Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 56
Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞÝSKA landsliðið í knattspyrnu kom til landsins í gærmorgun en liðið leikur við ís- lenska landsliðið í Evrópukeppninni á Laug- ardalsvelli á morgun. Þjóðverjarnir, sem urðu í öðru sæti í heimsmeistarakeppninni í fyrra, eru í þeirri ótrúlegu stöðu að vera í öðru sæti í riðlinum á eftir Íslendingum, en þeir hafa fullan hug á að breyta því. Þeir æfðu í roki og rigningu á Kópavogsvelli síðdegis í gær en voru ekki á því að sýna trompin og var æfingin lokuð áhorfendum og fjölmiðlunum var sagt að halda sig víðsfjarri. Undirbúningur fyrir leikinn er í fullum gangi. Upptökubílar frá þýska sjónvarpinu komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í gær- morgun. Verður útsendingin sú lang- umfangsmesta frá íþróttaviðburði sem fram hefur farið hér á landi. Lok, lok og læs á þýska stálið  Uwe Seeler/44–45 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing TVÖ hátæknimöstur verða sett upp við snjóflóðavarnargarðana á Flateyri í haust í tengslum við þátttöku íslenskra vísindamanna í alþjóðlegu verkefni á sviði snjó- flóðarannsókna. Evrópusam- bandssjóðurinn hefur veitt um 170 milljónum króna til verkefn- isins, þar af 10 milljónum til Ís- lands auk þess sem Ofanflóða- sjóður og Veðurstofa Íslands styrkja rannsóknir hér á landi um 11 milljónir kr. Verkefnið sem ber heitið SAD- ZIE, hófst snemma á þessu ári og lýkur árið 2005. Auk Íslend- inga taka þátt í því Frakkar, Norðmenn, Ítalir og Bretar. Að sögn Tómasar Jóhannessonar, sérfræðings á Veðurstofu Ís- lands, er markmiðið með verk- efninu að auka skilning á eðli og eiginleikum snjóflóða til þess að bæta hönnunarforsendur við gerð varnarvirkja. Að fengnum niðurstöðum á að vera unnt að meta hættu sem steðjar að fólki í nágrenni snjóflóðavarnarvirkja. „Það er ýmsum spurningum ósvarað um eðlisfræði snjóflóða og það eru ekki nema tiltölulega fáir staðir í veröldinni þar sem snjóflóð hafa fallið á varnar- garða,“ segir Tómas. „Enn frem- ur er ýmislegt óljóst um snjóflóð almennt. Í SADZIE-verkefninu koma saman allar stofnanir sem stunda mælingar á snjóflóðum. Þannig nýtast mælitæki betur um leið og fróðustu menn á hverjum stað taka þátt í að túlka þau gögn sem safnast.“ Möstrin fyrrnefndu sem setja á upp á Flateyri, á að nota til að mæla hraða snjóflóða, líkt og lög- regla gerir við radarmælingar á vegum úti. Mælitæki verða síðan sett á möstrin í vor. Verður þeim beint upp í fjallshlíðina og munu kveikja sjálfkrafa á sér ef snjó- flóð fellur úr Skollahvilft. Að sögn Tómasar eru leiðigarðarnir á Flateyri meðal merkilegustu snjóflóðavarnargarða í heimi og gefa einstakt tækifæri til að skoða flæði snjóflóða. Íslendingar þátttakendur í alþjóðlegum snjóflóðarannsóknum Sjálfvirk radartæki verða sett upp á Flateyri JÁ svöruðu 28% starfsmanna Landspítala há- skólasjúkrahúss einni eða fleiri af tuttugu og einni spurningu, sem snerust um að fá fram hvort og hvernig starfsmenn upplifðu einelti. Spurðir hvort þeir hefðu sjálfir verið lagðir í einelti svöruðu hins vegar aðeins 13% játandi og 34% þegar spurðir voru hvort þeir hefðu orðið vitni að einelti. Þetta eru m.a. niðurstöður rannsóknar Brynju Bragadóttur í tengslum við doktorsritgerð hennar um einelti á vinnustöðum, tíðni þess og áhrif á and- legt og líkamlegt heilsufar, sem hún hyggst senn verja í Kent-háskólanum í Canterbury á Englandi. Í sams konar rannsókn, sem hún gerði á sjúkra- húsi í Skotlandi, svöruðu 48% starfsmanna einni eða fleiri spurningu játandi, þó kváðust aðeins 27% hafa sjálf lent í einelti, en 46% sögðust hafa orðið vitni að einelti á vinnustaðnum. Viðmiðin á reiki í hugum fólks Ekki var spurt um einstakt atvik, heldur end- urteknar athafnir eða gerðir síðastliðna tólf mán- uði. Brynja túlkar niðurstöðurnar á þann veg að viðmiðin séu á reiki í hugum fólks og því skilgreini það ekki viðvarandi ágreining og erfið samskipti sem einelti. „Margir sætta sig við að „svona“ sé eðlilegt og bara „mórallinn“ á vinnustaðnum, enda eiga þeir erfitt með að horfast í augu við að nei- kvætt viðmót eða atferli beinist að þeim sjálfum persónulega – að þeir séu þolendur, en ekki ein- hverjir aðrir.“ Á LSH var svarhlutfallið 30% af 2.300 manna handahófskenndu úrtaki úr öllum starfsstéttum, en 69% af 3.000 manna úrtaki í Skotlandi. Á báðum stöðum var svokallað starfs- tengt einelti algengasta birtingarmynd eineltis. Starfstengt einelti algengast  Daglegt líf/B2 BANASLYS varð á Arnarvatnsheiði í gær, þegar 24 ára gamall karlmaður velti fjórhjóli á vegar- slóða skammt norðan Arnarvatns. Maðurinn var í smalamennsku ásamt fleiri gangnamönnum þegar slysið varð, skömmu eftir hádegið, og voru björgunarsveitir og þyrla Land- helgisgæslunnar kallaðar út. Meiðsli mannsins voru það alvarleg að hann lést af völdum þeirra áð- ur en hægt var að flytja hann á sjúkrahús. Flutti þyrluáhöfnin hinn látna til Reykjavíkur. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá lögreglunni á Blöndu- ósi. Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu. Gangnamaður beið bana er fjórhjól valt Arnarvatnsheiði VONAST er til þess að nýstár- leg landbúnaðarafurð, dúfna- kjöt, komist bráðlega á inn- lendan markað eftir góða raun í kjölfar prufuslátrunar hjá Reykjagarði í fyrra. Þá var um 100 dúfum slátrað og þær seldar sem veislumatur. Um er að ræða dúfnaeldi hjá Hafursfelli ehf. á bænum Hrútsholti í Eyja- og Miklaholtshreppi. Árið 1999 flutti Bergur Rögn- valdsson framkvæmdastjóri Hafursfells inn 60 matardúfur af norsk-frönskum stofni og hefur stofninn nú tífaldast. Dúfurnar eru nærri helmingi stærri en bréfdúfur og fást um 470 grömm af kjöti af hverri dúfu. Segir Bergur að innlendi markaður- inn, þ.e. verslanir og veitinga- hús, sé opinn fyrir þessari afurð. Erfiðlega hefur hins vegar geng- ið að fá inni í sláturhúsum, sem óttast krosssmit að sögn Bergs. Hann segir þann ótta hins vegar ástæðulausan, þar sem dúfna- stofninn er alheilbrigður og laus við sjúkdóma eins og salmonellu og kamfýlóbakter. Stofninn hef- ur verið í sóttkví og sætt ströngu eftirliti og ekkert nema slátr- unarþátturinn er í vegi fyrir því að afurðin komist á markað. Að sögn Bergs hefur samstarfið við landbúnaðarráðuneytið gengið mjög vel og mjög verið vandað til verka á báða bóga. Hefur Bergur óskað eftir því við Guðna Ágústs- son landbúnaðarráðherra að hann leggi sín lóð á vogarskálarnar til að unnt sé að hefja slátrun. Um er að ræða afurð sem flokkast sem dýr lúxusmatvara. „Þetta er besta kjöt sem ég hef smakkað,“ segir Bergur sem sjálfur er matreiðslumaður. Farið var út í dúfnaeldið á sínum tíma til að anna innlendri eftirspurn, en árið 1999 skrifuðu helstu hótel og veitingahús Reykjavíkur land- búnaðarráðherra áskorunarbréf þess efnis að hefja yrði dúfnaeldi, þar sem aðgengi að innfluttu dúfnakjöti var mjög ótryggt, að sögn Bergs. Norsk-franskar matardúfur tilbúnar til slátrunar ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ NETNOTENDUR eru hlutfallslega flestir á Ís- landi að því er kemur fram í frétt breska blaðs- ins Daily Record. Ísland, Svíþjóð og Danmörk eru í þremur efstu sætunum en þar á eftir koma Hol- lendingar, Hong Kong- búar og Norðmenn. Forysta Íslands á þessu sviði er raunar nokkuð afgerandi ef marka má tölur Daily Record: 787 af hverjum þúsund íbúum Íslands nota Netið reglu- lega en í Svíþjóð eru netverjarnir 678 á hverja þús- und íbúa og 627 í Danmörku. Bandaríkjamenn eru í 7. sæti og Bretar í því 8. en í þessum löndum nota um 570–590 af hverjum þúsund íbúum Netið reglu- lega. Íslendingar nota Netið manna mest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.