Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 31
hesta Skagafjarðar og bæina sem þeir voru kenndir við. Síðustu árin átti María við heilsuleysi að stríða. Hún fór í erf- iða hjartaaðgerð fyrir 10 árum og síðustu árin leið hún af hinum ill- víga alzheimer-sjúkdómi sem hefur þann ósið að breyta persónuleika einstaklingsins sem hann hrjáir. Samt var María alltaf frú María, Maja frænka og amma María. Nú er hún búin að hitta Jörund sinn aftur og þótt hún hafi haft áhyggjur af að hún væri orðin gömul en hann væri eins ungur og þegar hann dó er ég vissum að skaparinn lætur þau hittast á besta aldri. María dvaldi á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ frá því snemma árs árið 2000 og naut þar frábærrar umönnunar og hlýju. Hvíl í friði, kæra tengdamóðir og takk fyrir allt sem þú hefur verið mér. Sveinn Áki Lúðvíksson. Nú hefur amma María fundið friðinn og er komin til afa Jör- undar. Amma var persóna sem við bár- um ótakmarkaða virðingu fyrir. Hún var leiðandi, beinskeytt og réttlætiskennd hennar var mjög sterk. Hún hafði ,,húmor“ bæði fyrir sjálfri sér og öðrum. Alltaf var hún vel til höfð og varaliturinn á sínum stað. Hún var mjög fé- lagslynd og hafði yndi af því að bjóða fólki heim. Og hún bauð vel. Amma vildi allt fyrir alla gera og við systurnar fengum okkar skerf af örlæti hennar, bæði með and- legum stuðningi og veraldlegum. Við systurnar bjuggum hjá ömmu þegar við vorum í mennta- skóla og það var ómetanlegur tími. Það voru forréttindi að fá að kynn- ast ömmu betur og að eyða tíma með henni. Við áttuðum okkur ekki á því fyrr en við urðum full- orðnar hversu miklar breytingar og fórnir það voru fyrir hana. Allt í einu voru komnir tveir unglingar inn á heimilið með allri þeirri ábyrgð sem því fylgir. Já, hún gekk meira að segja úr herbergi fyrir okkur. Við fórum ekki var- hluta af matargerð hennar, vorum vel aldar. Heitur matur á kvöldin, ristað brauð með hunangi og te í morgunmat og svo var hægt að skreppa í kakó og ,,rúnnstykki“ í Útvegsbankann þegar hún var að vinna. Amma greindist með Alzheimer- sjúkdóminn fyrir nokkrum árum og urðum við auðvitað varar við miklar breytingar á henni. Fannst okkur sárt að sjá á eftir þeim mikla persónuleika sem hún hafði haft að geyma. Okkur þótti alveg sérstaklega vænt um hana ömmu og berum sáran söknuð í brjósti. María og Guðbjörg Ragnarsdætur. Í Hólmgarði 49, Reykjavík, bjó lítil og falleg kona. Það var engin venjuleg kona, það var frú María Pétursdóttir, amma mín, amma María. Amma María var ein sú mesta fyrirmynd og hetja sem ég hef kynnst. Amma María kenndi mér svo ótal margt, m.a. að koma vel fram, stafsetningu, mannganginn, að fara í sjómann, en amma María var handsterkari en togarasjómað- ur, tala skýrt og helst með norð- lenskum hreim, sem sagt að segja mjóllllllk, en ekki mjólk og hún kenndi mér margt í dönsku. Hún talaði alltaf um að fara í ,,gilli“, ekki boð, það var ekki nógu flott að segja boð. Hlutirnir voru ,,móð- ins“, en ekki í tísku og margt, margt fleira. Það var ekki ónýtt að koma í Hólmgarðinn og fá ristað brauð og með því hjá ömmu Maríu. Oftar en ekki þegar við Herdís kona mín vorum á flakki kusum við frekar að koma við hjá ömmu Maríu í Hólm- garðinum, en að fara á kaffihús, eða þaðan af verra. Það sem var þó hvað best við það að koma við hjá ömmu Maríu var að spjalla, fá hana til að segja frá, segja frá afa Jörundi, sem ég hefði svo gjarnan viljað kynnast, eins og við öll barnabörnin. Það var ekki síður spennandi að gera grín að því hvað hún var lítil, en samt stærsta kona í heimi, og þótt hún hafi mælst 159 cm á hæð sagði hún alltaf aðspurð að hún væri 160 cm! Amma María var ættmóðir. Hún vildi alltaf fræða mann um hverjum maður væri skyldur og hvernig, en maður veitti því ekki mikla eftirtekt þá, en gerir það þeim mun meira í dag, kannski vegna þess hvað hún var dugleg við að fræða mann. Amma María var alltaf með ein- hver frænku- og frændaboð og þá naut hún sín. Hún var ákaflega stolt af fjölskyldu sinni og uppruna sínum og hafði fulla ástæðu til. Amma María var skemmtileg. Það var stutt í húmorinn og það besta var að hún hafði húmor fyrir sjálfri sér, eiginleiki sem er ekki öllum gefinn. Svo var hún líka pjattrófa. Amma María hefur þurft að þola ýmislegt á lífsleiðinni. Fyr- ir tíu árum síðan kom upp hjarta- bilun, en hjartað í litlu konunni var ekki tilbúið að gefast upp, ónei. Hún hefur aldrei verið góð til heilsunnar síðan og mér er minn- isstætt þegar við amma María fór- um tvö saman í messu í Bústaða- kirkju á aðfangadagskvöld fyrir nokkrum árum. Þá fannst henni eins og hún væri tilbúin að kveðja þennan heim. Þá sagði hún að hún hefði litið á mig og hugsað með sér að hún gæti ekki gert sér þann óleik að sofna svefninum langa í miðri messu hjá séra Pálma. Hvað þá að gera mér þann óleik. Eftir á fannst okkur þetta mjög fyndið, en svona var amma María, alltaf með húmorinn í lagi. Amma María hefur síðustu ár glímt við illvígan sjúkdóm sem er alzheimer-sjúkdómurinn. Hræði- legur sjúkdómur, sem erfitt er að takast á við, ekki síst fyrir að- standendur. Þar hefur dóttir henn- ar, mamma mín Sigrún, verið henni alveg ótrúleg stoð og stytta. Það er ekki hægt að lýsa því hvað hún mamma hjálpaði ömmu Maríu í gegnum árin í hennar veikindum, hreint aðdáunarvert, þetta hlýtur að hafa verið góða uppeldið sem hún fékk hjá ömmu. Amma María er nú komin til afa Jörundar, eftir 44 ára aðskilnað, mannsins sem hún elskaði svo heitt. Nú eru þau saman á ný. Þeg- ar ég spurði hana af hverju hún hefði ekki fundið sér nýjan mann, þá sagði hún að það hefði bara ver- ið til eitt eintak af honum afa Jör- undi. Það voru orð að sönnu. Ég veit að afi tekur vel á móti henni. Ég þakka ömmu Maríu fyrir allt sem hún kenndi mér um lífið og tilveruna. Ég veit hún skilar kveðju til afa Jörundar frá mér. Nú líður þeim vel. Jörundur Áki. Mig langar minnast Maju frænku minnar og þakka henni samfylgdina og tryggðina sem hún sýndi fjölskyldu minni. Maja frænka kom inn á heimili móðurforeldra minna, Hólmfríðar Jónsdóttur og Axels Kristjánsson- ar, haustið áður en hún fermdist. Hún var jafnaldra móður minnar og ólst upp sem eitt af systkinun- um. Samband þeirra tveggja var alla tíð mjög gott og þær héldu mikilli tryggð hvor við aðra. Við systkinin nutum góðs af þessari vináttu því mikill samgangur var á milli heimilanna. Þegar þær rifj- uðu upp æskuárin fengum við inn- sýn í heimilisbraginn hjá afa og ömmu sem bæði féllu frá á besta aldri. Mamma og Maja áttu marg- ar góðar minningar og ein uppá- haldssagan þeirra var frá því þeg- ar þeim sinnaðist svo alvarlega að uppgjör var óumflýjanlegt. Þegar þær stóðu andspænis hvor annarri og allt var að fara í bál og brand, áttuðu þær sig á því að þær voru í fermingarkjólunum. Þær gáfu sér tíma til að fara úr kjólunum, leggja þá til hliðar og taka af sér ferm- ingarúrin áður en þær ruku sam- an. Deiluefninu voru þær löngu búnar að gleyma en þær rifjuðu þetta atvik oft upp og höfðu gaman af. Fyrstu bernskuminningar mínar tengjast því þegar ég var í pössun hjá Maju og Jörundi. Þau höfðu sérstakt gælunafn á mér sem varð til þess að mér fannst ég vera sér- stök og mér leið vel hjá þeim. Við Sigrún urðum góðar vinkonur, enda næstum því jafngamlar, ég er sex dögum eldri og þroskaðri. Ofarlega í minningunni eru jóla- dagsboðin þegar hún bauð pabba og mömmu með barnahópinn og síðan seinni árin afmælisboðin hennar á þrettándanum. Hún var hrókur alls fagnaðar í boðum og í minni stórfjölskyldu þekktu allir hana sem Maju frænku, hvort sem skyldleiki var fyrir hendi eða ekki. Maja varð ekkja rúmlega fertug þegar Jörundur dó langt fyrir ald- ur fram. Hún hafði þá unnið utan heimilisins um árabil og gat þess vegna séð heimilinu farborða. Hún var stolt kona og lagði metnað í að koma börnunum til manns. Lífið var ekki alltaf dans á rósum en ég man bara eftir henni brosandi og jákvæðri. Það var erfitt að horfa á eftir Maju inn í eigin heim síðustu árin en þó huggun að henni virtist ekki líða illa. Sigrún var hennar stoð og stytta í gegnum árin og þó sérstaklega síðustu árin þegar veikindin fóru að gera vart við sig. Það var aðdá- unarvert að fylgjast með um- hyggjusemi hennar og gott fyrir okkur hin að vita af því að vel var hugsað um Maju frænku. Að leiðarlokum langar mig til að kveðja Maju frænku með lokaer- indi ljóðs sem Sveinn Bjarman orti í minningu Hólmfríðar ömmu minnar. Vertu nú sæl! Vinir og frændur klökkir kveðja. Nei! Kom þú sæl! Því góð minning geymast skal, vori vígð í vitund þeirra. – Björg Kofoed-Hansen. Látin er góð og trygg vinkona mín og fjölskyldu minnar og er hennar sárt saknað. María var sterk og dugleg og hlaut góðar gáfur í vöggugjöf. Snemma varð hún fyrir þeirri sorg að missa Þór- unni móður sína sem var aðeins fertug og dó frá stórum barnahópi árið 1930 sem fljótlega tvístraðist þá til fjölskyldunnar á báða bóga. 1931 fór María til föðursystur sinnar Hólmfríðar Jónsdóttur og eiginmanns hennar Axels Krist- jánssonar stórkaupmanns á Akur- eyri og eignaðist þar umhyggju og ást með börnum þeirra þremur, Björgu, Sólveigu og Páli. Oft hafði hún orð á því hvað þau reyndust henni vel á allan hátt og var þakk- lát fyrir. Á Akureyri eignaðist hún eig- inmann sinn Jörund Oddsson, við- skiptafræðing frá Hrísey, það var árið 1945. Ánægjulegt var að koma á heimili þeirra í Reykjavík, jafnt á Miklubrautinni og í Hólmgarði. Aftur knúði sorgin dyra. Eftir 14 ára hjónaband dó eiginmaður- inn og unga ekkjan María stóð uppi með tvö ung börn, 13 og 11 ára. María stóð sig með sama dugnaðði og studdi sín mannvæn- legu börn vel og dyggilega og hjálpaði þeim vel til manns. María var vinamörg, hjálpfús og alls staðar gleðigjafi hvar sem hún fór. Mundi eftir öllum ef hún gæti hjálpað. Við kveðjum Maju okkar og minnumst með þakklæti hversu hún var okkur góð á sorgarstund- um og vildi allt fyrir okkur gera. Vertu guði falin og kært kvödd. Við vottum börnum þínum og allri þinni fjölskyldu innilega sam- úð. Ingileif Bryndís Hallgríms- dóttir og fjölskylda. Við lát Maríu Pétursdóttur, eða Mæju frænku eins og hún var ætíð kölluð í fjölskyldunni, koma ótal, ótal mörg minningarbrot upp í hugann. Allar minningarnar eru svo undur góðar og skemmtilegar. Ég kynntist Mæju fyrst vel árið sem hún var samtímis okkur í Kaupmannahöfn. Þar vann hún í banka, Þá komin á miðjan aldur, roskin kona fannst mér, með upp- komin börn heima á Íslandi. Við vorum ekki af sömu kynslóð- inni, en aldursbilið var aldrei vandamál hjá okkur. Hún sagði mér sögur af uppvextinum á Ak- ureyri, en þangað kom hún ung að aldri í fóstur til frænku sinnar Hólmfríðar Jónsdóttur og manns hennar Axels Kristjánssonar, eftir að móðir hennar hafði látist. Hún talaði alltaf af hlýhug um þessi góðu ár í Brekkugötunni, þar sem fyrir voru systkynin Björg, Sólveig og Páll. Öllu þessu fólki bast Mæja órofa böndum. Hún sagði mér sög- ur að norðan, frá „de gode gamle dage“ Þá var gaman og hlegið dátt. Mæja hafði alveg sérstaka frásagnarhæfileika, málefnin voru mörg, því hún var lífskúnstner og ákaflega réttsýn. Mæja upplifði sorgina snemma, fyrst við móður- missinn og eftir það aðskilnað við ung systkin sem var henni þung- bært Aftur knúði sorgin dyra, þeg- ar Jörundur eiginmaður hennar féll frá í blóma lífsins frá ungum börnum þeirra. Þannig var líf þessarar mætu konu ekki alltaf auðvelt, en því var lítt flíkað. Mæja hafði gaman af að bjóða til sín gestum, var félagslynd og hrókur alls fagnaðar á meðan hún hafði heilsu til. Þegar við Axel bjuggum í Harr- isburg í Bandaríkjunum, kom Mæja ein í heimsókn til okkar og urðu fagnaðarfundir, svona var Mæja alltaf jafn drífandi, vildi bara vita hvernig við unga fólkið hennar hefðum það í henni Am- eríku. Hún var trygglynd, hress og skemmtileg. Svona vil ég muna Mæju frænku, sem var reyndar ekki frænka mín, heldur mannsins míns, það breytti engu hún verður mér ætíð bæði kær og ógleym- anleg. Við Axel sendum Sigrúnu, Ragn- ari og fjölskyldum þeirra innileg- ustu samúðarkveðjur um leið og við biðjum góðan Guð um að vera með Mæju frænku. Hallfríður Konráðsdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 31 Þú ert nú eflaust búinn að taka fram hjólið og hjóla til afa þíns og nafna sem voru þínar dýrmætustu stundir í æsku. Helga Ósk, dóttir afastráks þíns, Ágústar, fæddist hinn 5. ágúst og lést hinn 7. ágúst, ég veit að þú og foreldrar mínir passa hana vel. Guð blessi minningu þína kæri Sigurþór, afi og langafi okkar. Mar- grét mín, innilegustu samúðarkveðj- ur frá okkur, Ágústi Erni, Sigurþór Erni, og sonum Jóhanni Arnari og Róberti Arnari. Englakveðjur. Guðbjörg Björgvinsdóttir. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Hvíl þú í friði, elsku afi minn. Margrét. Ástkær móðir mín, frænka, systir, mágkona og tengdamóðir, HELGA SIGRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR, Starhaga 14, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstu- daginn 15. ágúst, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni fimmtudaginn 28. ágúst kl. 13.30. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, Andrés Jón Esrason, Bjarni Jónsson, Jón Eiríksson, Áslaug K. Sigurðardóttir, Timothy David Creighton, Ruth Barnett Creighton. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, ÞORSTEINN BERGMANN, Vesturgötu 35, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, föstudaginn 22. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 29. ágúst kl. 14.00. Börn, tengdabörn og afabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN G. HALLGRÍMSSON, Kleppsvegi 126, Reykjavík, lést mánudaginn 18. ágúst sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Guðmundur Hallgrímsson, Inga Guðbergsdóttir, Margrét E. Hallgrímsson, Friðgeir Skarphéðinsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.