Morgunblaðið - 05.09.2003, Page 21

Morgunblaðið - 05.09.2003, Page 21
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 21 LANDSSÍMINN hefur veitt Tækni- minjasafni Austurlands styrk til upp- byggingar fjarskiptadeildar safnsins. Tilefnið er að árið 2006 verða liðin 100 ár frá því að sæsímastrengur var lagður til Íslands og kom hann upp á land á Seyðisfirði. Níu og hálf milljón króna verður greidd safninu fram til ársins 2006, en að auki mun Landssíminn láta í té fjarskiptatæki, sem mörg hver voru einmitt notuð á Seyðisfirði. Pétur Kristjánsson, forstöðumaður Tækniminjasafns Austurlands, segir safnið hafa þá sérstöðu að vera ekki eingöngu munasafn, heldur hýsi safn- ið einnig þekkingu og fróðleik. „Hér á nánast allt að virka og fólk á að geta gengið um og prófað tækin“ segir Pétur. „Safnið er ekki týpólóg- ískt, sem þýðir að uppsetning muna er ekki þannig að elsti síminn sé fyrstur í röðinni og sá nýjasti síðast, heldur setjum við hlutina í samhengi við umhverfið hér, eða eins og safn- asvæðið gefur tilefni til.“ „Við ímyndum okkur að við séum á tímabilinu frá 1906 til 1940 þegar við komum inn á svæðið,“ heldur Pétur áfram. „Fyrsta tímabilið er vistað inni í vélsmiðjunni og svo koll af kolli. Við ætlum m.a. að setja hér upp símastaura á safnasvæðinu og munu símalínur liggja inn í hvert hús eins og var áður fyrr.“ Tvö herbergi í safninu hýsa fjarskiptadeildina sem var, eins og safnið allt, sett á lagg- irnar árið 1984. Pétur segir að eftir því sem tækifæri gefist verði deild- irnar stækkaðar. Við undirritun samningsins um styrk Landsímans til Tækniminja- safnsins, sagði Brynjólfur Bjarnason forstjóri að hann hefði komið í safnið í vor og séð að þar væri mikill hugur í mönnum. „Á Seyðisfirði má segja að vagga símans sé. Landssíminn hefur ágætt safn á Grímsstaðaholtinu í gamla loftskeytahúsinu. Auk mun- anna þar eru til mjög margir fleiri munir og er það álit okkar að þeir verði mjög vel varðveittir í Tækni- minjasafni Austurlands. Okkur sýnist í þeim áætlunum sem þar eru uppi að gott mál sé að leggja safninu til góðan styrk.“ Saga símans varðveitt Seyðisfjörður Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsd. Tryggvi Harðarson bæjarstjóri, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, og Pétur Kristjánsson safnstjóri við undirritun samnings um styrkinn. ÁRIÐ 1903 reistu franskir sjó- menn á Fáskrúðsfirði spítala og tóku í notkun ári síðar. Fyrstu árin var spítalinn rek- inn allt árið en þegar frönskum skútum fækkaði við Íslands- strendur var hann opinn yfir vertíðina. Þegar komum dugg- anna til Fáskrúðsfjarðar fækkaði lagðist starfsemi spítalans af og árið 1939 var hann fluttur í Hafnarnes og byggður þar sem fjölbýlishús. Eftir að byggðin í Hafnarnesi lagðist af hefur húsið staðið autt, en árið 1996 voru stofnuð samtök um að end- urbyggja Franska spítalann á Fáskrúðsfirði, sem næst þeim stað sem hann stóð á áður. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsd. Franski spítalinn í Hafnarnesi Fáskrúðsfjörður KAUPFÉLAG Fáskrúðsfirðinga hefur starfað í sjötíu ár og rekið umfangsmikla atvinnustarfsemi á Fáskrúðsfirði. Í ársbyrjun 2002 var Kaupfélag- inu breytt í eign- arhaldsfélag og er aðaleign þess 83,89% hlutafjár í Loðnuvinnsl- unni hf. á Fá- skrúðsfirði. Kvóti Loðnu- vinnslunnar er allur unninn á Fáskrúðsfirði. Er það mál manna að fyrirtækið hafi unnið vel úr sínum kvóta og til fyr- irmyndar sé hvernig sú stefna hafi verið mörkuð að vinna nánast allan kvóta heimafyrir. Þannig er allur kvóti ísfisktogarans Ljósafells unn- inn í frystihúsinu á Fáskrúðsfirði, sem er stærsti vinnustaður bæj- arins, en hjá Loðnuvinnslunni vinna að jafnaði um 170 manns. Gísli Jónatansson er fram- kvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar og kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fá- skrúðsfirðinga. „Okkar skip, Ljósafell, aflar má segja alls þess hráefnis sem við er- um að vinna í frystihúsinu, en ann- ar afli sem hér kemur á land fer að miklu leyti á markað og að stórum hluta í burtu og hefur gert lengi“ segir Gísli. „Við vorum með tvo ís- fisktogara, Ljósafell og Hoffell og sameinuðum þessa kvóta á Ljósa- fell. Nýja Hoffellið er nú gert út sem flottrolls- og nótaveiðiskip. Einnig erum við með einhvern við- bótarkvóta sem við höfum keypt. Í bolfiskinum eru þetta eitthvað um 3.900 tonn á nýju kvótaári og þar að auki er loðna, kolmunni og síld.“ Gísli segist hæfilega bjartsýnn á síldarvertíðina en vonar að afla- brögðin og verðið verði sæmileg. Loðnuvinnslan gaf nýlega út milliuppgjör og var hagnaður fyrstu sex mánuði ársins 43 millj- ónir króna eftir skatta. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður 295 milljónum. „Afkoman í landvinnsl- unni hefur stórversnað,“ segir Gísli. „Á fyrri hluta ársins hefur hún verið með því versta sem sést hefur í nokkurn tíma. Til mótvægis reynum við áfram að hagræða og spara eins og hægt er. Nú virðist eitthvað vera að slakna á krónunni, en það hefur háð okkur verulega að dollarinn skuli hafa farið úr 110 kr. niður undir 70 kr. Verðið hefur líka verið frekar lágt á þessum af- urðum og erfitt að selja framleiðsl- una í sumar.“ Gísli segir að árið 2002 hafi verið afar gott fram- leiðslu- og söluár, en þá var velta ársins 2,3 milljarðar króna. Hann segir því dýfuna meiri en ella hefði verið. Næstu verkefni þorskeldi og endurnýjun í frystihúsinu Af nýjungum framundan nefnir Gísli að búið sé að samþykkja að Loðnuvinnslan taki þátt í þorskeldi með fyrirtækjunum Skútuklöpp og Ósnesi. „Við erum að velta því fyr- ir okkur með öðru og vonandi get- ur þorskeldið farið af stað næsta vor að einhverju ráði. Þá er kerfið í frystihúsinu komið til ára sinna og þarf að skoða það á næstunni. Það er stór framkvæmd. Við höf- um síðustu árin verið í uppbygg- ingu á nýrri fiskimjölsverksmiðju og verið að vélvæða síldarvinnsl- una. Þá endurbyggðum við Hoffell árið 2001.“ Afkoman í fryst- ingunni hefur stórversnað Fáskrúðsfjörður Gísli Jónatansson Í samræmi við heimild í samþykktum Og fjarskipta hf. (Og Vodafone) hefur stjórn félagsins tekið ákvörðun um að hækka hlutafé félagsins um allt að 384.615.385 krónur að nafnverði. Nafnverð útgefinna hlutabréfa félagsins verður allt að 3.466.109.327 krónur eftir að útboðinu lýkur. Söluandvirði hlutafjárins verður nýtt til uppgreiðslu á brúarláni sem félaginu var veitt vegna kaupa á hlutafé Tals hf. Hlutaféð verður boðið hluthöfum Og Vodafone til kaups og mun Fyrirtækjaráðgjöf Landsbanka Íslands hf. hafa umsjón með útboðinu og skráningu hlutafjárins í Kauphöll Íslands hf. Stærstu hluthafar félagsins hafa lýst vilja sínum til að framselja forgangsrétt sinn til áskriftar í hlutfjárútboðinu og með því gefa fagfjárfestum tækifæri til að koma að félaginu með sterkari hætti en áður. Í tilkynningu sem birt var í fréttakerfi Kauphallar Íslands hf. þann 18. október 2002 var tilkynnt um fyrirhugaða hlutafjárhækkun félagsins á árinu 2003 að söluvirði um 1.900 milljónir króna. Rekstur Og Vodafone hefur gengið samkvæmt áætlun frá því hlutabréf Tals hf. voru keypt eins og fram kemur í uppgjöri félagsins þann 30. júní 2003. Í ljósi batnandi afkomu félagsins ákvað stjórn þess að selja skuldabréf fyrir 1.000 milljónir króna. Sala skuldabréfanna gerir það að verkum að ekki er þörf á að nýta heimild til hlutafjárhækkunar að því marki sem ráðgert var í október 2002. Aðilum, sem skráðir eru eigendur hluta í hlutaskrá Og Vodafone í lok dags þann 3. september 2003, gefst kostur á að skrá sig fyrir hinum nýju hlutum í réttu hlutfalli við hlutafjáreign sína og verður tekið á móti áskriftum dagana 17. til 19. september n.k. Hluthafar geta framselt öðrum aðilum áskriftarrétt sinn í heild eða að hluta. Ef hluthafar nýta ekki eða framselja áskriftarrétt sinn að fullu öðlast aðrir hluthafar aukinn rétt til áskriftar. Nafnverð hvers hlutar er ein króna og verða hlutirnir boðnir á genginu 2,60. Það hlutafé sem ekki selst í forgangsréttarútboðinu verður boðið fagfjárfestum til sölu dagana 22.-23. september á genginu 2,60. Sölutímabil til fagfjárfesta getur orðið styttra ef allt hlutaféð selst fyrir lok þess. Nánari upplýsingar um útboðið og fyrirkomulag þess verða veittar forgangsréttarhöfum í bréfi vikuna 8.-12. september 2003 auk þess sem viðauki við skráningarlýsingu Íslandssíma hf. frá 4. apríl 2003 verður birtur fyrir lok þeirrar viku á heimasíðum Og Vodafone www.ogvodafone.is og Landsbanka Íslands hf. www.landsbanki.is Útboð á nýju hlutafé Tilkynning til hluthafa Og fjarskipta hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.