Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 41 LENKA Ptacnikova sigrað á Ís- landsmóti kvenna í skák sem lauk á miðvikudagskvöld. Hún hlaut 8½ vinning af 10. Lenka sem er tékk- nesk, er alþjóðlegur stórmeistari kvenna, en búsett hér á landi. Hún hefur sett mjög skemmtilegan svip á kvennaskákina á undanförnum árum og m.a. tekið drjúgan þátt í að kenna íslenskum stúlkum leyndar- dóma skáklistarinnar. Hún tefldi sem gestur á mótinu, en Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, alþjóðlegur meistari kvenna, varð í öðru sæti með 7½ vinning og hreppti jafn- framt titilinn Íslandsmeistari kvenna í skák 2003. Lilja á einstak- an skákferil að baki og hún hefur nú unnið Íslandsmeistaratitilinn 11 sinnum. Hún er jafnframt varafor- seti Skáksambands Íslands. Harpa Ingólfsdóttir veitti Lilju harða keppni og var jöfn henni að vinn- ingum fyrir lokaumferðina, en hafn- aði í þriðja sæti eftir tap gegn Lenku. Úrslit síðustu umferðar: Elsa M. Þorfinnsd. – Anna B. Þorgrímsd. 0-1 Guðfríður Lilja – Hallgerður H. Þorsteinsd. 1-0 Lenka Ptacnikova – Harpa Ing- ólfsdóttir 1-0 Lokastaðan á mótinu varð þessi: 1. Lenka 8½ v. 2. Guðfríður Lilja 7½ v. 3. Harpa Ingólfsdóttir 6½ v. 4.–5. Anna B. Þorgrímsdóttir, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 3½ v. 6. Elsa María Þorfinnsdóttir ½ v. Þetta hefur vafalítið verið erfitt mót fyrir þær yngstu í hópnum, Hallgerði og Elsu Maríu, en þær eiga framtíðina fyrir sér og fram- farirnar geta verið örar á þessum aldri. Það verður fróðlegt að fylgj- ast með þeim á næstu árum. Árang- ur Hallgerðar á mótinu var sérlega athyglisverður. Hannes fékk 10 vinninga af 11 í landsliðsflokki Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2.560) gaf ekkert eftir í lokaumferð landsliðsflokks þótt Ís- landsmeistaratitillinn væri í höfnu. Hann vann enn einn sigurinn, en andstæðingur hans að þessu sinni var Sigurður Daði Sigfússon (2.323). Hannes hlaut samtals 10 vinninga af 11 og varð tveimur vinn- ingum á undan næsta manni, stór- meistaranum Þresti Þórhallssyni (2.444). Alþjóðlegu meistararnir Stefán Kristjánsson (2.404) og Sæv- ar Bjarnason (2.269) deildu þriðja sætinu með Ingvari Jóhannessyni (2.247). Árangur Ingvars er sérlega athyglisverður. Þetta var frumraun hans í landsliðsflokki og hann var jafnframt stigalægstur keppenda á mótinu. Til að kóróna afrekið hefði hann getað tryggt sér áfanga að al- þjóðlegum meistaratitli með sigri í lokaumferðinni, en skák hans við Ingvar Ásmundsson lauk með jafn- tefli. Úrslit elleftu umferðar: Sigurður D. Sigfúss. – Hannes Hlífar 0-1 Róbert Harðars. – Þröstur Þór- hallss. ½-½ Björn Þorfinnss. – Davíð Kjart- anss. 0-1 Ingvar Ásmundss. – Ingvar Þ. Jóhanness. ½-½ Jón V. Gunnarss. – Sævar Bjarnas. ½-½ Guðmundur Halldórss. – Stefán Kristjánss. 0-1 Lokastaðan í landsliðsflokki: 1. Hannes Hlífar Stefánsson 10 v. 2. Þröstur Þórhallsson 8 v. 3.–5. Stefán Kristjánsson, Ingvar Þór Jóhannesson, Sævar Bjarnason 6½ v. 6. Róbert Harðarson 6 v. 7.–8. Jón Viktor Gunnarsson, Davíð Kjartansson 4½ v. 9. Ingvar Ásmundsson 4 v. 10.–11. Björn Þorfinnsson, Guð- mundur Halldórsson 3½ v. 12. Sigurður Daði Sigfússon 2½ v. Sigurvegarar bjóða til fjöl- teflis á Breiðholtsdaginn Sigurvegarar Íslandsmótsins í skák bjóða öllum sem áhuga hafa til fjölteflis í göngugötunni í Mjódd á Breiðholtsdaginn, sem verður hald- inn hátíðlegur í dag, föstudaginn 5. september. Fjölteflið byrjar kl. 16 og er opið öllum, en börn og ung- lingar eru boðin sérstaklega vel- komin. Margt fleira verður í boði á Breiðholtsdaginn. Ýmis félög í Breiðholti munu kynna starfsemi sína, leiktæki verða á staðnum, grill og margt fleira. Það er Taflfélagið Hellir sem stendur fyrir fjölteflinu, en báðir sigurvegarar Íslandsmótsins í skák, stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson og Lenka Ptacnikova eru félagar í Helli. Íslandsmót öldunga hefst í dag Þriðja Íslandsmót öldunga, 60 ára og eldri, fer fram í Garðabergi, Garðatorgi 7 (félagsheimili aldr- aðra í Garðabæ) dagana 5. til 7. september. Alls verða tefldar 6 um- ferðir með klukkutíma umhugsun- artíma. Dagskrá: Föstudagur 5. sept. 1. umf. hefst kl. 19 2. umf. hefst kl. 21 Laugardagur 6. sept. 3. umf. kl. 14 4. umf. kl. 16 Sunnudagur 7. sept. 5. umf. kl. 14. 6. umf. kl. 16. Sigurvegari mótsins, Íslands- meistarinn, verður fulltrúi Íslands á Norðurlandamóti öldunga í sama aldursflokki sem haldið verður í Sønderborg í Danmörku dagana 11.10.–19.10.2003 en Skáksam- band Íslands mun senda einn kepp- anda á það. Skáksamband Dan- merkur á einmitt 100 ára afmæli á þessu ári. Upplýsingar um Norður- landamótið er að finna á heimasíðu þess, http://www.seniorskak.dk/. Önnur verðlaun verða bikar bæði til eignar og farandbikar gefinn af Guðmundi Arasyni og svo verð- launapeningar fyrir næstu sæti. Þátttökurétt hafa þeir sem verða 60 ára á árinu 2003 eða eldri. Þó þarf fulltrúi Íslands á Norðurlanda- mótinu að vera fæddur fyrir 1. jan- úar árið 1944. Þátttökugjald er 1.000 krónur. Núverandi Íslandsmeistari er Björn Þorsteinsson. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið tgchess@yahoo.com. Einnig er hægt að tilkynna þátttöku í síma 861 9656 (Páll), eða til skrifstofu Skáksambands Íslands í síma 568 9141. Það er Taflfélag Garðabæjar sem skipuleggur Íslandsmót öldunga. Barna- og unglingaskákmót í Valhúsaskóla Sunnudaginn 7. september stendur skákfélagið Hrókurinn og Æskulýðs- og Íþróttaráð Seltjarn- arnesbæjar fyrir barna og ung- lingaskákmóti í Valhúsaskóla, fyrir krakka í 1-10 bekk. Efnt verður til happdrættis þar sem dregnir verða út vinningar frá Sambíóunum, Jap- is, Mc Donalds, American Style, Húsdýragarðinum og Borgarleik- húsinu. Stærsti vinningurinn í happdrættinu verður fjallahjól. Á döfinn hjá Hróknum er að heimsækja yfir 200 skóla og færa öllum 3. bekkingum á landinu bók- ina Skák og mát frá Eddu útgáfu. Jafnframt munu liðsmenn Hróksins skipuleggja barnaskákmót víða um land, segir æi fréttatilkynningu. Skráning á skakskoli@hotmail.- com. Verðlaunahafar á Íslandsmótinu í skák: Þröstur Þórhallsson, Ingvar Þór Jóhannesson, Hannes Hlífar Stefánsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Lenka Ptacnikova, Stefán Kristjánsson og Harpa Ingólfsdóttir. Á mynd- ina vantar Sævar Bjarnason. Lenka sigraði en Lilja varð Íslandsmeistari dadi@vks.is Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson SKÁK Hafnarborg, Hafnarfirði SKÁKÞING ÍSLANDS 2003 24.8. – 4.9. 2003 Kennsla hefst hjá Dansíþrótta- félagi Hafnarfjarðar laugardag- inn 13. september. Boðið verður uppá t.d. Greasedansanámskeið þar sem kenndir verða allir nýj- ustu dansarnir úr Grease ásamt gömlum Grease-töktum. Kennt verður einu sinni í viku í 10 vikur. Námskeiðin enda með sýningu og Grease–balli. Kennari á námskeið- unum verður Sigrún Ýr Magn- úsdóttir Íslandsmeistari og fyrr- um Norðurlandameistari í samkvæmisdönsum. Einnig verður boðið upp á hefð- bundin námskeið fyrir börn, ung- linga og fullorðna. Öll námskeið eru ætluð byrjendum og lengra komnum. Kenndir verða sam- kvæmisdansar fyrir alla aldurs- hópa og verða í boði sértímar fyrir pör, saumaklúbba og lokaða hópa. Nánari upplýsingar eru á heima- síðunni www.dih.is. Ljósmyndanámskeið í Stykk- ishólmi Ljósmyndanámskeið verður haldið í Hótel Stykkishólmi helgina 27. og 28. september, ef næg þátttaka næst. Námskeiðið er frá kl.13 – 18, alls 10 klst. Farið verður í ljósmyndatæknina, myndatökuna sjálfa og mynd- uppbygginguna. Auk þess verður farið í stafrænu tæknina. Nám- skeiðið er bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Leiðbeinandi er Pálmi Guðmundsson. Upplýsingar og skráning á www.ljosmyndari.is Á NÆSTUNNI Ungir nemendur í Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Margareta Winberg varafor- sætis- og jafnréttisráðherra Sví- þjóðar flytur erindi á vegum ís- lenskrar kvennahreyfingar á Grand hóteli í Sigtúni 38, á morgun, laug- ardaginn 6. september kl. 10–12. Hún mun kynna lagaumhverfi Svía á sviði kynferðisofbeldis og sænsku leiðina í baráttunni gegn verslun með konur. Margareta Winberg hefur sýnt frumkvæði og áræði í baráttunni gegn hvers kyns kynferðisofbeldi á alþjóðavettvangi. Eftirfarandi samtök standa að heimboðinu: Briet Félag ungra feminista, Feministafélagið, Kven- félagasambandið, Kvennakirkjan, Kvennaráðgjöfin, Kvenréttinda- félagið, Neyðarmóttaka vegna nauðgunar, Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum, Stíga- mót, Tímaritið Vera og Unifem á Íslandi. Haustgöngur skógræktarfélag- anna hefjast laugardaginn 6. sept- ember kl. 10 en þá verða fyrstu göngurnar í syrpunni „Haustgöng- ur skógræktarfélaganna“ í fræðslu- samstarfi við Kaupþing–Bún- aðarbankann og í samvinnu við Garðyrkjufélag Ísland. M.a. er hugað að gömlum og merkum trjám og þau stærstu mæld. Þetta eru 1 1/2–2 stunda léttar göngur, ókeypis og öllum opnar. Gengið verður allar helgar út ágústmánuð á 2–3 stöðum á landinu. Að þessu sinni verða göngur í Hafnarfirði, Hveragerði og Borgarnesi. Frá Hafnarfirði verður lagt af stað frá Kaldárseli og gengið með Und- irhlíðunum og endað í Skólalundi. Boðin verður létt hressing þegar komið er til baka í Kaldársel. Göngustjóri: Jónatan Garðarsson. Frá Hveragerði verður lagt af stað frá hvernum Grýlu, norðan við Hamar. Gengið verður suður fyrir Hamarinn inn í skógræktina upp Hamarsstíg yfir í Ölfusdal þar sem Landgræðsluskógurinn verður skoðaður. Göngustjóri: Böðvar Guðmundsson, skógfræðingur. Í Borgarnesi verður safnast saman við Skallgrímsgarð í Borgarnesi og gengið á slóðir áhugaverðra trjáa í gamla bænum. Boðið verður upp á Ketilkaffi. Göngustjórar: Ragnar Olgeirsson og Örn Símonarson. Kristinn H. Þorsteinsson, form. Garðyrkjufélags Íslands. Kayakklúbburinn heldur Hvammsvíkurmaraþon á morgun, laugardaginn 6. september. Vara- dagur vegna veðurs verður að venju sunnudagurinn á eftir. Ræst verður klukkan 10 og er skráning hefst kl 9 –9.30 á Geldinganesinu. Boðið verður upp á þrjá flokka, einn kvennaflokk og tvo mismun- andi bátaflokka fyrir karla. Verð- launaafhending og grillveisla áætl- uð í Hvammsvík kl. 16.30. Þátttökugjald í maraþoni er kr. 1500 og innifalið í því er m.a. neyð- arblys og neyðarflauta. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni www.this.is/kayak Hausthátíð verður í Vesturbæ á morgun, laugardaginn 6.september. Að hátíðinni stendur hverfa- samstarfsfélagið Vesturbær – bær- inn okkar! Dagskráin hefst í sund- laug Vesturbæjar þ.s. Vesturbæingum er boðið frítt í laugina fram til hádegis. Sunddeild KR mun bjóða uppá skemmtun, fræðslu og leiki fyrir gesti laug- arinnar. Kl.11 verður helgistund í Neskirkju ásamt kynningu á starfi kirkjunnar í vetur. Skátafélagið Ægisbúar mun bjóða uppá skemmtidagskrá í skátaheimilinu og á lóðinni þar við kl. 12–16. Þar verða hoppkastalar og klif- urveggur, andlitsmálun, grillaðar pylsur, trúðar mæta á staðinn. Einnig verður kynning á starfi Ægisbúa í vetur og kynning á starfi leikskólanna í Vesturbæ. Nemendur úr grunnskólum Vest- urbæjar verða með söng og fim- leika í frístundamiðstöðinni Frosta- skjóli og á KR-svæðinu kl. 14–16. Hljómsveitir munu spila og stórkór barna frá leikskólum í Vesturbæ mun syngja undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Vetrarstarf Frosta- skjóls, KR og Þrekhússins verður kynnt og gestum boðið að taka þátt í getraun. Leiktæki verða á staðn- um, veitingasala o.fl. Nánari upp- lýsingar á vefslóðinni www.rvk.is Á MORGUN Opið hús í Bjarkarási, Læjarási og Ási – vinnustofu Styrktarfélag vangefinna verður með opið hús á þremur af dagvistarstofnunum sín- um, Bjarkarási, Læjarási og Ási, í dag föstudaginn 5. september kl 13 – 16. Styrktarfélag vangefinna vill stuðla að aukinni umræðu um þátttöku og hlutverk fatlaðra í samfélaginu. Það er meðal annars gert með því að kynna störf og daglegar aðstæður fatlaðra. Venjubundin starfsemi verður á stöðunum en auk þess verða mynda- sýningar úr starfinu fyrr og nú. Kaffi á könnunni. Í DAG HANDVERKSTÆÐIÐ Ás- garður, Álfossvegi 22 í Mos- fellsbæ, sem er verndaður vinnustaður fyrir fatlaða, mun hafa opið hús laugardaginn 6. september á milli kl. 14 og 18. Tilefni opnunarinnar er að Ásgarður á tíu ára starfsafmæli og einnig er Ásgarður kominn í framtíðarhúsnæði tæpum tveimur árum eftir að Ásgarðs- menn misstu allt sitt í bruna hinn 6. desember 2001. Boðið verður upp á kaffi og kökur, söngdúettinn M&M flyt- ur lög og kl. 16 mun Leikfélagið MAS sýna verkið „Pýramus og Þispu“, sem er brot úr „Draumi á Jónsmessunótt“ eftir William Shakespeare. Í dag er 21 fatlaður starfs- maður við smíði á leikföngum og skyldum munum úr tré. Einnig er fengist við söng og leiklist í Ásgarði, en leikhópur Ásgarðs, sem fengið hefur nafnið Leikfélagið MAS, hefur farið margar ferðir til útlanda og sýnt leikrit eftir t.d. Göthe og Shakespeare. Ásgarður með opið hús í Mos- fellsbæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.