Morgunblaðið - 16.09.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 16.09.2003, Síða 1
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Djúpt borað Í rannsóknarborun við Hágöngulón verður borað allt niður á 2.400 metra en í 5.000 metra í djúpborun. „HELSTI ávinningurinn er fimm- til tíföld aflaukning úr hverri holu, úr kannski fimm megavöttum í 50 megavött, og hugsanlega margföld orku- upptaka úr jarðhitasvæðum sem eru í vinnslu, til dæmis úr 100 megavöttum í 300 mega- vött,“ segir Guðmundur Ómar Friðleifsson, jarðfræðingur á Orkustofnun, um djúpborun á Íslandi. Guðmundur Ómar Friðleifs- son fór fyrir þeim sem kynntu íslenska djúpborunarverkefn- ið á ráðstefnu Jarðhitafélags Íslands gær. Hugmyndin felst í því að bora 5 km djúpar holur eftir um 400 til 600 gráða jarð- hita og samkvæmt hag- kvæmniathugun er þetta hægt. Kostnaður vegna einnar holu er um 20 milljónir dollara, um 1,6 milljarðar króna, og er hægt að hefja framkvæmdir eftir um tvö ár verði ráðist í fjármögnun í haust, en verk- efnið getur gagnast öllum jarð- hitasvæðum heims. Tólf bor- holustöðum á Reykjanesi, Nesjavöllum og Kröflusvæð- inu hefur verið forgangsraðað, en framhaldið er hjá orkuveit- unum. Borun vísindaholu tek- ur um átta mánuði, en jafnvel sé verið að tala um þrjár holur og verkefni sem taki allt að fimmtán ár, en þá yrði kostn- aður um 60 til 70 milljónir doll- ara.  Margföld/10 Djúpboranir eftir jarðhita gætu valdið byltingu Allt að tíföld aukning á afli úr hverri holu Að slá í gegn í Tívolíi Best varðveitta leyndarmál Norðurlanda sveik engan Fólk 44 STOFNAÐ 1913 250. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Frumkvöðull heiðraður Minningartónleikar um dr. Victor Urbancic í Salnum Listir 21 Handboltinn að hefjast Nýtt keppnisfyrirkomulag reynt í vetur Íþróttir 38 COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heilsar ættingjum fólks sem lét lífið í eiturgasárás á bæinn Halabdja í Kúrdahéruðunum í N-Írak í marz 1988. Powell hitti fólkið í gær við minnismerki sem reist var yfir fjöldagröf fórnarlamba árásarinnar, sem Íraksher gerði og talið er að hafi kostað allt að 5.000 manns lífið. Powell fékk hlýjar móttökur; fólk- ið hrópaði m.a.: „Frelsarar okkar eru velkomnir.“ Reuters Powell fagnað í Halabdja Lögreglan vongóð BÚIÐ er að yfirheyra nokkurn hóp fólks í tengslum við morðið á utanríkisráðherra Svíþjóðar, Önnu Lindh, í liðinni viku en öllum hef- ur verið sleppt á ný, að sögn fréttavefjar blaðsins Dagens Nyheter í gær. Hnífurinn, sem morðinginn notaði, var sendur til Bretlands í fyrrinótt með hrað- boða, en þar á að beita nýjustu tækni til að leita að og rannsaka lífssýni á honum. Ekki fundust nein fingraför á vopninu. Myndum af upptöku úr örygg- ismyndavél í versluninni, þar sem Lindh var myrt, hefur verið dreift til lögreglu í mörgum löndum. Blaðið hefur eftir talsmönnum lögreglu að ekkert sé hægt að full- yrða um það hvort maðurinn sé enn í Svíþjóð. Miklar vonir séu bundnar við að upplýsingar frá al- menningi muni leiða til handtöku.  Athyglin/14 Leitin að morðingja Önnu Lindh AÐEINS þriðjungur yfir- stjórnar Landspítala – há- skólasjúkrahúss er ánægður með vinnuandann á sjúkra- húsinu, að því er fram kemur í könnun sem Vinnueftirlitið hefur unnið í samstarfi við læknaráð LSH á starfsum- hverfi lækna við stofnunina. Meðal sérfræðinga eru 16% ánægð með vinnuandann og 13% aðstoðar-/deildarlækna. Að sögn Kristins Tómas- sonar, yfirlæknis hjá Vinnu- eftirlitinu, er það verulegt áhyggjuefni að óánægja er með skipulag vinnunnar á hverri deild. Þá komi á óvart að upplýsingaflæði á spítalan- um í heild sé ekki fullnægj- andi, þriðjungur yfirmanna sé ánægður með það, 10% sér- fræðinga og 8% aðstoðar-/ deildarlækna. Óánægja í starfi á LSH  Upplýsingaflæði innan/6 Mikill skortur á upplýsingaflæði samkvæmt könnun meðal 571 læknis er af sömu gerð og kerfið í Flórída sem dró að sér heimsathygli er at- kvæði voru talin í forsetakosning- unum árið 2000, væri óáreiðanlegt og kynni að bjaga úrslitin. Áfangasigur fyrir Davis Með úrskurðinum, sem tekur að óbreyttu gildi að loknum sjö daga kærufresti, er fyrri ákvörðun neðra dómstigs hnekkt, en sam- kvæmt henni skyldi kosningunum haldið til streitu þrátt fyrir fjölda kærumála, sem stuðningsmenn nú- verandi ríkisstjóra, demókratans Grays Davis, standa að. Það voru repúblikanar sem áttu frumkvæði að því að nógu mörgum undir- skriftum var safnað til að lög byðu að boðað skyldi til kosninga þar sem spurt yrði hvort afturkalla ætti embættisumboð Davis og kjósa nýjan ríkisstjóra. 133 fram- bjóðendur hafa gefið kost á sér. ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Kaliforníu úrskurðaði í gær að end- urteknum kosningum um embætti ríkisstjóra Kaliforníu, sem fyrir- hugað var að færu fram hinn 7. október nk., skyldi frestað. Rökin sem dómstóllinn, sem var skipaður þremur dómurum, færði fyrir þessari niðurstöðu snúa að- allega að því að atkvæðagreiðslu- kerfið, sem enn er notað í sumum kjördeildum, sé gallað. Kerfið, sem Dómur frestar kosn- ingum í Kaliforníu Los Angeles. AFP. Framfara- flokkur og SV vinna á NORSKI Verkamannaflokkurinn heldur stöðu sinni sem stærsti flokkur Noregs samkvæmt út- gönguspám í gærkvöldi, en sveit- ar- og héraðsstjórnarkosningar fóru fram þar í landi í gær. Samkvæmt spám norska ríkis- útvarpsins NRK fékk Verka- mannaflokkurinn alls um 26% at- kvæða. Hægriflokkurinn kom næstur með rúm 19%, en Fram- faraflokkur Carls I. Hagens festi sig í sessi sem þriðji stærsti flokk- ur landsins, með yfir 15% fylgi. Stjórnarandstöðuflokkur vinstri sósíalista, SV, vann líka mikið á og fékk nú um 14%. Sveitarstjórnar- kosningar í Noregi EINN æðstu manna brezku leyniþjónustunnar bar í gær fyrir Hutton-nefndinni svokölluðu, sem rannsakar tildrög andláts brezka efnavopnasérfræð- ingsins Davids Kellys, að umdeild fullyrðing um að Írakar gætu beitt gereyðingarvopn- um á innan við 45 mínútum hefði ver- ið „áreiðanleg“. Sir Richard Dearlove, yfirmað- ur utanlandsleyniþjónustunnar MI6, gaf þennan vitnisburð í óvæntri fjarfundaryf- irheyrslu Hutton-nefndarinnar, sem hóf í gær vitnaleiðslur á ný eftir ellefu daga hlé. Kom fram að varnarmálaráðherranum Geoff Hoon hefði verið stefnt fyrir nefndina á ný í næstu viku, þar sem hann verður krafinn frekari skýringa á þætti sínum í því að nafn Kellys var opinberað sem heimild- armanns fréttar BBC sem kom fárinu af stað sem endaði með sjálfsvígi Kellys. Hitnar undir ráðherranum Að Hoon skuli kallaður aftur til yfir- heyrslu ýtir undir orðróm um að hann kunni að hljóta sömu örlög og Alastair Campbell, almannatengslastjóri Blairs for- sætisráðherra, sem sagði af sér strax eftir að fyrstu vitnaleiðslulotunni lauk fyrir hálf- um mánuði. Campbell á líka að mæta aftur. Í gær kom einnig Greg Dyke, fram- kvæmdastjóri BBC, fyrir nefndina og svar- aði spurningum um hina hörðu rimmu sem forsvarsmenn BBC áttu við Campbell og fleiri talsmenn stjórnarinnar um fréttina sem kom fárinu af stað. Dyke varði vinnu- brögð fréttamannsins Gilligans og að stjórnendur á BBC skyldu hafa ákveðið að draga fréttina ekki til baka. Íraks- skýrsla varin Lundúnum. AFP. Hoon aftur fyrir Hutton- nefndina í næstu viku Dómarinn Hutton lávarður hóf í gær nýja lotu vitnaleiðslna. AP ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.