Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingileif Kára-dóttir fæddist í Vestur-Holtum undir Eyjafjöllum 21. októ- ber 1906. Hún lést á Droplaugarstöðum 29. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Kári Sigurðs- son útvegsbóndi og formaður í Vest- mannaeyjum, f. í Selshjáleigu í Vestur- Landeyjum 12.7. 1880, d. 10.8. 1925, og kona hans, Þór- unn Pálsdóttir, f. í Vestur-Holtum undir Eyjafjöllum 12.11. 1879, d. 15.3. 1965. Börn þeirra Kára og Þórunnar voru sautján og eru hér upp talin í aldursröð: Ingileif, f. 10.6. 1903, d. 16.6. 1903, Helga, f. Eyjafjöllum, þegar hún var sjö ára gömul fluttust þau til Vestmanna- eyja. Ásamt Helgu eldri systur sinni tók hún fljótt að sér að sjá um yngri systkini sín. Ingileyf giftist 26.1. 1934 manni sínum, Birni Kr. Jónssyni, f. 24.11. 1911, d. 1.10. 1981. Þau hófu bú- skap á Eiríksgötu en lengst af bjuggu þau á Reynimel 55 í Reykja- vík. Börn þeirra eru: 1) Kolbrún, f. 10.11. 1934, gift Erni Baldvinssyni f. 19.5. 1935, d. 28.9. 1991. Börn þeirra eru Inga Jakobína, Stefanía Birna, Sigrún og Björn Kristján. 2) Jón, f. 13.7. 1936, giftur Önnu Otte- sen f. 18.6. 1942. Börn þeirra eru Björn, Sigurbjörg Ásta og Þóra. 3) Björn, f. 28.7. 1938, giftur Áslaugu Kjartansson, f. 16.4. 1939. Börn þeirra eru Elsa María, Kristján Georg, Jón Kjartan, Ragnar Ingi, Halldór, óskírður drengur (látinn) og Andrés Þór. Útför Ingileifar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. 30.5. 1904, d. 13.6. 1999, Óskar, f. 9.8. 1905, d. 2.5. 1970, Ingi- leif, sem hér er kvödd, Sigurbjörn, f. 31.5. 1908, d. 21.4. 1997, Þórður, f. 10.8. 1909, d. 22.2. 1933, Guðni, f. 10.9. 1910, Nanna, f. 1.3. 1912, d. 14.6. 1978, Sölmundur, f. 23.4. 1913, d. 7.4. 1914, Laufey, f. 10.3. 1914, d. 14.8. 1917, Arnkell, f. 4.4. 1916, d. 12.3. 1917, Rakel, f. 4.9. 1917, d. 10.8. 1980, Jón Trausti, f. 10.2. 1920, Kári, f. 4.7. 1921, d. 27.2. 1924, Guðríður Svala, f. 16.7. 1922, Kári Þórir, f. 9.5. 1924, og Karl, f. 24.7. 1925, d. 16.2. 1935. Ingileif ólst upp hjá foreldrum sínum undir Nú hefur tengdamamma mín kvatt þennan heim nær 97 ára gömul. Hinn hái aldur einhvern veginn gleymdist alltaf er að á hana var litið. Þessi fín- lega granna kona hélt sér einstaklega vel bæði líkamlega og í útliti. Hún bjó heima í Espigerðinu allt til 94 ára aldurs er hún fór á Droplaug- arstaði. Þar átti hún sína stofu. Þar hafði hún sjónvarpið sitt og var alltaf horft á fréttir. Ekki var fótboltanum eða handboltanum sleppt. Þess á milli var videoið sett á. Hún var með fullar hillur af spólum með gömlum leikur- um og voru söngleikirnir þá vinsæl- astir. Og ef maður kom í heimsókn var hún þá með bók í hendi, krassandi ástarsögu eða góðan reifara og las með stækkunargleri. Sagði hún þá iðulega: Hugsaðu hvað ég er heppin að hafa bæði sjón og heyrn og finna hvergi til. Hún var inni í öllum heims- málum bæði innanlands sem utan. Hún hafði sínar ákveðnu skoðanir á ýmsum málum og harðari sjáfstæð- ismanneskju hef ég ekki kynnst. Leifa var afar sterk í trúnni. Þór- unn móðir hennar var trúmikil kona og orti hún marga fallega sálma og verður einn þeirra sunginn í dag. Það var ótrúlegt er hún sagði frá systk- inahópi sínum en þau voru 17, en 11 þeirra komust á legg. Leifa ólst upp í Vestmannaeyjum. Þar voru dönsk bakarahjón sem hún vann hjá. Frúin fór til Danmerkur með börnin og bauð þá Leifu, 16 ára, með. Þar átti hún þann kost að læra saumaskap og skermasaum og lék öll handavinna í höndunum á henni. Þessir hæfileikar komu sér vel eftir að þau giftu sig, Björn og Leifa og eru mörg heimili prýdd handsaumuðu skermunum hennar. Síðan saumaði hún smábarnaföt í verslanir hér í borg og hafði vart undan eftirspurn og nutu barnabörn hennar góðs af því að vera í fötum frá ömmu Leifu. Af 97 árum er auðvitað af mörgu að taka. Ung fékk hún berkla og þurfti að vera frá Bjössa sínum og börnun- um en hún yfirvann þá eins og svo margt annað. Björn og Leifa voru alltaf eins og nýtrúlofuð. Samband þeirra var einstakt og á milli þeirra geislaði. Því var mjög erfitt er Björn féll frá 1. október 1981. Var söknuð- urinn svo mikill að við höfðum öll stórar áhyggjur af Leifu. Það var eins og allt væri búið. En hún rétti úr kútnum og náði sér upp aftur að vana. Þar átti mágkona hennar Nanna Ágústar mikinn þátt í að hún næði sér upp aftur. Nanna og Ámundi maður hennar voru þeirra bestu vinir. Ferðalög þeirra urðu mörg innan- lands sem utan. Leifa þreyttist aldrei að segja frá þeim. Aðeins eru 2–3 vik- ur frá því að hún sat uppi og var að segja mér frá Evrópuferð þeirra í fína bílnum hans Ámunda. Er ég missti foreldra mína árið 1971 voru Leifa og Bjössi mér mikill styrkur. Þau reyndust börnum okkar ekki bara sem amma og afi heldur sem hjálparhellur í einu og öllu. Þau tóku að sér heimilið er við hjónin fór- um utan og enn í dag er talað um góða steikta fiskinn hennar ömmu Leifu. Það var um það bil fyrir 40 árum að Leifa fór til þekktrar spákonu hér í Reykjavík. Ég man að ég beið spennt eftir að hún kæmi heim og fá að vita hvað hún hefði sagt. Ég held að ég hafi gleymt öllu nema einu. Hún sagði að spákonan hefði sagt að hún yrði aðeins 67 ára gömul. Þetta sat alltaf í huga mínum og allt árið sem Leifa var 67 ára var ekki talað um þetta. Fyrir stuttu rifjaði ég þetta upp fyrir henni og hún hló bara og ég hugsaði með mér: Leifa mín bætti tæpum 30 árum við þessi 67 ár. Nú var hún sátt við að kveðja. „Ég er orðin þreytt. Bjössi fer að koma að sækja mig,“ sagði hún oft. Nú hafið þið aftur náð saman, Guð geymi ykkur bæði og þakka ykkur allt. Ykkar tengdadóttir Áslaug. Hún amma Leifa átti stefnumót á föstudagskvöldið sem hún beið eftir í rúm 20 ár. Myndin sem hún átti af honum Bjössa sínum og hún bar með sér hvert sem var undanfarna 2 áratugi fór með henni. Hún sagði mér stund- um að sér fyndist hann brosa til sín af myndinni og ég er viss um að það var rétt hjá henni. Og svo beið hún eftir að hitta manninn sem hún var gift í 48 ár og saknaði hvert augnablik frá því að hann fór. En hún átti yndisleg börn, þau Kollu, Bjössa og Kúta sem hlúðu að mömmu sinni ásamt tengda- dætrunum og fjöldanum öllum af börnum og barnabörnum. Og á föstu- daginn kom kallið, hún kvaddi og litli líkaminn hennar fékk hvíld eftir 97 ára dygga þjónustu. Mig langar að kveðja þessa ynd- islegu konu með 2 síðustu erindunum úr ljóði Ómars Ragnarssonar „Ís- lenska konan“ því það lýsir Leifu vel, móðurinni sem kenndi börnunum sín- um að vera góð við alla, ömmunni sem vissi svo margt og eiginkonunni sem var að fá að hitta manninn sinn aftur. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin, hún sígur, – og sólin, hún rís, – og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís, sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf: Það er íslenska konan, – tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson.) Elsku amma Leifa, takk fyrir sam- fylgdina, það var sannur heiður að fá að kynnast þér, þú varst mesta hefð- arkona og dama sem ég hef á ævinni kynnst. Takk fyrir allt. Halla Sigrún. INGILEIF KÁRADÓTTIR ✝ Páll Guðmunds-son fæddist í Reykjavík 24. júní 1971. Hann lést 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðmundur Emil Pálsson úr Keflavík, f. 15. okt. 1944, og Sesselja Guðlaug Guðmundsdóttir úr Vogum í Vatnsleysu- strandarhr., f. 30. nóv. 1947. Föðurfor- eldrar Páls voru Páll Guðmundsson úr Öræfasveit, f. 10. febr. 1917, d. 8. febr. 1983, og Ása Árnadóttir frá Árskógsströnd, f.17. okt. 1913, d. 17. maí 1978. Móðurforeldrar Páls voru Guðmundur Björgvin Jónsson, f. 1. okt. 1913, d. 23. sept. 1998, og Guðrún Lovísa Magnúsdóttir, f. 18. des. 1922, bæði úr Vatnsleysu- strandarhr. Systir Páls er Magnea Jónsdóttir-Weseloh, f. 26. mars 1970. Hún er gift Friedhelm Wesel- oh, f. 27. sept. 1967. Börn þeirra eru: Andri Ingi Danelíusson (fóst- ursonur Friedhelms), f. 16. nóv. 1991, og Alexandra Weseloh, f. 16. ág. 2001. Fjölskyldan býr í Ham- borg. Eiginkona Páls er Olga Sif Guðgeirsdótt- ir, f. 2. mars 1976. Þau giftu sig 27. des. 2002. Börn Páls og Olgu eru: Alexander Róbertsson (fóstursonur Páls), f. 3. mars 1992; Elvar Orri, f. 6. mars 1997; Thelma Lind, f. 17. nóv. 2002. Fjölskyldan bjó í Fagradal 1 í Vog- um. Foreldrar Olgu eru Guðgeir Smári Árnason, f. 9. ág. 1953, og Rebekka Jóna Ragnarsdóttir, f. 28. nóv. 1952, bú- sett í Keflavík. Systkini Olgu eru: Ragnar, f. 25. júlí 1970; Ásdís, f. 11. sept. 1979; María, f. 28. jan. 1987. Páll ólst upp í Vogum. Hann var virkur félagi í Skotfélagi Keflavík- ur, félagi í Björgunarsveitinni Skyggni og í stjórn UMF Þróttar. Páll hóf nám í bifvélavirkjun en sneri sér síðan að rafiðn og útskrif- aðist í þeirri grein. Hann starfaði sem rafvirki hjá Flughernum á Keflavíkurflugvelli. Útför Páls fer fram frá Keflavík- urkirkju í dag, föstudaginn 5. sept- ember, klukkan 13.30. Jarðsett verður í Kálfatjarnarkirkjugarði. Elsku Palli minn. Þá er komið að því að við þurfum að kveðjast, þó svo að ég vilji það ekki, en ég hugga mig við það að nú líður þér vel. Ekki lengur þessir stanslausu bakverkir og aðrir verkir, verkir bæði líkamlega og andlega, því það var sárt að fá þær fregnir að vera flogaveikur og mega ekki halda á litlu prinsessunni eða vera einn með hana. Þetta var mikil höfnun í lífinu. En lífið heldur samt áfram eft- ir þessar fregnir og stóðum við sam- an í að lifa eftir þessu. En svo gerist það sem enginn vildi. Þú ferð í veiði- ferð eins og þú varst vanur að gera með félögunum, það var þitt líf og yndi, veiðir og veiðir físk eins og góð- ir veiðimenn eiga að gera, og naust þess að vera úti í náttúrunni. Ég finn, hve sárt ég sakna, hve sorgin hjartað sker. Af sætum svefni að vakna, en sjá þig ekki hér; því svipur þinn á sveimi í svefni birtist mér. Í drauma dularheimi ég dvaldi í nótt hjá þér (K.N.) Þér fannst best að vera einn úti í náttúrunni og vera með hundinn með þér. Þú hafðir yndi af því að fara út á Stapa með Skunda og láta hann synda, hlaupa og þjálfa hann upp í veiðina áður en farið væri á gæs sem þú ætlaðir að gera. Þú hlakkaðir svo til að prófa nýja veiðihundinn. En svona er lífið og við breytum engu og strákarnir okkar skilja þetta ekki al- veg og hvað þá litla prinsessan út af hverju svona þarf að gerast. En við eigum fullt af góðum minningum og myndum sem við lifum við og sýnum Thelmu Lind myndir af þér og segj- um henni góðar minningar, hversu góður faðir þú varst. Þú varst oft til í að gera eitthvað með strákunum sem mér leist ekki alltof vel á, að leyfa þeim að prófa rifflana og keyra bíl- ana með þér. En þeim fannst þetta æði eins og þegar vantaði pening til að fara í sjoppuna og ætluðu að spyrja mig þá sagði Elvar Orri við Alexander stóra bróður sinn, spyrj- um frekar pabba hann segir alltaf já. Þeir höfðu yndi af honum, þegar þeir fóru með honum að veiða og gerðu líka margt annað saman.. En lengi mætti telja upp því þú varst svo góð- ur faðir. Litla skvísan þín, hún Thelma Lind, skilur ekkert en situr á gólfinu og klappar saman lófunum og segir papa, papa, en þú varst van- ur að syngja fyrir hana það lag. Hún var líka augasteinninn þinn og þú varst svo ánægður þegar lítil prins- essa kom í heiminn, þá sagðir þú, þetta er fullkomið ég á góða konu, tvo stráka, litla prinsessu og hund og getur það verið betra? Þetta voru hans orð og eru þetta orð sem ég á eftir að geyma í hjarta mínu. Ég þakkir færi því nú skilja leiðir. Þigg þú litla gjöf úr hendi mér. Ég bið að þínir vegir verði greiðir. Ég veit að ég mun aldrei gleyma þér. (Höf. óþ.) En nú er komið að lokum og nýtt hlutverk gengið í garð, og þú og litla frænka þín hún Ísól geymið hvort annað. Guð veri með ykkur sem og okkur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíldu þig nú og láttu þér líða vel án þess að finna til. Þín að eilífu, Olga Sif. „Hann Palli er dáinn“ þessi orð hljóma í höfði mér og ég get varla trúað þeim enn. Lífið er oft dálítið skrítið, guð tek- ur þá fyrst til sín sem hann elskar mest eða svo er sagt og eftir verða fjölskyldur í sárum, en við getum ekki flúið dauðann og þegar ungir menn falla frá verður maður ansi sár. Við fjölskyldan kynntumst honum Palla bróðursyni mínum best þegar hann fór að koma í heimsókn til okk- ar á Kirkjuteiginn en þá sátum við oft tímunum saman og ræddum um heima og geima en við Palli höfðum svipuð áhugamál, bílar, mótorhjól, skotfimi og allskonar veiði og fleira. Palli lent í bílslysi sem gerði hann óvinnufæran um alllangt skeið, og var það þá sem hann ákvað að fara í skóla og læra eitthvað en hann fór fyrst í rafeindarvirkjun en síðan valdi hann rafvirkjun sem hann gerði að ævistarfi sínu hann vann lengst af á Keflavíkurflugvelli. Hann vann mikið að uppbyggingu á skotsvæði Keflavíkur og var alltaf tilbúin að koma og vinna ef á þurfti að halda. Hann fór oft að keppa í skotfimi fyrir félagið og ferðuðumst við alloft saman.Hann var einig val- inn í landsliðið í „skeet“ og keppti hann fyrir Íslands hönd á heims- meistaramóti á Ítalu og stóð hann sig með mestu prýði. Palli var mikill keppnismaður að eðlisfari því meiri pressa því betra, þetta sagði hann alltaf. Það var alveg sama hvað hann tók sér fyrir hendur, það var alltaf allt í botni. Fjölskyldan, útivera, veiðar, fé- lagarnir, þetta var allt honum mikils virði en hann sinnti fjölskyldu sinn að mikilli alúð og bjó henni gott heimili á Fagradal 1 í Vogum á Vatnsleysuströnd. Palli kynntist Olgu snemma á lífs- leiðinni og þau eignuðust 2 börn saman, Elvar Orra og Thelmu Lind, en þegar Palli og Olga kynntust átti Olga lítinn dreng sem Alexander heitir og gekk Palli honum í föður stað. Það eru mér og fjölskyldu minn mikil forréttindi að hafa kynnst Palla og fjölskyldu hans. En nú er góður félagi og vinur fallinn frá og verður hans sárt saknað. Minningin um góðan dreng og vin mun ávallt lifa í hjarta okkar, og vottum við Olgu, börnum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Guðni og Fjóla. Elsku pabbi. Það er mjög skrítið að þú sért ekki hérna. Manstu þegar við vorum sam- an í tölvunni fram á nótt, í marga klukkutíma í bílakeppni, og ég vann? Við ætluðum að safna saman upp í tölvu en ég verð víst að gera það einn. Skundi er í góðum höndum hjá Rikka. Það verður mjög skrítið að spila án þín. Það var mjög gaman í jeppaferðinni hjá Seltjörn. Ég þjálfa Skunda fyrir þig. Það var mjög gam- an í tölvunni í Tekken 3. Ég og Elvar eigum eftir að nota loftbyssuna þína sem þið keyptuð úti á Krít. Minning þín er ljós í lífi mínu. Þinn Alexander. Elsku pabbi minn. Þegar ég hugsa til þín núna, þá man ég að ég fékk ekki að prófa nýja bílinn. En ég fékk oft að prófa gömlu bílana okkar. Við fórum oft að veiða saman og fyrir stuttu vorum við í Seltjörn en veiddum enga fiska, bara síli. Það var ofsalega gaman þó svo að við veiddum engan fisk. Manstu pabbi þegar við vorum í Playstation 1-tölvunni og ég vann þig alltaf? Ég ætla að halda afram að þjálfa Skunda í veiði og ætla að nota hann í veiði þegar ég er orðinn stór. Ég ætla að standa mig vel í skól- anum og vera fljótur að læra að lesa. Ég ætla að koma oft að heimsækja þig í kirkjugarðinn og skrifa til þín mörg bréf. Láttu þér líða vel og vilt þú vaka yfir mér. Þinn Elvar Orri. … Og allt sem ég vil, allt sem ég gef fær engu breytt, tár sem ég fel, föl sól yfir föllnum val, blómstráðri gröf; bros þín og kvöl eru byrgð þar; byrgð hér við hjarta mitt húmrjóð og þreytt. (Snorri Hjartarson.) Mamma. PÁLL GUÐMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.