerfisins, bar í gær vitni fyrir sérskipaðri nefnd sem rannsakar tildrög andláts dr. Davids Kelly. Hann var ráðgjafi brezku stjórnarinnar í efna- og sýklavopna- málum. Scarlett varði áreiðanleika leyniþjónustuupplýsinganna sem lágu að baki 45-mínútna-fullyrðing- unni, jafnvel þótt þær hefðu komið frá aðeins einni heimild, sem ekki hafði verið gengið úr skugga um hversu traust væri. „Þetta voru upplýsingar frá einni heimild,“ sagði Scarlett fyrir nefnd- inni. „Um var að ræða fasta og trausta leið upplýsingagjafar og upplýsingarnar hafðar eftir háttsett- um manni í Íraksher,“ sagði hann. Scarlett sagði að samkvæmt upp- lýsingum leyniþjónustunnar virtust Írakar þurfa í mesta lagi 45 mínútur til að beita gereyðingarvopnum; meðalviðbragðstími hefði verið nær 20 mínútum. Leyniþjónustumenn voru sáttir við skýrsluna Spurður hvort leyniþjónustumenn hefðu verið ósáttir við að ríkisstjórn- in hefði látið 45-mínútna-fullyrðing- arinnar getið í skýrslu sem birt var í lok september í fyrra og var notuð til að réttlæta aðgerðir gegn Írak, svar- aði Scarlett: „Nei, alls ekki.“ „Mér var ekki kunnugt um að nokkur væri ósáttur innan leyni- þjónustukerfisins við innihald skýrslunnar eða þær ályktanir sem þar eru dregnar,“ sagði hann. En hann mælti ekki í mót fyrri vitnisburði um að innan leyniþjón- ustukerfisins hefðu heyrzt raddir manna sem höfðu vissar efasemdir um áreiðanleika heimildarinnar fyrir 45-mínútna-fullyrðingunni. Hann sagði að ýtarleg umræða hefði farið fram um það hvernig fullyrðingin skyldi orðuð, en tók fram að slík um- ræða væri liður í eðlilegu vinnsluferli leyniþjónustuskýrslna. Eftir því sem Kelly-rannsókninni hefur undið fram hefur athyglin beinzt meira að Scarlett, sem stýrði að miklu leyti gerð skýrslunnar um- töluðu, sem er í brennidepli deilunn- ar um fullyrðingar um að brezkir ráðamenn hafi ýkt ógnina sem staf- aði af Saddam Hussein. Scarlett sagði í vitnisburðinum í gær að hann hefði stýrt gerð skýrsl- unnar, þótt hann hefði vissulega fengið ráðgjöf og ábendingar um orðalag og kynn- ingu á henni frá almannatengsla- stjóra Blairs forsætisráðherra, Alastair Campbell. Frétt sem send var út í brezka rík- isútvarpinu BBC um mánaðamótin maí-júní, þar sem sagt var að Camp- bell hefði sett 45-mínútna-fullyrð- inguna inn í skýrsluna í því skyni að gera slagkraft hennar meiri, hrinti af stað heiftúðugri rimmu sem hefur yfirskyggt allt annað í brezkum stjórnmálum í allt sumar. Campbell hefur, m.a. í vitnisburði sínum fyrir nefndinni, ítrekað sagt það vera rangt sem fram kom í fréttinni. Gert var opinbert í byrjun júlí að dr. Kelly hefði verið aðalheimildin fyrir hinni umdeildu frétt BBC, en hann fannst látinn 18. júlí í kjölfar þess að hann bar vitni fyrir þing- nefnd og er talinn hafa fyrirfarið sér. Dómarinn Hutton lávarður, sem stýrir nefndinni, hefur stefnt varn- armálaráðherranum Geoff Hoon fyr- ir hana í dag og Tony Blair forsætis- ráðherra á morgun, fimmtudag. Einn hæst setti leyniþjónustumaður Breta ber vitni Ver áreiðanleika „45- mínútna-fullyrðingar“ Lundúnum. AP. John Scarlett EINN maður lést og meira en 20 særðust í flugskeytaárás ísr- aelskrar þyrlu á Gaza í gær. Er það þriðja árásin af því tagi á fimm dög- um. Var skotmark Ísraelanna ákveðinn bíll en sagt er, að menn- irnir í honum hafi sloppið heilir á húfi. Ungir Palestínumenn mót- mæla hér Ísraelum við flak af bíl sem herþyrlurnar skutu á. Reuters Eldflauga- árás á Gaza STARFSEMI endurvinnslustöðvar- innar í Sellafield á vesturströnd Bretlands verður lögð niður í núver- andi mynd í áföngum og árið 2010 á þar eingöngu að fara fram förgun kjarnorkuúrgangs, að sögn vefút- gáfu Guardian. Bresk yfirvöld stað- festu hins vegar ekki þessar fregnir er íslensk stjórnvöld leituðu eftir upplýsingum hjá þeim um málið. Thorp-kjarnorkuendurvinnslu- stöðin í Sellafield hóf starfsemi fyrir einungis níu árum en hefur ætíð ver- ið afar umdeild. Hafa Írar og Norð- urlandabúar harðlega mótmælt starfsemi hennar vegna losunar á geislavirkum úrgangi í sjó. Verið tók við úrgangi annars staðar frá og vann úran og plúton úr honum. Forstjóri versins, Brian Watson, segir að ekki hafi verið grundvöllur fyrir starfseminni áfram en endur- vinnslustöðin hefur einungis afkast- að um helmingi af því sem hún hefði getað síðan hún opnaði. Til marks um það má nefna að um 75 tonn af plútoni og talsvert magn af úrani eru geymd í stöðinni, vandlega er gengið frá efnunum og öryggisgæsla ströng en enginn veit hvað á að gera við þau. Endurvinnslustöðin í Sellafield Hætta end- urvinnslu kjarnorku- úrgangs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.