Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAGA kornræktar á Íslandier álíka löng og saga mann-vistar hér á landi, en í korn-ræktarsögunni eru lönghlé. Jónatan Hermannsson tilraunastjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins (RALA) á Korpu hefur kynnt sér sögu íslenskrar kornræktar, auk þess að rækta upp kornafbrigði sem þola vel íslenskar aðstæður. Hann er ættaður úr Bisk- upstungum og nam búfræði við Bændaskólann á Hvanneyri. Að loknu námi við framhaldsdeild á Hvanneyri kom hann til starfa hjá RALA. Árið 1990 fór hann að vinna við kynbætur á korni. Jónatan hefur umsjón með 18 hekturum lands sem RALA hefur til umráða á Korpu. Kornræktarbylgja berst norður Kornið gegnir lykilhlutverki í sögu og þróun mannlegs samfélags, að sögn Jónatans. Kornrækt er talin hafa byrjað um svipað leyti á þremur stöðum í Austurlöndum, í Íransfjöll- um, í Jeríkó og í Chatal Hüyuk í Litlu-Asíu, um 6.500 árum fyrir Krists burð. Með kornræktinni varð fólksfjöldasprenging því landið bar margfalt fleira fólk, allt að tvítugfalt fleira, en þegar menn lifðu af veiðum og söfnun. Á slóðum kornræktar spruttu upp sterkir þjóðflokkar, má meðal annars rekja upphaf indó-evr- ópskra þjóða til Litlu-Asíu. Þaðan breiddist kornræktarbylgjan víða um lönd, með tilheyrandi fólksfjölg- un, og barst norður eftir Evrópu með um 1 km hraða á ári. Það tók kornræktina um 3.000 ár að ná norður til Danmerkur, þar sem farið var að rækta korn 3.000 árum fyrir Krists burð. Evrópukornteg- undirnar eru fjórar, bygg, hveiti, rúgur og hafrar, en byggið hefur gegnt lykilhlutverki í Norður-Evr- ópu, að sögn Jónatans. Byggið er uppistaðan í því korni sem ræktað er hér á landi. „Bygg tengist sögninni að byggja og er samstofna við sögnina að búa. Öll sú menning sem forfeður okkar bjuggu við í Danmörku byggðist á kornræktinni. Þeir bjuggu í Dan- mörku og Suður-Skandinavíu í 4.000 ár við kornrækt, 100 til 150 kynslóð- ir. Svo lenda þeir í því að þvælast hingað út og norður í haf þar sem sumarhitinn er fjórum hitastigum lægri en þar. Landnámsmennirnir höfðu með sér sáðkorn, það er næsta víst, og það hefur verið þeirra fyrsta verk í nýju landi að brenna rjóður, brjóta land og sá. Með flutningnum hingað voru þeir komnir út fyrir hefðbundið kornræktarsvæði. Þessu hafa landsnámsmennirnir fengið að kynnast og líklega orðið fyrir nokkr- um vonbrigðum,“ segir Jónatan. Hann minnir á að Hjörleifur land- námsmaður hafi látið sáninguna ganga fyrir öðru vorið 875, eins og sögur herma. Margar heimildir eru um korn- rækt í Íslendingasögum, Sturlungu, fornbréfum og máldögum og fjöldi örnefna vísar til akuryrkju sem var stunduð eftir landnám. Korn var rán- dýr munaðarvara og þyngdar sinnar virði í smjöri. Á 13. öld fór veður mjög kólnandi hér á landi. Upp úr aldamótum 1300 jókst innflutningur á korni og varð þá ekki eins knýjandi þörf að rækta það hér. Þetta hvort tveggja varð til að draga úr kornrækt og lagðist hún nær alveg af á 14. öld. Lengst virðist kornrækt hafa verið stunduð í Skaftafellssýslum, enda langt þaðan í kaupstaði. Merkilegt er að gömul vinnubrögð við kornyrkju virðast jafnvel hafa varðveist þar fram á nú- tíma við melskurð. Ýmsar tilraunir voru gerðar í ald- anna rás til að hefja aftur kornrækt, að sögn Jónatans. Einhver kornrækt var við Faxaflóa á 16. öld og Vísi- Gísli sýslumaður ræktaði korn á Hlíðarenda í Fljótshlíð á 16. öld. Upplýsingamenn 18. aldar reyndu að sá korni, en allt fór það fyrir lítið. Schierbeck landlæknir hóf tilraunir til kornræktar í Reykjavík 1883 og sáði korni sem hann fékk úr Finn- mörku í Noregi. Slæmt veðurfar átti sinn þátt í að kornið þroskaðist ekki. Upphaf kornræktar nútímans má rekja til þess að Klemens Kristjáns- son kom heim frá búfræðinámi í Danmörku. Hann hóf tilraunir með kornrækt í Gróðrarstöðinni í Reykjavík 1923. Síðan var hann ráð- inn tilraunastjóri við nýstofnaða til- raunastöð á Sámsstöðum í Fljótshlíð og flutti þangað vorið 1927. „Klem- ens boðaði kornrækt sem trúar- brögð,“ segir Jónatan. „Hann hitti á hlýindatímabil, svipað því sem við höfum fengið undanfarið. Kornrækt- in gekk mjög vel um hans daga.“ Í byrjun sjöunda áratugarins komst kornræktin á flug. Komnar voru hentugar þreskivélar sem léttu mönnum mesta erfiðið. Ræktun korns hafði gengið vel m.a. á Rang- árvöllum, þar sem Landgræðsla rík- isins tók þátt í ræktuninni, og á Eg- ilsstöðum og fleiri bæjum á Héraði. Jónatan telur að akrarnir hafi verið 500 til 600 hektarar samanlagt á þessum árum. „Þessi kornrækt endaði nokkuð snögglega um miðjan sjöunda ára- tuginn,“ segir Jónatan. „Þá gerði harðindaár, nokkuð mörg í röð, og kornrækt lagðist næstum alveg af á landinu í 15 ár, frá 1965 til 1980, með tveimur undantekningum. Þær voru á tilraunastöðinni á Sámsstöðum, þar sem Kristinn Jónsson var tekinn við sem tilraunastjóri, og á Þorvalds- eyri undir Eyjafjöllum þar sem Egg- ert Ólafsson lét ekkert ár falla niður frá 1961.“ Bændur í Landeyjum fóru að rækta korn í félagsskap undir for- ystu Magnúsar Finnbogasonar á Lágafelli árið 1980. Upp úr 1993 fór kornrækt að breiðast út um landið og segir Jónatan að menn hafi farið að rækta korn þar sem engum hafði lát- ið sér detta það í hug frá því Klemens var upp á sitt besta. Nú munu korn- ræktarbændur á landinu vera á fjórða hundrað, að því er Jónatan var sagt hjá Bændasamtökunum. Kúa- bændur eru um 950 og um það bil þriðji hver kúabóndi ræktar sitt kjarnfóður að einhverju leyti. Korn- akrarnir hafa stækkað úr samtals um 200 hekturum árið 1990 upp í 2.400 hektara í fyrra. Miðað við upp- lýsingar um innflutt sáðkorn má ætla að sáð hafi verið í 2.500 – 2.600 hekt- ara í vor. „Við fáum um þrjú tonn á hektara af þurru korni í meðalári, en það er svipuð uppskera og í Þrænda- Kornrækt í örum vexti Kornuppskera í ár er líkast til sú mesta í Íslands- sögunni. Ætla má að skorið hafi verið upp af 2.500 hekturum og uppskeran af byggi sé á bilinu 8 til 10 þúsund tonn. Guðni Einarsson ræddi við Jónatan Hermannsson, tilraunastjóra RALA. Ljósmynd/Jónatan Hermannsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins gerir ræktunartilraunir á korni á nokkrum stöðum á landinu. Hér er verið að skera upp af tilraunareit á Hvanneyri 2001. Morgunblaðið/Þorkell Jónatan Hermannsson tilraunastjóri vinnur að kynbótum á byggi til að fá fram yrki sem henta íslenskum aðstæðum. EYMUNDUR Magnússon bóndi í Vallanesi segist veramaðurinn sem kenndi Íslendingum að borða bygg. Hannhefur ræktað bygg í um 15 ár og hóf lífræna ræktun byggs til manneldis árið 1987. Afurðirnar, bankabygg, byggmjöl og grænmetisrétti, selur hann undir vörumerkinu Móðir Jörð. „Ég hef verið að kenna fólki að borða bygg æ síðan og kallað heilu grjónin „hin íslensku hrísgrjón“. Það má nota þau í grauta, rísottó og soðin með mat. Ég byrjaði að kalla þetta heilt bygg og þá kveikti enginn á perunni. En þegar ég fór að kalla þetta banka- bygg þá könnuðust margir við það. Þetta var flutt inn í gamla daga og notað í kjötsúpuna,“ segir Eymundur. Hann segir banka- byggið matarmeira en hrísgrjón og ef til vill eigi það betur við Ís- lendinginn. Hann heyrði þá skýringu að heitið bankabygg væri dregið af því að Íslandsvinurinn Sir Joseph Banks hafi á sínum tíma gefið bygg til fátækra þjóða. Eymundi finnst nafnið passa ágætlega við að búið er að banka og hreinsa ysta hismið af bygg- korninu. „Ég hef mjög góða samvisku af að selja fólki bygg því það er svo gott fyrir meltinguna. Byggið er gelmyndandi og mýkir mag- ann. Í því eru vatnsleysanlegar trefjar sem koma í veg fyrir kól- esterólmyndun í blóði. Bygg hefur marga góða eiginleika fyrir meltinguna. Til dæmis eru læknar, sem fást við meltingar- sjúkdóma, hrifnir af hvað það bindur mikinn vökva. Maður sýður einn hluta byggs á móti þremur af vatni og það heldur raka langa leið í meltingarveginum. Íslendingar borða ekki nema helming af þeim trefjum sem ráðlagt er. Byggið er mjög gott innlegg með öllu kjötinu og fiskinum.“ Eymundur segir að Íslendingar séu farnir að borða um 15 tonn á ári af byggafurðum frá því hann hóf að koma fólki á bragðið. Hann ræktar bygg á 10 hekturum og sker upp 30 til 40 tonn á ári. Eftir uppskeru er ysta hýðið slípað af byggkorninu. Það sem ekki fer til manneldis er t.d. notað sem hænsnafóður við fram- leiðslu á lífrænum eggjum á Sólheimum í Grímsnesi. Eymundur hefur sett sér það takmark að framleiða 50 tonn af byggi til manneldis árið 2010. Hollt skyndifæði Í vor hóf Móðir Jörð að framleiða framleiða tilbúna grænmet- isrétti sem seldir eru frosnir. Uppistaðan í byggbuffi er íslenskt bygg, kartöflur, grænar linsur, steinselja og lífrænt ræktaðar kryddjurtir. Eins er framleitt rauðrófubuff úr byggi, rauðrófum og fleira auk byggsalats. Öll framleiðsla Móður Jarðar er lífræn og vottuð af Vottunarstöðinni Túni. „Með tilbúnu réttunum er ég kominn inn á skyndifæðismark- aðinn. Þetta eru fulleldaðir réttir og þarf ekkert nema að hita þá í 10 mínútur á pönnu og láta salatið þiðna,“ segir Eymundur. Enn sem komið er fást réttirnir einungis í stórum pakkningum sem ætlaðar eru veitingahúsum og mötuneytum, en fást einnig í nokkrum verslunum. Von er á neytendapakkningum innan tíðar. „Ég stend í verslunum allan veturinn og gef fólki að smakka rétti úr byggi,“ segir Eymundur. „Þetta kemur á óvart og fólk spyr hvort bygg sé ekki bara fyrir hænur. En þegar fólk er búið að smakka leitar það að hráefni til að hafa byggrétt í kvöldmatinn.“ Eymundur gefur uppskriftabækling með ýmsum réttum. Aftan á bankabyggspökkunum er uppskrift að morgungraut Gabríels sem kenndur er við ungan son Eymundar. „Þetta er þægilegur morgunverður. Þú setur bankabygg, epli, kanel og rúsínur í pott að kvöldi. Lætur suðuna koma upp, slekkur undir og ferð að sofa. Morguninn eftir er tilbúinn morgunverður. Þetta má eins elda til margra daga og geyma í ísskápnum. Byggið er ákaflega saðsamt og gefur næringu til langs tíma. Þetta er góður morgunmatur og endist fram að hádegi.“ Íslenskt korn til manneldis Morgunblaði/Þorkell Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi, notar veturna til að kynna lífrænt ræktað íslenskt bygg og afurðir úr því. Bankabygg, byggmjöl og grænmetisbuff úr íslensku byggi, kartöflum og fleira jurtakyns er á meðal þess sem Eymundur Magnússon og fyrirtæki hans Móðir Jörð í Vallanesi á Héraði framleiða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.