Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÉLAG ábyrgra feðra stóð fyrir mótmælum hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði í gær og fulltrúa sýslu- manns var afhent bréf með mótmæl- um frá félaginu. Að sögn Garðars Baldvinssonar, formanns Félags ábyrgra feðra, var tilgangur mót- mælanna að árétta að í forsjár- og umgengnismálum eigi hagsmunir barnanna ávallt að vera í fyrirrúmi en að mati félagsmanna er of lítið til- lit tekið til feðra og mikilvægis þess að feður njóti umgengni við börn sín. Garðar segir mótmælin hafa verið hjá sýslumanninum í Hafnarfirði að þessu sinni sökum þess að ýmis um- mæli, sem starfsmenn á vegum emb- ættisins hafi látið falla, gangi of langt í að verja hagsmuni einstæðra mæðra. Hann segir þetta þó ekki bundið við sýslumannsembættið í Hafnarfirði heldur hafi félagsmenn rekið sig á þetta viðhorf víðar. Garðar segir lítinn skilning á hagsmunum einstæðra feðra innan kerfisins, t.a.m. sé feðrum ekki íviln- að skattalega vegna umgengni við börn sín. Hann segir að einstæðar mæður komist í mörgum tilvikum upp með að afhenda ekki feðrunum börnin á umsömdum umgengn- istíma. Fordómar í garð einstæðra feðra „Viðurlögin við slíkum brotum hafa hingað til verið dagsektir en það hefur lítið sem ekkert verið gengið eftir því að innheimta þær. Kerfið virðist frekar virka öfugt, yf- irvöld veita mæðrum sem hafa brot- ið umgengisrétt feðra fullan um- gengnisrétt yfir börnunum og/eða tvöfalt meðlag. Hnefarétti mæðra er þannig umbunað hjá sýslumönnum,“ segir Garðar. Hann segir að bent hafi verið á ýmis úrræði til að taka á umgengnisbrotum, þ. á. m. að með- lags- og bótagreiðslur frá ríkinu til móðurinnar verði frystar þar til hún lætur af broti sínu en jafnréttisnefnd setti þá tillögu fram í áfangaskýrslu til dómsmálaráðherra 1999. Félag ábyrgra feðra var stofnað árið 1997 til að berjast fyrir aukinni samkennd feðra og barna, vinna gegn ímynd fráskilinna feðra sem skúrka og bæta samskipti milli feðra og barna þeirra innan fjölskyldna, að sögn Garðars. Félagsmenn eru rúmlega 300 og þar af eru konur um 30. Garðar segist árlega tala við marga feður sem hafi orðið fyrir hindrunum af hálfu móðurinnar í umgengni við börn sín, auk þess sem mörg dæmi séu um að mæður beiti ásökunum í garð feðra til þess að ná hagsmunum sínum fram. „Ein- stæðar mæður hafa komist upp með þetta vegna fordóma í samfélaginu og innan kerfisins í garð fráskilinna feðra. Það er gegn þessum for- dómum sem Félag ábyrgra feðra berst,“ segir Garðar. Guðmundur Sophusson, sýslu- maður í Hafnarfirði, telur mótmælin gegn sýslumönnum byggð á mis- skilningi, enda fylgi þeir þeim reglum og lögum sem gilda um þennan málaflokk og hafi fjölda úr- skurða til að styðjast við. „Ég full- yrði að allir þeir sem koma að þess- um málum vanda mjög til verka og hafa hagsmuni barna í fyrirrúmi,“ sagði Guðmundur. Einnig bendir hann á, að feðrum bjóðist að kæra úrskurði um umgengnisrétt til dómsmálaráðuneytis eða dómstóla. Félag ábyrgra feðra efndi til mótmælastöðu hjá sýslumanninum í Hafnarfirði Feður njóti um- gengni við börnin Morgunblaðið/Árni Torfason Garðar Baldvinsson, formaður Félags ábyrgra feðra (til vinstri á mynd- inni) afhenti í gær Guðmundi Örvari Bergþórssyni, yfirmanni sifjadeildar hjá sýslumanninum í Hafnarfirði, mótmæli fyrir hönd félagsins. ÁRNA Snævarr, fréttamanni á Stöð 2, var sagt upp störfum í gær. Ástæður uppsagnarinnar eru sagðar skipu- lagsbreytingar og hagræðing hjá Norðurljósum. Árni Snævarr segir að Karl Garðarsson fréttastjóri hafi sagt honum að skoðanir hans og stjórnenda Norðurljósa færu ekki lengur saman. Hann sagðist geta verið sammála því eftir það sem á undan er gengið og varðar sjálfstæði fréttastofu Stöðvar 2. Árni var því ekki rekinn fyrir það sem Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, hefur kallað trúnaðarbrot þegar aðr- ir fjölmiðlar fengu fréttir af ágrein- ingi fréttamanna og stjórnenda stöðvarinnar. Enda segist Árni ekki hafa lekið neinum upplýsingum. Það sé ekki hans stíll. „Ég kem hreint fram við menn og veg ekki að þeim úr launsátri. Ég segi mínar skoðanir og get verið ódiplómatískur í því. Ég er ekkert að fela ágreining.“ Hann segir að stjórnendum Norð- urljósa hafi fundist að þeir þyrftu að refsa einhverjum öðrum til varnaðar. Þeir hafi verið búnir að mála sig út í horn með hvatvíslegum og ábyrgð- arlausum yfirlýsingum. Trúnaðarbrot ekki orsökin Sigurður staðfestir að Árni var ekki látinn fara vegna trúnaðarbrots heldur tengist brottreksturinn breyttri vaktaskipan á fréttastofunni og skipulagsbreytingum. Í sumar hafi Árni verið fluttur í þáttinn Ísland í dag og vegna fyrirhugaðra breyt- inga á dagskrá sé ekki rúm fyrir hann í þeim þætti né fréttum Stöðvar 2. Karl Garðarsson segir að þegar nýr samningur var gerður við frétta- menn stöðvarinnar í sumar hafi Árni Snævarr ekki samið um sín kjör. Árni segir að þegar hann var færð- ur í Ísland í dag hafi fréttastjórinn sagt að í haust biði hans annað og aukið hlutverk. Þá hafi augljóslega ekki staðið til að reka hann og hafnar hann því að uppsögnin stafi af skipu- lagsbreytingum. Þá hafi komið fram í samtölum hans við forstjóra Norður- ljósa að skiptar skoðanir væru um hvort Árni ætti að starfa áfram á fréttastofunni. Sigurður hafi þá hins vegar sagst styðja Árna og sjálfstæði fréttastofunnar. Árni hefur unnið síðastliðin sjö og hálft ár á fréttastofu Stöðvar 2 og tók þátt í fyrstu útsendingum Bylgjunn- ar fyrir nákvæmlega 17 árum í gær. Hann var meðal annars kosinn fréttamaður ársins þegar Edduverð- launin voru veitt á síðasta ári. „Við erum með úrvalslið af frétta- mönnum þar sem hver fréttamaður- inn er öðrum betri að okkar mati. Þess vegna er þetta alltaf erfitt val,“ sagði Karl Garðarsson aðspurður af hverju einn reynslumesti fréttamað- urinn var látinn fara í þessari hag- ræðingu. Frekari uppsagnir á frétta- stofunni eru ekki fyrirhugaðar að sögn fréttastjórans. „Ég hef ekki brotið neitt af mér gagnvart fyrirtækinu og tel ekki að það hafi brotið af sér gagnvart mér heldur. Ekki í lögformlegum skiln- ingi,“ segir Árni sem mun vera á launum út uppsagnarfrestinn. Hann segist halda ótrauður áfram eftir þennan dag og beri engan kala til Karls Garðarssonar fréttastjóra eða eigenda stöðvarinnar. Hvað bíði viti hann ekki ennþá en líta megi á upp- sögn sem upphaf nýrra tækifæra. Árna Snævarr sagt upp störfum á Stöð 2 Árni Snævarr ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson fagnar á þessu ári 90 ára afmæli sínu og telst því í hópi elstu iðnfyr- irtækja landsins. Í gær heimsótti iðnaðarráðherra, Valgerður Sverr- isdóttir, ölgerðina í tilefni afmæl- isins. Var við það tilefni kynntur nýr íslenskur bjór, Egils Pilsner, sem byggir á léttbjórnum Egils Pilsner. Sá síðarnefndi hefur verið brugg- aður allt frá árinu 1917, og var önn- ur vörutegundin sem fyrirtækið setti á markað. Fyrst kom maltið, á stofnári fyrirtækisins, 1913. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Diðrik Jónsson, forstjóri Ölgerðarinnar, afhenti Valgerði Sverris- dóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, nýjan bjór þegar hún heimsótti höf- uðstöðvar Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar við Grjótháls. Ölgerðin níræð ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Reykjavíkur mun frá og með 1. sept- ember nk. taka að sér í tilraunaskyni að reka gæsluvallarstarfsemi á gæsluvellinum við Frostaskjól í Reykjavík og það fram til loka skóla- ársins. Þetta þýðir að gæsluvöllurinn verður opinn næsta vetur frá kl. 9 til 13.30. Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Í bókun borgarráðsfulltrúa R-listans segir m.a. að með þessu hafi „verulega verið komið til móts við óskir íbúa í Vesturbæ“. Á annað þúsund íbúar í Vesturbæ mótmæltu fyrirhugaðri lokun gæsluvallarins sem átti að eiga sér stað um miðjan ágúst. „Með þessari samþykkt,“ segir í bókun R-listans, „verður gæsluvöll- urinn við Frostaskjól opinn í 4,5 klst. á dag í stað 5 klst., þ.e. frá kl. 9 til 13.30 til loka skólaársins, en næsta sumar verður gæsluvöllurinn rekinn við Frostaskjól með hefðbundnu sniði, en um leið er tryggð viðunandi aðstaða fyrir frístundaheimili við Grandaskóla. Þetta fyrirkomulag verður endurskoðað í ljósi fenginnar reynslu næsta vor í samvinnu leik- skólaráðs, Íþrótta- og tómstundaráðs og hverfisráðs Vesturbæjar og verða foreldrar hafðir með í þeirri vinnu. Ákvörðun um framhald gæsluvallar- starfsemi í Vesturbæ verður síðan tekin að endurskoðun lokinni.“ Í bókun borgarráðsfulltrúa sjálf- stæðismanna segir m.a. að ljóst sé að í framhaldi af fyrirspurnum borgar- ráðsfulltrúa sjálfstæðismanna um málið á fundum borgarráðs fyrr í mánuðinum hafi verið gengið í að gera samkomulag milli Leikskóla Reykjavíkur og ÍTR um rekstur gæsluvallarins. Borgarfulltrar D-listans vekja þó athygli á því að um „skerta þjónustu sé að ræða frá því sem verið hefur“. Leggja þeir áherslu á að tryggt verði að gæslu- völlur verði áfram starfræktur í um- ræddum borgarhluta. Borgarfulltrúi F-listans lét sömu- leiðis bóka að eðlilegt væri að Reykjavíkurborg tæki tillit til rök- studdra mótmæla 1.500 íbúa Vestur- bæjar. „F-listinn hvetur borgaryfir- völd til þess að finna framtíðarlausn á gæsluvallarmálum sem foreldrar eru sáttir við,“ segir síðan í bókun F-listans. Gæsluvöll- ur í Frosta- skjóli opinn MJÖG örar breytingar á verði ritfanga og ann- arra nauðsynlegra skólavara gera neytendum erf- itt um vik við að finna út hvar hagstæðast er að gera skólainnkaupin hverju sinni, segir í frétt með nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Könnunin var framkvæmd í nítján bókaverslunum og stór- mörkuðum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi hinn 20. ágúst síðastliðinn. Kannað var verð á nokkrum algengum ritföngum og skólavörum. Nítján vörutegundir voru til í helmingi verslana eða meira og eru verðmunur birtur í töflu sem finna má í heild á heimasíðu ASÍ, www.asi.is. „Til þess að niðurstöður um verð verslunar séu birtar, verður hún að eiga að minnsta kosti helm- ing af þeim vörutegundum sem kannaðar eru. Sparverslun hafði ekki þennan lágmarksfjölda vörutegunda og er því ekki birt hér í niðurstöð- unum. Af þeim nítján vörum sem til voru í að minnsta kosti helmingi verslana voru átta versl- anir með lægsta verð á einhverri vöru og sjö versl- anir með hæsta verð á einhverri vöru. Þetta und- irstrikar þá hörðu samkeppni sem virðist ríkja á markaðnum,“ segir ASÍ. Lægst hjá Griffli í sjö tilvikum „Griffill var með lægsta verð í sjö tilvikum, Hagkaup í sex og Office 1 var með lægsta verð í fimm tilfellum. Bókabúðin Gríma var oftast með hæsta verð eða í sex tilvikum. Þegar þessi könnun ASÍ er borin saman við kannanir sem dagblöð og fleiri hafa birt síðustu daga má glöggt sjá að í mörgum tilvikum breytist verð mikið milli daga og stundum má merkja verulegar breytingar inn- an dags. Fjölmargar vörur í þessari könnun eru á mjög breiðu verðbili þar sem lægsta verðið er aðeins brot af því hæsta og augljóst að mörg af lægstu verðunum gefa söluaðilum litla framlegð. Þessar verðbreytingar þýða að neytandinn verður að fylgjast með og gera verðsamanburð á hverjum tíma til að fá hagstæðustu kjörin,“ segir jafnframt í verðkönnun ASÍ. Verðlagseftirlit ASÍ gerir verðkönnun á ritföngum og skólavörum Örar verðbreytingar gera neytendum erfitt um vik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.