Morgunblaðið - 28.09.2003, Page 8

Morgunblaðið - 28.09.2003, Page 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Áhættureiknivél á hjarta.is TOPP-TÍU-LISTINN ... fyrir heilbrigt hjarta Hjartadagurinn 2003 Hjartavernd · Holtasmára 1 · 201 Kópavogur · s ími 535 1800 · Minningarkortaþ jónusta s ími 535 1825 Þökkum veittan stuðning á Hjartadaginn Þitt framlag 1. Slepptu reykingum 2. Hreyfðu þig daglega 3. Borðaðu hollan mat 4. Haltu þig við kjörþyngd 5. Forðastu mikla streitu Einnig skaltu láta mæla 6. Blóðþrýsting 7. Blóðsykur 8. Kólesteról 9. ... og fara í læknisskoðun Síðast en ekki síst 10. Hugsaðu vel um hjartað og hvettu fjölskyldu þína og þá sem þér þykir vænt um til að gera slíkt hið sama K O NU R FÁ EINN IG H J A RTASJÚK DÓ M A Það er ekki laust við að það sé þegar farið að setja hroll að litlu Gunnu og litla Jóni. Vika nýsköpunar að hefjast Frumkvöðla- eðlið er ríkt NÚ ER að hefjastnýsköpunarvikaog eru það ýmsar stofnanir sem saman standa að þessu átaki. Bryndís Haraldsdóttir starfsmaður Impru, Ný- sköpunarmiðstöðvar Iðn- tæknistofnunar, er í for- svari fyrir vikuna og svaraði hún nokkrum spurningum Morgun- blaðsins. Er þetta fyrsta nýsköp- unarvikan sem haldin er, eða á þetta sér einhverja forsögu? „Þetta er í fyrsta skipt- ið sem gengist er fyrir viku nýsköpunar en að þessari viku standa ásamt Impru Nýsköpunarmið- stöð á Iðntæknistofnun, Rannís, Rannsóknarþjón- usta Háskóla Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Samtök iðnaðar- ins. Allir þessir aðilar standa fyrir viðburðum í vikunni sem tengdir eru nýsköpun, rannsókn- um og þróun.“ Hvað er nýsköpunarvika, hvað verður kynnt og á hvaða hátt? „Vika nýsköpunar stendur alla næstu viku frá mánudegi og fram á föstudag. Á hverjum degi er staðið fyrir ráðstefnu, mál- þingi eða námskeiði. Á mánu- dagsmorgun er opnunarráð- stefna haldin á Grandhótel og ber yfirskriftina Gildi nýsköpun- ar í hefðbundnum atvinnurekstri og fjármögnun verkefna. Ráð- stefnunni er ætlað að fjalla um mikilvægi nýsköpunar og þá ekki síst í hefðbundnum atvinnu- rekstri. Starfsumhverfi fyrir- tækja hefur breyst mikið á hin- um síðari árum, samkeppni hefur aukist, líftími vara hefur styst og því er mikilvægt fyrir fyrirtæki að huga að nýsköpun og innleiða formlegar aðferðir við að takast á við nýsköpun og vöruþróun. Á þriðjudagsmorgun verður haldinn fundur í Tæknigarði Dunhaga sem ber yfirskriftina Rannsóknir í þágu atvinnulífsins. Þar verður rætt um samstarf há- skóla og atvinnulífs og hvernig báðir aðilar geti hagnast af slíku samstarfi. Á miðvikudeginum verður staðið fyrir málþingi um starfs- umhverfi sprotafyrirtækja. Þar tala frumkvöðlar um reynslu sína og leitast verður við að svara spurningum um hverju þarf að breyta og hlúa betur að þegar litið er til starfsskilyrða sprotafyrirtækja. Á fimmtudaginn er hádegishá- skóli í Háskólanum í Reykjavík þar sem frumkvöðullinn Tómas Hermannsson lýsir ferð sinni um urðótta stíga íslensks viðskipta- lífs. Á föstudeginum endum við svo með tveimur námskeiðum um 6. rannsóknaráætlun ESB. Fyrri hluta dagsins er námskeið um möguleika lítilla og meðalstórra fyrirtækja á að taka þátt í rannsóknarverk- efnum og hljóta til þess styrki frá ESB. Einnig verður farið yf- ir það hvernig staðið er að slíkri umsókn. Seinni hluta dagsins er svo námskeið um möguleika fyrirtækjasamtaka til að taka þátt í rannsóknarverkefnum og hljóta til þess styrki frá ESB.“ Hver er tilgangurinn með slíkri nýsköpunarviku? „Helsti tilgangur nýsköpunar- vikunnar er að vekja athygli á mikilvægi nýsköpunar fyrir þjóðarbúið allt svo og fyrirtæki. Ástæða þess að við förum af stað með þennan viðburð nú er fyrst og fremst þau tækifæri sem fyr- irtæki standa frammi fyrir í dag og möguleika þeirra á aðstoð og samstarfi við ólíka aðila.“ Hverjar verða helstu áherslur vikunnar? „Áherslur vikunnar verða að efla umræðuna um nýsköpun og mikilvægi hennar. Að hvetja fyr- irtæki til að tileinka sér form- legar starfsaðferðir þegar feng- ist er við nýsköpun og þróun og síðast en ekki síst mikilvægi víð- tæks samstarfs ólíkra aðila þeg- ar kemur að nýsköpun, þ.e. fyr- irtækja, stofnana og háskóla.“ Hver er staða nýsköpunar á Íslandi í dag og hvernig er hlúð að henni? „Erlendar kannanir sýna það að frumkvöðlaeðli okkar Íslend- inga er mikið og að við virðumst standa ágætlega þegar litið er til stöðu nýsköpunar og því stuðn- ingsumhverfi sem hér hefur ver- ið byggt upp í samanburði við önnur lönd. En betur má ef duga skal og því er mikilvægt að við séum öll meðvituð um mikilvægi nýsköpunar. Nýlega opnaði Impra Nýsköpunarmiðstöð starfsstöð á Akureyri og er henni ætlað að auka enn frekar við þá þjónustu sem frumkvöðl- um og fyrirtækjum stendur til boða. Einnig eru miklar vænt- ingar til nýrra laga um vísinda- og tæknisjóð og stefnu stjórnvalda í þeim efn- um.“ Hvar liggja helstu sóknarfærin að þínu mati? „Ég tel að sóknar- færin liggi ekki síst hjá fyrirtækjum í hefðbundnum atvinnurekstri. Því er nauðsyn- legt að þau fyrirtæki skoði starfshætti sína til að nýta þau tækifæri sem tæknin og breytt samkeppnisumhverfi býður uppá, en í því sambandi má nefna vefsamskipti, sjálfvirkni og nýjungar á sviði örtækni.“ Bryndís Haraldsdóttir  Bryndís Haraldsdóttir er fædd í Reykjavík 29. desember 1976. Hún er BSc í alþjóðamarkaðs- fræði frá Tækniskólanum 2001. Hóf fljótlega störf hjá Impru, Ný- sköpunarmiðstöð á Iðntækni- stofnun þar sem hún stýrir stuðningsverkefni fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Stundar samhliða því mastersnám í Há- skóla Íslands í opinberri stjórn- sýslu. Maki Bryndísar er Örn- ólfur Örnólfsson rafvirkjameist- ari og eiga þau eina dóttur, Eydísi Elvu, sem fædd er árið 2000. Að efla um- ræðuna um nýsköpun og mikilvægi hennar RÍKISKAUPUM hafa borist upp- lýsingar frá átta aðilum sem vilja leigja ríkinu húsnæði undir nýja heilsugæslustöð í Voga- og Heima- hverfi. Auglýst var eftir fullinnréttuðu húsnæði til langtímaleigu, staðsett á svæðinu milli Dalbrautar, Klepps- vegs-Sæbrautar, Suðurlandsbrautar að Grensásvegi og að Laugardal austan og norðanverðum. Í auglýs- ingu kom fram að stærð húsnæðisins skyldi vera á bilinu 800–900 fermetr- ar. Fram kemur í fréttabréfi heil- brigðis- og tryggingaráðuneytisins, að á næstunni verði farið yfir upplýs- ingarnar sem bárust. Stefnt er að því að taka nýja heilsugæslustöð í Voga- og Heimahverfi í notkun seinni hluta næsta árs. Þá kemur fram að innrétting hús- næðis undir nýja heilsugæslustöð í Salahverfi sé á áætlun og verði hús- næðið tilbúið í byrjun nóvember. Rekstur þessarar stöðvar verði með nokkuð öðrum hætti en tíðkast hafi þar sem hann var boðinn út og samið við einkafyrirtæki um reksturinn. Reiknað er með að heilsugæslustöð Salahverfis taki til starfa í byrjun janúar. Á næstu mánuðum er fyrirhugað að auglýsa eftir húsnæði fyrir heilsu- gæslustöð í Hafnarfirði, til viðbótar þeirri sem er rekin er á Sólvangi. Átta bjóðast til að leigja hús- næði undir nýja heilsugæslustöð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.