Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Bring me to life Evanescense MB bringlife Rock your body Justin Timberlake MB rockbody In da club 50 Cent MB inthaclub Weekend Scooter MB weekend Ketchup song Las Ketchup MB ketchup Faint Linkin Park MB lpfaint Snake R. Kelly MB rksnake Boom! System of a down MB soadboom Something beautiful Robbie Williams MB rbsomet St. Anger Metallica MB stanger Girlfriend B2K MB b2kgirlf Feel good time Pink MB feelgood Bump bump bump B2K feat. P. Diddy MB bump X gonna give it to you DMX MB xgonna Stál og hnífur Bubbi Morthens MB bmstal How soon is now Tatu MB tathows I was made for loving you Kiss MB 4lovingu Farin Skítamórall MB rfarin Ryksugulag Olga Guðrún Árnadóttir MB ryksugu American life Madonna MB amelife Imagine John Lennon MB imagine 21 Questions 50 Cent MB 21quest Crazy in love Beyonce feat. Jay-Z MB crazyin All I have Jennifer Lopez MB bbsatis I can Nas MB nasican Aerials System of a down MB aerials MB manu MB david MB sheeps MB rollur MB koss MB island MB blank MB halldor MB 4heart MB mamm MB tat7 MB missbeck MB tat2 MB livp MB shep MB frek MB spg MB sumarfri MB volvo MB hpy MB tat MB mbl MB yy MB owen MB jes MB groov MB thbib MB ssol MB tat9 MB gang MB angel MB zidn Þú finnur rétta tóninn á mbl.is Yfir 10.000 tónar og tákn. Pantaður með SMS í 1910 Hver tónn/tákn kostar 99 kr. SÆNSKU menningarátaki, helg- uðu sænskri iðnhönnun og sjón- menningu, verður hleypt af stokk- unum á Garðatorgi í dag og lýkur ekki fyrr en um miðjan nóvember. Átak þetta hefst með málstofu um „hönnun án landamæra“ í sam- komusal Vídalínskirkju, kl. 9.30–14. Þar verður sérstaklega fjallað um það hvernig hægt er að nota hönn- un til að markaðssetja allt frá bíl- um til popptónlistar, en Svíar eru meðal örfárra landa í Evrópu sem mótað hafa heildstæða stefnu í hönnunar- og markaðsmálum sín- um. Claes Frössén, sérfræðingur frá samtökum sænska atvinnulífs- ins, mun kynna þessa stefnu á mál- stofunni, en auk þess munu þau Michael Stenmark, sérfræðingur í tölvugrafík, og Sigríður Heimis- dóttir, hönnuður hjá IKEA, segja frá reynslu sinni. Aðstoðarforsæt- isráðherra Svía, Margareta Win- berg, og sendiherra Svíþjóðar á Ís- landi, Bertil Jobéus, munu einnig taka til máls. Guðmundur Oddur Magnússon grafískur hönnuður er fundarstjóri. Málstofan er öllum opin. Þrjár sýningar á Garðatorgi Að málstofu lokinni verður sjón- um beint að þremur sýningum á Garðatorgi. Margareta Winberg, aðstoðarforsætisráðherra Svía og Ásdís Halla Bragadóttir bæjar- stjóri opna sýninguna ,,Ágæti – Úr- valshönnun frá Svíþjóð“ kl. 15 á morgun í og við sal Hönnunar- safnsins. Þar gefur að líta sýnis- horn þess besta sem hannað og framleitt hefur verið í Svíþjóð á árinu 2002. Dómnefnd á vegum samtakanna ,,Sænskt form“ hefur sérstaklega valið og verðlaunað vörurnar. Sýningunni er ætlað að koma á órofa tengslum milli bestu hönnuða og þekktustu fyrirtækja í Svíþjóð. Á sýningunni eru húsgögn, glervara, ljósabúnaður, grafísk hönnun, þ. á m. vefsíður, textíll og ýmiss tæknibúnaður. Þar er einnig að sjá uppblásna tjaldið ,,Cloud“, sem komið verður fyrir á upphækk- uðum palli við Hönnunarsafnið. Sýningin verður opin kl. 14–18 alla daga nema mánudaga til 24. september. Einnig verður opnuð sýning á sænskri iðnaðarvöru á Garðatorgi. Þar munu helstu innflytjendur sænskrar iðnaðarvöru á Íslandi kynna vörur sínar. M.a. Absolut Vodka, Duka, Epal, Ikea, Smith & Norland og Volvo. Þá mun Bóka- safn Garðabæjar standa fyrir sýn- ingu á bókum eftir sænska höfunda í eigu safnsins, svo og bókum um sænska hönnun, meðan sýningarn- ar á torginu standa yfir. Þá mun Hönnunarsafnið opna sýningu í nóvember á úrvali graf- ískrar hönnunar í Svíþjóð árið 2002. Sænskt menningar- haust í Garðabæ Verk Monicu Förster, ,,Cloud“, verður á palli við Hönnunarsafn Íslands. ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Random House hefur sent sérstaka kynn- ingarútgáfu af skáldsögu Ólafs Jó- hanns Ólafssonar, Höll minning- anna, til fjölmiðla og áhrifamanna í bandarískum bókmenntaheimi en bókin mun koma út þar í landi í október næstkomandi. Í kjölfar þeirrar dreifingar bók- arinnar hefur fyrsti dómurinn birst í fagtímariti sem dæmir bæk- ur áður en þær koma á almennan markað. Kirkus Reviews, sem margir bóksalar byggja innkaup sín á, segir Höll minninganna vera „dýrgrip og hógvært meistara- verk“. Gagnrýnandi tímaritsins rekur efni bókarinnar en segir síðan í lok dómsins: „Ólafur Jóhann hefur ritað fyr- irhafnarlaust og af skarpskyggni heillandi frásögn og virðist ófær um að skrifa slaka málsgrein eða blaðsíðu. Persónurnar eru af holdi og blóði, hann nær tíðaranda og sagnfræði- legum atriðum fullkomlega án þess að íþyngja lesandanum; skáldsaga hans er dýrgripur og hógvært meistaraverk.“ „Dýrgripur og hóg- vært meistaraverk“ Ólafur Jóhann Ólafsson Á ÞRIÐJA tug erlendra höfunda frá sautján þjóðlöndum hefur þegið boð um að taka þátt í Bókmenntahátíð í Reykjavík sem haldin verður í Nor- ræna húsinu og Iðnó 7. - 13. sept- ember. Þetta er sjötta Bókmenntahátíðin í Reykjavík, en sú fyrsta var haldin árið 1985. Meginmarkmið hátíð- arinnar er að kynna Ís- lendingum brot af því besta sem býðst í al- þjóðlegum bók- menntum nú um stundir og efla um leið kynningu íslenskra bókmennta erlendis. Gestalistinn er mjög glæsilegur og fjöl- breyttur að þessu sinni. Í hópnum eru meðal annars José Saramago sem hlaut Bókmennta- verðlaun Nóbels árið 1998, Yann Martel sem hlaut Booker-verðlaunin á síðasta ári, breski höf- undurinn Hanif Ku- reishi, sem margir ís- lenskir lesendur þekkja, og sænski spennu- sagnarithöfundurinn Henning Mankell sem hlotið hefur alþjóðlega viðurkenningu og vin- sældir fyrir spennusög- ur sínar. Aðrir höfundar eru Ingvar Ambjørnsen, Boris Akúnin, Murray Bail, Emmanuel Car- rère, Andres Ehin, Kristiina Ehin, Per Olov Enquist, David Grossm- an, Judith Hermann, Bill Holm, Har- uki Murakami, Mikael Niemi, Arto Paasilinna, Nicholas Shakespeare, Johanna Sinisalo, Jan Sonnergaard, José Carlos Somoza og Peter Zilahy. Á annan tug íslenskra rithöfunda tekur þátt í hátíðinni. Sigurður Valgeirsson sem sæti á í undirbúningsnefnd hátíðarinnar seg- ir það spurningu hvort hægt sé að benda á eitt öðru fremur sem há- punkta hátíðarinnar í ár. „Það er þó auðvitað stórviðburður að fá hingað nóbelsverðlaunahafann José Sara- mago, sem er örugglega þekktasti höfundurinn sem kemur á hátíðina. Það eru bara svo margir góðir höf- undar sem koma. Ég get nefnt Yann Martel og Hanif Kureishi. Við und- irbúning hátíðarinnar var rætt um að hafa hátíðina með sakamálaívafi og það er ein ástæðan fyrir því að Boris Akúnín kemur hingað, en mér finnst hann afar skemmtilegur höfundur; annars eru þetta allt mjög spennandi höfundar.“ Sigurður segir að í ár eins og síðast verði erlendum forleggjurum boðið að sækja hátíðina. „Það er vonandi að það geti skapað samræðu og sam- band milli íslenskra rithöfunda og forleggjaranna.“ Það hefur vakið talsverða athygli hversu fáar konur eru meðal gesta bókmenntahátíðar, og segir Sigurður ástæðu þess marg- þætta. „Það ræðst af því hverjum er boðið, en líka af því hverjir þiggja að koma. Við bjóðum alltaf fleir- um en koma, og þótt sennilega hafi ekki jafnmörgum konum verið boðið að koma og körlum, þá voru fleiri í þeirra hópi að þessu sinni sem afþökkuðu. Í hópi Íslendinganna eru konur nokkuð áber- andi, bæði stjórnendur og höfundar. En það er rétt að það hefðu gjarnan mátt vera fleiri konur í hópi þátttak- enda og athugasemdin er því réttmæt. Hóp- urinn sem kemur er hins vegar óumdeil- andlega mjög góður og sterkur. Við höfum ekki farið ofan í það hvers vegna þetta hef- ur gerst, en við erum auðvitað alltaf að reyna að bjóða sem bestum höfundum.“ Sigurður hefur átt sæti í undirbúnings- nefnd hátíðarinnar frá 1987, og segir hann jafnan mikinn kraft í undirbúningnum. „Há- tíðin hefur treyst í sessi á þessum tíma og það er miklu auðveld- ara nú að fá höfunda til að koma en var í gamla daga. Það var mikil baraátta upphaflega að fá hing- að heimsþekkt nöfn, og mér er mjög minnisstæð fyrsta hátíðin sem ég tók þátt í, þegar hingað komu Fay Weld- on, Isabella Allende og Kurt Vonnegut.“ Sigurður segir hátíðinni mikilvægt hve vel hún hefur verið sótt af al- menningi, en aðgangur hefur alltaf verið ókeypis. „Það hefur alltaf verið troðfullt, og erlendu höfundunum finnst það mjög merkilegt.“ Undirbúningsnefnd hátíðarinnar skipa auk Sigurðar, Gro Kraft for- stjóri Norræna hússins, Guðrún Dís Jónatansdóttir kynningar- og verk- efnisstjóri hátíðarinnar og Andrea Jónsdóttir bókavörður Norræna hússins, allar fyrir hönd Norræna hússins. Auk þeirra eru í undirbún- ingsnefndinni: Einar Kárason rithöf- undur, Friðrik Rafnsson bókmennta- fræðingur og þýðandi, Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur, Pétur Már Ólafsson útgáfustjóri, Sig- urður Valgeirsson bókmenntafræð- ingur, Thor Vilhjálmsson rithöfundur og Örnólfur Thorsson íslenskufræð- ingur. Susanne Torpe er verkefn- isstjóri hátíðarinnar. Bókmenntahátíð hefst á sunnudag José Saramago Sigurður Valgeirsson „Allt mjög spenn- andi höfundar“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.