Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MATTHÍAS Johannessen lýsti ný- lega í blaðagrein skoðun sinni á að- sendum greinum í Morgunblaðinu: „Yfirfullt af blaðursömu karpi sem nauðsynlegt er að lesa ekki. En þó einhver sterkasta vísbendingin um „opnun“ blaðsins. Kallað ritfrelsi.“ Það er ótrúlegt að þessi fyrirlitning- arorð séu skrifuð af fyrrverandi rit- stjóra Morgunblaðsins. Sá ber nú ekki virðingu fyrir áhugaverðasta efni blaðsins. Og orð hans virðast sýna litla samúð með ritfrelsinu al- mennt. Starfinu á Morgunblaðinu lýsir Matthías m.a. með þessum orð- um: „Þar sem menn eru óvarðir fyrir dómgreindarleysi alls kyns framtón- inga og kverúlanta sem halda þjóðin bíði í ofvæni eftir dagskipan þeirra.“ En hver hefur framtónað sér oftar í Morgunblaðinu en Matthías Johann- essen síðustu áratugi? Skyldi hann telja sjálfan sig með í vandlæting- arlestri sínum? Og skyldi hann nokk- uð hafa í huga „dagskipanirnar“ í leiðurum og öðrum ritstjórnargrein- um Morgunblaðsins fyrr og síðar? Það eru einu „dagskipanirnar“ sem finna má í blaðinu, einu skoðana- skrifin sem eru í hverju einasta tölu- blaði. Matthías skrifar einnig: „Þeir sem eru óánægðir með sjálfa sig menga umhverfið, því þeir eru einlægt óánægðir með aðra.“ Er þá Matthías svona hundóánægður með sjálfan sig? Varla væri hann annars svo óánægður með þessa aðra sem eru að skrifa í Morgunblaðið að hann geti ekki stillt sig um að „menga“ út frá sér með dæmafáu yfirlæti. SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON, Skúlagötu 68. „Mengun“ Frá Sigurði Þór Guðjónssyni: ÉG sá að þær Guðmunda og Sædís svöruðu bréfi mínu um Dalsmynni sem birtist í Morgunblaðinu fimmtu- daginn 28. ágúst síðastliðinn. Að sjálfsögðu langar mig til að svara þeim til baka. Mikið er ég nú fegin fyrir ykkar hönd að hundarnir ykkar séu gallalausir, en því miður hafa ekki allir verið svo heppnir. Ein kona sem ég þekki á 10 hunda frá Dalsmynni en einungis 2 þeirra eru í lagi. Þetta er því miður ekki eins- dæmi. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að gallar geti alls staðar komið upp, en að sjálfsögðu ætti þá ekki að rækta undan þeim því gallarnir eru arfgengir. Auðvitað eru hundarnir samt yndislegir, hverjum finnst ekki sinn hundur sá besti í heimi, en það er heldur ekki verið að setja út á þá heldur aðstöðu foreldra þeirra. Gallarnir eru ekki það sem ég hef mestar áhyggjur af. Það er staðreyndin að að það er ekki fræðilegur möguleiki að 4 manneskj- ur geti hugsað um hátt í 200 hunda. Það þarf að þrífa búrin þeirra alla daga og gefa hundunum viðunandi hreyfingu og það er óhugsandi að þau hafi tíma í að gera það hvern einasta dag fyrir hvern einasta hund. Ef myndirnar, sem eru á heimasíðunni www.simnet.is/jv1 eru skoðaðar, má sjá að vesalingarnir þurfa að liggja í sínu eigin hlandi og saur sem er algjörlega óviðunandi. Ég er mikill dýravinur og það sting- ur mig í hjartað að hugsa til aum- ingja hundanna sem þarna búa. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að tíkur með hvolpa ættu ekki að vera undir stöðugu áreiti, en ég vissi ekki betur en að þær lægju í sér- stöku hvolpaherbergi og því ætti að vera óhætt að skoða aðstöðuna hjá hinum hundunum. Ég vil endilega benda aftur á að nú hafa reglur um hundabú verið settar og tel ég þær skýrar. Það er hægt að skoða þær nánar á dyravernd.is en ég furða mig á því að ekki skuli farið eftir þeim á Dalsmynni. Það á enginn að komast upp með svona lagað! BERGÞÓRA BACHMANN, Brekkukoti, Bessastaðahreppi. Meira um Dalsmynni Frá Bergþóru Bachmann: VIÐBRÖGÐ Alfreðs Þorsteinssonar borgarfulltrúa við frumskýrslu Sam- keppnisstofnunnar nú á dögunum voru stórmerkileg. Í skýrslunni kemur fram að borgarstjóri tók þátt í því að blekkja viðskiptavini Esso, þáverandi vinnuveitanda síns. Ekki er enn ljóst hve ríkulegur atbeini Þórólfs var. Alfreð gerði lítið úr þætti Þórólfs og heldur því blákalt fram að um pólitíska aðför að borgarstjóra sé að ræða. Eins og um helber ósannindi væri að ræða. Svo er ekki, Þórólfur hefur játað að hafa tekið þátt í því að plata flesta olíukaupendur á landinu. Honum leið meira að segja illa en sá ekki ástæðu til að leita að öðru starfi eða það sagði hann að minnsta kosti í Morgunblaðinu. Fyrst Þórólfi leið illa að taka þátt í verðsamráðinu væri fróðlegt að vita hvernig honum hefur liðið þegar hann tók við velferðarbótum frá dönskum skattgreiðendum gagngert í þeim tilgangi að leggjast í ferðalög. Konan hans átti ekki erfitt með að segja frá því í blaðaviðtali. Ætli hann hafi ekki nagandi samviskubit. En af hverju lætur Alfreð svona, þyrlar upp pólitísku moldviðri og ber blak af Þórólfi? Alfreð skyldi þó ekki bera kvíðboga fyrir mögulegri útkomu rannsóknar Ríkisendurskoðunar á athöfnum hans sem stjórnanda Sölu- deildar varnarliðseigna. Svo virðist sem Alfreð hafi í starfi sínu þar, al- veg eins og í starfi sínu hjá Orkuveit- unni, ekki haft hagsmuni almennings að leiðarljósi. Það er því ekkert skrítið að Alfreð styðji Þórólf. Já, þar leiðir haltur blindan. SNORRI STEFÁNSSON, Sólvallagötu 15, 101 Reykjavík. Tveir á toppnum Frá Snorra Stefánssyni, laganema:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.