Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Auglýsendur! Sérstakt blað um miðborgina fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 6. september. Pöntunarfrestur auglýsinga er til kl. 12 þriðjudaginn 2. sept. Skilafrestur er til kl. 16 þriðjudaginn 2. sept. Umfjöllunarefni er miðborg Reykjavíkur og hið fjölskrúðuga mannlíf sem þar er að finna. Verslun • kaffihús • heilsurækt veitingar • listmunir • þjónusta Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is TALSVERÐUR glannaskapur virðist einkenna þróun laxeldis á Íslandi. Af hverju má ekki vanda til verksins eins og t.d. þegar lúðueldi á í hlut? Íslenskir laxeldismenn, líkt og kollegar þeirra í öðrum löndum, telja sig ekki þurfa að fara eftir nein- um reglum. Þeir eru vanir því að hafa yfirvöld í vasanum. Ef þeir þurfa að breyta út af umhverf- isreglum hika þeir ekki, gefa var- færninni langt nef og segja ein- faldlega að þeir hafi samþykki yfirvalda. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar hf., hefur í fjölmiðlum staðfest að hafa viðhaft svona vinnubrögð sem ollu stóru umhverfisslysi þegar 3.000 norskir eldislaxar sluppu úr hans umsjón. Nú vill Björgólfur ganga skrefi framar og stjórna því hvað megi ræða og hvað ekki í sambandi við rannsókn þessa máls. Eðlilegt er að neytendur geri þá kröfu að allir þættir þessa máls verði rannsak- aðir. Hvert eiga íslenskir og er- lendir neytendur að snúa sér? Fiskistofa virðist ekki hafa lög- sögu fyrr en laxinn er kominn inn í stöðina, dýralæknir fisksjúkdóma afskrifar málið með því að þetta skipti nánast engu máli, en veiði- málastjóri segir málið graf- alvarlegt og landbúnaðarráðherra telur að mannleg mistök eigi bara ekki að koma fyrir. Hvað með matvælasvið Umhverfisstofnunar? Er ekki eðlilegt að það komi að málinu m.a. með því að láta rann- saka hvort höfnin á Norðfirði standist kröfur um hollustu? Glannaskapur virðist einkenna þróun laxeldis Eftir Orra Vigfússon Höfundur er formaður NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna. Í FJÖLMIÐLUNUM okkar að undanförnu hefur borið á umræðunni um „útigangsmenn“ í höfuðborginni. Þeim fjölgar til muna í okkar ríka samfélagi. Í sjálfri höfuðborginni verður vart þver- fótað fyrir þessum ógæfusömu mönnum á torgum eða grænum svæðum miðborgarinnar. Þeir neyðast til að hreiðra um sig til svefns úti á víðavangi í skjóli trjáa. Ráðamenn heilbrigðismála og fjölmargar stofnanir eru sífellt að hjálpa þessu fólki til heilbrigðari lífshátta, árangurinn lítill eins og þessar staðreyndir vitna um. Minnir þetta ekki á söguna af hinum ráðalausu Bakka- bræðrum sem á sínum tíma byggðu sér bæ, gleymdu að vísu að setja glugga á húsið en tóku þá til þess ráðs að bera sólskinið inn í bæinn í húfunum sínum. Verða ekki ráðamenn, ráðgjafar og allur almenningur að hugsa raunsætt og viðurkenna að meinið er áfengisbölið varðandi flest sem aflaga fer í þjóðfélaginu. Áfengið hefur í gegnum árin verið sá afdrifaríki örlagavaldur sem leiðir sífellt fleiri einstaklinga frá því að byggja upp líf sitt til fram- tíðar með menntun eða fjárfestingum til þess að leiðast út á braut glötunar og eyða sínum bestu æviárum í grimmilega baráttu við alls- kyns eiturnautnir. Fjölmargar ungar og viðkvæmar sálir eiga enga möguleika gegn hremmingum áfengis og eiturlyfja ef leiðir þeirra liggja saman. Við bindindismenn viljum reka þennan bölvald sem áfengið er burt úr þjóðfélaginu. Áfengisneyslan eyðileggur manninn sjálfan og heimili hans. Vandamál áfengisins er ekki síður siðferðilegt, „Rótgróin mein- semd í okkar þjóðfélagi“ eins og komist var að orði í leiðaragrein Morgunblaðsins þann 20. ágúst. Morgunblaðið talar réttilega um „villi- mannamenningu“ þegar í hverju níðingsverkinu koma að manneskjur sem nota áfengisdrykkju sem afsökun fyrir gjörðum sínum. Er enginn vilji til að breyta viðhorfi okkar til áfengisneyslunnar og horfa á hana sem versta vandamál landsins hvort sem er í formi skrílsláta eða virðingarleysis? Í nágrannalöndum okkar hefur þessi voði ekki síður valdið ráða- mönnum áhyggjum. Að koma á svokallaðri vínmenningu virðist kalla á miklu fleiri neikvæða þætti en jákvæða og þjóðirnar vita ekki sitt rjúkandi ráð. Það er einfalt að breyta þessu til betri vegar. Til þess þarf hug- arfarsbreytingu. Þjóðin á að fordæma hegðun manna sem meiða og skemma með svo ábyrgðarlausum hætti sem „villimannamenningin“ sýnir. Efla þarf bindindishreyfinguna og þá hugsjón sem hreyfingin stendur fyrir. Eflum bindindi í orði og á borði. Skýr og einföld lækn- ing á þjóðfélagsvanda. „Vínmenningin“ og „villimannamenningin“ Eftir Árna Helgason Höfundur er fyrrverandi póstmeistari í Stykkishólmi. UNDANFARIÐ hefur Tón- menntaskóli Reykjavíkur verið nokkuð í fréttum, vegna bréfs sem undirritaður sendi foreldrum nemenda skólans vegna fyr- irhugaðs nið- urskurðar á fjár- framlögum til Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Áform borgarinnar var að minnka framlög til skólans um rúm 30%. Formaður fræðsluráðs, Stefán Jón Hafstein, hefur brugðist við skrifum mínum í fjölmiðlum. Ég hef ekki áhuga á að standa op- inberlega í deilum við Stefán Jón Hafstein, en tel nauðsynlegt að út- skýra nokkra þætti þessa bréfs og hvernig fréttin í RÚV 21. ágúst í kvöldfréttum er tilkomin. 1. Fréttamaður sjónvarps RÚV hringdi á heimili mitt fimmtudaginn 21. ágúst upp úr kl. 17:00 og bauð mér að koma í viðtal í myndver þann sama dag. Fréttaefni átti að vera umrætt bréf Tónmenntaskóla Reykjavíkur til foreldra. Ég hafnaði viðtali á þeim for- sendum að viðræður væru í gangi milli Fræðslumiðstöðvar Reykjavík- ur og mín. Ég hafði farið fram á við- ræður við Stefán Jón Hafstein og hafði hann orðið við þeirri beiðni um hugsanlega leið til að milda þennan yfirvofandi niðurskurð. Ég tjáði fréttamanni RÚV að viðræður við Fræðslumiðstöðina væru á við- kvæmu stigi og vildi ég ekki spilla þeim með viðtali við fjölmiðla. Fréttamaður RÚV hafði þá á orði að hann myndi búa til sína eigin frétt, óháð viðtali við mig. Þegar fréttin kom, fyrst allra frétta í 19:00 fréttum sjónvarps var lesið úr umræddu bréfi mínu og átt við mig „sýndarviðtal,“ þ.e. brot úr gömlu myndskeiði þar sem talað er inn á af hálfu fréttamanns. Sem sagt viðtalið fór aldrei fram við mig en svona búa fréttamenn til fréttir. 2. Hvað varðar sjálft bréfið er í því gagnrýni á fræðsluyfirvöld vegna yf- irvofandi niðurskurðar. Þessi gagn- rýni hafði einnig komið fram í grein- argerð til Stefáns Jóns Hafstein, en hann hafði beðið um rökstuðning á þeim atriðum sem ég hafði bent á. Ekkert í fyrrnefndu bréfi til foreldra hefði átt að koma á óvart. 3. Bréfið til foreldra var samið í júlí þegar einsýnt var að nið- urskurður til skólans sem var til- kynntur í júní sl. myndi standa. Bréfið var hinsvegar sent út í ágúst þegar enn var ekkert sem benti til breytinga á fjárframlögum til skól- ans. Þess vegna fór bréfið í póst. 4. Í bréfinu (og í greinargerð minni til Stefáns Jóns) gagnrýndi ég fyrst og fremst eftirfarandi: Til- kynning um niðurskurð til Tón- menntaskóla Reykjavíkur kom í júní, þegar skólaárið 2003–04 lá fyrir í smáatriðum hvað varðar umfang og skipulag. Kennarar skólans voru farnir í sumarleyfi. Gagnrýni mín beindist að tímasetningunni. Ekki væri svigrúm til að bregðast við svo miklum niðurskurði á fram- lögum til skólans með svo stuttum fyrirvara og ekki þætti mér tækt að segja upp starfsfólki á miðju sumri (reyndar var ég nauðbeygður til að segja einum kennara skólans upp og þar með lögð niður deild sem nem- endur höfðu skráð sig í og þar með þjónusta skólans skert). Ég gagn- rýndi umfang niðurskurðarins, yfir 30%, á starfsemi skólans. Þetta myndi stórlega skerða þá þjónustu sem skólinn hafði veitt til þessa og sem umbjóðendur mínir, þ.e. nem- endur og foreldrar, höfðu væntingar til að yrði veitt áfram. Þau rök hafa verið færð fram af hálfu Fræðslumiðstöðvar að Tón- menntaskóli Reykjavíkur hafi verið með of umfangsmikið kennslupró- gramm miðað við aðra tónlistar- skóla. Nú væri búið að samræma nýjar úthlutunarreglur og skyldi eitt yfir alla tónlistarskóla ganga. Ég spyr á móti: Var borgin ekki einmitt sátt við þá metnaðarfullu starfsemi sem var í gangi í Tón- menntaskólanum fram til þessa? Ef svo var ekki þá hefði skólinn tæp- lega fengið þá fjármuni frá borginni sem hann fékk. Ég benti á að rúm- lega 30% niðurskurður á kennsluprógrammi skólans í einu vetfangi ógnaði tilveru hans (og myndi ógna hvaða fyrirtæki sem væri) og finna yrði leið til að milda þetta högg. Um þetta snerist málið. Það var komið í réttan farveg í við- ræðum mínum við Fræðslumiðstöð þegar „hasarfréttin“ var gerð og send út í RÚV. Vonandi spillir það ekki fyrir hugsanlegum jákvæðum niðurstöðum. Síðast en ekki síst gagnrýndi ég hugmyndafræðina sem notuð er í nýjum úthlutunarreglum Fræðslu- miðstöðvar til tónlistarskóla. Fjórir nýir tónlistarskólar fengu starfsleyfi sem er í sjálfu sér besta mál. Hins vegar er það slæmt mál að fjár- mögnun þessara nýju skóla (þ.e. þeir eru ekki „nýir“ í þeim skilningi held- ur eru þeir nýir í „tónlistar- kvótakerfi“ borgarinnar) er tryggð með því að sneiða af fjárveitingum til eldri skólanna, m.ö.o. fleiri skólar verða starfræktir en kakan stækkar ekki og þar með þynnist starfsemin út. Það er yfirlýst stefna borg- arinnar að auka ekki framlög til þessa málaflokks. Þetta þýðir að frekari fjölgun tónlistarskóla í borg- inni sem fá „kvóta“ á næstum árum mun sjálfkrafa leiða til enn frekari útþynningar núverandi kerfis. 5. Fáein orð um nemendafjölda í tónlistarskólum borgarinnar. Stefán Jón Hafstein sagði í fréttum RÚV 22. ágúst að sú ákvörðun borgaryf- irvalda að hætta að greiða með tón- listarskólanemendum sem búa í ná- grannasveitarfélögunum en stunda nám í reykvískum tónlistarskólum myndi stórauka það svigrúm sem borgin hefði til að leyfa fjölgun nem- enda í tónlistarskólunum og nefndi þar rúmlega 500 nemendur. Þetta reikningsdæmi gengur ekki upp nema sem fræðilegt dæmi. Nú ligg- ur ljóst fyrir, að flest ef ekki öll ná- grannasveitarfélögin hafa tekið þá ákvörðun að borga með sínum nem- endum sem stunda nám á grunn- og miðstigi í tónlistarskólum borg- arinnar en búa utan Reykjavíkur. Það þýðir einfaldlega, að stór hluti þessara nemenda mun halda áfram að stunda nám í Reykjavík, (úr því að fjámögnunin er tryggð) og þar með munu færri nýir reykvískir nemendur en þessi rúmlega 500 komast að. 6. Að lokum vil ég leyfa mér að benda á að íslenska tónlistar- skólakerfið hefur verið mjög gott og er litið til Íslands erlendis frá hvað það varðar. Sá maður sem átti stærstan þátt í að skapa þessa tón- listarskólastefnu að öðrum ólöst- uðum var jafnaðarmaðurinn Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi mennta- málaráðherra. Ég vona að fulltrúar nýju jafnaðarstefnunnar í Reykja- vík, þ.e. R-listamenn, beri gæfu til að standa vörð um þetta tónlistar- skólakerfi sem við höfum búið við. Um bréf til foreldra og frétt í RÚV Eftir Stefán Edelstein Höfundur er skólastjóri Tónmenntaskóla Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.