Morgunblaðið - 16.09.2003, Page 36

Morgunblaðið - 16.09.2003, Page 36
DAGBÓK 36 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Arnarfell kemur í dag, Lutador fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Fataúthlutun þriðjudaga kl. 16–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, kl. 10 jóga kl. 13 postulínsmáln- ing. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinnustofan op- in, kl. 9–12.30 bók- band, kl. 9 leikfimi, kl. 9.30 dans, kl. 9.45 boccia, kl. 13–16.30 opin smíðasstofa, kl. 20.30 línudans. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9– 16 handavinna, kl. 10– 11.30 sund, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist, kl. 9– 16.30 púttvöllurinn opinn. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustof- an, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10–13 opin versl- unin, kl. 13.30 mynd- band. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ. Félagsstarfið verður í vetur á þriðju– og fimmtudögum kl. 13– 16. Bókbandsnámskeið hefst 4. október. Tréskurðarnámskeið hefst 11. sept. Spænskukennsla hefst 16. sept. Lesklúbbur hefst 11. sept. Línu- dans hefst 22. sept. Postulínsmálun, fyrra námskeið, verður 15., 22. og 29. sept. og seinna námskeið verður 3., 10. og 17. nóv. Kór eldri borgara, Vorboðar, byrjar vetrarstarfið 11. sept. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16 opin vinnustofa, tré- skurður og postulín, kl. 10–11 leikfimi, kl. 12.40 verslunarferð. Bókabíllinn kl. 15– 13.45. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 12.50 leikfimi karla, kl. 13. málun. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9. Frjáls prjónastund. Pútt og biljardsalirnir opnir alla daga til kl. 16. Leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.30, brids kl. 13, handavinna kl. 13.30. Púttæfingar á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Skák í dag kl. 13. Miðvd.: Göngu-Hrólfar ganga frá Glæsibæ kl. 10. Síðdegisdans mið- vikud. kl. 14.30–16.30 Kaffi spjall, dans. Hljómlistarmaðurinn Sighvatur Sveinsson stjórnar og leikur fyr- ir dansi. Helgi Seljan skemmtir. Kaffi og kökur. Áætlað er að hafa námskeið í tréút- skurði á laugardögum. Skráning á skrifstofu FEB, s. 588 211. Gerðuberg, félags- starf. 9–16.30, vinnu- stofur opnar m.a. gler- skurður, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13 boccia. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 14 ganga, kl. 19 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin frá kl. 9–17 virka daga. Hraunbær 105. Kl. 9 postlínsmálun og gler- skurður, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 myndlist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–10 boccia, kl. 9– 16.30 opin handa- vinnustofa, kl. 13.30 helgistund. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7. Kl. 9 skinnasaumur, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.15–16 postulíns- málun, kl. 10.15–11. 45 enskukennsla, kl. 13– 16 spilað og búta- saumur. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 gler- skurður og morg- unstund, kl. 10 leik- fimi, kl. 13 handmennt og postulínsmálning, kl. 14 félagsvist. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Bláa saln- um kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldraðra í Kópavogi. Leikfimi kl. 11.20 í Digraneskirkju. FEBK. Brids spilað kl. 19 í Gjábakka. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði á mið- vikudögum kl. 20. ITC-deildin Irpa, fundur í kvöld að Hverafold 3–5 kl. 20. Öldungaráð Hauka Fundur á Ásvöllum á morgun kl. 20. Í dag er þriðjudagur 16. sept- ember, 259. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Hver er sá, sem sigrar heiminn, nema sá sem trúir, að Jesús sé sonur Guðs? (I. Jh. 5, 5.)     Steinunn Þóra Árna-dóttir skrifar á vef Ungra vinstri grænna, uvg.vg, og fjallar um deil- ur um framtíð „frírík- isins“ Kristjaníu í Kaup- mannahöfn.     Stuðningsmenn Krist-janíu segja hana dásamlega vin í miðri stórborginni, þar sem anarkismi og umburð- arlyndi ríkja. Hún veiti mannsandanum mik- ilvægt frelsi til að blómstra og sé börnum öruggt umhverfi,“ skrifar Steinunn Þóra. „Það er nákvæmlega þessi fjöl- breytileiki og þetta frjáls- lyndi sem er eitur í bein- um þeirra sem loka vilja fríríkinu. Að þeirra mati er sá skortur á reglufestu, sem öðru fremur einkenn- ir Kristjaníu, höf- uðmeinsemd sem ber að uppræta. Höfnun íbúanna á ýmsum þáttum borg- aralegs gildismats ýtir undir fordóma og sögur af hvers kyns ólifnaði og glæpastarfsemi. Og al- kunn hassnotkun íbúanna eykur enn á vandlæt- inguna.“     Áfram heldur Steinunn:„Deilan um framtíð Kristjaníu snýst að veru- legu leyti um það að hvaða marki samfélagið umberi eða jafnvel við- urkenni notkun kannabis- efna. Um langt skeið hef- ur slík neysla verið litin talsvert öðrum augum í Danmörku en til að mynda hér á landi. Óhætt er að fullyrða að þorri fólks hafi litið hassneyslu öðrum augum en notkun harðari fíkniefna. Aðförin að Kristjaníu er því öðr- um þræði tilraun til að draga úr þessu umburð- arlyndi.“ Loks segir Steinunn Þóra að þau sjónarmið sem takist á í deilunum um framtíð fríríkisins séu viðameiri og hafi skír- skotun til miklu fleiri en íbúanna sjálfra, þ.á m. Ís- lendinga. „Í þessu máli takast á sjónarmið þeirra sem trúa á mátt fjölbreyti- leikans og samfélag sem þolað getur ólíkan lífsstíl íbúanna annars vegar, en hins vegar þeirra sem kalla á straumlínulögun samfélagsins á grundvelli millistéttargilda. Krafa dönsku ríkisstjórnarinnar er einföld, að allir séu steyptir í sama mót. Það er því full ástæða fyrir frjálslynt fólk á Íslandi að fylgjast grannt með fram- vindu mála í Kristjaníu næstu mánuðina.“     Þetta eru athyglisverðsjónarmið, en hvað þýða þau fyrir íslenzkan veruleika? Segjum sem svo að hópur fólks legði undir sig yfirgefin fisk- vinnsluhús við Reykjavík- urhöfn og stofnaði sam- félag „anarkisma og umburðarlyndis“, þar sem hassreykingar væru m.a. hluti af daglegu lífi. Væri það að mati UVG bara leiðinda „straumlínulögun á grundvelli millistétt- argilda“ ef lögreglan upp- rætti þetta samfélag? STAKSTEINAR Kristjanía og umburðarlyndið Víkverji skrifar... HANN er alveg rosalegaeinfaldur þessi,“ segir ágætur sessunautur við Víkverja og fær sér stóran bita af pylsunni. Drekkur með henni kók. Þeir sitja við gluggann í sjoppu eftir léttan fótbolta með félög- unum í hádeginu og seðja sárt hungrið. Maðurinn, sem sessunauturinn er að tala um, er rétt genginn út úr sjoppunni og sestur inn í bíl sinn handan við rúðuna. Hann er nýr í hópnum og Víkverji þekkir hann sama og ekkert. Veit ekki til þess að sessunauturinn geri það heldur. Það er naumast, hugsar Víkverji með sér og horfir undrandi á sessu- naut sinn. Hvernig getur hann sleg- ið þessu föstu – fellt svona dóm – án þess að þekkja manninn? Sessu- nauturinn sem er svo prúður að jafnaði og kurteis á alla kanta. Þessi ummæli eru honum ekki lík. En kappinn er ekki hættur. Öðru nær. „Hann er einfaldari en þú,“ heldur hann svellkaldur áfram og fær sér gúlsopa af kókinu. Það hvorki dettur af honum né drýpur. Eins og hann sé að tala um veðrið. Víkverja fellur allur ketill í eld. „Einfaldari en þú!!!!!!?“ Hvað á mað- urinn við? Víkverji horfir til skiptis á sessunautinn og sparkandann sem bakkar nú bíl sínum út úr stæði fyrir framan sjoppuna. Það getur ekki verið gott – að vera einfaldari en Víkverji. Tónninn er þannig. x x x HVAÐ er á seyði? Er Víkverji ein-hver mælikvarði á einfeldni manna? Er það á allra vitorði? Hvers vegna er honum ekki kunn- ugt um þetta? Eru það tíðindi að þessi maður sé einfaldari en Vík- verji? Hundrað hugsanir fljúga gegnum hugann. Sjálfsálitið hrapar. Víkverji er bókstaflega í lausu lofti. Og sessunauturinn? Hann bara tyggur pylsuna, teygar kókið. Eins og ekkert hafi í skorist. Er ekki hægt að ljóstra sannindum af þessu tagi upp með varfærnari hætti? Þarf að skella þessu fram – sísona – í einhverri sjoppu úti í bæ? Hverslags mann- vonska er þetta eiginlega? x x x EN í sjálfsmati þessumiðju sér Víkverji skyndilega til lands. „Hann sparkar hreinlega ekki með hægri,“ botnar sessunauturinn. Bingó! Víkverji hraðspólar til baka. Hægri! Hægri! Hægri! Dásamlegt orð! Orðið „einfaldari“ var þá aldrei notað, heldur orðið „einfættari“. „Hann er alveg rosalega einfættur þessi. Hann er einfættari en þú,“ hafði þá sessunauturinn sagt í upp- hafi. Hann var þá með hugann við sparklegt atgervi. Ekki vitsmuni. Þvílíkur léttir. Víkverji tekur gleði sína umsvifa- laust á ný og vonast til að endur- heimta sjálfstraustið fljótlega líka. Sem snöggvast var honum þó raun- verulega brugðið. Hún getur verið kyndug, mis- heyrnin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Litlu munaði að pylsan stæði í Víkverja. Kameldýr – úlfaldar NOKKUÐ er um – eins og t.d. nýlega í útvarpsþættin- um „Út um græna grundu“ – að enska orðið camel sé ranglega þýtt sem kamel- dýr. Kameldýr eru sam- kvæmt íslenskri hefð sér- stök tegund af úlfalda (baktríuúlfaldi) sem hefur tvo hnúða á baki og lifir taminn og villtur á svæðinu frá Kína til Írans. Hin teg- undin er í Norður-Afríku og vestast í Asíu og eingöngu til tamin. Þetta er hinn svo- kallaði drómedari og þekk- ist á einum hnúð á baki. Samheiti beggja tegund- anna er úlfaldi og kameldýr eru ekki til á Sínaískaga eða í Egyptalandi. Kannski villir suma myndin af úlfaldanum (drómedari) á vindlinga- pökkunum og orðinu Camel sem á ensku nær yfir báðar úlfaldategundirnar. Til gamans má svo geta þess að orðið úlfaldi er upphaflega gamalt fílsheiti, elephantus, sem hefur færst á milli teg- unda. Vigfús Ingvar Ingvarsson. Ósammála gagnrýni MIG langaði til að mótmæla þeirri gagnrýni sem þáttur- inn 70 mínútur hefur fengið hér í Velvakanda. Það hefur greinilega farið fyrir brjóst- ið á einhverjum dýravinum og öðrum kvenkynsáhorf- endum að þáttastjórnendur voru að meðhöndla eitt- hvert kattarkvikindi og áttu víst að hafa verið að mis- þyrma blessuðu dýrinu. Ég ætla ekki að segja neitt um það hvort mér finnist þetta rétt eða rangt. Það er verið að framkvæma mun verri hluti í þeim heimi og í því landi sem við lifum í í dag. Ég hef séð villiketti og önnur villt dýr sem ekið hefur verið á. Ekki dettur mér í hug að skrifa um það í blaðið. Sumir drekkja kett- lingum. Aðrir láta svæfa dýrin sín. Í Reykjavík eru margir atvinnulausir og á götunni af því það er verið að spara í heilbrigðiskerfinu og vel- ferðarkerfinu. Ég gæti nefnt tugi voðaverka sem við íbúar Íslands verðum vitni að reglulega en þessi klausa hér endist ekki til þeirra skrifa. Í popp-tíví í 70 mínútum var dýrið ekki einu sinni drepið. Þetta svokallaða voðaverk sem þeir Sveppi, Auddi og Simmi áttu að hafa framið er ekki eins rangt og það sem er gert á landinu daglega. Mér finnst persónulega að fólk ætti að hugsa sig tvisvar um áður en það dæmir eitthvað sér- staklega. Þátturinn 70 mínútur á popp-tíví er hin besta skemmtun og eiga þátta- stjórnendur hrós skilið fyr- ir frábæran þátt og frábær atriði. Allar viðkvæmar sálir og allir dýravinir geta bara horft á „the animal planet“ ef fólk þolir ekki smá grín. Lengi lifi popp-tíví og 70 mínútur. Tryggvi Rafn Tómasson, háskólanemi. Tapað/fundið Nokia týndist í Kópavogi MÁNUDAGINN 8. sept- ember sl. tapaðist Nokia 3310-sími í svörtu hulstri (áritaður á bakhliðinni) í eða við Kársnesskóla eða á leið að Huldubraut. Finn- andi vinsamlega hafi sam- band í síma 554 5582 eða komi honum á skristofu skólans. Fundarlaun. Svart hjól týndist SVART Gary Fisher-hjól hvarf úr bakgarði við Nes- haga í Vesturbæ 11. sept- ember sl. Því fylgdi lás og nýlegur hnakkur. Þeir sem kannast við að hafa séð hjól- ið eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 861 5222 eða 564 0198. Budda í óskilum LÍTIL peningabudda fannst í Laugardalnum. Upplýsingar í síma 864 2228. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís LÁRÉTT 1 harmur, 4 glæpamenn, 7 niðra, 8 nothæfan, 9 nægileg, 11 einkenni, 13 kviður, 14 gróða, 15 leiðsla, 17 bjartur, 20 eldstæði, 22 hæfileik- inn, 23 ábreiða, 24 úr- komu, 25 hæð. LÓÐRÉTT 1 álíta, 2 þykja vænt um, 3 svelgurinn, 4 hrúgu, 5 þukla á, 6 dreg í efa, 10 espast, 12 happ, 13 blaður, 15 vökvi, 16 tigin, 18 garpur, 19 byggi, 20 klettanef, 21 mikil mergð. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 handleika, 8 korði, 9 dugga, 10 gái, 11 loðna, 13 reiða, 15 skref, 18 ókátt, 21 ugg, 22 gisin, 23 efast, 24 hafurtask. Lóðrétt: 2 afræð, 3 deiga, 4 endir, 5 kaggi, 6 skál, 7 vafa, 12 nýr, 14 eik, 15 segl, 16 efsta, 17 fundu, 18 ógert, 19 árans, 20 titt. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.