Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ                             BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG MÁ til með að skrifa um gegndarlausa fjárhagserfiðleika og hróplegt óréttlæti í sambandi við öryrkja og ellilífeyrisþega. Þá á ég við fólk sem getur ekki unnið úti vegna margs konar sjúkdóma eða fötlunar. Við ættum fyrir lifandis löngu að vera búin að fá mannsæm- andi kjör. Ég get ekki kallað laun okkar góð, þegar lítið sem ekkert er eftir í buddunni löngu fyrir mán- aðamót. Svo á að hækka rafmagn og hita. Ég segi bara guð minn góður, hvernig verður þetta áfram? Margir eiga svo erfitt, t.d. þeir sem leigja og reyndar líka þeir sem eiga sína íbúð. Alltaf þarf að borga visst á mánuði og svo eru það auðvitað fasteignagjöldin sem geta verið mjög há. Ég bókstaflega þrái að sjá þann dag þegar við loksins getum varpað öndinni léttar og borðað okkar mat eins og annað fólk. Því margt fólk á um svo sárt að binda og ég skil ekki hvernig þjóðfélagið getur farið svona með mann. Ekki er maður hissa þó að meirihluti Ís- lendinga sé með þunglyndi, þjóðfé- lagið og lífsskilyrðin bjóða upp á þetta. Þá er breytingaskeið okkar kvenna stundum mjög erfitt, ég er sem betur fer komin yfir það versta. Byrjaði 50 ára, en er að verða 58 ára gömul og var með þessi andstyggi- legu svitakóf. Þetta tímabil er búið að vera mjög erfitt, en við erum allt- af að læra eitthvað nýtt. En eitt er víst. Við öryrkjar höfum engan al- mennan sjóð til að ganga í til þess að skammta okkur peninga eftir þörfum. Ríkir verða ríkari og fá- tækir fátækari. Ringulreiðin og vit- leysan á sér enga hliðstæðu. Ég heimsótti föður minn um dag- inn og tók eftir að allt var svo hreint í Bremen og öllum leið svo vel. Fólkið var svo ánægt og hamingju- samt og svo nægjusamt og átti í matinn út mánuðinn. Þjóðverjar drekka mikinn bjór en aldrei sá ég slagsmál að kvöldi úti á götu. Brem- en er dásamlega falleg borg, allt svo hreint. Í Þýskalandi er viss agi fyrir fólk og þjóðfélag. Manni finnst allir vera jafnir og manni líður svo vel. Ég elska Ísland og Þýskaland, er nefnilega fædd í Hamborg 1945, en er búin að búa hérna í 52 ár, kom hingað með mömmu minni sex ára stelpa. Ég dáist að náttúrufegurð þessa lands en við lifum ekki á því. Ríkisstjórnin þarf að taka betur á málunum. Nú ætla ég að taka dæmi. Það er talað um fílabeinsturnana í Írak en ekkert minnst á skrauthýs- in hér, t.d. Perluna, Seðlabankann og Orkuveituna, ásamt fleiri tugum ónefndra turna, en konur, menn og börn mega svelta, ef ekki nyti við Hjálparstofnunar kirkjunnar og mæðrastyrksnefndar og Bónuss með sitt aðeins lækkaða verð. Hvernig er það með skattana, átti ekki að lækka þá? Nú fæ ég úr tryggingum, eftir að búið er að taka 14.484 kr. í skatt, 85.716 kr., og úr sjúkralífeyrissjóði 10.900 kr. Ég greiði um 70 þúsund kr. í reikninga og útgjöld, er á vissum lyfjum sem ég þarf að taka alla ævi. Ég vil taka fram að ég á engan mann sem ég gæti ef til vill spurt hvort hann gæti hjálpað mér eða stutt mig einhvern veginn. Ég hef reynt að tala við Fé- lagsþjónustuna, en þeir hafa bara sagt að ég yrði að hafa 65.000 kr. í grunnlífeyri til að fá aðstoð. Mér fyndist að allt ætti að vera reiknað upp á nýtt og spurt hvað maður þarf að borga í reikninga og til heimilis. Öll þurfum við að borða. Þetta finnst mér vera mjög skammarlegt fyrir íslensku þjóðina, að láta fólk svelta, einnig blessuð börnin. Það er sannarlega komin fátækt hér heima. Ekki er allt gull sem glóir. Agi er hér sama sem enginn. Börn þurfa að læra að bera virðingu fyrir foreldrunum (eða móður sinni) og læra að meta foreldra og sína nán- ustu. Þetta var mér kennt og er ég mjög þakkát fyrir það. MONIKA PÁLSDÓTTIR, Torfufelli 27, Reykjavík. Hugvekja Frá Moniku Pálsdóttur: ÉG VAR að fletta blaði, sem vænt- anlega heitir Framsóknarmenn og Óflokksbundnir, fréttabréf 4. tbl. 2002. Þar kennir ekki minnimáttar í neinu hjá greinarhöfundum. Segir meðal annars um heilsu- gæslustöð Hveragerðis, að með ein- stakri samheldni og dugnaði starfs- fólks undir sterkri og metnaðarfullri stjórn Árna Magnússonar hafi tekist að vinna ótrúleg afrek. Hið sanna er, að á heilsugæslustöðinni vinna tveir læknakandídatar, sem vafalaust gera sitt besta, en það er því miður bara ekki nærri nóg. Þess vegna þarf fólk í verulegum mæli að leita til Þor- lákshafnar eða Selfoss eftir kl. 5. Biðtími eftir læknaviðtali er einnig óhóflega langur og þess má einnig geta, að yfirlæknir sá, sem ráðinn var snemma í vor, starfaði í um mán- uð, fór síðan í leyfi og er ókominn aft- ur enn. Þá eru þeir heppnir, sem eru skyldir læknum eða þekkja lækna í Reykjavík og geta notið þjónustu þeirra. Á Suðurnesjum voru heilsugæslu- málin leyst með því að færa þau und- ir heilsugæsluna í Reykjavík. Um það virðist allgóð sátt, ef marka má þögnina um þau mál síðan það var gert. Gæti ekki verið ráð fyrir Hver- gerðinga að reyna að fara sömu leið og Suðurnesjamenn? VILHJÁLMUR SIGURÐSSON, Hveragerði. Heilsugæslumál í Hveragerði í ólestri Frá Vilhjálmi Sigurðssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.