Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BOÐA HLUTHAFAFUND Stjórn Sjóvár-Almennra trygg- inga hefur borist krafa frá Íslands- banka um að halda hluthafafund þar sem tillaga verði borin upp um breytingar á samþykktum félagsins. Verður hluthafafundur haldinn fyrir 10. október. Besta kornuppskeran Kornuppskeran hefur sennilega aldrei verið meiri hérlendis en í ár, en áætlað er að skorið hafi verið upp af 2.500 hekturum og uppskeran af byggi sé 8 til 10 þúsund tonn. Annist sjálfir innra öryggi Utanríkisráðherra bráðabirgða- stjórnarinnar í Írak, Hoshyar Zeb- ari, sagði í blaðaviðtali í gær að rétt væri að Írakar sæju sjálfir um að koma á öryggi í landinu. Hins vegar ættu hermenn Bandaríkjamanna og Breta að tryggja að önnur ríki réð- ust ekki inn í landið eða blönduðu sér í innri málefni þess. Bandaríkja- menn hyggjast senda allt að 15.000 manna liðsauka til Íraks á næstunni en fátt bendir til þess að ríki Sam- einuðu þjóðanna verði við beiðni George W. Bush Bandaríkjaforseta um að senda fleiri hermenn á vett- vang. Skuldbindingar í fullu gildi James I. Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, segir það aldrei hafa komið til greina að falla frá varnarsamningnum eða breyta honum með einhverjum hætti. Varn- arskuldbindingar Bandaríkjanna frá 1951 séu enn í fullu gildi. Gagnrýnir ráðuneytið Forstjóri Vinnumálastofnunar gagnrýndi harkalega framkomu fjármálaráðuneytisins vegna At- vinnuleysistryggingasjóðs í ræðu sinni á ársfundi stofnunarinnar í gær. Ekkert tillit hafi verið tekið til tillagna stjórnar sjóðsins. Fyrsta flugið frá Japan Um 250 japanskir ferðamenn komu til Íslands í fyrsta beina flugi milli Íslands og Japans. Eyþór Ein- arsson, framkvæmdasjóri fyrirtæk- isins K.K. Viking í Japan, segir að gamall draumur sé að rætast. TÚN – tómstunda- og menningarhús á Húsavík Forstöðumaður Staða forstöðumanns Túns, tómstunda- og menningarhúss fyrir 16 ára og eldri, er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% stöðu og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Starfsreynsla með unglingum eða vinna í félagsmiðstöðvum æskileg. Leitað er að aðila, sem á gott með að umgangast fólk, hefur starfað sjálfstætt og er hugmyndaríkur. Umsóknarfrestur er til 7. október 2003. Upplýsingar um starfið veitir tómstundafulltrúi Húsavíkurbæjar, Sveinn Hreinssson, á skrifstofu bæjarins á Ketilsbraut 7—9, Húsavík, og í síma 464 6100. Rekstrarnefnd Túns, tómstunda- og menningarhúss. Húsavík er 2.500 manna bæjarfélag, þar er öflugt félags- og menn- ingarlíf. Aðstæður til uppeldis barna hinar ákjósanlegustu, vega- lengdir engar. Í bænum er framhaldsskóli, grunnskóli, tveir leikskólar, tónlistarskóli og öflug heilbrigðisstofun (sjúkrahús og heilsugæsla) auk allrar almennrar þjónustu. Tannlækningastofa Tannlæknir eða aðstoðarmaður tannlæknis óskast á tannlækningastofu í 40—50% starf. Vinnutími er 3—4 dagar í viku eftir hádegið. Áhugasamir leggi inn umsóknir til auglýsinga- deildar Mbl. merktar: „T — 14244, f. 3. októ- ber. Vanur sveinn/meistari Hárgreiðslustofan Supernova óskar eftir vön- um sveini eða meistara í fullt starf. Áhugasamir hafi samband við Ásgeir í síma 692 1213 eða 511 1552. Stýrimaður Stýrimann vantar á 100 tonna bát frá Vestmannaeyjum Upplýsingar í s 852 2435 og 892 1148 Sunnudagur 28. september 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 9.448  Innlit 18.486  Flettingar 81.119  Heimild: Samræmd vefmæling Sunnudagur 28. september 2003 Morgunblaðið/Ásdís Með lögum skal land byggja Steinar Berg Ísleifsson tók af- drifaríka ákvörðun eftir þrjátíu ára starfsferil sem útgefandi er hann keypti jörð og sneri sér að tónlistartengdri ferðamennsku. Hann sagði Árna Matthíassyni frá ævintýralegum og oft stormasömum starfsferli. „Ganga á Zugspitze er á allra færi sem eru ágætlega fótvissir og ekki lofthræddir“/10 Tjáning náttúrunnar Hin mörgu andlit bergsins Grillað í góðra vina hóp að hætti Kóreubúa Prentsmiðja Morgunblaðsins Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 42 Af listum 24 Þjónusta 43 Listir 24/27 Dagbók 44/45 Forystugrein 28 Krossgáta 46 Reykjavíkurbréf 28 Auðlesið efni 47 Skoðun 30 Leikhús 48 Þjóðlífsþankar 33 Fólk 48/53 Hugvekja 35 Bíó 50/53 Kirkjustarf 35 Ljósvakar 54 Minningar 36/41 Veður 55 * * * ÞEIR voru hressir sjómennirnir Valdimar og Geir þegar þeir voru að landa fiski úr báti sínum í Akraneshöfn. Fiskurinn var vænn og veðurblíðan hafði þau áhrif að allir virtust ánægðir með sinn hlut. Þó haustvindar séu farnir að blása geta hvorki sjómenn eða aðrir lands- menn kvartað yfir veðrinu. Um helgina er spáð mildu og hægu veðri. Hiti verður alls staðar yfir frostmarki. Morgunblaðið/Ásdís Hressir við löndun í Akraneshöfn FJÖLSKYLDA Halldórs Laxness hefur óskað eftir því að lokað verði fyrir aðgang að þeim gögn- um skáldsins sem varðveitt eru í Þjóðarbókhlöð- unni, öðrum en handritum að útgefnum verkum hans, nema með skriflegu leyfi fulltrúa fjölskyld- unnar. Handritadeild Landsbókasafns Íslands – háskólabókasafns hefur orðið við þessari beiðni. Ögmundur Helgason, forstöðumaður handrita- deildarinnar, segir að borist hafi bréf frá fulltrúa fjölskyldunnar um að loka aðgangi að gögnunum í þrjú ár. Á þeim tíma megi enginn skoða gögn skáldsins, meðal annars bréfasafn og minnisbæk- ur, nema með skriflegu leyfi Guðnýjar Halldórs- dóttur, dóttur skáldsins, sem kemur fram fyrir fjölskylduna í þessu máli. Jafnframt hafi verið tek- ið fram að Halldór Guðmundsson sem vinnur að ritun ævisögu Halldórs og Helga Kress bók- menntafræðingur hefðu slíkt leyfi. Höfundarréttur gildir í 70 ár eftir andlát Ögmundur segir að erfingjar hafi höfundarrétt að verkum manna í sjötíu ár eftir lát þeirra og geti ákveðið, takmarkað eða bannað aðgang að gögn- unum. Segir hann að nokkuð sé um að það sé gert, jafnvel í áratugi, og hafi það farið vaxandi. Nefnir sem dæmi að aðgangur að öllum gögnum Gunnars Gunnarssonar rithöfundar sé lokaður öðrum en þeim sem hafi skriflegt leyfi fulltrúa fjölskyldu hans. Ekki náðist í Guðnýju Halldórsdóttur í gær og Ögmundur segir að skýringar hafi ekki fylgt bréfi hennar. Telur hann líklegt að ákvörðunin hafi, eins og stundum hafi gerst áður, verið tekin vegna um- ræðna í fjölmiðlum að undanförnu en eins og fram hefur komið vinnur Hannes Hólmsteinn Gissurar- son prófessor að ritun ævisögu Halldórs Laxness, án samþykkis ættingja eða aðstandenda skálds- ins. Hefur hann meðal annars skoðað gögn Hall- dórs í Þjóðarbókhlöðunni undanfarna mánuði. Ögmundur segir að stundum gleymist í umræðu sem þessari að á meðan höfundarrétturinn sé virkur megi enginn vitna nema mjög takmarkað í óbirt bréf eða önnur verk manna nema með leyfi rétthafa. Skriflegt leyfi þarf til að skoða skjöl Halldórs Laxness í Þjóðarbókhlöðunni Lokað fyrir aðgang í 3 ár SÉRSTAKT átak er í undir- búningi gegn atvinnuleysi ungs fólks og langtímaatvinnuleysi. Árni Magnússon félagsmála- ráðherra boðaði þetta á árs- fundi Vinnumálastofnunar í gær og ætlar hann að leita eftir samstarfi við stofnunina, At- vinnuleysistryggingasjóð, menntamálaráðuneytið og aðila vinnumarkaðarins. Verkefnisstjórn verður falið að greina vandann á hinum ýmsu stöðum á landinu og koma á fót staðbundnum sam- starfsverkefnum. Vonaðist ráð- herra til að þessi vinna myndi skila árangri. Þó að atvinnu- leysi hefði almennt minnkað frá febrúar á þessu ári sagði Árni að aukið atvinnuleysi ungs fólks og aukið langtímaatvinnu- leysi ylli sérstökum áhyggjum. Benti Árni á að í ágúst sl. hefðu 940 ungmenni á aldrinum 16-24 ára verið skráð atvinnu- laus, sem hefði verið 21% hlut- fall allra atvinnulausra í land- inu. Í þessu sambandi mætti skoða betur samspil atvinnu- lífs, vinnumarkaðsaðgerða og menntakerfisins. Átak gegn atvinnuleysi ungs fólks LÖGREGLAN í Reykjavík mun fylgjast með þróun mála í Breiðholti um helgina og næstu daga til að stöðva slagsmálaöldu sem hefur sett mark sitt á hverfið í vikunni sem er að líða. Í þessu skyni gerir lögreglan meðal annars kröfu um að foreldrar láti ósjálfráða unglinga ekki ganga úti á kvöldin eftir lögboðinn útivist- artíma. Lögreglan hefur auk þess reynslu af fyrirbyggjandi aðgerðum í hverfinu þegar hópslagsmál vofa yfir. Samkvæmt heimildum blaðsins snúast átökin í Breiðholti síst um kynþáttafordóma. Innan vissra hópa munu vera fíkniefni og vopn í umferð en drifkraftur átakanna mun eiga rót sína að rekja til persónulegra deilna. Heimildir Morgunblaðsins hermdu eftir síðustu helgi að þau átök sem áttu sér stað um helgina við bensínstöð Select í Breiðholti þegar piltur var laminn með hafnabolta- kylfu myndu draga dilk á eftir sér. Sá spádómur virðist hafa gengið eft- ir, því tveimur dögum síðar var brot- ist inn í íbúð í Seljahverfi og allt brot- ið og bramlað. Telur lögreglan að það hafi verið hefnd fyrir Selectmál- ið enda komu sömu nöfn fyrir í lög- regluskýrslum um málin. Safnað liði og blásið til sóknar Heimildir herma ennfremur að gengjaátök séu í eðli sínu ekki ólík þeim átökum sem tíðkuðust hér fyrr á árum þegar hverfaklíkur börðust. Samkvæmt heimildum blaðsins eru slagsmálin þó ekki til komin vegna kynþáttahaturs, heldur vegna ein- hverra annarra hluta sem komið hafa upp á. Aðspurður um þetta seg- ir Árni Vigfússon aðstoðaryfirlög- regluþjónn í Reykjavík að ekki sé óalgengt að átökin blossi upp eftir afbrýðisemi. Með öðrum orðum að strákar séu að slást út af stelpum. Þá er safnað liði og blásið til sóknar. Árni segir kynþáttahatur ekki rót átakanna og tekur jafnframt fram að átökin taki á sig þetta mynstur tvisv- ar til þrisvar sinnum á ári. Því sé ekki hægt að segja að hér í borg séu til staðar samtök með sama sniði og víða erlendis þar sem skipulagðri klíkustarfsemi er haldið úti allt árið um kring. „Ég held að þessi mál snú- ist ekki um kynþáttahatur, heldur eitthvað sem kemur upp á í sam- skiptum Íslendinga og annarra manna af erlendu bergi brotinna,“ segir Árni. Hann bætir við að málin í þessari viku séu þau alvarlegustu sem upp hafi komið af þessum meiði. Oft hafi verið blásið til hópátaka en sjaldnast hafi upp úr soðið eins og að þessu sinni. „Það er ekki mikið um þetta. Þetta skýtur upp kollinum tvisvar til þrisv- ar sinnum á ári og virðist fjara út aft- ur. Þetta er múgæsing í hvert og eitt sinn vegna einhvers tilviks sem kem- ur upp,“ segir Árni. Einn heimildarmaður blaðsins segir að á þessu stigi málsins hafi ekki skapast vandamál af þeim toga sem nágrannaþjóðir okkar glíma nú við; grasserandi kynþáttahatur og gengjaátök með tilheyrandi ofbeldi. En svo geti orðið ef ekki verði tekið á þessum málum af festu. Sinna þurfi útlendingum betur félagslega og átta sig á hugsunarhætti þeirra. Hér þurfi að huga að leiðum til að laga þá betur að íslensku samfélagi. Múgæsing undirrót gengjaátakanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.