Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 11 O FT ER sagt að það skiptist á skin og skúr- ir í íþróttunum en 17 ára knattspyrnuferill Sigursteins Gíslasonar í hópi bestu liða landsins hefur ver- ið nær samfelld sigurganga. „Vissu- lega hefur árangurinn verið góður en ég hef líka verið heppinn,“ segir Sigursteinn. „Margir hafa þurft að hætta keppni snemma á ferlinum fyrir fullt og allt vegna meiðsla en ég hef sloppið vel. Að vísu hef ég farið nokkrum sinnum úr vinstri axlarlið og þurft að fara í náraað- gerðir en aldrei verið lengi frá.“ 17 ár í fremstu röð Sigursteinn er fæddur og uppal- inn á Akranesi en flutti til Reykja- víkur eftir fyrsta árið í 2. flokki 1985 og varð Íslands- og bik- armeistari með 2. flokki KR árið eftir. Árið 1987 lék hann fimm síð- ustu leiki KR í efstu deild en flutti síðan aftur til Akraness. Hann lék með ÍA 1988 til 1998 og varð þá meðal annars fimm sínum Íslands- meistari og tvisvar bikarmeistari. Leiðin lá aftur til Reykjavíkur og frá 1999 hefur hann m.a. fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari með KR og bikarmeistari einu sinni. Valsmennirnir Frímann Helgason og Hermann Hermannsson urðu tíu sinnum Íslandsmeistarar á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar en það er í raun ekki sambærilegt því þá var mun minni keppni, færri lið og færri leikir. Skagamaðurinn Ólafur Þórðarson hefur orðið Ís- landsmeistari sjö sinnum og síðan eru nokkrir leikmenn sem hafa orð- ið Íslandsmeistarar sex sinnum. „Þetta er 17. tímabilið mitt í meistaraflokki og ef allt er talið hef ég unnið meira en einn titil að með- altali á ári, en auðvitað snýst þetta fyrst og fremst um það að verða Ís- landsmeistari og bikarmeistari. Nýjasti titillinn er alltaf sá sætasti en það var einstaklega gaman að verða Íslandsmeistari með ÍA 1992 eftir að hafa orðið meistari í 2. deild árið á undan. Árangurinn 1992 kom á óvart og hefur ekki verið leikinn eftir, en titillinn í fyrra var líka óvænn eftir að hafa verið í fallbar- áttu 2001. Við fengum 49 af 54 stig- um mögulegum 1993 og 1995, sem var frábært, rétt eins og það að verða Íslandsmeistari fimm ár í röð. Það var líka sérstök upplifun að verða Íslandsmeistari með KR á 100 ára afmælisári félagsins 1999. Stemmningin var ólýsanleg í Vest- urbænum og það var tilfinningaríkt að horfa á gömlu karlana, sem höfðu beðið eftir titlinum í 31 ár, fella tár úti á Eiðistorgi. Þessi titill núna kom líka mjög óvænt. Á mánudag fórum við til Grindavíkur og ætluðum að ná í þrjú stig en hugsuðum alls ekki um titilinn enda tvær umferðir eftir að leiknum loknum. Hann varð allt í einu að veruleika, fjórði titillinn á fimm ár- um, sem er ekki slæmt. En þetta sýnir styrk KR í sumar. Við fengum marga sterka menn til liðs við okk- ur fyrir tímabilið en meiðsl settu strik í reikninginn. Ég fór til dæmis í náraaðgerð í fyrra og hef fyrst verið að ná mér nú í seinni hluta mótsins. Því var ég þungur í byrjun og fékk að heyra að ég væri gamall og búinn, en Willum þjálfari er fast- heldinn og lét mig spila þótt mér gengi kannski ekki of vel í fyrstu leikjunum. Að undanförnu hefur mér gengið ágætlega og það hefur ýtt undir sjálfstraustið að heyra fólkið segja „sjáið gamla karlinn. Hann getur þetta ennþá“. Áður en tímabilið hófst var mikið látið með liðið og það sett á stall langt fyrir ofan hin liðin. Síðan fannst mörgum blaðamönnum gaman að toga okkur niður og reyna að gera lítið úr okk- ur en við létum þetta ekki brjóta okkur niður og titillinn er sætari fyrir vikið.“ Skemmtilegur félagsskapur Það eru ekki margir knatt- spyrnumenn sem ná að leika í efstu deild í 17 ár, hvað þá að vera í meistaraliði lengst af, en Sig- ursteinn segir að áhuginn skipti öllu. „Þetta er svo gaman og fé- lagsskapurinn heldur manni við efn- ið. Ég reyni til dæmis alltaf að mæta snemma á æfingar, því það er svo gaman að fíflast með strákunum inni í klefa og þar eru oft skemmti- legustu stundirnar enda sérstakur húmor í gangi sem á ekki erindi út fyrir klefann. Auðvitað gerir leiði líka vart við sig á hverju ári. Það átti reyndar sérstaklega við hérna áður fyrr áður en knattspyrnuhúsin komu, þegar menn þurftu að hlaupa í snjó og slyddu og margir mánuðir í mót. En þá er líka reynt að brjóta undirbúningstímabilið upp með ein- hverjum skemmtilegheitum og mér hefur aldrei leiðst að sprella í góðra vina hópi.“ Aldrei farið í sumarfrí Sigursteinn er deildarstjóri hrað- flutningafyrirtækisins UPS á Ís- landi. Hann er 35 ára og þekkir ekki að fara í sumarfrí, en hann er kvæntur Önnu Elínu Daníelsdóttur og eiga þau soninn Magnús Svein sem er fjögurra ára. „Ég hef fengið heilmikið út úr fótboltanum fyrir ut- an alla ánægjuna og titlana. Ég hef til dæmis kynnst ótrúlega mörgu góðu fólki, sem er það dýrmætasta, og það var sérstaklega ánægjulegt þegar leikmennirnir kusu mig Knattspyrnumann ársins 1994. Það segir mér að ég gerði að minnsta kosti eitthvað gott það árið. Ég lék 22 landsleiki og hef leikið um 30 Evrópuleiki með ÍA og KR, en vegna þessara leikja hefur mér gef- ist tækifæri til að heimsækja fjar- læg ríki og staði úti um allan heim sem ég myndi sennilega annars aldrei fara til. Hins vegar hef ég ekki farið í sumarfrí öll þessi ár en á hverju keppnistímabili er kannski hægt að fara í eina og eina stutta helgarútilegu. Ég á því alveg eftir að skoða Ísland fyrir utan fótbolta- velli og hef því nóg að gera þegar ég hætti, hvenær sem það nú verð- ur.“ Samfelld sigurganga Sigursteins Morgunblaðið/Þorkell Hjónin Sigursteinn Gíslason og Anna Elín Daníelsdóttir með soninn Magnús Svein sem er fjögurra ára. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Leikmenn kusu Sigurstein Gíslason Knattspyrnumann ársins 1994. Frá því seinni heimsstyrjöldinni lauk er Sigursteinn Gíslason eini íslenski knatt- spyrnumaðurinn sem hefur orðið Íslands- meistari í greininni níu sinnum. Auk þess hefur hann þrisvar orðið bikarmeistari og fagnað tólf stórum titlum á nýliðnum tólf ár- um. Steinþór Guðbjartsson leit inn hjá þessum sigursæla íþróttamanni. steg@mbl.is Í BYRJUN september voru 4.451 skráðir án atvinnu á landinu öllu og voru nokkru fleiri konur á atvinnu- leysisskrá en karlar eða 2.463 á móti 1.992 körlum. Sem hlutfall af heild- arfjölda atvinnulausra voru konur því 55,3% en karlar 44,7% en taka ber fram í því sambandi að mun fleiri karlar en konur teljast til vinnuaflsins á hverjum tíma; þannig má ætla að atvinnuleysi kvenna hafi verið nálægt 4,0% en 2,3 til 2,4% hjá körlum Langmestur er munurinn milli kynja á Vestfjörðum en þar voru 80% atvinnulausra konur, á Aust- fjörðum var hlutfallið 79% og á Suð- urnesjum voru tæp 65% atvinnu- lausra konur. Minnstur var munurinn á höfuðborgarsvæðinu en þar voru konur 52,5% af atvinnu- lausum. Ólöf Magna Guðmundsdóttir, for- stöðumaður svæðisvinnumiðlunar Austurlands, segir atvinnuástand fyrir konur hafa verið fremur slæmt um nokkra hríð og þau störf sem hafi bæst við að undanförnu hafi al- mennt ekki verið kvennastörf en at- vinnulausum körlum hafi á hinn bóg- inn fækkað. „Það má segja að atvinnuleysi kvennanna verði sýni- legra þegar karlarnir fá störf en þær ekki því þá verða þær hlutfallslega fleiri. Í því sambandi verður einnig að hafa í huga að karlarnir eru fleiri í fjórðungnum en konurnar þannig að þá verður samanburðurinn enn óhagstæðari en beinar tölur segja til um,“ segir Ólöf. Lokanir fiskvinnslufyrirtækja ein meginskýringin Guðrún Stella Gissurardóttir, for- stöðumaður svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða, segir að hlutfallslega mikið atvinnuleysi kvenna skýrist m.a. af sumarlokunum tveggja fisk- vinnslufyrirtækja auk þess sem rekstri hins þriðja hafi verið hætt um óákveðinn tíma. Margar konur hafi komið inn á atvinnuleysisskrá vegna þessa en vonir standi til að flestar þeirra fari út af atvinnuleys- isskrá aftur. „Hin meginskýringin er að það er nokkuð um að konur séu í hlutastarfi og atvinnuleit á móti. Þá má nefna konur sem hafa verið í barnsburðarleyfi sem eru að koma inn á vinnumarkaðinn aftur. Eins er ekki óalgengt að hjón flytji til Vest- fjarða vegna þess að karlmaðurinn hefur fengið vinnu en þá á makinn eftir að fá vinnu. Að sumu leyti hafa konur hér einnig farið verr út úr hagræðingaraðgerðum undanfarið, t.d. hafa menn verið að leggja niður pósthús og færa þá starfsemi inn í bankana en konur hafa starfað í pótshúsunum til langs tíma og hafa oft ekki möguleika á að fara í sam- bærilegt starf,“ segir Guðrún Stella. Mun meira atvinnu- leysi meðal kvenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.