Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LJÓSANÓTT, menningar- og fjöl- skylduhátíð Reykjanesbæjar, var formlega sett í gærkvöldi við upp- haf hnefaleikakeppninnar Ljósa- box sem fram fór í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík. Hnefa- leikamenn af Suðurnesjum siguðu í öllum bardögum kvöldsins. Steinþór Jónsson, formaður undirbúningsnefndar, setti hátíð- ina með ávarpi í hnefaleika- hringnum. Hann rifjaði upp að upphaflegt markmið Ljósanætur hafi verið að skapa skemmtilegt umhverfi þar sem menning væri fyrir alla. „Í mínum huga er það menning að hittast og sjá mann- lífið í kringum sig. Í þannig um- hverfi fá listviðburðir eins og mál- verkasýningar, tónlist, leiklist og fleira að njóta sín auk þess að kalla fram nýja upplifun hjá gest- um og gangandi. Það er að skapa umhverfi þar sem fólk vill hittast og safnast saman eins og raunin er hér í kvöld. Þess vegna segi ég: Hnefaleikar eru líka menning – menning okkar í Reykjanesbæ. Þess vegna er vel við hæfi að hefja þessa hátíð hér í kvöld,“ sagði Steinþór. Liðlega 500 manns voru viðstaddir keppni milli félaga úr Hnefaleikafélagi Reykjaness og tveggja danskra boxklúbba. Ís- lendingarnir unnu alla bardagana sem voru fimm auk einnar inn- byrðis viðureignar Dana. Ljósanótt sett við athöfn í hnefaleikahringnum í Íþróttahúsinu við Sunnubraut Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Yngstu dönsku hnefaleikakapparnir eru tólf ára. Steinþór Jónsson setti Ljósanótt við upphafið á Ljósaboxi. „Hnefaleik- ar eru líka menning“ Reykjanesbær MAUS er meðal átta hljóm- sveita og tónlistarmanna sem koma fram í kvöld á tónleikum fyrir unga fólkið á útisviðinu við Hafnargötu. Tónleikarnir, sem eru liður í Ljósahátíð, hefjast klukkan 18 og lýkur um kl. 22. Menningar- og fjölskylduhá- tíðin Ljósanótt í Reykjanesbæ heldur áfram í dag. Listsýning- ar eru víða um bæinn og í dag bætast nokkrar við. Boðið er upp á sýninar og tónlist í versl- unum og þjónustufyrirtækjum. Þá verða útimarkaður og hluta- veltur á torginu við Sparisjóð- inn í Keflavík. Umhverfisverðlaun Reykja- nesbæjar verða veitt í fyrsta sinn í dag. Verður það gert við athöfn í Listasafni Reykjanes- bæjar í Duus-húsum klukkan 16.30. Á útitónleikunum í kvöld leika Emó, Svitabandið, Ice- berg, Lena, Lokbrá, Guðrún Lísa, Pönkhljómsveitin Æla, Leoncie og Maus. Útitón- leikar fyrir unga fólkið Reykjanesbær LJÓSALAG Reykjanesbæjar 2003 verður útnefnt í kvöld á skemmtun í félagsheimilinu Stapanum í Njarð- vík. Val Ljósalagsins og skemmtunin í kvöld er stærsti einstaki atburður- inn á Ljósanótt í ár, að sögn Stein- þórs Jónssonar, formanns undirbún- ingsnefndar hátíðarinnar. Um 85 lög bárust í sönglagakeppni Ljósanætur og valdi sérstök nefnd tíu lög til að taka þátt í úrslitunum. Lögin hafa verið gefin út á geisla- diski og verða flutt á kvöldskemmt- uninni. Almenningur getur greitt atkvæði um lögin á vefnum Tónlist.is. Gildir niðurstaða atkvæðagreiðslunnar 30% á móti 20% vægi atkvæða gesta á kvöldskemmtuninni og 50% vægi fagnefndar. Unnt er að greiða at- kvæði á Netinu til klukkan 18 í dag. Lögin tíu er fjölbreytt að gerð. Meðal höfunda eru þekktir lagasmið- ir og tónlistarmenn, svo sem Rúnar Júlíusson, Valgeir Guðjónsson, Hera og Magnús Kjartansson svo dæmi séu tekin, en einnig eru í hópnum ungir höfundar. Margir eiga rætur í Bítlabænum Keflavík. Steinþór sagði að í gærmorgun hefðu mörg hundruð manns verið búin að greiða atkvæði. Þá voru níu af tilnefndum ljósalögum í hópi tíu mest spiluðu laganna á Tón- list.is. Jón Ólafsson er tónlistarstjóri keppninnar. Í dómnefninni eru Guð- brandur Einarsson sem jafnframt er formaður ljósalagsnefndar, Gunnar Þórðarson, Árni Sigfússon, Hulda Bjarnadóttir, Helga Sigrún Harðar- dóttir, Þorsteinn Eggertsson og Ragnheiður Eiríksdóttir. Skemmtunin í Stapa hefst klukkan 19.15. Tekið verður á móti matar- gestum með viðhöfn, þar verður Suð- urnesjavíkingurinn Böðvar Gunnars- son og félagar í mótorhjólaklúbbnum Erni mynda heiðursvörð. Ýmis tón- listaratriði verða meðan á borðhaldi stendur og að því loknu verða lögin tíu flutt. Húsið verður opnað fyrir aðra en matargesti klukkan 23 og úr- slitin kynnt fyrir miðnættið. Síðan leikur Bítlavinafélagið fyrir dansi. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Þeir sem keppa til úrslita í Ljósalagskeppninni í kvöld æfðu sig í Stapanum í gær. Sex ára tvíburasystur, Sigríður og Sólborg Guðbrandsdætur, fylgdust af áhuga með þegar Hera Hjartardóttir söng lagið sitt, Dimmalimm. Ljósalagið út- nefnt í kvöld Reykjanesbær TENGLAR ..................................................... www.tonlist.is www.ljosanott.is GULT ljósfar, sýning Birgis Sigurðssonar, verður opnuð að Hafnargötu 2 í Keflavík, á neðri hæð HF-hússins, klukk- an 20 í kvöld, föstudag. Hljóð- verk Odds Garðarssonar er hluti sýningarinnar sem er liður í Ljósanótt í Reykja- nesbæ. Sýningin Gult ljósfar er sú fyrsta af fjórum Ljósfara- sýningum. Hver sýning er sérstakt verk en saman mynda þær eina heild: Gulur, rauður, grænn og blár. Hljóð- verk verður samið fyrir hverja sýningu. „Ljósfarið er farartæki gula ljóssins á ferð þess um himingeiminn, en hefur hér stuttan stans,“ seg- ir í fréttatilkynningu. Sýningin stendur aðeins þessa helgi, verður opin frá 14 til 22 á laugardag og 14 til 18 á sunnudag. Birgir Sig- urðsson sýnir Gult ljósfar Reykjanesbær BÆRINN minn er yfirskrift ljósmyndasýn- ingar sem Salka Björt Kristjánsdóttir, fimm ára Njarðvíkurbúi, opnaði í gær í húsnæði Bókasafns Reykjanesbæjar. Árni Sigfússon bæjarstjóri var meðal þeirra gesta sem skoðuðu sýning- uuna hjá ljósmyndaranum við opnunina í gær. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fimm ára ljósmyndari Reykjanesbær ÞRJÁR björgunarþyrlur varnarliðs- ins og flestir þeirra 65 liðsmanna björgunarsveitarinnar og annarra liðssveita varnarliðsins sem sendir voru með þeim til tímabundinna starfa í Sierra Leone og Líberíu sneru aftur til Keflavíkurflugvallar síðastliðinn mánudag. Þyrlurnar voru fluttar utan með skömmum fyrirvara til Sierra Leone 13. júlí sl. Þar veitti björgunarsveitin liðsmönnum Bandaríkjahers sem önnuðust mat á ástandinu í Líberíu og sendiráðsstarfsmönnum í Monr- ovíu aðstoð og flutning og annaðist auk þess sjúkraflug á meðan á Afr- íkudvölinni stóð. Þyrlurnar komn- ar frá Afríku Keflavíkurflugvöllur LIONSKLÚBBURINN Æsa í Njarðvík hefur starfsárið með fjár- öflun, sölu á svokölluðum „pokapés- um“. Pokapésarnir innihalda plastpoka og plastfilmu. Um leið og Lions- klúbburinn Æsa þakkar stuðning Suðurnesjamanna undanfarin ár eru þeir beðnir að taka vel á móti Lions- konum þegar þær banka upp á á næstunni og bjóða pokapésa til sölu, segir í fréttatilkynningu. Allur ágóði af pokasölunni rennur til líknarstarfa. Sala á pokapés- um að hefjast Njarðvík SAMSÝNING félaga úr Félagi myndlistarmanna í Reykja- nesbæ var opnuð í Svarta pakk- húsinu í gær. Félagar sýna ávallt saman á Ljósanótt. Að þessu sinni taka 36 félagsmenn þátt í sýning- unni. Hjördís Árnadóttir segir að þetta tækifæri sé notað til að sýna hvað mikil fjölbreytni sé í félaginu. Flestar eru myndirn- ar nýlegar og margar unnar á námskeiðum Félags myndlist- armanna en einhverjar eru þó eldri. 36 félagar sýna saman Reykjanesbær ÞRÍR ungir myndlistarnemar opna í dag sýningu á efri hæð Svarta pakkhússins að Hafnar- götu 2 í Keflavík. Rúnar Jóhannesson og Aron Bergmann sýna olíumálverk og Guðmundur Freyr Vigfússon sýnir ljósmyndir. Allir hafa þeir verið nemendur við Mynd- listarskóla Akureyrar og lista- skóla í Flórens á Ítalíu. Sýningin verður opnuð í dag, klukkan 18, og verður opin á laugardeginum frá 13 til 23 og á sunnudeginum frá 13 til 17. Sýna málverk og ljósmyndir Reykjanesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.