Morgunblaðið - 16.09.2003, Síða 7
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 7
LÍFSÝNARANNSÓKNIR eiga að
gefa af sér nauðsynlegar upplýsing-
ar í þágu almennings en ekki vera
byggðar upp sem gróðastarfsemi.
Þetta segir David Winickoff, aðstoð-
arlektor við John F. Kennedy School
of Government við Harvard-háskóla,
sem hélt erindi á vegum Mannvernd-
ar nú á dögunum.
„Ákjósanlegast væri ef fólk gæfi
blóð og læknisfræðilegar upplýsing-
ar til aðila að eigin vali. Þeim aðilum
bæri síðan skylda til að láta almenn-
ing njóta góðs af þeim rannsóknum
sem fram færu,“ segir Winickoff. „Ef
lífsýnarannsóknir væru byggðar upp
á slíkan hátt, skref fyrir skref, myndi
það laða að bæði rannsóknarmenn
og fjárfesta. Koma ætti upp sér-
stakri nefnd um slíkar rannsóknir
sem semdi um sameiginlegan eign-
arrétt á þeim uppgötvunum sem þær
leiddu í ljós. Þetta myndi einnig
hjálpa til við að fjármagna uppbygg-
ingu rannsókna.“
Ofangreindar hugmyndir voru
meðal þess efnis sem Winickoff
kynnti Íslendingum í erindi sínu um
nýjar leiðir við lífsýnarannsóknir og
rekstur lífsýnabanka. Telur hann að
hér hefði getað blómstrað iðnaður á
sviði slíkra rannsókna, en segir að sú
einokun deCODE sem hér virðist
ríkja hafi útilokað slíkt. Hvað varðar
lífsýnarannsóknir framtíðarinnar
segir Winickoff: „Það er mikilvægast
að upplýsa fólk nánar um það sem
fram fer í lífsýnarannsóknum víða
um heim í dag. Á slíkum rannsókn-
um eru margir vankantar sem fólk
veit ekki af. Við erum á leið inn í tíma
þar sem líkaminn er lagður til jafns
við veraldlegar eignir eins og geisla-
diska og þvíumlíkt. Fólk verður að
fylgjast vel með og afla sér upp-
lýsinga, annars heldur óæskileg
starfsemi lífsýnarannsókna áfram.
Það getur leitt til enn meiri misnotk-
unar sem er mjög alvarlegt. Þetta
verður fólk að hafa í huga og hugsa í
þessu sambandi til framtíðar og
komandi kynslóða.“
Lífsýnarannsóknir
í þágu almennings
Íslendingar höfðu tækifærið,
segir bandarískur lektor
ÞAÐ var fremur kalt víða um land í
gærmorgun og margir töluðu um
fyrsta „alvöru“ haustdaginn þar
sem notast varð við vettlinga og
jafnvel húfu. Veðrið var þó fallegt
yfir daginn og sólin skein og vindur
lét vera að blása. Það var því kjörið
veður til að lesa Morgunblaðið úti
við og það gerði þetta par í miðbæ
Reykjavíkur.
Morgunblaðið/Ásdís
Lesið undir haustsól
!
"
#
$
% &
$ &
'
(
) %
&
! * +
* ,
&
* -
* (
%
* .
#
#
!!
// $ #0/
"
12 '
01344#/4344
, 352444
!"#$ %
& ' !"#$""
() Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur
eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi
innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 15. september
2003, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. september 2003 og önnur
gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. september
2003 á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi,
launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi
þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri
tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af
skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, búnaðargjaldi, iðgjaldi í Lífeyrissjóð bænda,
vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum,
aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan
tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjaldi,
fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, sem eru:
Tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur
eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og
iðnaðarmálagjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í
framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar
barnabætur, ofgreiddur barnabótaauki og ofgreiddar vaxtabætur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum
eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar
kann að leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir
gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er
1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru
gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald,
afdreginn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð
án frekari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt eiga von á
að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga
frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 16. september 2003.
Tollstjórinn í Reykjavík
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á Ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
Gjaldheimta Vestfjarða
Gjaldheimta Austurlands
Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum