Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KR-ingar eru Íslandsmeistarar bæði í kvenna- og karlaflokki annað árið í röð og hefur engu félagi tekist það áður. Skúli Unnar Sveinsson talar við Kristján Finn- bogason og Hrefnu Jóhannsdóttur, burðarása liðanna. Íslenskur leikhúsvetur Þjóðleikhúsið frumsýnir 8 ný íslensk leikverk í vetur. Anna G. Ólafsdóttir og Svavar Knútur Kristinsson ræddu við leikritaskáldin um verkin og aðdragandann. Dallas Mavericks Fyrir áratug var Dallas Mavericks eitt lélegasta lið bandaríska körfuboltans, en er nú í fremstu röð. Sig- urður Elvar Þórólfsson fjallar um liðið, sem í liðinni viku gerði samning við Jón Arnór Stefánsson. Tvöfaldir meistarar á sunnudaginn ÓVISSA Í ORKUMÁLUM Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins mun forstjóri Lands- virkjunar leggja það til við stjórn Landsvirkjunar á fundi í dag að fresta Norðlingaölduveitu fram yfir gerð Kárahnjúkavirkjunar. Verði þetta samþykkt er stækkun Norður- áls á Grundartanga í mikilli óvissu, en hún er þó möguleg með stækkun Nesjavallavirkjunar. Sjálfvirk radartæki Tvö hátæknimöstur verða sett upp við snjóflóðavarnargarðana á Flateyri í haust í tengslum við þátt- töku íslenskra vísindamanna í al- þjóðlegu verkefni á sviði snjóflóða- varna. Dúfnakjöt á markað Vonast er til þess að dúfnakjöt komist bráðlega á innlendan mark- að, en fyrir fjórum árum voru fluttar inn til landsins 60 matardúfur af norsk-frönskum stofni og hefur stofninn nú tífaldast. Riða í Svarfaðardal Riða hefur greinst í einni kind á bænum Urðum í Svarfaðardal og verður öllu fé á bænum, um 100 kindum, fargað á næstu dögum. Hafna Írakstillögudrögum Leiðtogar Þýzkalands og Frakk- lands, Gerhard Schröder kanzlari og Jacques Chirac forseti, höfnuðu því í gær að styðja tillögudrög Banda- ríkjastjórnar að nýrri ályktun Sam- einuðu þjóðanna um Írak, með þeim rökum að í þeim væri ekki gert ráð fyrir því að heimamenn tækju nægi- lega fljótt við stjórnartaumunum í landinu. Embættismenn í Hvíta hús- inu hafa skýrt leiðtogum þingflokk- anna á Bandaríkjaþingi frá því að George W. Bush forseti ætli að óska eftir 60 til 70 milljarða dollara (4.900–5.700 milljarða króna) auka- fjárveitingu vegna hernáms og end- urreisnar Íraks. Bandaríkjastjórn sækir það nú fast að fá fleiri þjóðir til að deila með sér byrðunum af gæzlu og uppbyggingu í Írak. Abbas vill sættir við Arafat Mahmud Abbas, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, forðaðist lokauppgjör við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, í ræðu sem hann flutti á palestínska þinginu í gær. Hann viðurkenndi að hafa átt í deilum við Arafat og hvatti heimastjórnina til að leita sátta við hann. S Ú var tíðin að engin kona sem taldist alvörudama lét sjá sig hanskalausa á götum úti, jafnt í sívaxandi þéttbýli Reykjavíkur sem og stórborgum er- lendis. Í Bandaríkjunum var þetta viðhorf við lýði allt fram á sjöunda áratuginn og þar tók heldri kona ævinlega með sér hanska er hún yfirgaf heimilið, ef svo kynni að fara að hún þyrfti að hafa samskipti við ókunnugt fólk. Hanskinn gegndi í raun svipuðu hlutverki og blæjan gerir í mörgum menningarheimum músl- íma. Hann veitti henni vernd gegn óvelkominni snertingu og hinu óþekkta. Hanskinn veitti þó ekki eingöngu vernd heldur gat hann einnig ver- ið hin fullkomna táknmynd tælingar; í réttum fé- lagsskap, með ískaldan martíni við hönd, var hanskinn dreginn af ofurhægt og tælandi, fingur fyrir fingur. Með hippatímanum, frjálsum ástum og hisp- urslausari samskiptum manna á meðal tapaði hanskinn hins vegar hlutverki sínu og hvarf ofan í skúffu. Svo virðist þó sem að hanskinn hafi loks fengið uppreisn æru á ný og eru tískutímarit austan hafs sem vestan sammála um að hanskar séu einn aðalfylgihlutur vetrar- tískunnar. Hanskana mátti enda sjá á sýningarpöllum tískuhúsa á borð við Miu Miu, Prada, Louis Vuitton og Gucci svo nokkur dæmi séu tekin. Fjölbreytnin í hanskaúrvali verður líka mikil þetta árið og má jafnt finna háa hanska sem lága, leður- hanska sem hanska úr ull- ar- og satínefnum, einlita sem munstraða, skærlita sem hefðbundna svarta, og sparihanska sem hversdags- lega. Það er því nokkuð víst að sama hvort íslenskar tískudrósir Dama upp á Glansandi svartir samkvæmishanskar frá Debenhams fyrir árshátíðina. Kjóllinn er frá GK. Blómlegir hanskar frá Benetton, háir prjónahanskar frá GK og litríkir leður- hanskar f́ra Centr- um. Morgunblaðið/Ásdís eiga eftir að elta anda sjöunda áratug- arins eða þess níunda, ensku sveitatísk- una eða drauminn um hið ofurkvenlega, að þá eiga þær nokkuð örugglega að geta fundið hanska í stíl. En hvort sem fyrirmyndin er tekin úr gömlum Madonnu-myndböndum eða frá leikkonunni klassísku Katharine Hep- burn, gefa hanskar konu alltaf fágaðra yfirbragð. Og í vetur er því tilvalið að setja sig í dömulegar stellingar, horfa til fortíðar og draga hanskana ofurhægt á fingur sér. Haust- og vetrartískan 2003/2004 4 tíu fingur F Ö S T U D A G U R 5 . S E P T E M B E R 2 0 0 3 B L A Ð B  EINELTI Á VINNUSTÖÐUM – TILRÆÐI VIÐ SJÁLFSTRAUSTIÐ/2  PLÁSTUR Á BÁGTIÐ/3  FÓLK ER TRÉ OG FÁIR SKILJA EIST- LENDINGA/6  BLAUTGEÐJA LUND/7  AUÐLESIÐ EFNI/8  Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 12 Minningar 32/38 Erlent 14/16 Bréf 40 Höfuðborgin 18 Skák 41 Akureyri 18/19 Staksteinar 42 Suðurnes 20 Dagbók 42/43 Austurland 21 Kirkjustarf 43 Landið 22 Leikhús 48 Listir 23/25 Fólk 48/53 Umræðan 26 Bíó 50/53 Menntun 27 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * RIÐA hefur greinst í einni kind á bænum Urðum í Svarfaðardal og verður öllu fé á bænum, um 100 kindum, fargað á næstu dögum. Sigurður Sigurðarson, dýra- læknir á tilraunastöðinni á Keld- um, segir að umræddri kind hafi verið lógað og hún send í rannsókn og í gær hafi niðurstöður legið fyr- ir. Þetta sé gamalt riðusvæði en riða hafi ekki fundist þar lengi. „Þetta þýðir að það verður að farga hjörðinni hið fyrsta,“ segir hann og bætir við að reynt verði að smala fénu saman áður en réttað verði til að reyna að koma í veg fyrir að fé, sem sé hugsanlega smitað, verði rekið í réttir með öðru fé. Hallgrímur Einarsson, bóndi á Urðum, segir að þetta sé í annað sinn sem riða komi upp í fé á bæn- um. „Árið 1988 var skorið niður í öllum dalnum og þá vorum við með fleiri kindur en við tókum aftur kindur haustið 1990,“ segir hann. Réttir byrja í Svarfaðardal í dag og Tungnarétt, aðalréttin, verður á sunnudag. „Maður hefur löngum hlakkað til gangna en svona uppá- koma setur strik í reikninginn vit- andi það að hjörðin verður skorin niður. Þetta er mikið tilfinninga- legt tjón og auk þess verður það aldrei að fullu bætt fjárhagslega en ég geri ráð fyrir að við stefnum að því að fá okkur kindur aftur þótt þær verði ekki eins margar. Að vera í sveit og hafa hús og hey en ekki kindur er frekar neyðarlegt.“ Mikilvægt að vera á varðbergi Að sögn Sigurðar Sigurðarsonar getur riðan leynst víðar og því sé mjög mikilvægt að menn hafi aug- un hjá sér í smalamennskum í haust og taki strax frá grunsam- legar kindur. Í því sambandi skipti miklu að hafa meðferðis kerrur sem nota megi undir þessar kindur til að ekki þurfi að reka þær með öðru fé til rétta. Eins sé mikilvægt að hafa sjúkradilka við réttirnar svo taka megi smitaðar kindur þar frá, virðist þær smitaðar. Mikil- vægt sé að þessar kindur séu ekki með öðru fé og eins þurfi að láta viðkomandi dýralækni vita sem fyrst. „Séu kindur hugsanlega smitaðar er mikilvægt að láta skoða þær hið fyrsta og það á allt- af að vera hægt að ná í mig í síma 892 1644,“ segir Sigurður. „Það hefur gengið mjög vel að fást við riðuna og kveða hana niður hér á landi og hefur óvíða gengið betur í heiminum en hún er þrálát. Hún gæti fundist hér og þar enn þá og sé ekkert að gert gæti hún auð- veldlega breiðst út um allar jarðir aftur.“ Sigurður leggur einnig áherslu á að fólk gæti þess að vera ekki með viðskipti með fé á riðusvæðum. „Sala á fé og öll viðskipti með fé milli bæja á riðusvæðum er stór- hættuleg enda óheimil í 20 ár eftir að riða finnst,“ segir hann. Riða komin upp í Svarfaðardal                                           JÖKULÁIN Blanda hefur verið mjög lituð seinni hluta sumars og er það vegna þess að bráðnun í Hofsjökli er mikil vegna hlýinda. Jökulliturinn sem er á ánni litar hafið langt til norðurs en suð- vestanáttin heldur litnum í skefj- um til vesturs. Þessi sjón var al- geng áður en Blanda var virkjuð og vafalítið yljar þessi sjón ein- hverju gömlu Blönduóshjarta. Bráðnunin í jöklinum er svo mikil að Blöndulón hefur ekki undan og því verður að hleypa umfram- vatni óbeisluðu til sjávar við Blönduós. Þegar þessi mynd er tekin, um kl. 15 í dag, daginn sem menn bíða eftir fyrstu haust- lægðinni, þá er sólskin og 19 stiga hiti á Blönduósi. Þetta hlýja sumar hefur haft margvísleg áhrif og má nefna það að allur snjór er horfinn úr Langadals- fjalli og deila elstu menn um það hvort slíkt hafi gerst áður, en menn á miðjum aldri muna ekki eftir snjólausu Langadalsfjalli. Hofsjökull á haf út Blönduósi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson LÚS hefur gert vart við sig í einum bekk í Háteigsskóla og hefur foreldrum barna við skól- ann verið gert viðvart, en lús er árviss í upphafi skólaárs og jafn- vel oftar. Þórður Óskarsson, aðstoðar- skólastjóri Háteigsskóla, segir að ekki sé um faraldur að ræða en þegar vart verði við lús séu foreldrum sendar upplýsingar þar að lútandi og það hafi verið gert nú. Þetta komi upp á hverj- um vetri og á öllum tímum og sé ekki óvenjulegt eftir að skóla- starf hefjist. Anna Björg Aradóttir, hjúkr- unarfræðingur hjá Landlæknis- embættinu, tekur í sama streng. Hún segir að embættinu hafi ekki borist upplýsingar um slæmt ástand í skólum nú í upp- hafi skólaársins, en þegar krakk- arnir komi saman á haustin sé alltaf hætta á að lús komi upp og í raun ekkert óeðlilegt við það. Þegar það gerist séu það fyr- irmæli frá embættinu að skólar komi upplýsingum til foreldra og þeir séu beðnir um að leita lúsa með því að kemba hár barnanna með lúsakambi. „Þetta er meira félagslegt vandamál en heilsufarslegt,“ seg- ir Anna Björg og leggur áherslu á að engin hætta sé á ferðum. Lús á ferðinni EITT mesta hlaup sem komið hefur í Súlu á Skeiðarársandi náði hámarki í fyrrinótt og er áin nú í rénun. Hlaup- ið hófst aðfaranótt þriðjudags og svo virðist sem það hafi farið framhjá flestum. Grjótvörn við einn sökkul brúarinnar, sem var styrktur í vor, hreinsaðist burt í flaumnum. Að sögn Snorra Zóphoníassonar hjá Orkustofnun eru engar mæling- ar gerðar á hlaupinu að þessu sinni og í Súlu eru engir rennslismælar. Snorri sagði að stutt væri orðið á milli Súluhlaupa vegna breytinga sem orðið hefðu á jöklum, lónin tæmdust oftar er jökulísinn gæfi eft- ir og mannvirkjum væri lítil sem engin hætta búin. Súluhlaup í kyrrþey
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.