Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Koei Maru no 2 og Mánafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Fornax kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Árskógar 4. Handa- vinnustofan opin, pútt- völlur opinn mánudag til föstudags kl. 9– 16.30. Bingó. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 vefnaður og frjálst að spila í sal. Félagsstarf eldri borg- ara í Mosfellsbæ Fé- lagsstarfið á Hlað- hömrum byrjar þriðjudaginn 9. sept. kl. 13 og verður í vetur á þriðju- og fimmtu- dögum kl. 13–16. Bók- bandsnámskeið byrjar 4. október. Tréskurðarmánskeið byrjar 11. september kl. 13, Námskeið í spænsku byrjar 16. september kl. 17. Les- klúbbur byrjar 11. september kl. 15. Línu- dans byrjar 22. sept- ember kl. 17.30 Nám- skeið í postulínsmálun, fyrra námskeið verður 15., 22. og 29. sept- ember, seinna nám- skeið verður 3., 10. og 17. nóvember. Kór eldri borgara Vorboð- ar, byrjar vetrarstarfið 11. september kl. 17. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við böðun og hár- greiðslustofan opin, kl. 14 söngstund. kl. 9–16.30 púttvöll- urinn opinn. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin verslunin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, mynd- list ofl., kl. 9.30 göngu- hópur frjálst, kl. 14 al- menn spilamennska. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“ spilað á spil. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids kl 13, biljard kl 13.30, púttæfingar á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Minnum á útvarp Saga 94,3 kl. 12 þáttur um málefni aldraða. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. (Breiðholts- dagur) Vinnustofur opnar frá 9–16.30, frá hádegi spilasalur op- inn, kl. 14 kóræfing, kl. 18.30 leikur vinaband- ið, veitingar í Kaffi Berg, allir velkomnir. S 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 13.15 brids, kl. 20.30 félagsvist. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin frá kl. 9–17 virka daga, heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 almenn handavinna, útskurður, baðþjón- usta, fótaaðgerð og hárgreiðsla. Bingó. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Hvassaleiti 58–60. Kl. 14.30 föstudagskaffi. Hársnyrting. Fótaað- gerðir Norðurbrún 1. Kl. 9– 17 hárgreiðsla, kl. 10– 11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl. 13.30– 14.30 Sungið við flyg- ilinn, kl.14:30 dansað við lagaval Halldóru, rjómaterta með kaffinu, allir velkomn- ir. Vetrardagskráin liggur frammi í af- greiðslu. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerð, kl. 13.30 bingó. FEBK. Brids spilað kl. 13.15 í Gjábakka. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Félag einhleypra. Fundur á morgun kl. 21 í Konnakoti Hverf- isgötu 105. Nýir fé- lagar velkomnir. Heitt á könnunni. Munið gönguna mánu- og fimmtudaga. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Vesturlandi: Penninn Bókabúð Andrésar, Kirkjubraut 54 Akranesi, s. 431 1855 Dalbrún ehf, Brákarbraut 3, Borg- arnesi, s. 437 1421 . Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtak- anna Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562-5605, bréfsími 562- 5715. Í dag er föstudagur 5. sept- ember, 248. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Verið því óhræddir, þér eruð meira verðir en margir spörvar. (Mt. 10,31.)     Ari Edwald, fram-kvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, skrif- ar leiðara í fréttabréf SA, Af vettvangi, og fjallar um samkeppnismál.     Nú liggur fyrir aðtreysti Samkeppn- isstofnun sér ekki til að leggja mat á það hvort mál eigi erindi við lög- reglu, verður lögreglan að gera það sjálf,“ skrifar Ari. „Og þá dugir ekki að skoða skýrslu frá Sam- keppnisstofnun, heldur verður lögreglan að rannsaka allt málið sjálf- stætt frá grunni og skoða öll gögn uppá nýtt sem Samkeppnisstofnun hefur áður skoðað. Þetta hlýtur að leiða til endurskoð- unar á lögum, því úti- lokað er að sætta sig við þá sóun á almannafé sem það hefði í för með sér að þessi tvíverknaður festist í sessi. Það er fagnaðarefni að í þá endurskoðun verði ráðist en mikilvægt er að þá verði vandað betur til verka en síðast þegar at- renna var gerð að endur- skoðun laganna.“     Síðar í leiðaranum seg-ir Ari: „Má fullyrða að meðvitund fólks hafi mjög aukist um mik- ilvægi þess að ferskir vindar samkeppninnar fái að leika um sem allra flest svið samfélagsins. Að sumu leyti hefur þjóð- félagið sjálft, skipulag þess og fornir við- skiptahættir verið á saka- mannabekknum í um- ræðunni. Engum blöðum er um það að fletta að sam- keppni hefur stóraukist í íslensku viðskiptalífi á undanförnum árum. Það gerist ekki fyrir atbeina neinnar einnar opinberr- ar stofnunar, heldur í kjölfar þess frelsis og opnunar sem leikið hefur um efnahagslífið. Í stað þess að tvær við- skiptablokkir hafi lang- mest umsvif á hendi eru „klasarnir“ nú margir sem hafa afl til að láta til sín taka í samkeppni sem krefst mikils fjármagns, og þeir geta breytt lands- laginu eins og dæmin sanna. Þetta nýja baksvið segir meira um raunveru- legt samkeppnisástand í þjóðfélaginu heldur en fjöldi fyrirtækja á hverj- um tíma eða yfirborðs- kenndar upplýsingar um stjórnunar- og fjöl- skyldutengsl. Margir sem ævinlega hafa talið nægjanlegt að eitt fyrirtæki í landinu, helst í eigu ríkisins, ann- ist þjónustu á tilteknu sviði, tala nú um hættur af fákeppni. Batnandi mönnum er best að lifa. Taprekstur opinberra einokunarfyrirtækja er auðvitað engin trygging fyrir hagsmunum neyt- enda. Óhagkvæmni þeirra getur étið upp tekjur af of háum gjöld- um. Hvað ef olíufélög kæmu með þá skýringu á hækkun bensínverðs að sala hefði dregist saman, líkt og opinbert einok- unarfyrirtæki í orkugeir- anum?“ STAKSTEINAR Samkeppni og opinber einokun Leiguíbúðaskortur FIMMTUDAGINN 28. ágúst birtist félagsmála- stjórinn í Reykjavík, Lára Björnsdóttir, í fréttum sjónvarps. Ég lagði eyrun við því ég taldi að hún ætl- aði að ræða vanda skjól- stæðinga sinna, eins og hún hefur oft gert. Reynslan varð önnur. Lára nefndi að vísu nokkur herbergi við Miklubraut handa sjúkling- um á vergangi og rúmar 40 íbúðir í Grafarholti. Þar með eru leiguíbúðir á veg- um borgarinnar orðnar 1.500, sagði hún og virtist hreykin. Þótt allt sé gott sem gert er þótti mér þetta litlar fréttir. Meiri fréttir þótti mér það sem hún nefndi ekki. Hún gat þess ekki að í sum- ar voru útigangsmenn tald- ir á annað hundrað. Engin viðbrögð hjá yfirvöldum fyrr en þetta. Nokkur her- bergi við Miklubraut. Ekki orð um þúsund heimili á biðlista eftir félagslegum leiguíbúðum, eða þau orð olíufurstans sem stjórnar borginni í nafni „fé- lagshyggjuaflanna“ að herða eigi reglur um að- gang að listanum í stað þess að fjölga íbúðum. Ekki nefnt að 1994 er R-listinn tók við átti borgin um 1.150 íbúðir. Fjölgunin er því um 350 íbúðir á nærri heilum áratug. Lofað var 100 íbúð- um á ári og því ætti aukn- ingin að vera um 1.000 íbúð- ir. Samkvæmt lögum er Íbúðalánasjóði heimilt að lána til byggingar leigu- íbúða en borgin hefur ekki nýtt sér það. Ekki var nefnd tvöföldun húsaleig- unnar á valdatíma R-listans. Hvað þá áhrif þess að félagslega kerfið var lagt niður án þess að nokkuð kæmi í staðinn. Undarlegt er að ráðhús- menn skyldu ekki koma fram sjálfir og tíunda afrek sín. Enn undarlegra er að félagsmálastjórinn skyldi fórna embættisheiðri sínum með því að láta húsbændur sína nota sig eins og hverja aðra pólitíska gleðikonu. Jón frá Pálmholti. Vondar kartöflur KONA var að kvarta undan kartöflum í Velvakanda sl. sunnudag. Er ég henni al- veg sammála og finnst ástandið aldrei hafa verið svona slæmt áður. Það eru svartir blettir á kartöflun- um af því þær hafa verið blautar í pokunum. Þegar keyptar eru kartöflur þarf að taka þær strax úr pok- unum þegar heim er komið annars eyðileggjast þær. Það finnst mörgum gott að borða kartöflurnar með hýðinu en í ár hefur það ekki verið hægt. Finnst mér að kartöflubændur ættu að taka þetta til alvar- legrar athugunar því ég veit að ég tala fyrir hönd margra. J.H. Tapað/fundið Gleraugu týndust MÁNUDAGINN 25. ágúst týndust silfurlituð gleraugu á Laugaveginum eða í grennd við Arnarhvol. Þeirra er sárt saknað. Finnandi vinsamlegast hafi samband við Guðmund í síma 865 1468. Fundarlaun. Regnúlpa og peysa týndust BLÁ og hvít Regatta-regn- úlpa týndist í sumar og einnig týndist blá og ljósblá flíspeysa. Báðar flíkurnar eru merktar „Óskar Örn“. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 565 6613. Kvenveski í óskilum KVENVESKI (bútasaums) fannst 22. ágúst á gatna- mótum Grensásvegar og Miklubrautar. Upplýsingar í síma 846 2598. Dýrahald Kanínur fást gefins TVÆR kanínur fást gefins á gott heimili, saman eða í sitthvoru lagi. Upplýsingar í síma 895 5670. Læðu vantar heimili 10 vikna læðu vantar heim- ili. Hún er svört og hvít, kassavön og vel upp alin. Upplýsingar í s. 895 7471. Fress í óskilum FRESS er fluttur inn til okkar. Hann er grábrönd- óttur með hvítar loppur. Hann er hvorki eyrna- merktur né með ól. Ég giska á að hann sé eldri en 2 ára. Hann er hér í Vestur- brún. Hann hefur verið hér í kringum húsið í svolítinn tíma en þykist búa hér nú. Hann er mjög gæfur og vel upp alinn. Ef einhver kannast við hann, hafið þá endilega samband í síma 823 8856 eða 568 4555. Tinna og Pét- ur. Hálfvaxinn kettlingur í óskilum LÍTILL hálfvaxinn kett- lingur (læða) ljósgrá, bröndótt, með gulgræn augu, ljósa bringu en dekkri lit í skottinu er í óskilum í Sæviðarsundi. Einstaklega blíð og kelin kisa sem örugglega er sárt saknað. Upplýsingar í síma 588-2036. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 tilvonandi eiginmaður, 8 súld, 9 borguðu, 10 hreinn, 11 aflaga, 13 skynfærin, 15 mannvera, 18 moðs, 21 bók, 22 borgi, 23 mjólkurafurð, 24 máls manna. LÓÐRÉTT 2 ímugustur, 3 synja um, 4 ráfa, 5 nærri, 6 hæðir, 7 þekkt, 12 aðstoð, 14 dveljast, 15 lofs, 16 sóm- ann, 17 eldstæði, 18 vind, 19 smá, 20 hina. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 bugar, 4 hugga, 7 kengs, 8 felur, 9 amt, 11 reit, 13 ósar, 14 ólmar, 15 hjal, 17 allt, 20 man, 22 lydda, 23 angan, 24 annar, 25 tuska. Lóðrétt: 1 búkur, 2 gengi, 3 rósa, 4 haft, 5 gulls, 6 akrar, 10 mamma, 12 tól, 13 óra, 15 helja, 16 aldan, 18 logns, 19 tunna, 20 maur, 21 naut. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI furðar sig alltaf jafn-mikið á því að vörubílstjórar og þeir, sem hlaða bílana þeirra, skuli ekki ævinlega athuga hvað farm- urinn er hár, áður en ekið er af stað. Í vikunni fór tuttugu tonna gler- farmur í mask er flutningabíll rak hann upp í Höfðabakkabrúna og mátti þakka fyrir að ekki urðu slys á fólki. Ekki var brúin lægri en venju- lega, þannig að annar sökudólgur en bílstjórinn er vandfundinn í því máli. Skiltabrýr í höfuðborginni verða iðulega fyrir hnjaski þegar flutn- ingabílar reka farminn upp í þær og a.m.k. þrisvar sinnum hafa flutn- ingabílar valdið skemmdum í Hval- fjarðargöngunum með of háu hlassi. Einn þeirra sat fastur í göngunum – hann var með sumarbústað á pall- inum. Iðulega stinga flutningabílstjórar af frá þessum óhöppum, og fer samt áreiðanlega ekki framhjá þeim þeg- ar þeir t.d. beygla skiltabrú. Sjálf- sagt eru nokkrir svartir sauðir, sem koma óorði á alla hjörðina, en framhjá því verður ekki litið að þetta er flutningabílstjórastéttinni auðvitað til skammar og fólk kemst ekki hjá að velta því fyrir sér hvað menn, sem lenda í svona, séu að hugsa – ef þeir þá hugsa eitthvað yf- irleitt. Víkverja finnst full ástæða til að forsvarsmenn samtaka flutn- ingabílstjóra hvetji félagsmenn sína og samstarfsmenn þeirra til að mæla samvizkusamlega hjá sér farminn. x x x Í TÖLVUPÓSTINUM fær Víkverjistundum fréttabréf frá Vinstri- hreyfingunni – grænu framboði, svokallaðan Morgunpóst VG. Það hefur vakið nokkra furðu Víkverja, eins og fleiri, að fréttabréfið er sent frá netfanginu eastgermany@sim- net.is. Vonandi þýðir þetta ekki að VG telji að ástandið í gamla Austur- Þýzkalandi hafi verið eftirsókn- arvert – en ef svo er ekki, til hvers að velja þetta einkennilega netfang til að senda fólki fréttabréf? Kannski vill VG bara kenna sig við Austur-Þýzkaland nútímans, sem er í Evrópusambandinu og NATO og hefur endurinnleitt vestrænan kap- ítalisma af samvizkusemi. Ætli það sé ekki nær. x x x VÍKVERJI tekur undir með þeim,sem hafa gagnrýnt að und- anförnu lélegar merkingar vegna gatnaframkvæmda í Reykjavík. Á dögunum lenti Víkverji í því að vera a.m.k. 20 mínútur að aka leið, sem hann fer venjulega á þremur eða fjórum mínútum, vegna þess að eng- um hafði dottið í hug að setja upp skilti og vara við framkvæmdum á gatnamótum með hæfilegum fyr- irvara. Hefði skiltið verið á sínum stað, hefði Víkverji getað valið aðra leið og allir hefðu verið ánægðir. Morgunblaðið/Júlíus Hvað voru þeir að hugsa?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.