Morgunblaðið - 28.09.2003, Page 17

Morgunblaðið - 28.09.2003, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 17 þetta þróast. Hið mikilvæga er að byggja upp skilning á þeim um- skiptum sem verða að eiga sér stað og ræða hvernig aðildarríki geti lagt sitt af mörkum. Í framhaldi af því er hægt að fara út í tvíhliða við- ræður. Lykilatriðið er að ákvörðun um viðbúnað hér og þar með orr- ustuþoturnar verður tekin í þessu heildarsamhengi og þar á margt eftir að skýrast.“ Ummæli Richards B. Myers, yf- irmanns bandaríska herráðsins, fyrr í þessum mánuði um að þörfin fyrir bandarískt herlið í Írak og annars staðar í heiminum gætu kallað á samdrátt annars staðar, þar með talið á Íslandi, vöktu nokkra athygli hér á landi. Sendi- herra Bandaríkjanna segir hins vegar of snemmt að velta slíkum hlutum fyrir sér. „Það á enn eftir að þróa þessar hugmyndir. Ég get ekki velt vöng- um yfir hvað Myers hershöfðingi átti við, einungis bent á það sem forsetinn sagði. Varnarviðbúnaður hér verður ákveðinn í ljósi heildar- endurskoðunar okkar á heraflanum í Evrópu.“ Engin frétt að þoturnar kynnu að fara Það hefur verið gagnrýnt á Ís- landi að einhliða tilkynning um að til stæði að taka þoturnar í burtu innan skamms hafi verið kynnt ís- lenskum stjórnvöldum réttri viku fyrir alþingiskosningar. Telur Gadsden að slíkt sé við hæfi í sam- skiptum bandamanna og vinaþjóða? Gadsden segir að ekki hafi í bréfi því sem hann afhenti stjórnvöldum verið nefnd nein sérstök dagsetning varðandi brottör þotnanna heldur sagt að undirbúningurinn að breyt- ingum myndi hefjast í júní. „Það að þoturnar kynnu að fara var engin frétt. Þegar ég kom og afhenti trúnaðarbréf mitt á sínum tíma komu margir til mín og sögð- ust hafa heyrt fregnir af því að þot- urnar ættu að fara. Ég vissi að inn- an stjórnkerfisins væri verið að ræða hvar þær væru best niður- komnar en einnig að engin nið- urstaða lægi fyrir. Ég sagði því þessum mönnum, sem voru ansi háttsettir, að þetta væru einungis getgátur. En þetta sýndi að menn hér vissu vel af þessu. Þetta voru ekki fréttir.“ En telur Gadsden það ekki hafa verið svo að Íslendingar hafi ávallt beðið eftir viðræðum um framhald varnarsamstarfsins. Þótt menn hafi vitað af getgátum um framtíð orr- ustuþotnanna hafi menn vonast eft- ir viðræðum um niðurstöðuna „Það er heldur ekki alveg rétt. Við fórum nokkrum sinnum fram á slíkar viðræður, í janúar, í febrúar, í mars og í maí. Ríkisstjórn Íslands taldi hins vegar að þá væri ekki rétti tíminn til að halda fundi og hefja þær viðræður.“ Komu hin hörðu viðbrögð ís- lenskra stjórnvalda sendiherra Bandaríkjanna á óvart? „Þetta er erfitt mál fyrir Íslend- inga af ýmsum ástæðum. Líklega er ekki hægt að taka á þeirri spurningu hvort réttu sveitirnar séu á rétta staðnum með einföldum hætti. Engu að síður er þetta spurning sem verið er að ræða, ekki einungis í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna heldur um allan heim. Þetta er mál sem við erum stöðugt að fást við í okkar starfi. Höfum við rétta varnarviðbúnaðinn á réttum stöðum? Út frá sjónarmiði Íslands mætti meta þetta á annan hátt. En það er einmitt þess vegna sem við vildum hefja viðræður sem fyrst, þegar í janúar í fyrra. Ákvörðun forsetans gefur okkur meiri tíma til að ræða þessi mál í þaula og það hvernig bandalagið sem heild getur brugðist við ógnum er steðja að bandalaginu í heild jafnt sem einstaka aðildarríkjum. Hvernig stöndum við best við þá skuldbindingu að tryggja varnir Ís- lands fyrir hönd bandalagsins? Við verðum að horfa á hlutina í þessu samhengi en ekki einungis velta því fyrir okkur hvort þoturnar fari. Hvernig getum við varið Ísland í nýju ógnarumhverfi? Oft segja menn: en þetta er tæknilegt atriði. Já, en þetta eru tæknileg atriði sem hafa áhrif á líf raunverulegs fólks. Hin pólitíska skuldbinding er til staðar. Við verðum hins vegar einn- ig að ræða hvernig við framkvæm- um hlutina.“ Það er skiljanlegt að þú viljir ekki ræða efnisatriði í máli varn- arliðsmannsins á meðan það er enn til meðferðar fyrir dómstólum. En má ekki bera saman afstöðu Banda- ríkjanna í þessu máli við andstöðu Bandaríkjanna gagnvart Alþjóða- sakamáladómstólnum? Bandaríkin óttast afleiðingar þess að dómstólar annarra ríkja geti höfðað mál á hendur liðsmönnum Bandaríkja- hers. „Nei, við höfum tvíhliða sam- komulag sem gerir ráð fyrir hvern- ig taka eigi á málum er varða lög- sögu og gæsluvarðhald. Það sem skiptir máli er hvernig Ísland hyggst standa við skuldbindingar sínar. Ég held að það sé best að ég tjái mig ekki frekar um málið.“ Hægt að fá niðurstöður án þess að drepa hvali Hvalveiðar hafa verið harðlega gagnrýndar. Hvernig sérðu það þróast? Er líklegt að Bandaríkja- stjórn komist að þeirri niðurstöðu að grípa til einhvers konar refsiað- gerða gagnvart Íslendingum? „Bandaríkin eru andsnúin vís- indaveiðum og telja að hægt sé að ná þeim niðurstöðum sem menn eru að sækjast eftir án þess að drepa hvali. Við höfum greint íslenskum stjórnvöldum frá áhyggjum okkar vegna þeirrar aðferðafræði sem rannsóknirnar byggjast á. Innan skamms mun ég afhenda íslenskum stjórnvöldum upplýsingar um hvernig við teljum að hægt sé að gera hlutina án þess að deyða hvali. Hvalveiðar eru mjög viðkvæmt pólitískt mál í Bandaríkjunum. Í raun er hægt að tala um tvenns konar viðbrögð af hálfu Bandaríkj- anna. Hvað viðbrögð stjórnvalda varðar þá hefur íslenska utanríkis- og sjávarútvegsráðuneytinu verið kynnt afstaða okkar. Það eru í gildi lög sem skylda bandarísk stjórn- völd til að kanna hvort einstök ríki séu að grafa undan ákvörðunum Al- þjóðahvalveiðiráðsins. Það ferli fer brátt í gang og mun að lokum ljúka með einhvers konar tillögu frá við- komandi ráðuneyti. Ég veit ekki hver niðurstaðan verður og hvort hún verður sú að lagt sé til að tekn- ar verði upp efnahagslegar refsiað- gerðir. Okkur ber lagaleg skylda til að hefja þetta ferli. Það vekur hins vegar mikla athygli þegar það er gert. Það sem ég hef áhyggjur af er að sú athygli muni hafa slæm áhrif á viðskipti ríkjanna. Ég vil að fleiri Íslendingar og Bandaríkjamenn ferðist mill ríkjanna. Ég vil ekki að eitthvað hafi slæm áhrif á það en það gæti gerst óháð því hvað bandarísk stjórnvöld gera. Þetta er mjög viðkvæmt mál í Bandaríkj- unum og mörg samtök geta með skömmum fyrirvara blásið til bar- áttu. Þetta þurfa ekki endilega að vera samtök sem berjast fyrir sömu markmiðum en gætu náð saman í baráttu fyrir því að hvetja til þess að íslenskar vörur verði sniðgengn- ar. Slíkt gæti jafnvel haft meiri áhrif en opinberar refsiaðgerðir. Ég reyndi að útskýra þessa hættu fyrir íslenskum stjórnvöldum og spurði hvort menn hefðu gert sér grein fyrir því hversu mikil áhrifin gætu orðið á ferðamennsku og jafn- vel viðskipti og hvort menn væru reiðubúnir að taka þá áhættu. Ferðaþjónusta er eftir því sem ég kemst næst sú útflutningsatvinnu- grein sem vex hraðast hér á Íslandi og innan hennar er það hvalaskoð- un sem er mesti vaxtarbroddurinn. Við vonum að Ísland muni starfa með okkur og fleirum innan Al- þjóðahvalveiðiráðsins þannig að hægt verði að byggja upp betra nýtingarkerfi. Við viljum að íslensk stjórnvöld láti af vísindaveiðum og hætti hvalveiðum þar til Alþjóða- hvalveiðiráðið afléttir veiðibanni sínu.“ Mikil og sterk efnahagsleg tengsl Ísland hefur tengst Evrópu stöð- ugt nánari böndum á síðastliðnum árum ekki síst í gegnum aðildina að Evrópska efnahagssvæðinu. Hefur það á einhvern hátt torveldað við- skipti við Bandaríkin°? „Nei, það hefur það ekki gert. Það eru mjög mikil og sterk efna- hagsleg tengsl milli Íslands og Bandaríkjanna. Hvað varðar vöru- viðskipti Íslendinga eru þau meiri við Evrópu en þjónustuviðskipti eru fyrst og fremst við Bandaríkin. Ég sé fram á aukningu þar, jafnt á sviði ferðaþjónustu sem í fjármála- viðskiptum. Hvað fjárfestingar varðar þá er mikill áhugi í Banda- ríkjunum á fjárfestingum hér og ríkisstjórn ykkar hefur unnið gott starf á því sviði. Við getum nefnt álfyrirtækið Al- coa sem er að leggja í fjárfestingu upp á einn milljarð dollara á Ís- landi. Þegar maður ber það saman við þjóðarframleiðslu upp á níu milljarða dollara má sjá hversu risavaxin þessi fjárfesting er og ljóst að hún mun hafa mikil áhrif hér á landi. Það að Ísland hafi tengst Evrópu nánari böndum í gegnum EES hefur því ekki haft áhrif. Það er einnig mikill áhugi á sam- starfi á sviði orkumála. Hér voru fyrir skömmu staddir fulltrúar nokkurra ríkja í norðurhluta Bandaríkjanna auk Manitoba í Kanada. Þá eru væntanleg sendi- nefnd frá ríkisþingi Kaliforníu. Þessir menn myndu ekki ferðast hingað nema þeir teldu sig hafa hag af því. Þá eru gangi umfangsmikil samstarfsverkefni á svið rann- sókna, t.d. í samvinnu við Hjarta- vernd.“ sts@mbl.is Golfdeild Úrvals-Úts‡nar Hlí›asmára 15, Kópavogi • sími 585 4116 e›a 585 4117 www.urvalutsyn.is • peter@uu.is • signhild@uu.is fiökkum frábærar vi›tökur - ekki missa af sí›ustu sætunum! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 23 43 09 /2 00 3 89.900kr. Islantilla og Matalascanas á Spáni Mojacar á Spáni: 22. okt. - 5. nóv. - Uppselt 5. - 19. nóvember - Aukafer› Laus sæti í vikufer›ir: 2. - 9. og 21. - 28. okt. og í 12 daga fer› 9. - 21. okt. Ótakmarka› golf í 6 daga * * Innifali›: Flug, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting m. hafs‡n á 4ra stjörnu Tierra Mar Hotel í tvíb‡li, morgun- og kvöldver›arhla›bor›, ótakmarka› golf alla daga nema á komu- og brottfarardag, og fararstjórn. Ekki innifali›: Flugvallarskattur 4.455 kr. Grípi› fletta einstaka tækifæri til a› spila golf vi› bestu hugsanlegu a›stæ›ur og njóta um lei› allra helstu lystisemda lífsins. Einnig laus sæti í golfkennslufer›ir á sömu dagsetningum. Ver›dæmi: Matalascanas í viku,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.