Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ EINN allra stærsti urriði sem veiðst hefur seinni árin í Þingvalla- vatni veiddist þar fyrir nokkru. Var þar á ferðinni hængur einn mikill sem vigtaðist 16 pund blóðg- aður. Þorvaldur Egill Sigurðsson, sá er veiddi fiskinn, sagði hann hafa ver- ið 12 ára gamlan samkvæmt upp- lýsingum frá Jóhannesi Sturlaugs- syni fiskifræðingi, en lesa mátti úr tveimur merkjum sem komið hafði verið fyrir á fiskinum. Urriðinn var auk þessa 84 cm langur og 48 cm að ummáli. Þetta var fluguveiddur fiskur, tók svarta Killerpúpu núm- er 8 í hægum vindi, rigningu og 15 gráðu lofthita. Fiskurinn þumb- aðist mest um, en tók þó eina 60 metra roku út í vatn og stökk einu sinni. Hörkuveiði í Straumfjarðará Afar góð veiði hefru verið í Straumfjarðará að undanförnu, og raunar í allt sumar með tilliti til að- stæðna sem oft og lengi voru slæm- ar. Í fyrrakvöld veiddust t.d. 14 laxar á fjórar stangir og fengust laxarnir vítt og breytt um ána. Voru þetta bæði legnir laxar og ný- ir. Yfir 300 laxar eru komnir á land, talsvert meira en allt síðasta sumar og enn um vika eftir af veiðitímanum. Tína upp stórlax í Skógá Smálax sést lítt í Skógá eins og búist var við, enda sleppingin í fyrra ekki til stórræðanna. Hins vegar reytast upp stórlaxar úr gönguseiðasleppingu 2001. Síðasta holl fékk t.d. fimm 9 til 16 punda laxa og hollið sem lýkur veiðum í dag var komið með a.m.k. einn 16 punda þrátt fyrir slæm skilyrði. Bleikjuveiði er jöfn og góð. Sjóbirtingar á ferð Veiðimaður sem var nýverið í Eldvatni í Meðallandi fékk níu fiska á skömmum tíma fyrir skemmstu og samkvæmt upplýsingum frá leigutaka árinnar, Lax-á, voru nokkrir þeirra fiska nýgengnir sjó- birtingar. Eitthvað hafa birtingar verið að skjóta sér í ýmsar ár á Suðurlandi að undanförnu, en þeirra vertíð er að fara af stað. Ný- lega var t.d. holl í Jónskvísl með 7 birtinga auk einhverra staðbund- inna silunga og enn berast tíðindi af skotum af neðsta svæði Gren- lækjar, þar sem áin blandast Skaftá í Veiðiósi. Einn daginn komu þar fimm á land, annan dag sjö og þann þriðja 18 stykki, sem er ekki slæmt á aðeins tvær stangir. Aðrir dagar eru fisklausir. Lítið er enn að ger- ast í Geirlandsá, Hörgsá og víðar, en það eru ár sem eru ofar í vatna- kerfinu og því seinni til. Vel hefur þó veiðst í Hólmunum og Vatna- mótunum í Skaftá. Sigurður Egill Þorvaldsson, Birgir Egill Einarsson, Ilmur Björg Ein- arsdóttir og Hlynur Atli Magnússon hampa urriðanum stóra. Urriðatröll úr Þingvallavatni ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? „VIÐ sjáum ekki vaxtarmöguleika í sauðfjárræktinni, því miður. En það ber að viðhalda henni og skipu- leggja þannig að bændur sem þann búskap stunda geti haft sem bestar tekjur,“ sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á opnum stjórn- málafundi Framsóknarflokksins á Egilsstöðum í gær. Allur þingflokk- urinn sat fyrir svörum á fundinum, utan Kristins H. Gunnarssonar, sem var á ferðalagi um Kára- hnjúkasvæðið með iðnaðarnefnd Al- þingis. „Við erum nú að vinna að fjár- lagafrumvarpi sem gerir ráð fyrir nokkrum tekjuafgangi á ríkissjóði og höfum haldið áfram að treysta stöðu ríkissjóðs og greiða skuldir hans niður“ sagði Halldór. Ríkisstjórnin stefnir að því að selja Símann „Við höfum m.a. selt ríkisfyrir- tæki til þess að ná þessu markmiði og fengið inn milli 50 til 60 millj- arða, en því verkefni er ekki lokið. Við ætlum okkur jafnframt að selja Símann og það verður unnið að því og við munum geta treyst stöðu rík- issjóðs um marga tugi milljarða með þeirri sölu.“ Fyrirspurnir úr sal beindust ekki síst að sjávarútvegsmálum og sagði Hjálmar Árnason, formaður sjáv- arútvegsnefndar Alþingis m.a. að vandinn væri tvíþættur. Það vantaði meiri fisk í sjóinn. „Við erum með Jón Kristjánsson fiskifræðing og vísindamennina á Hafrannsókna- stofnun og þessir aðilar eru að veita ráðgjöf eftir bestu þekkingu og sannfæringu. Vandinn er að vísind- in eru svo ónákvæm og margir þættir sem spila saman. Því eigum við að fá erlend- an þriðja aðila til þess að fara yfir þetta.“ „Því verður ekki á móti mælt að rekin hefur verið velheppnuð byggðastefna á Austurlandi,“ sagði Halldór Ás- grímsson. „Við höfum haldið því fram að þær fram- kvæmdir sem nú eru að fara í gang séu mikilvægastar í því sambandi og það ríkir hér uppgangur og fólksfjölgun. Það hefur verið mótuð stefna um byggðaáætlun fyrir Eyjafjarðar- svæðið, sem lofar mjög góðu og það hefur tekist að styrkja höfuðstað Norðurlands og það svæði verulega í sessi. En við verðum að viður- kenna að ekki hefur gengið nægi- lega vel á norðvestanverðu landinu, Vestfjörðum og ýmsum héruðum í Norðvesturkjördæminu og það hlýt- ur að vera skylda okkar á næstu ár- um að líta mjög til þess svæðis.“ Heimamenn knýja á um vegabætur í fjórðungnum Biðlað var til þingmanna kjör- dæmisins að einhenda sér um vega- bætur um Skriðdal, Þórudalsheiði og Öxi, sem yrði geysileg vegabót og jafnvel bylting fyrir norður-, mið- og suðursvæði fjórðungsins. Þá kom fram að Markaðsstofa Austurlands kannar nú af fullum þunga möguleika á gerð 100 km langs sumarvegar frá Kárahnjúkum inn á Sprengisand. Þá tæki 6 til 7 klst. að aka frá Reykjavík til Aust- urlands. Uppbygging í Norðvesturkjördæmi komi næst, að mati utanríkisráðherra Eygir ekki vaxt- armöguleika í sauðfjárrækt Egilsstöðum. Morgunblaðið. Halldór Ásgrímsson DRAGA má verulega úr banvænum og alvarlegum áverkum á ungum börnum af völdum umferðarslysa með því að börn undir fimm ára aldri snúi baki í akstursstefnu í þar til gerðum bílstólum sem standast gæðakröfur. Í Þýskalandi er mun hærri tíðni alvarlegra áverka barna eins til þriggja ára vegna umferðar- slysa heldur en í Svíþjóð, þar sem börn eru að jafnaði í bílstólum sem snúa baki í akstursstefnu fram til þriggja ára aldurs. Í Þýskalandi hætta börn frekar að sitja í slíkum stólum við eins árs aldur með þeim afleiðingum að mun fleiri börn á þessum aldri slasast alvarlega í um- ferðarslysum heldur en í Svíþjóð. Þetta kom fram á námskeiði Um- ferðarstofu og Árvekni í samvinnu við NTF (sænska umferðarstofnun) um öryggisbúnað barna í bílum. Þar hélt Thomas Carlsson, upplýsinga- og markaðsstjóri NTF, erindi þar sem fram kom að í Svíþjóð er nú lögð mikil áhersla á að foreldrar hafi börn sín í bílstólum sem snúa baki í akst- urstefnu fram yfir fimm ára aldur. Í samtali við Morgunblaðið sagði Carlsson að til þess að stólarnir veiti rétta vörn þurfi þeir að vera í fram- sætinu en það sé því miður í mótsögn við innleiðingu loftpúða í bíla. „Börn í bílstólum fyrir framan loftpúða er hættulegt samsetning. Þannig getur tiltölulega hættulítill árekstur á litlum hraða valdið hættu á dauða barns í bílstól í framsætinu,“ sagði Carlsson. Hann segir að Svíar vilji gera þaðmögulegt að aftengja loftpúðaútbúnað bílsins til þess að hægt sé að setja barnabílstól í fram- sætið. Sú krafa eigi þó erfitt upp- dráttar á alþjóðavettvangi. Þá segir Carlsson að í Svíþjóð sé unnið að því að bílstólar og seljendur þeirra þurfi sérstaka vottun og að seljendur hafi fagþekkingu á því hvenig setja eigi bílstólana rétt í bíl- inn. Það sé allt of algengt að bílstólar séu seldir sem ekki uppfylli kröfur um öryggi og það fari vaxandi að ódýrir og jafnframt óöruggir stólar séu seldir á Netinu, bensínstöðvum, stórmörkuðum og annars staðar þar sem afgreiðslufólk hafi litla eða enga þekkingu á bílstólum og meðhöndlun þeirra í bílum. Hægt að draga úr alvarlegum áverkum um 90–95% Dr. Maria Krafft, aðstoðaryfir- maður umferðaröryggisrannsókna hjá tryggingafélaginu Folksam, hélt einnig erindi á námskeiðinu og í samtali við Morgunblaðið sagði hún að rannsóknir á bílslysum og athug- anir á tilraunastofum sýndu að hægt væri að draga úr alvarlegum áverk- um á börnum vegna umferðarslysa um 90-95% með því að láta bílstólinn snúa baki í akstursstefnu miðað við að börnin snúi fram. „Við getum sagt að það sé fimm- falt meiri hætta á lífshættulegum og alvarlegum áverkum ef þú breytir stöðu eins eða tveggja ára barns úr því að snúa bakinu í akstursstefnu í að snúa fram. Í flestum löndum Evr- ópu er það gert strax við eins árs ald- ur en í Svíþjóð er það yfirleitt gert við þriggja ára aldur,“ sagði Krafft. Að sögn Krafft er krafan um vott- un bílstóla og seljenda líka til að koma í veg fyrir ranga notkun bíl- stóla. „Það er óhætt að fullyrða að mjög víða eru bílstólar notaðir á rangan hátt. Því er mikilvægt að for- eldrar fái réttar leiðbeiningar þegar þeir kaupa bílstól um það hvernig eigi að setja hann í bílinn. Það er ekki málið að foreldrar hafi ekki áhuga á að tryggja öryggi barnanna, þeir verða að hafa þekkingu til þess og vita hvernig á að koma bílstólum fyrir á réttan hátt.“ Draga má verulega úr alvarlegum áverkum Morgunblaðið/Jim Smart Thomas Carlsson, upplýsinga- og markaðsstjóri NTF, og dr. Maria Krafft, aðstoðaryfirmaður umferðarslysarannsókna hjá Folksam. Sænskur sér- fræðingur segir að huga þurfi að öryggisbúnaði barna í bílum FULLTRÚAR atvinnulífsins og Há- skólans í Reykjavík undirrituðu í gær sk. „bandamannasamning“ um auknar rannsóknir og kennslu innan skólans á sviði nýsköpunarfræða. Undirritunin var liður í afmælishátíð skólans en fimm ár eru frá því hann var settur í fyrsta sinn. Bandamenn skólans eru: Eimskip, Íslandsbanki, Landssíminn, Orku- veita Reykjavíkur, Sjóvá-Almennar, Skeljungur og VÍS. Samningurinn gildir til tveggja ára og leggja fyr- irtækin skólanum til 42 milljónir króna á samningstímabilinu sem eiga að nýtast í rannsóknir og kennslu í nýsköpunarfræðum, sem fyrr segir. Að sögn Hönnu Katrínar Friðriksson, framkvæmdastjóra HR, er þetta í annað sinn sem skól- inn gerir bandamannasamning við fulltrúa atvinnulífsins. Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköp- unar- og frumkvöðlafræðum sem kynnt var á afmælishátíð skólans í Salnum í Kópavogi í gær verður m.a. ætlað að veita ráðgjöf aðilum sem vilja efla nýsköpunar- og frum- kvöðlastarfsemi á Íslandi. Dr. Rögn- valdur J. Sæmundsson mun stýra starfi rannsóknamiðstöðvarinnar. Rannsóknastofnun í auðlindarétti á að vera miðstöð þekkingar á sviði auðlindaréttar og á m.a. að veita þjónustu og ráðgjöf um lagaleg atriði er varða nýtingu og vernd náttúru- auðlinda. Davíð Þór Björgvinsson prófessor mun stýra stofnuninni. Morgunblaðið/Þorkell HR undirritar „bandamannasamning“ Tryggir skólan- um 42 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.