Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2003 35 Elsku afi á Hóli. Nú ert þú farinn þótt ég eigi erfitt með að trúa því. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið. Þú hefur verið svo mikilvægur hluti af lífi mínu. Ég mun sakna þeirra stunda að sitja við eldhúsborðið eða inni í stofu og spjalla við þig. Þú hafðir skoðanir á öllu og fylgdist alltaf vel með því sem um var að vera í þjóð- félaginu. Ég naut þess líka oft bara að sitja og hlusta á þig segja sögur frá því þegar þú varst strákur í Sel- látri, vinnumaður í Mosfellssveit eða fyrir austan fjall. Þú fylgdist alltaf vel með hvað var um að vera hjá hverjum og ein- um í fjölskyldunni og lést okkur GUÐMUNDUR ÓLAFUR BÆRINGSSON ✝ Guðmundur Ól-afur Bæringsson fæddist í Stykkis- hólmi 30. ágúst 1917. Hann andaðist í St. Franciskusspítalan- um í Stykkishólmi 11. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Stykkis- hólmskirkju 23. ágúst. þannig finna hversu mikilvægar persónur við værum í þínu lífi. Eins og þú sagðir oft „en hvað ég er ríkur“, í þínum augum var fjölskyldan það dýr- mætasta. Þú kenndir okkur að bera virðingu fyrir umhverfi okkar. Þú varst mikið náttúru- barn og naust þess að sigla um á Kópi eða vera í Nýræktinni. Afi siglandi á Kópi, vatnsgreiddur í skyrtu, prjónavesti og með bindi. Vindurinn í seglin og sjórinn glitr- andi frá geislum sólarinnar er sú mynd sem ég mun geyma í hjarta mínu. Ég vildi óska að Þórdís Rún hefði fengið lengri tíma með langafa, en ég mun sjá til þess að hún viti hver langafi á Hóli var. Þótt það sé erfitt að þurfa að kveðja þig, þá veit ég að þér líður betur núna. Ég veit þú vakir yfir okkur öllum og við munum passa vel upp á ömmu. Sóley Hrönn. Elsku afi minn. Mér verður hugsað til sunnudagsins 3. ágúst sl., það var morgunn og ég var stödd vestur á Þingeyri hjá ömmu og afa þar. Ég átti að fljúga til Reykjavíkur í eftirmiðdaginn og ákvað að slá á þráðinn til þín á spít- alann. Þú varst svo ánægður að heyra í mér og að ég ætlaði að koma til þín á heimleiðinni. Þetta var fallegur sólar- dagur og þú sast við gluggann og horfðir út í sólina þegar ég gekk inn. Þú brostir blítt til mín og það var glampi í fallegu, brúnu augunum þín- um. Þú varst svo glaður að sjá mig og ég þig. Við áttum saman ánægjulega stund sem skiptir mig svo miklu máli nú og ég mun varðveita í huganum líkt og allar stundirnar okkar saman. Þú hafðir líka svo mikinn áhuga á tísku og ef ég keypti mér ný föt kom ekki annað til greina en að sýna þér þau og fá þitt samþykki. Ég minnist þess líka hversu stoltur þú varst af mér, á hverju ári varðstu svo ánægður þegar ég sýndi þér einkunnirnar mín- ar. Þú varst svo duglegur að láta mig vita hversu mikið þér þótti vænt um mig, ég var afastelpan þín og engillinn þinn sagðirðu við mig. Ég mun alltaf vera afastelpan þín og minningarnar mínar um þig munu ylja mér um ókomna tíð. Æ, elsku afi minn, þú hefur nú loks- ins hlotið hvíldina og ég veit að þér líð- ur vel núna. Þú situr uppi á himnum með Bergþóru frænku og öllum hin- um englunum og horfir niður til mín og passar mig, ömmu Beggu og alla fjölskylduna. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Guð blessi þig afi minn og þakka þér fyrir fjársjóðinn sem þú gafst mér, minning þín verður alltaf í huga mér. Þín afastelpa Aldís. Elsku afi. Ég hvorki kann né vil skrifa minn- ingargrein um þig af þeirri einföldu ástæðu að ég á erfitt með að sætta mig við að þú sért farinn frá okkur. Hvað á ég að skrifa? Ég gæti lýst þér og þín- um einstaka persónuleika í mörgum orðum eða skrifað um allar þær ynd- islegu minningar sem koma upp í hug- ann nú þegar þú hefur kvatt þennan heim. Minningargrein um þig er vís til að verða uppfull af hrósi og hugsan- lega hádramatísk þar sem þú varst einstakur maður. Kannski vil ég bara skrifa um hve mikið ég sakna þín og hvað mér finnst óþægilegt að geta ekki talað við þig og hlegið með þér aftur í þessu lífi. Þær stundir sem við áttum saman í sumar eru ómetanleg- ar. Þegar þú komst óvænt í útskrift- arveisluna mína í júní fullkomnaðir þú veisluna. Þú lékst á als oddi þar sem þú sast í sófanum umkringdur af fólki. Í brúðkaupi Nonna og Júlíu mánuði síðar var frábært að fylgjast með þér dansandi í sætinu þínu. Þú ætlaðir svo sannarlega ekki að missa af aðalveislu ársins. Þegar þú fórst upp á svið og hélst ræðu þá ætlaði ég að springa úr stolti af þér. Eitt er víst að ég er heppin stelpa fyrir að hafa fengið það tækifæri að vera barnabarnið þitt. Það var ein- stakt tækifæri og ég vona að ég hafi nýtt það vel. Minningarnar um þig og allt sem þú varst fyrir mér munu ylja mér um hjartarætur alveg þangað til JÓN AXELSSON ✝ Jón Axelssonfæddist í Sand- gerði 14. júní 1922. Hann lést á hjarta- deild Landspítalans 19. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkur- kirkju 26. ágúst. ég sjálf kveð þennan heim. Hvort sem í námi, starfi eða öðru sem ég tók mér fyrir hendur þá studdir þú mig ávallt heilshugar og fylgdist grannt með hvernig mér gekk. Ástarþakkir fyrir það. Ég hlakka til að hitta þig síðar á öðrum stað elsku afi minn. Þá ætla ég að knúsa þig og kyssa eins og ég gerði ætíð þegar við hittumst. Ástar- og saknaðar- kveðja, þín Karen Áslaug. Elsku afi. Við getum ekki lýst þeirri sorg og þeim missi sem dundi yfir okkur þann 19. ágúst er þú kvaddir þennan heim. Hvert einasta tár sem hefur fallið síð- an þá er minning um alla gleðina og hamingjuna sem þú fylltir hjarta okk- ar með. Það er erfitt að trúa því að Guð ákvað að taka til sín mann sem gladdi svo marga á jörðu niðri og var svo mörgum kær og ómissandi. Hlát- ur og gleði virtist elta þig hvert sem þú fórst og þú varst alltaf segjandi brandara, einsog þegar þú potaðir í öxlina á mér og sagðir ,,þú misstir eitt- hvað“, ég spurði þig hvað það væri og þá svaraðir þú ,,loft“ og þá var ávallt hlegið. Ég man eftir því þegar bæj- arvinnan kom heim til þín og ömmu til að vinna í garðinum. Í matartímanum þeirra bauðstu þeim inn og gafst þeim svala og kex. Krakkarnir komu síðan til mín og sögðu ,,þú átt besta afa í heimi“ og ég sagði ,,ég veit það“. Það hleypur enginn í skarðið eftir mann sem með nærveru sinni gladdi alla og hressti við ef eitthvað var að. Við vit- um að þér líður betur á staðnum sem þú ert á núna en við eigum samt erfitt með að sætta okkur við það að við fáum aldrei að sjá þig aftur. Þó þú sért farinn þá vitum við að þú verður alltaf okkur við hlið hvar sem er í heiminum og við vitum að við getum talað við þig hvenær sem er. Elsku afi, okkur langar að kveðja þig með nokkrum setningum úr lagi með Frank Sinatra, uppáhalds söngv- aranum þínum og ömmu, sem á svo vel við þig. Guð blessi þig og við gleymum þér aldrei. And now, the end is near and so I face the final curtain. My friend, I’ll say it clear, I’ll state my case, of which I’m certain. I’ve lived a life that’s full. I’ve traveled each and every highway But more, much more than this, I did it my way. Og nú, þegar endirinn er nær og ég stend frammi fyrir mínum síðustu dögum þá get ég sagt ykkur nær og fjær eitt sem ég er nokkuð viss um. Ég hef lifað góðu lífi og hef ferðast lífsins vegi hátt og lágt. En eitt, sem skiptir meira máli, ég gerði það á minn hátt Þínir afastrákar Atli Már og Jón Þór Gylfasynir. Afi Nonni er búinn að kveðja. Með brottför hans er horfin ein góðhjartaðasta og elskulegasta mann- eskja sem ég hef á ævinni hitt og á ég margar góðar minningar um hann. Afi hafði lengi átt við veikindi að stríða og hélt maður oft og tíðum að hann væri á förum frá okkur. En sá gamli lét aldrei deigan síga heldur reif sig upp úr hverju áfallinu á fætur öðru og hélt ótrauður áfram. Svo mjög, að um áttrætt hóf hann störf hjá Heklu sem „símadama“ með meiru. Afi var mikill herramaður og þótti afskaplega gaman að fara út að versla, hvort heldur farið var í matvöru- eða fatabúðir. Hann hafði alltaf augun hjá sér í tískuheiminum og tók alltaf eftir því ef maður kom í nýrri flík til hans. Honum fannst líka voða gaman þegar við stelpurnar hans stríluðum okkur upp, fengum okkur gervineglur – það fannst honum rosalega flott. Afi Nonni var gull að manni, óspar á hlý orð og dekraði okkur afabörnin sín ótt og títt. Á þeim tíma sem hann rak Nonna & Bubba komum við barna- börnin oft til hans í heimsókn og feng- um oftar en ekki tyggjókúluís – sem var toppurinn í þá daga. Ég heyrði síðast í honum í síma fyr- ir nokkrum dögum. Ekki óraði mig fyrir því að það yrði okkar síðasta heila samtal. Við höfðum í allt sumar hringt reglulega hvort til annars þar sem ég vann fyrir austan á Geysi og þótti mér alltaf svo vænt um þegar hann hringdi. Honum þótti gaman að heyra sögur af „túristum“ og því ið- andi lífi, sem ríkir á Geysi á degi hverjum, enda var hann lífsglaður og félagslyndur maður og ferðaðist sjálf- ur mikið á árum áður. Við biðum svo alltaf eftir tækifæri þar sem hann gæti komið og heimsótt mig austur, en veikindi hans komu í veg fyrir það. Nú er hann afi minn farinn og óska ég honum góðrar ferðar til himna. Ég veit að hann vakir yfir okkur öllum um ókomna tíð og ég vona innilega, að við eigum eftir að hittast einhvern tímann aftur seinna og eiga þá góðar stundir saman. Hjá þér, elsku amma Begga, er ég í huganum. Þú ert búin að vera svo sterk við hlið hans afa í öllum hans veikindum og bið ég góðan Guð um að styrkja þig og styðja. Ég kveð þig með söknuði í hjarta, elsku afi minn. Þín Erla Dögg. Hann afi minn Nonni var einstakur maður. Og ég var heppin að fá að kynnast honum, líka eftir að ég full- orðnaðist sjálfur. Ein af fyrstu minningum mínum er frá því að ég kom í búðina til hans og hann sagði af afastrákurinn mætti velja hvaða nammi sem hann vildi úr nammihillunum. En ég vissi ekkert hvað ég vildi og hann gaf mér einn „Nóa“ í nestið. Ég er líka heppinn að hafa fengið tækifæri til að kynnast honum sem vini. En nú seinustu árin spjölluðum við mikið saman um sameiginleg áhugamál og við komumst að því að við höfðum oft svipaðar skoðanir á hlutunum. En afi gat sagt mér margar sögur af landsmálunum á tímum hafta og skömmtunar, sögur sem kenndu manni að taka hlutunum ekki sem sjálfgefnum. En samt lærði maður mest af því að sjá hvað afi var ákveð- inn í því að njóta lífsins allt til hins síð- asta og smita frá sér lífgleði og húmor. Og það var hans ástríða, að njóta lífs- ins og vera innan um fólk. Og hann naut þess að gleðja aðra, með gjöfum eða jákvæðum athugasemdum. Hann afi Nonni sannaði það að hlát- urinn lengir lífið. Minningin um afa Nonna lifir hjá afastrákunum. Jón yngri. Elsku hjartans afi minn. Hvað get ég sagt. Ég veit að lífið hefur sinn til- gang og allt tekur enda um síðir. En það er samt svo sárt. Það er sárt að kveðja jafn lífsglaðan og hjartahlýjan mann. Jákvæðni, bjartsýni og þraut- seigja lýsa þér best. Ég á svo margar góðar minningar sem ég geymi í hjarta mínu. Þú varst mér alltaf stoð og stytta og ávallt reiðubúinn ef eitt- hvað bjátaði á. Heimili ykkar ömmu var sem manns annað heimili og alltaf tókuð þið mér opnum örmum. Þú varst líka óspar á hrósið og hafðir ein- stakt lag á að lyfta mér upp ef ég var eitthvað miður mín. Það var ætíð stutt í grínið hjá þér og fram að síðustu stundu, fékkstu mann til að hlæja með þér, þó þú værir jafn veikur og raun bar vitni. Já afi minn, þú átt þér engan líka. Ég veit og efast ekki um að nú dansar þú meðal englanna og ferð á rúntinn á gamla Vollanum þegar þig langar. Nú hrjá þig engin veikindi lengur og þér líður vel, ég veit líka að þú kemur til með að hjálpa mér í nám- inu og vaka yfir mér í útlandinu, elsku engillinn minn. Ég þakka þér afi, fyrir allt sem þú hefur gefið mér, alla þá hlýju, ást og þá sérstaklega þann tíma sem við átt- um saman í sumar. Ég elska þig afi minn og kveð þig með sorg og söknuði í hjarta. Þín Bergþóra. söngmenn. Góður samhljómur kórs er ekki aðeins tilkominn af hljómnum sjálfum heldur því bræðraþeli sem ríkir milli manna einnig. Þar lagði Friðrik þung lóð á vogarskálarnar með góðum drengskap sínum. Trúmennska Friðriks við félag sitt var einlæg og traust og var framlag hans vissulega mikilsvert og stórt í sniðum, enda Friðrik frábær elju- og reglumaður, sem lét víða til sín taka. Með þessum fátæklegu kveðjuorð- um kveðja Fóstbræður virtan og dáð- an félaga sem alla tíð stóð í fremstu röð í þjónustu við þá list, sem viðleitni okkar er helguð. Þá þökkum við fyrir þann ríka vinarhug sem hann sýndi okkur og félagi sínu alla tíð. Fyrir hönd karlakórsins Fóst- bræðra, Eyþór Eðvarðsson formaður. Friðrik Eyfjörð var glæsimenni á velli og höfðingi í lund. Hann hefur nú kvatt þennan heim í hárri elli. Friðrik Eyfjörð átti góða ævi, var prýði versl- unarstéttar, virtur og vinsæll langa starfsævi. Hann var áhugamaður um land og þjóð, víðförull og athugull, íþróttamaður og skíðagarpur. Friðrik var góðum tónlistargáfum gæddur, söngmaður góður og félagi í Karla- kórnum Fóstbræðrum til æviloka. Hann lét sig ekki muna um að taka með þeim lagið á afmælisdaginn þeg- ar hann varð níræður. Eiginkona Friðriks var Fríða Stef- ánsdóttir menntaskólakennari. Þau voru afar samrýnd og glæsileg hjón. Var honum mikill harmur við fráfall hennar fyrir fáum árum. Að loknum færsælum vinnudegi átti Friðrik góða elli en undanfarin ár lét þó heils- an nokkuð undan þótt andleg reisn væri óskert til hins síðasta. Friðrik var maður vinsæll og vinafastur og þau hjón bæði. Var hollt og gott að fá að njóta þeirrar vináttu og hlýju sem fylgdi báðum. Við flytjum einkadóttur Friðriks, Jórunni, og fjölskyldu hennar einlæg- ar samúðarkveðjur og þökkum Frið- riki Eyfjörð að leiðarlokum. Vilhelmína og Ólafur. Með þessari kveðju minnist ég sómamanns og vinar, Friðriks Ey- fjörð, verslunarmanns í Reykjavík með einlægu þakklæti í huga fyrir stuðning og leiðbeinandi og góða samfylgd. Friðrik tengdist fjölskyldu minni sterkum böndum sem eiginmaður móðursystur minnar, hennar Fríðu frænku heitinnar. Blessuð sé minning hennar. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að dvelja um tíma á heimili Friðriks og Fríðu frænku á framhaldsskóla- árum mínum og njóta þar besta at- lætis og stuðnings sem reyndist mér afar dýrmætt og verður seint full- þakkað. Aðbúnaður minn og vænt- umþykja þeirra hjóna í minn garð þar í Stóragerðinu á þessum árum er ógleymanlegur. Jórunn Erla, einka- barn þeirra, dvaldist á þessum tíma erlendis í námi og starfi. Mér fannst því á stundum ég vera þeirra „einka- sonur“, ekki síst í ljósi þess að Fríða og mamma eru svo líkar; báðar veittu sama aðhaldið og hvatninguna með réttum orðum og athugasemdum á hárréttum augnablikum, – nokkuð sem ungum námsmanni í höfuðborg- inni, fjarri heimahögum, – á skemmtilegum árum, – er bráðnauð- synlegt. Friðrik var í mínum huga skemmtilega vanafastur, tryggur sómamaður til orðs og æðis, sem vildi hafa hlutina í föstum reglubundnum skorðum. Slíkir góðir eiginleikar hans einkenndu líka starf hans í Leð- urverslun Jóns Brynjólfssonar í Austurstræti, sérverslun sem alltaf var gaman að koma í og hitta Friðrik. Áhugamál hans var honum afar kært, sem var virk þátttaka hans í Karla- kórnum Fóstbræðrum. Friðrik og Fríða áttu alltaf Volvo bíla, sem Friðrik lét sér sérstaklega annt um, einkanlega var umhirða þeirra í takt við skemmtilega ástúð Friðriks um reglusemi og vanafestu alla. Því þótti mér það sérsök upphefð í einhver fá skipti að fá að hjálpa til við reglubundna bón- og alþrifsdaga Volvósins. Öllum hlutum var til haga haldið, öll verk unnin í réttri röð og handbragðið var vandvirkni enda voru bílarnir þeir sænsku í eigu Frið- riks eiganda sínum sem og framleið- anda til mikils sóma alla daga ársins. Þeir voru líka ófáir bíltúrarnir á laug- ardögum og sunnudögum sem ég fékk að fara með, oftast austur fyrir fjall og Þingvallahringinn. Friðrik var mikill náttúruunnandi og þreytt- ist aldrei á að upplýsa mig um örnefni í náttúrunni í þessum skemmtilegu bíltúrum. Ég og fjölskylda mín kveðjum nú með söknuði kæran vin með sérstöku þakklæti í huga. Við og foreldrar mín- ir sendum Bíbí, Róbert , Eddu og Friðrik, kæra samúðarkveðju okkar! Minningin um Friðrik Eyfjörð lifir. Sveinn Þór Elinbergsson.  Fleiri minningargreinar um Friðrik J. Eyfjörð bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.