Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 17 UM næstu mánaðamót tekur Gunnar Larsen við starfi framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Ak- ureyringa hf. af Guðbrandi Sigurðssyni. Í kjölfar skipulagsbreytinga hjá Brimi ehf., dótturfélagi Eimskips, lætur Guðbrandur af störfum sem fram- kvæmdastjóri ÚA og verður framkvæmdastjóri Brims og dótturfélaga þess en hann var áður fram- kvæmdastjóri bæði ÚA og Brims. Hjá ÚA í 13 ár Gunnar Larsen hefur starfað hjá Útgerðarfélagi Akureyringa frá árinu 1990; fyrst sem tæknistjóri fyrirtækisins en undanfarin ár hefur hann verið framleiðslustjóri. Gunnar er 43 ára gamall, fæddur og uppalinn á Akureyri og fór síðan til náms í Tækniskólanum. Að því loknu hélt hann til Dan- merkur og útskrifaðist sem véltæknifræðingur ár- ið 1984. Að námi loknu segir Gunnar að hann hafi starfað hjá norska fyrirtækinu Maritime Hydrolic að hönnun búnaðar fyrir olíuborpalla. Heim kom hann árið 1986 og hóf störf sem tæknifræðingur hjá Slippstöðinni á Akureyri, um það leyti sem frystitogaravæðingin var í fullum gangi. „Nýsmíðar heyrðu nánast sögunni til en þá voru þessi stóru breytingaverkefni í gangi. Ísfisk- togurum var breytt í frystitogara og það var það sem hélt stöðinni gangandi á þessum tíma,“ segir Gunnar. Bylting í vinnslunni árið 1997 Haustið 1990 hóf Gunnar svo störf hjá ÚA sem tæknistjóri. Hans hlutverk var umsjón með við- haldi og nýframkvæmdum, bæði í skipunum og í frystihúsinu. „Svo þegar Guðbrandur tók við árið 1997 var gerð meiriháttar bylting í vinnslunni. Settar voru upp nýjar vinnslulínur og nánast allur búnaður í frystihúsinu var endurnýjaður. Því verki stýrði ég og tók svo við starfi framleiðslustjóra að því loknu.“ Gunnar segir að nýju vinnslulínurnar hefðu í raun haft byltingu í för með sér. „Ákvörðun var tekin um það á þessum tíma að veðja á landvinnsl- una og það var kannski ekki í takt við það sem var að gerast á þessum tíma. En bæði við og Dalvík- ingar fórum þessa leið og þetta skilaði því sem við ætluðum. Afköstin hérna tvöfölduðust á þremur árum og á sama tíma gjörbreyttist afurðaflóran. Það má segja að allar vörur sem við framleiðum núna séu nýjar, samanborið við það sem var í gangi 1997. Við höfum verið með sérgreindar af- urðir og það hefur skilað okkur sérstöðu á mörk- uðunum. Við höfum með þessu náð að halda verð- inu á afurðunum betur en ella,“ segir Gunnar. Landvinnslan skilar meiru en sjófrysting Hann segir ljóst að landvinnslan eigi framtíð fyrir sér og þvertekur fyrir að stefni í að vinnslan færist öll út á sjó. „Með þessari auknu tæknivæð- ingu í landvinnslunni, sem við sjáum fram á að aukist enn frekar, höfum við verið að gera mun betur en frystiskipin. Þegar við mælum hvað við fáum fyrir hvert kíló af hráefni upp úr sjó skila landvinnslan og ísfisktogararnir töluvert meiri verðmætum en þau. Þar líða frystiskipin fyrir það að ekki hefur orðið nein þróun síðan þau fóru af stað fyrir rétt um 20 árum. Núna þegar verð hefur verið að lækka, með auknu framboði, bitnar það mun fyrr á þeim,“ segir Gunnar og bætir við að í samanburði við frystiskipin hafi hagur landvinnslu vænkast undanfarin misseri. Spurður um frekari tæknivæðingu sem er fram- undan segir Gunnar að mörg þróunarverkefni séu í gangi og miklar vonir séu bundnar við að einhver þessara verkefna skili sér sem framleiðslubúnaður inn í vinnsluna á næsta ári. Siglir á skútu í frístundum Gunnar viðurkennir að mikill tími fari í vinnuna og ekki sé mikill tími fyrir áhugamál. Stangveiði hafi hann stundað á árum áður en núna er stöngin komin upp í hillu. Fjölskyldunni þarf hann auðvit- að að sinna en eiginkona Gunnars er Helga Ragn- heiður Gunnlaugsdóttir kennari og eiga þau fjórar dætur á aldrinum 9–14 ára. Þótt Gunnar hafi lagt veiðistöngina á hilluna upplýsir hann að hann hafi dustað rykið af öðru áhugamáli. „Það eru sigl- ingar. Þær er ég búinn að stunda af töluverðum krafti í sumar. Við erum tveir félagarnir sem höf- um aðgang að ágætis seglskútu og höfum siglt mikið. Aðallega hérna innfjarðar en einnig höfum við skroppið til Húsavíkur og Siglufjarðar. Fjöl- skyldan tekin með,“ segir Gunnar. Gunnar Larsen er verðandi framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gunnar Larsen, verðandi framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa. Siglir gjarnan á skútu í frístundum Gunnar Larsen, 43 ára Akureyringur og véltæknifræð- ingur að mennt, hefur verið ráðinn næsti framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyringa. Valur Sæmunds- son spjallaði við Gunnar sem segir m.a. að ísfisktogarar og landvinnsla skili meiri verðmætum en frystiskip. Á FUNDI skólanefndar Akureyrar sl. mánudag var tekið fyrir bréf frá fræðslumiðstöð Reykjavíkur þar sem fram kom að framlag Reykja- víkurborgar til tónlistarnáms í borg- inni miðist við nemendur með lög- heimili í Reykjavík. Skólanefnd hafa af þessum sökum borist tvær styrk- umsóknir vegna tónlistarnáms í Reykjavík, frá nemendum sem þar hafa stundað nám en eiga ekki lög- heimili í borginni. Nefndin samþykkti á fundinum að greiða ekki með nemendum sem eiga lögheimili á Akureyri en vilja stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum enda sé rekinn tónlistarskóli á Ak- ureyri sem fullnægi öllum kröfum um tónlistarnám. Skólanefnd tekur þó fram í bókun sinni að þessi ákvörðun verði endurskoðuð ef nið- urstaða í viðræðum milli ríkisins og fulltrúa sveitarfélaganna leiði til heildarlausnar á kostnaðarskiptingu vegna tónlistarnáms. Styrkja ekki tónlistarnám utanbæjar SKJALIÐ á myndinni fannst á dög- unum á milli þilja í turni Samkomu- hússins á Akureyri þegar endur- bætur hófust á húsinu. Um er að ræða fundarboð til Umdæmisstúk- unnar Brynju no. 99, frá árinu 1909. Bréfið er dagsett 28. sept- ember það ár og skrifað með fal- legri skrautskrift; hér er um að ræða fundarboð til Brynju vegna aukaþings Umdæmisstúku númer 2 á Akureyri. Góðtemplarar reistu þetta hús snemma á síðustu öld og það var vígt á Þorláksmessu, 23. desember, árið 1906. Þarna var Góðtempl- arareglan til húsa og fundarboðið hefur einhvern veginn komist á milli þilja nokkru seinna. Þess má geta að stúkan Brynja var stofnuð 1904. Skjalinu hefur verið komið til geymslu í Héraðsskjalasafni Eyja- fjarðar á Amtsbókasafninu á Ak- ureyri. Boðað til auka- þings umdæm- isstúkunnar árið 1909 MIKLAR endurbætur standa nú yfir á Samkomuhúsinu við Hafnarstræti, þar sem Leikfélag Akureyrar hefur aðsetur. Húsið er tæplega einnar ald- ar gamalt, var byggt í byrjun síðast- liðinnar aldar og vígt 23. desember 1906. Smiðir hjá fyrirtækinu Virkni, sem sér um endurbætur á húsinu, segja ákaflega gaman að sinna verk- inu enda ekki á hverjum degi sem menn komist í slíka „veislu“, að þeirra sögn. „Yngri smiðirnir hafa til dæmis aldrei séð svona lagað,“ sagði einn reyndari karlanna í hópnum, Númi Adolfsson, þegar hann sýndi blaða- manni innan í turn hússins eftir að klæðning hafði verið rifin utan af honum í gær. „Hann er átthyrningur og stífaður inn í miðjuna,“ sagði Númi, og smiðunum bar saman um að starfsbræður þeirra sem að verk- inu komu á öndverðri liðinni öld hefðu verið afar vandvirkir og flinkir. Sperrurnar í turninum eru ónýtar en verða endurbyggðar, eins og allt annað sem ekki er í nógu góðu lagi til að standa áfram. „En í húsinu er yf- irleitt mjög lítill fúi miðað við aldur þess. Hvergi raunar, nema þar sem orðið hefur einhver bilun,“ sagði Númi ennfremur. Smiðirnir töluðu þó um að greinilega hefði aldrei verið gert almennilega við húsið í gegnum árin heldur tjaslað í það sem nauð- synlegt var hverju sinni og það væri hálfgerður bútasaumur. Efsti hluti turnsins var tekinn af í gær enda timbrið þar orðið mjög fúið. Upp úr toppnum var rör og járnkúla efst á því. Með henni hefur greinilega lekið í gegnum tíðina. Húsið er friðað svo að ekki má nota neitt efni til lagfæringa nema í sam- ráði við húsafriðunarnefnd ríkisins. Sögðu Númi og félagar verkið meira „föndur“ en það sem þeir fást við alla jafna eins og nærri má geta. „Þetta væri öðruvísi og tæki skemmri tíma ef við værum að reisa húsið einhvers staðar í dag,“ sagði Donald Kelly, einn smiðanna. Endurbótum á Samkomuhúsinu á að vera lokið fyrir jól. Yngri smiðirnir hafa aldrei séð svona lagað Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Horft upp úr turninum og til himins. Á milli átthyrndra sperranna sést í Núma Adolfsson, einn smiðanna hjá Virkni sem vinna að endurbótunum. Smiðirnir Númi Adolfsson, til hægri, og Guðjón Guðlaugsson inni í efsta hluta turnsins. Guðjón Guðlaugsson smiður rífur blikkið utan af turninum sem sett hefur mikinn svip á húsið. Donald Kelly, smiður hjá Virkni, með efsta hluta turnsins sem fjar- lægður var í gær. ♦ ♦ ♦ FRÁ því er sagt á vef Akureyrar- bæjar að sjö piltar hafi nýverið geng- ið á fund bæjarstjóra og gert á skil- merkilegan hátt grein fyrir aðstöðuleysi sem hjólabrettamenn búa við. Erindi þeirra við bæjar- stjóra var að kanna hvort ekki væri möguleiki á að finna autt húsnæði í bænum sem þeir gætu nýtt sér. Mál- in voru rædd fram og aftur og ýmsir möguleikar reifaðir. Ákveðið var að íþrótta- og tómstundafulltrúi tæki málið til skoðunar og kannaði hvort koma mætti upp aðstöðu fyrir hjóla- brettafólk í tilraunaskyni í vetur. Aðstöðu vantar fyrir hjóla- brettafólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.