Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Theodór Laxdalfæddist í Tungu á Svalbarðsströnd 27. maí 1917. Hann lézt á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 25. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar Theodórs voru hjónin Helga Níels- dóttir frá Hallandi, f. 1893 d. 1977, og Jóhannes Laxdal, bóndi og síðar hreppstjóri í Tungu, f. 1891, d. 1979. Systkini Theodórs eru: 1) Helgi, f. 1919, hann fórst með es. Dettifossi er honum var sökkt af þýskum kaf- báti við Írland 21. mars 1945. 2) Helena Rannveig, f. 1921, var gift í Bandaríkjunum, látin. 3) Anna Guðný húsmóðir í Reykja- vík, f. 1922, d. 1999. 4) Esther Áslaug húsmóðir á Akureyri, f. 1924. 5) Björn Líndal, f. 1934, d. 1997, í Tungu. 6) Henrý Níels trésmíðameistari í Bandaríkjun- um, f. 1935, d. 1999. Theodór kvæntist Líneyju Sveinsdóttur frá Hæringsstöðum í Svarfaðardal, f. 20. júlí 1911, d. 1. september 1968. Foreldrar Líneyjar voru hjónin Lilja Árna- dóttir, f. 1893, d. 1959, og Sveinn Bergsson, f. 1883, d. 1916. Líney ingu var Jón Kárason verkamað- ur í Túnsbergi, f. 1926, d. 2002. Barnabörn Theodórs og Líneyjar eru þrettán. Eitt þeirra, alnafni Theodórs, lézt 16. maí sl. Barna- barnabörn eru sautján og barna- barnabarnabörn eru fjögur. Að loknu skyldunámi var Theodór tvo vetur á Héraðsskól- anum á Núpi í Dýrafirði. Síðan um tíma í Íþróttaskóla Jóns Þor- steinssonar. Auk vinnu að búi foreldra sinna stundaði Theodór á þeim árum m.a. síldveiðar á togara í tvö sumur, auk vega- vinnu o.fl. starfa. Árið 1943 hóf hann byggingu nýbýlis á 1⁄3 hluta Tungu, ásamt konu sinni. Theo- dór og Líney nefndu nýbýli sitt Túnsberg. Næstu tvo áratugina og hálfum betur fóru allir starfs- kraftar Theodórs í uppbyggingu á jörðinni, en þar var allt byggt frá grunni, íbúðar- og penings- hús ásamt hlöðum. Var þar orðið rúmlega meðalbú, er Theodór hætti búskap í árslok 1968 eftir lát konu sinnar. Auk bústarfa rak Theodór vörubíl í atvinnu- skyni í rúm tuttugu ár. Eftir að búskap lauk stundaði Theodór ýmsa vinnu, m.a. viðhald og end- urnýjun húsa úti sem inni, barna- kennslu og fleira. Í mörg ár var hann endurskoðandi Sparisjóðs Svalbarðsstrandar. Theodór hafði mikinn áhuga á ættfræði og fór þrisvar til Kanada, þeirra erinda að hitta ættingja, afkom- endur Vesturfara á 19. öld. Útför Theodórs verður gerð frá Svalbarðskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. missti föður sinn að- eins fimm ára gömul og ólst hún upp hjá föðurbróður sínum, Bergi Bergssyni, og konu hans Oddnýju Bjarnadóttur, en þau bjuggu fyrst á Skeggjabrekku í Ólafsfirði, en síðar í Garðsvík og að lok- um í Meðalheimi á Svalbarðsströnd og dóu þar. Theodór og Líney eiga sex börn. Þau eru: 1) Freydís ljós- móðir á Akureyri, f. 1941, maki Ævarr Hjartarson ráðunautur frá Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal, f. 1940. 2) Sveinberg bóndi í Túns- bergi, f. 1942, maki Guðrún Fjóla Helgadóttir frá Grund í Höfð- ahverfi, f. 1948. 3) Helga fulltrúi í Reykjavík, f. 1944. Maki 1: Lúð- vík Friðriksson stýrimaður í Reykjavík, skilin. Maki 2: Þórir Ottósson bifreiðastjóri í Reykja- vík, skilin. 4) Svavar Páll banka- starfsmaður á Akureyri, f. 1945, maki Arlene Reyes Laxdal, f. á Filippseyjum 1963. 5) Oddný hús- móðir á Akureyri, f. 1948, d. 1990, maki Pétur Ásgeirsson, vinnuvélastjóri frá Siglufirði. 6) Lilja verkefnisstjóri í Reykjavík, f. 1950. Sonur Líneyjar fyrir gift- Drengurinn kúrir í heyinu fremst á bílpallinum. Það er sól- skin. Notalegt hljóðið í Fordinum blandast saman við hávært hljóðið í kríunni, og sjávarlyktin við ang- andi ilminn úr þurrheyinu. Leiðin liggur eftir sjávarkambi suður að Svalbarðseyri. Það er verið að hirða af Hamarstúninu. Bíllinn stansar við frystihúsið á Eyrinni, bílstjórinn stígur út og gefur sig á tal við frystihússtjórann, hann er nýkominn af sjó. Kemur aftur með kippu af spriklandi rauðsprettu, björg í bú. Áfram er haldið, dreng- urinn hallar sér aftur í heyið, hann veit að traustar hendur halda um stýrið, pabbahendur. Þannig er það, ferð eftir ferð þar til allt heyið er komið í hlöðu. Það er áliðið sumars. Verið að byggja. Dreng- urinn réttir múrsteina upp á still- ansinn, traustar hendur, pabba- hendur, taka við og hlaða í vegginn. Það á að stækka búið. Haust. Það er skollin á ekta norð- lensk stórhríð. Féð er úti og nú þarf að hýsa. Drengurinn fer með föður sínum. Skyggni er lítið, fað- irinn víkur aðeins frá að skoða í skurði. Drengurinn er hálfsmeykur, faðirinn kemur aftur, auðvitað, hon- um má treysta. Síðar. Góð tíð um tíma. Væri ekki rétt að reyna að bæta ögn við heyfenginn? Fengið er engi langt suður og upp í heiði. Feðgarnir fara og slá í tvo daga. Afköst drengsins eru smá miðað við föðurinn. Pabbahendur halda traustum tökum um orfið, skárarnir breiðir, stórir múgar. Þannig er áfram hægt að lýsa mínum minn- ingarmyndum um föður minn. Orð- um hans mátti treysta, verkum hans sömuleiðis. Þar sem hann var í verki, þar var vel skipað. Hann var traustur sem bjarg, og við bjargið var skjól. Þess nutum við oft börnin hans á langri ævi hans. Auðvitað vildi hann ekki að við kúrðum sífellt í skjóli, við áttum sjálf að takast á við lífið, það átti að herða okkur. Ég minnist sjóferða með pabba, stundum um vetur, stundum um sumar. Fenginn bátur að láni hjá vinum okkar í Helgafelli. Oftast var afli og var þá borinn á bakinu heim. Minnisstæð eru ára- tök pabba, öldurnar urðu undan að láta. Ég minnist áhuga hans á and- legum málefnum. Margar ferðir fór hann til Ólafs frænda síns á Hamraborg og Einars á Einars- stöðum. Ýmsir voru þá með honum skyldir sem óskyldir. Spilakvöld í Túnsbergi, komnir góðir gestir úr Ólafsfirði. Þá var oft hóað í bræð- urna frá Breiðabóli, Sigmar og Jón- atan. Þá var glatt á hjalla hjá körl- um. Ég minnist frásagnar pabba frá fyrri tíð. Frásagna hans af síld- veiðum, t.d. af borðsiðum áhafn- arinnar sem honum þótti ansi gróf- ir. Sögur af rjúpnaveiðum, þar sem hann m.a. renndi sér á byssuskept- inu á hjarni niður Garðsvíkurhjall- ana og gat síðan aldrei gert sér í hugarlund, hvar hann hefði eigin- lega farið niður, því slíkt sýnist nær ófært. Óteljandi minningar streyma fram og eru hér aðeins fáeinar tínd- ar til. Minnisstæðar eru sögur af erfiðum ferðum hans á vörubílnum, t.d. austur í sveitir með vörur fyrir Kaupfélagið og vestur í sýslu með fjárskiftafé. Alltaf ók hann heilum vagni heim og ökumannsferill hans var afar farsæll. Já, hann pabbi minn var traustur, það stendur uppúr í minni sýn á hans æviferil. Ég kveð föður minn með söknuði, en er þakklátur fyrir að hafa átt hann svo lengi að sem raunin varð. Vertu guði falinn pabbi minn og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn sonur, Sveinberg. Pabbi minn. Ver þú sæll í heimi hljóma, himneska áttu leyndardóma, fólgna í sál og fingrum þér, oft hafa svalað sálu minni, samhljómar frá hendi þinni. Guð launi allt er gafstu mér. (Geirrún Ívarsdóttir.) Far þú í friði minn ástkæri faðir. Hjartans þökk fyrir samfylgdina og allt sem þú varst okkur Loga. Lilja. Í dag kveð ég tengdaföður minn, Theodór Laxdal, hinstu kveðju. Þakklæti er mér efst í huga fyrir stuðning hans og vináttu frá því ég kom alkomin á heimili hans og Lín- eyjar árið 1967. Tengdamóðir mín Líney lést langt um aldur fram, að- eins 57 ára gömul, árið 1968. Sá missir var tengdapabba mikill og sár þó ekki talaði hann mikið um tilfinningar sínar. Í ársbyrjun 1969 tókum við Sveinberg sonur hans við búinu í Túnsbergi. Og fyrstu árin var tengdapabbi með okkur í bú- skapnum. Var gott að geta leitað til hans um hin ýmsu málefni og mörg voru handtökin hans, bæði innan- húss og utan. Það virtist sama hvort heldur voru eldhússtörfin eða útivinna, allt lék í höndunum á hon- um. Oft kom hann mér á óvart með THEODÓR LAXDAL ✝ Birgitta Guð-mundsdóttir fæddist í Álfsnesi í Lágafellssókn 8. október 1908. Hún andaðist á Landspít- alanum í Fossvogi aðfaranótt 29. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sal- vör Þorkelsdóttir, f. 22. mars 1879, d. 16. apríl 1950, og Guð- mundur Jónsson, f. 5. desember 1850, d. 11. júní 1923. Birgitta giftist Sigvalda Jónassyni, f. 10. júní 1892, d. 14. mars 1938. Þau slitu samvistum. Sonur þeirra er Guð- mundur E. Sigvaldason, f. 24. júlí 1932. Börn hans eru: 1) Ragnheið- ur, f. 9. maí 1954, 2) Birgir, f. 30. júní 1956, 3) Gunnar Bragi, f. 27. október 1960, 4) Guðrún Bryndís, f. 20. júlí 1963, 5) Anna Marie Sig- mond, f. 3. janúar 1974, 6) Solveig Birgitta Sigmond, f. 6 mars 1975, 7) Guðný Þóra, f. 1. desember 1981. Barnabarna- börn Birgittu eru 11. Allt frá stofnun Mjólkursamsölunn- ar starfaði Birgitta við afgreiðslu í mjólkurbúðum. Hún valdist fljótlega til forystu í stéttar- félagi afreiðslu- stúlkna í brauða- og mjólkursölubúðum og gegndi formanns- starfi í ASB um ára- tugaskeið. Hún var ásamt öðrum fulltrúi félagsins á þingum Alþýðusambands Íslands og átti þátt í undirbúningi og stjórnun Ölfusborga og stofnun lífeyris- sjóðs fyrir hönd félags síns. Auk fullra afgreiðslustarfa og starfa að félagsmálum vann Birgitta flest kvöld við fataafgreiðslu í Þjóðleikhúsinu og var um skeið vökukona á Kleppsspítala. Útför Birgittu verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Trúlega urðu breytingarnar á kjör- um og lífsmynstri Íslendinga á 20. öldinni meiri en á öllum fyrri öldum Íslandssögunnar samanlagt. Á þess- ari einu öld umturnaðist allt sam- félagið. Það breyttist úr stöðnuðu landbúnaðarsamfélagi yfir í eitt þróa- ðasta og efnaðasta samfélag veraldar, þar sem almenn menntun og lífsgæði eru fyllilega sambærileg við það sem best gerist annars staðar í heiminum. Öll vitum við af þessari umbyltingu og vísum til hennar þegar við erum að útskýra hvers kyns sérkenni íslenskr- ar þjóðar í nútímanum. Það er hins vegar sjaldgæfara að við stöldrum við og veltum fyrir okkur því fólki sem breytti samfélaginu – fólkinu sem lifði breytingarnar, tók þátt í þeim og skapaði þær í raun. Fólkinu sem var hold og blóð Íslandssögu 20. aldar. Birgitta Guðmundsdóttir, föður- amma mín, var slík Íslandssaga. Hún fæddist árið 1908 – um það leyti sem fræðslulögin tóku gildi – og hverfur nú af vettvangi þegar bjarmar af nýrri öld, öld sem margir kenna við menntun og upplýsingar. Lífssaga hennar endurspeglar sviptingarnar í framsókn þjóðarinnar, þar sem nokk- ur lykilorð eru í öndvegi – kjarkur, sjálfstæði, menntun, virðing fyrir manngildi, samfélagslegt réttlæti og óendanleg ást og hlýja gagnvart ná- komnum. Birgitta ólst upp fátæk alþýðu- stúlka í Reykjavík hjá einstæðri móð- ur sinni. Hún kynntist fljótlega því hlutskipti að vinna fyrir sér með ýms- um hætti og aflaði sér ýmiss konar starfsreynslu á yngri árum. Það var hluti af uppeldi hennar að upptendr- ast af sjálfstæðisbaráttunni og hún fagnaði með þjóðinni fullveldinu frostaveturinn harða 1918. Mér er skapi næst að ætla að fullveldisfrost- hörkurnar hafi meitlað í þessa tíu ára stúlku eiginleika sjálfstæðis, sem urðu einkennandi fyrir hana alla tíð síðan. Það var alltaf áberandi reisn yf- ir Birgittu, sem stafaði að hluta til frá líkamlegum myndugleik hennar, en ekki síður frá sterkum persónuleika og gáfum, sem knúðu menn til þess að taka tillit til þess sem hún sagði eða gerði. Rúmlega tvítug flutti hún um skeið til Nesjavalla með manni sínum Sig- valda Jónassyni og eignaðist með honum einkason sinn Guðmund. Eftir alvarlegt áfall strax í upphafi þess hjónabands tók hún sig stolt upp, flutti til Reykjavíkur og ól drenginn upp sem einstæð móðir. Slíkt þótti þó alls ekki sjálfsagt val í þá daga þótt slíkt teljist venjulegt í dag. Mér hefur jafnan fundist þetta til marks um það að hún hafi verið sann- kölluð nútímakona, og á mörgum sviðum í hugmyndafræðilegu fylking- arbrjósti sinnar samtíðar. Þetta birt- ist í framsæknum þjóðfélagsskoðun- um og trú á að hægt væri að breyta hlutum til betri vegar. Eitt af því sem hún átti erfitt með að sætta sig við var bág staða kvenna í karlasamfélaginu. Þannig er mér sérstaklega minnis- stætt samtal sem ég átti einhverju sinni við hana um örlög góðrar vin- konu hennar og frænku ofan úr Hval- firði, sem flutt var á mölina í blóma lífsins og „farin að lifa sínu eigin lífi“ eins og Birgitta orðaði það. Þá var þessi vinkona kölluð aftur í sveitina til að sinna heimilisstörfum á búi for- eldra sinna og bræðra, vegna þess að þar vantaði kvenmann. Þar með var grundvellinum kippt undan „hennar eigin lífi“ en í staðinn endar hún í hinu hefðbundna þjónustuhlutverki. Auð- veldustu viðbrögðin við svona nokkru er að áfellast fjölskyldu vinkonunnar, en það gerði Birgitta ekki. Miklu frekar var það skylduræknin, sem fékk vinkonuna til að hlýða þessu kalli, sem var í huga Birgittu vandinn. Skylduræknin var ekki bundin við þetta eina tilfelli, heldur sá hún þetta sem lúmskt þjóðfélagsböl, sem fékk konur til smíða sjálfar sína hlekki. En hún tengdi hlekki skyldurækninnar og hefðarinnar ekki einvörðungu við reynsluheim kvenna eins og síðar hef- ur komist í tísku, heldur taldi hún hugarfarsbreytingar hljóta að fylgja öllum þjóðfélagsbreytingum í átt til jafnaðar og bræðralags. Hún skipaði sér enda í raðir sósíalista og var virk í Sósíalistaflokknum og síðar í Alþýðu- bandalaginu. En þótt hún hefði gam- an af mannkynssögu og læsi mikið finnst mér erfitt að halda því fram að hún hafi í raun verið sannfærður marxisti eða hafi tileinkað sér hinstu rök hegelískrar díalektíkur og sögu- legrar efnishyggju. Bókstafstrú var ekki hennar stíll. Miklu frekar lét hún hjartað ráða og almenna skynsemi, enda hafði hún bæði stórt hjarta og ríkulega skynsemi. Og pólitískt nef – ekki vantaði það! Margoft gerði ég mér ferð til hennar hin seinni ár til að ræða við hana um stjórnmálaviðhorf- ið og heyra hennar greiningu á hinni pólitísku stöðu hverju sinni, enda kom maður þar sjaldan að tómum kofun- um. Flóknustu pólitísku kaplar lágu ljósir fyrir eftir slík samtöl. Þrátt fyr- ir að ég væri alltaf jafn undrandi á hve einfalt þetta virtist allt vera í huga hennar, þá á slíkt auðvitað ekki að koma á óvart þegar um það er hugs- að. Þarna var ég að bergja á reynslu- brunni manneskju, sem hafði fylgst með og tekið virkan þátt í þjóðfélags- hræringum og pólitík áratugum sam- an á einhverjum mestu umbrotstím- um Íslandssögunnar. Það er því í kannski ekkert skrítið – og raunar nánast sjálfgefið – að hún hafi valist til forustu í stéttarfélagi sínu og verið formaður þar um ára- tugaskeið, en stafsvettvangur hennar var frá stofnun Mjólkursamsölunnar mjólkurbúðir bæjarins. Hún var bara þannig – fólk einhvern veginn hlaut að hlusta á það sem hún sagði! Birgitta var kona breytinga. Hún vildi bæta stöðu kvenna, almenn lífs- kjör alþýðu og efla mennta-, heil- brigðis- og velferðarkerfið. Og hún lifði þessar umbætur – hún var þessi saga. En eitt breyttist þó aldrei hjá henni: hún var fyrst og fremst fjöl- skyldumanneskja – dóttir, móðir og amma. Úrræðagóð, örlát, hlý og spaugsöm fram á síðustu stundu. Sú staðreynd hve bæði við systkinin og síðar börnin okkar sóttum í að fara í heimsókn til „ömmu Birgittu“ er til marks um hve gefandi hún var. Hlýj- an, rósemin og öryggið virkaði á sál- artetur okkar allra sem skjól og heit- ur kakóbolli eftir berhentan göngutúr í hraglanda hversdagsins. Rétt eins og Birgitta og aðrir af hennar kynslóð unnu þrekvirki við að koma þessari þjóð til manns, þá tel ég að hún hafi unnið þrekvirki við að gera mig að betri manni. Það er mikið lán fyrir mig, systkini mín og börnin mín að hafa átt slíka ömmu og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Blessuð sé minning hennar. Birgir Guðmundsson. Þú tókst mér og dóttur minni, með opnum örmum, þegar við komum til landsins 19. desember 1973. Þú ólst mig og dóttur mína upp, eins og við værum ein af fjölskyldumeðlimum þínum. Fyrir það get ég aldrei þakkað þér nógu vel. Ég man hvað Claudia var hrifin af rauðu bjöllunni, sem þú áttir í mörg ár. Það var alltaf til kaffi og kökur, þegar við áttum leið hjá. Þú varst svo góð við okkur. Claudia man enn eftir því, þegar hún fór í Þjóðleikhúsið að sjá Dýrin í Hálsaskógi, Kardemom- mubæinn og Línu Langsokk. Hún var svo stolt að eiga ömmu, sem bjó í svona stóru og skemmtilegu húsi. Okkur langar til að votta aðstand- endum innilega samúð okkar. Þó að langt hafi stundum liðið á milli heimsókna, varstu alltaf í huga og hjarta okkar. Vaktu, minn Jesús, vaktu’ í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Juanita og fjölskylda. BIRGITTA GUÐMUNDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.