Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 11 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Nánari upplýsingar veitir Bogi Molby Pétursson sölumaður í sími 699 3444. Glæsilegt 190 fm parhús á góðum útsýnisstað í Grafarvogi. Efri hæðin er skráð 114,1 fm. Bílskúr á neðri hæð 27,6 og aukaíbúðarrými 48,0 fm. Húsið er hannað af Kjartani Sveinssyni og er allt hið vandaðasta utan sem innan. Sjón er sögu ríkari. V. 23,9 m. Áhv. 8,5 m. Baughús - vandað parhús með aukaíbúð www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396. ÁLFTANES OG NÁGRENNI Mér hefur verið falið að leita að 120-160 fm sérbýli. Æskilegt að eignin sé með tveimur eða fleiri svefnherbergjum og í góðu ástandi utan sem innan. Verðhugmynd 18-21 millj. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hafðu samband - það kostar ekkert! HEFÐBUNDNUM veiðitíma er nú lokið í Veiðivötnum á Landmanna- afrétti og var vertíðin frábær. Alls voru skráðir 10.727 silungar veidd- ir, þar af 8.994 urriðar og 1.733 bleikjur, en bleikjuveiðin hefur ver- ið vaxandi í vötnunum síðustu árin. Bleikjustofnar eru komnir í vötn sem tengjast Tungná, en önnur vötn á svæðinu eru hrein urriða- vötn. Nú í lok vertíðar veiddist síð- an stærsti fiskur sumarsins, 10,5 punda ferlíki, í Litlasjó. Litlisjór var jafnframt besta vatnið eins og mörg síðustu ár, alls veiddust þar 3.505 urriðar. Næst- aflahæsta vatnið var Skyggnisvatn með 1.077 fiska, en það er jafn- framt langbesta bleikjuvatnið og voru alls 912 fiskar af aflanum bleikjur. Stóra Fossvatn var með 922 urriða og Nýjavatn 769 fiska, þar af 264 bleikjur. Þá má nefna Hraunvötn með 631 urriða, Snjó- ölduvatn með 555 fiska, nær allt urriða og Stóra Skálavatn 540 urr- iða. Mesti meðalþungi í einstöku vatni í Veiðivötnum var hins vegar í Krókspolli, 3,1 pund, en á móti kom að aðeins fimm fiskar voru dregnir á þurrt úr þeirri tjörn. Í vötnum sunnan Tungnár voru nýlega skráðir 1.229 fiskar, bæði urriðar og bleikjur. Allt síðasta sumar voru skráðir fiskar úr þeim vötnum aðeins 1.133 stykki. Þetta er þó ekki aukning vegna sóknar, því heldur færri veiðileyfi hafa ver- ið seld á þessum slóðum í sumar en í fyrra, hver stöng er því að veiða að jafnaði meira í ár. Kropp í Elliðaánum Í gærmorgun voru komnir 447 laxar á land úr Elliðaánum og ver- tíðin að renna sitt skeið, en aðeins er veitt í ánum út ágústmánuð. Það er kropp þessa dagana, þannig var mánudagurinn með 7 laxa og 21. ágúst komu 6 laxar á land. Aðrir dagar að undanförnu hafa verið lakari, t.d. veiddist enginn lax sl. föstudag og aðeins einn sl. miðviku- dag. Nær öll veiðin þessa dagana er tekin efst í ánum og langmest á flugu. Hafa svartar og rauðar Frances verið afgerandi mjög. Einn 12 punda var skráður veiddur á maðk í júní, og þann 9. júlí veiddist 10 punda á míkrótúpuna Haug. Veiði- maður var sá víðfrægi myndlist- armaður Bernd Koberling sem veiddi laxinn, hæng, í Símastreng og sleppti honum aftur. Þetta eru einu laxarnir í ánum í sumar sem náð hafa tveggja stafa tölu í vigt. Enn skot á Arnarvatnsheiði Enn eru menn að fá fína veiði á Arnarvatnsheiði, en það færist í vöxt að menn leiti þangað fanga síðsumars. Fréttist til dæmis af þremur ættliðum feðga sem skruppu í dagstúr á Heiðina og drógu 50 bleikjur og einn stóran urriða. Bleikjurnar voru á bilinu 1 til 3 pund. Fleiri hafa verið að gera það gott. Mok í Dölum Loks þegar fór að rigna af og til í Dölunum fór að veiðast vel í ánum í héraðinu. Nýjasta dæmið sem við höfum fregnað af var frá Dunká á Skógarströnd. Menn sem þangað fóru og fengu ána við kjörskilyrði, þ.e.a.s. að sjatnaða eftir vatnavexti og grugg, rótuðu upp 22 löxum á tveimur dögum, en veitt er á tvær stangir í ánni. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Frábært sumar í Veiði- vötnum Þórir Már Ingólfsson, 7 ára, fór ný- verið með pabba sínum og afa á Arnarvatnsheiðina og veiddi þá þennan 3,5 punda urriða. JÖRÐIN og plánetan Mars eru nú óvenjunálægt hvor annarri og þekk- ist Mars vel með berum augum enda aðeins tunglið og Venus bjartari á næturhimninum. Líklega voru það Neanderthals- menn sem sáu Mars síðast úr jafn- mikilli nálægð, enda hefur hann ekki komist svo nálægt jörðu í um 60 þús- und ár. Þó hefur hún oft komist nærri því jafnnálægt, t.d. árið 1924 þegar vísindamenn komu fyrst fram með kenningarnar frægu um skurðina á Mars, að því er fram kemur á vefsíðu NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar. Mars verður minnst í um 55,76 milljón km fjarlægð frá jörðu klukk- an 9:53 í fyrramálið. Það er um 150 sinnum lengra en frá jörðu til tunglsins. Mest getur Mars verið um 400 milljón km frá jörðu svo miklu munar. Mars er svo nærri um þessar mundir að ekki er nauðsynlegt að fara út úr bænum, burt frá ljós- unum, til að sjá hann, segir Þor- steinn Sæmundsson stjörnufræð- ingur. Þó er best að sjá hann þegar ljós borgarinnar skyggja ekki á hann. Til að skoða Mars er best að fara út úr bæjum og borgum, til dæmis upp á Hellisheiði, segir Þorsteinn Þorsteinsson, jarðeðlisfræðingur. „Ég sá Mars núna um helgina þegar ég var á Arnarvatnsheiði. Stjarnan var mjög björt og rauðleit eins og hún á að sér að vera. Það var mjög skemmtilegt að sjá hana við þessar aðstæður.“ Hægt er að sjá íshellurnar á heim- skautum Mars með minnstu stjörnu- sjónaukum um þessar mundir, enda endurkastar þurr ísinn þar sólarljós- inu vel, að því er segir á vef NASA. Á vefsíðu Almanaks Háskóla Ís- lands kemur fram að í dag komi Mars upp klukkan 21:50 og setjist aftur klukkan 5:32. Mars er lágt á lofti séð frá Íslandi, en hann verður í hásuðri klukkan 1:47 í nótt, og verð- ur hann þá hæst á lofti. „Þetta hefði verið stór viðburður ef það væri ekki búið að senda geim- för til Mars,“ segir Þorsteinn Þor- steinsson. „Menn voru öldum saman að skoða Mars í sjónaukum frá jörðu. Einmitt við svipaðar aðstæður árið 1909 gafst mönnum færi á að greina ýmislegt á yfirborðinu betur en áður hafði tekist, einmitt vegna þess að hann var svo nærri.“ Nú hafa hins vegar fjölmörg geimför komist á braut um Mars og því ekki sama þörfin fyrir að rannsaka hann frá jörðu. Nálægð Mars við jörðina um þessar mundir skýrist af því hvernig sporbaugar jarðarinnar og Mars um sólina eru. Jörðin er á ör- lítið ílangri braut um sólu, en braut Mars er mun meira ílöng. Braut Mars liggur lengra frá sól en braut jarðar og er hann tæp tvö ár að fara eina umferð um sólina. Á meðan fer jörðin tæplega tvær umferðir um sólina, að því er kemur fram á vef Almanaks HÍ. Af þessu má sjá að rúmlega tvö ár og sjö vikur líða milli þess að Mars er næst jörðu á braut sinni. Ná- kvæmlega hversu nálægt plán- eturnar komast fer eftir því hvar reikistjörnurnar mætast á spor- baugum sínum. Vegna hægra breytinga á braut- um Mars og jarðar þarf ekki að bíða í önnur 60 þúsund ár þar til Mars kemur aftur svo nálægt jörðu, og verður nálægðarmetið nú slegið nokkrum sinnum á næstu öldum. Plánetan Mars óvenjunálægt jörðu Ekki nær jörðu í 60 þúsund ár Reuters Rauða plánetan, Mars, sést ein- staklega vel frá jörðinni þessa dag- ana ef skýjafar leyfir. FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur vísað frá kæru Íslensku menntasamtakanna (ÍMS) en í henni var þess krafist að uppsögn á samn- ingi milli Hafnarfjarðarbæjar og ÍMS um rekstur leikskólans Tjarnaráss yrði felld úr gildi. Í kær- unni var einnig farið fram á rökstutt álit ráðuneytisins á því hvort Hafn- arfjarðarkaupstaður hefði gegnt skyldum sínum í samræmi við góða stjórnsýsluhætti í tengslum við þá atburði sem áttu sér stað áður en til riftunar samnings kom. Þar var þess jafnframt krafist að Hafnarfjörður yrði áminntur vegna vanræsklu í þessum efnum. Í úrskurði félagsmálaráðuneytis- ins kemur fram að ákvörðunin um uppsögn samningsins falli ekki undir úrskurðarvald ráðuneytisins. Í samningi sem gerður var milli Hafn- arfjarðarbæjar og ÍMS er ákvæði um meðferð ágreiningsmála og þar kemur fram að takist ekki að leysa úr ágreiningsmálum skuli reka þau fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Ráðuneytið mun aftur á móti kanna nánar ásakanir ÍMS sem varða stjórnsýsluhætti bæjarins og hefur óskað eftir andsvörum Hafnarfjarð- arkaupstaðar um fullyrðingarnar sem koma fram í erindi ÍMS. Félagsmálaráðuneytið vísar kæru ÍMS frá Fellur ekki undir ráðuneytið Í DAG er hálft ár liðið frá því lágfar- gjaldafélagið Iceland Express hóf daglegt flug til London og Kaup- mannahafnar en á þessum sex mán- uðum hefur félagið flutt tæplega 85 þúsund farþega. Ólafur Hauksson hjá Iceland Ex- press segir engan vafa leika á því að lágfargjaldastefna félagsins hafi skilað íslenskri ferðaþjónustu um- talsverðum ávinningi. „Ferðafólki á leið til og frá landinu hefur fjölgað um 16% það sem af er árinu og mesta aukning erlendra ferðamanna er frá þeim markaðssvæðum sem Iceland Express þjónar. Hlutur Ice- land Express í fjölgun flugfarþega til og frá Keflavíkurflugvelli á und- anförnum sex mánuðum er um 85%.“ Ólafur segir þetta vera einstakan árangur í ljósi þess að félagið hafi stundað landkynningar- og mark- aðsstarf sitt með takmörkuðum fjár- munum og án opinberrar aðstoðar. Hann segir reksturinn hafa gengið vel þessa fyrstu sex mánuði og horf- ur séu góðar. „Farþegar eru fleiri en gert var ráð fyrir í áætlunum og rekstrar- kostnaður er sömuleiðis lægri. Hins vegar eru tekjur af hverjum farþega minni en áætlað var vegna undir- boða Icelandair á flugfargjöldum til London og Kaupmannahafnar. Við áætlum að Icelandair muni fórna rúmlega tveggja milljarða króna farþegatekjum á árinu til að koma í veg fyrir að samkeppnin nái fót- festu,“ segir Ólafur. Kæra vegna undirboðanna er nú til meðferðar hjá áfrýjunarnefnd samkeppnis- mála. Að sögn Ólafs er einn helsti styrkur félagsins mikil sjálfvirkni í farmiðasölu. „Fyrstu mánuði starf- seminnar seldust um 75% farmiða á Netinu en eftir að endurbætt bók- unarkerfi var tekið í notkun í sumar hefur þetta hlutfall aukist og er nú komið yfir 80%.“ Hafa flutt hátt í 85 þúsund farþega Iceland Express hálft ár í loftinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.