Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 20
LISTIR 20 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ HAMRAHLÍÐARKÓRINN heldur tónleika í Háteigskirkju í kvöld kl. 20.30 í tilefni af ferð sinni til Filipps- eyja. „Tónleikarnir í kvöld eru gjöf til vina okkar og aðstandenda fyrir allan stuðning þeirra við ferðina,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnandi. Hamrahlíðarkórinn er í hópi sjö kóra í heiminum sem boðið er til alþjóðlegr- ar kórahátíðar er haldin verður á Fil- ippseyjum dagana 1.–7. september. Aðspurð um tildrög ferðarinnar svarar Þorgerður að það hafi senni- lega vegið þungt að Andrea Venera- cion, einn þekktasti kórstjóri Filipps- eyja, hafi þekkt til kórsins. „Hún er ráðgjafi þessarar kórahátíðar og heið- urslistamaður Filippseyja. Kórinn fær mikið af boðum árlega og þetta er 32. utanlandsferð kóranna tveggja sem kenna sig við Hamrahlið á þrjá- tíu og tveimur árum. Í gegnum tíðina höfum við valið að taka fremur þátt í hátíðum en keppni, vegna þess að í keppni fer oft lítið fyrir hugmyndinni um samvinnu.“ Kórarnir sem boðnir eru til hátíð- arinnar þurfa að undirbúa fjögur sameiginleg skylduverk sem flutt verða af öllum þátttakendum á upp- hafs- og lokatónleikunum, en þrjú verkanna eru filippseysk. „Fyrir stuttu sendu skipuleggjendur okkur svo allt í einu mynddisk og báðu okk- ur að læra við eitt verkanna óskap- lega fallegar handahreyfingar og fín- gert fingratáknmál utanbókar. Síðan höfum við verið að reyna að þjálfa okkur og líklega verðum við orðin nokkuð nett þegar við komum heim aftur,“ segir Þorgerður. Að sögn Þorgerðar verður verk- efnaskrá Hamrahlíðarkórsins fyrst og fremst tileinkuð íslenskri tónlist. „Meirihlutann af efnisskrám okkar erlendis helgum við alltaf kynningu á íslenskri tónlist. Við munum m.a. flytja verk eftir Jón Nordal, Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Hjálmar H. Ragnarsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Auk þess munum við flytja verk af alþjóðlegu verkefnaskrá okkar, en það fer allt eftir því hvar tónleikarnir eru haldnir hverju sinni því við munum halda sex tónleika á ólíkum tónleikastöðum, bæði í kirkjum, tónleikasölum, í skólum auk Menningarmiðstöðvar Filippseyja.“ Af þessum sökum verður á efnisskrá tónleikanna í kvöld aðeins flutt brot af því sem Hamrahlíðarkórinn flytur á Filippseyjum. Á hátíðinni mun kórinn vera með sérstaka kynningu á íslenska þjóðlag- inu fyrir fagfólk. „Í staðinn fyrir að notast við upptökur verður lifandi flutningur kórsins á hinum ólíku teg- undum íslenska þjóðlagsins, svo sem tvísöngurinn, taktskiptin, lýdíska tón- tegundin og treginn mikli.“ Aðspurð um sönghópinn sinn segir Þorgerður hann búa yfir þeirri dirfsku sem einkenni ungt fólk. „Þetta er hópur af ungu fólki sem hef- ur til að bera þann kjark sem þarf til þess að leggja út í alls kyns ævintýri sem krefjast mikils aga og ósérhlífni. Þau búa yfir ákefð hinnar ungu mann- eskju sem vill fá að sjá og upplifa eitt- hvað nýtt, en um leið leggja mikið á sig því þetta er ótrúlega mikil vinna,“ segir Þorgerður. „Það leggst mjög vel í mig að fara til Filippseyja, enda mjög spennandi og framandi staður,“ segir Dagný Benediktsdóttir félagi í Hamrahlíðar- kórnum, en hún hefur tvisvar áður farið með kórnum í söngferð til út- landa. „Það er í raun alltaf jafngaman í þessum ferðum. Maður er auðvitað með vinum sínum og það myndast alltaf afar fín stemning. Og svo er það náttúrlega frábær tilfinning þegar tónleikar ganga vel.“ Hamrahlíðarkórinn hitar upp með tónleikum fyrir söngferð til Filippseyja Íslenska þjóð- lagið kynnt Morgunblaðið/Sverrir Hamrahlíðarkórinn ásamt Þorgerði Ingólfsdóttur, stjórnanda sínum. ARKITEKTAFÉLAG Íslands opnaðiá Menningarnótt sýninguna Auð-legð í norrænni byggingarlist aðSkólavörðustíg 14. Að sögn aðstand- enda var sýningin sett saman í fyrravor og sýnd í sendiráðum norrænu þjóðanna í Berlín í tilefni af 21. heimsþingi alþjóðasamtaka arki- tekta, UIA, sem haldið er þriðja hvert ár. Gera má ráð fyrir að rúmlega 13 þúsund manns hafi séð sýninguna í tengslum við þingið. Sýningin er farandsýning sem kemur hingað frá Dan- mörku, en á eftir að fara til hinna Norður- landanna. „Það voru norrænu arkitektafélögin sem settu sýninguna saman og komu fram á þinginu sem ein menningarheild. Með þessu vildu menn leggja áherslu á okkar sam- norrænu menningarsjónarmið,“ segir Valdís Bjarnadóttir formaður Arkitektafélags Ís- lands. „Segja má að það sé meira einkennandi fyrir Norðurlönd, heldur en margar aðrar þjóðir, hvað við erum tengd náttúrunni og tök- um mikið mið af henni í byggingarlist okkar. Auk þess má finna sterkan samhljóm í efn- isnotkun okkar þó hún sé kannski ekki sú sama á öllum Norðurlöndunum.“ Að sögn Valdísar var meginþema sýning- arinnar íbúðabyggð eftir 1995 með áherslu á vistvænar og sjálfbærar byggingar og skipu- lag. „Sýningin skiptist í fjóra flokka þar sem fyrsti flokkurinn snýr að verkefnum sem byggja á landslagi og tengslum við náttúruna. Annar flokkur snýr að formum og byggða- mynstri, t.d. hvernig þú byggir upp borg- arhverfi. Þriðji flokkurinn fjallar um mismun- andi sambýlisform, t.d. sambýli kynslóða, hinna yngri og eldri og hvernig auðga megi samfélagið með sambýli mismunandi aldurs- hópa. Fjórði flokkurinn snýr síðan að sjálf- bærum og vistvænumbyggingum og ýmsum tæknilegum útfærslum.“ Rekaviður sem byggingarefni Valdís segir mörg skipulagsverkefnanna leggja mikla áherslu á tengsl atvinnu- og íbúðasvæða með það að markmiði að stytta ferðatíma fólks. „Það er náttúrlega mjög óvist- vænt þegar fólk er að þeysast borgarhlutanna á milli kannski tvisvar til fjórum sinnum á dag. Fjöldi verkefnanna byggja á því að hafa það sem þú þarft nálægt þér til þess að þú þurfir sem minnst að nota bílinn,“ segir Valdís og bendir á myndir af háskólahverfi í Viikki í Finnlandi, en Viikki er fyrsta borgarsvæðið í Finnlandi sem hannað er á vistvænum grund- velli. „Finnarnir eru einmitt mjög flinkir í nú- tímahönnun og sýna nútímalausnir sem byggja á vistvænum og sterkum nátt- úrutengslum. Hluti þess að vera vistvænn felst í því að nota efni sem brotna niður í nátt- úrunni, skemma ekki náttúruna þegar líftími bygginganna er búinn, en það felst líka í því að nota staðbundin efni. Það sem er vistvænt í einu landi þarf ekkert endilega að vera það í öðru landi líka, því það verður t.d. að taka tillit til þátta eins og flutningskostnaðar við að flytja efnið milli staða. Þannig hefur timbur oft á tíðum ekki verið vistvænt til bygginga hér á Íslandi af því við áttum ekki svo mikið af því, nema rekaviðinn, en hann er einmitt notaður í Sesseljuhúsi sem er m.a. framlag okkar Íslendinga hér á sýning- unni.“ Auk Sesseljuhús eru, að sögn Valdísar, tvö önnur verkefni frá Íslandi, en þau eru íbúð- arhús Ólafs Sigurðssonar arkitekts í Mos- fellsbæ og Garðhúsabær arkitektanna Hjör- dísar og Dennisar. „Í tilfelli Ólafs byggði hann 100 m² hús inni í 500 m² gróðurhúsi, en þetta er ákaflega skemmtilegt verkefni. Þarna notar hann sér þann möguleika að byggja sér lítið hús inni í mun stærri veðurhjúp og nýtir þar af leiðandi árstíðirnar mun betur, þ.e. lengir sumarið í báða enda.“ Sementssílói breytt í íbúðir Samkvæmt Valdísi er mikilvægt að horfa á allan líftíma byggingarinnar. „Þegar hús hefur þjónað sínum tilgangi hvað áttu þá að gera við það? Áttu að rífa það eða finna því nýtt hlut- verk? Á sýningunni má finna mjög spennandi dæmi um hið síðarnefnda frá Noregi. Þetta voru steinsteypt sementssíló sem stóð til að rífa þar sem þau höfðu þjónað tilgangi sínum. Þegar búið var að reikna út hvað kostaði að rífa mannvirkið og farga kom í ljós að mun hagkvæmara var að breyta því í íbúðir fyrir stúdenta, heldur en að rífa það og byggja nýtt stúdentaheimili. Þetta er steinsnar frá Arkitektaháskólanum í Ósló og stúdentarnir eru ákaflega ánægðir að búa í svona gríðarlega skemmtilegu og öðru- vísi húsi. Þannig varð verðandi úrgangsefni að auðlind um leið og haldið var í söguleg menn- ingarverðmæti. Sýningin segir okkur að líta á allt sem við túlkum sem úrgang eða sorp sem auðlind og spyrja okkur hvernig við getum nýtt okkur þetta sem tækifæri til þess að gera eitthvað nýtt. Í þessu felst einmitt mikil fram- sækni.“ Aðspurð hvort Íslendingar mættu taka sér þessa endurnýtingarstefnu til fyrirmyndar svarar Valdís að sér finnist oft að hús séu rifin án þess að kannaðir séu möguleikar á end- urnýtingu. „Mér finnst sjálfsagt að skoða alltaf hvort mögulegt sé að breyta húsum og nýta á annan hátt í stað þess að rífa þau. Við Íslend- ingar erum svo nýjungagjörn, en við verðum líka eins og aðrar þjóðir að hugsa um hvernig við viljum skila jörðinni til komandi kynslóða. Við þurfum að vera vakandi fyrir því að fá meira út úr minna í mjög víðum skilningi.“ Í mörgum verkefnunum sem til sýnis eru má sjá hvernig íbúðir eru byggðar á einfaldan og ódýran hátt, en jafnframt á framsækinn máta. Dæmi um þetta eru, að sögn Valdísar, samkeppnisverkefnið „Íbúðir aldarinnar“ sem byggt var í hjarta Kaupmannahafnar, en þar tókst að skera niður byggingarkostnað með því að reisa einfalt en mjög nútímalegt hús með lágmarkskostnaði í hverfi sem býr yfir ríkri sögu, en fella það jafnframt mjög vel að gömlu byggðinni. „Fallegur arkitektúr felst alls ekki í því að moka einhverjum dýrum efnum í hús. Það er bara misskilningur. Oft og tíðum er fallegur arkitektúr einmitt mjög einfaldur og einfald- leikinn byggist á því að nota fá efni, en nota þau markvisst og reyna að fá fram fallega hluti án þess að það þurfi endilega að kosta meira. Þeir kosta kannski meiri hugsun en þurfa ekki endilega að kosta meiri peninga,“ segir Valdís. Sýningin verður opin út ágústmánuð alla daga frá kl. 14–22 og er aðgangur ókeypis. Vistvæn byggingarlist Arkitektafélag Íslands opnaði nýlega sýninguna Auðlegð í norrænni byggingarlist. Valdís Bjarnadóttir, formaður fé- lagsins, leiðbeindi Silju Björk Huldudóttur um sýninguna og sagði henni frá vistvænum íbúðabyggðum. Gamalt steinsteypt sementssíló umbreyttist í 226 stúdentaíbúðir í Ósló. Hljóðmön sem reist var meðfram þjóðveginum í Viikki í Finnlandi. silja@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.