Morgunblaðið - 28.09.2003, Síða 18

Morgunblaðið - 28.09.2003, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ hreinsum allt nemasálina,“ segir MagnúsKristinsson, eigandiEfnalaugarinnar Bjarg-ar um starfsemina en fyrirtækið fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir. „Já, við gætum líka sagt að við hreinsum allt nema mannorð,“ bætir Kristinn Guðjóns- son, tengdasonur Magnúsar sem rekur Efnalaugina Björg á Háaleit- isbraut, ásamt eiginkonunni Soffíu Magnúsdóttur. Ágústa Kristín Magnúsdóttir og eiginmaður henn- ar, Sigurður Jónsson, reka Efna- laugina Björg í Mjódd. Áður en þau tóku við þeim rekstri árið 1987 hafði Ágústa Kristín starfað við fyrirtæk- ið um árabil. Efnalaugin Björg hefur allt frá stofnun 1. október 1953 verið fram- arlega á sínu sviði. Magnús og síðar tengdasynir hans og dætur hafa fylgst vel með öllum nýjungum úti í heimi og því hefur efnalaugin ætíð verið búin fullkomnustu tækjum sem völ er á. „Hverju fyrirtæki er nauðsynlegt að fylgjast með nýjungum á sínu sviði og það hafa forsvarsmenn efna- laugarinnar gert með ýmsum hætti,“ segir Kristinn. „Nefna má heimsóknir til fyrirtækja erlendis, námskeið, sýningar og aðild að al- þjóðafélagi efnalauga og þvotta- húsa.“ Sigurður segir efnalaugina hafa haft það markmið að vera í fremstu röð. „Þá á ég við vélakost, fag- mennsku og að fylgjast grannt með nýjungum á þessu sviði og einnig höfum við sótt námskeið sem henta okkur.“ Nú síðast fóru Ágústa Kristín, Kristinn og Sigurður á nám- skeið hjá Hugo Boss í Þýskalandi á vegum Iðntæknistofnunar þar í landi og í verksmiðju Hugo Boss í Metzingen. Efni hafa vissulega breyst og mörg gerviefni eru erfið viðureignar að þeirra sögn. Því hefur verið mætt með enn betri tækjakosti og aukinni þekkingu og kunnáttu. „Til þess að bæta þjónustu við við- skiptavini okkar var opnað fullkom- ið þvottahús á Háaleitisbrautinni fyrir þremur árum,“ segir Kristinn. „Síðan þá hefur sú þjónusta vaxið jafnt og þétt, þ.e. heimilisþvottur, dúkaþvottur og útleiga á dúkum og servéttum.“ Ýmsar nýjungar Kristinn segir að skyrtuþvottur hafi einnig aukist til muna og eru efnalaugarnar með sérstakar skyrtuvélar. „Þá er einnig til staðar svokölluð blauthreinsun sem kemur að góðu gagni við hreinsun á við- kvæmum fatnaði en hún brúar bilið milli þurrhreinsunar og þvottar,“ út- skýrir Kristinn. Sigurður segir að í Mjódd hafi nýlega verið fest kaup á nýrri og vistvænni hreinsivél sem í stað perklórs, sem hefur verið aðal- hreinsivökvi síðustu áratugi, notar hydrocarbon sem er náttúrulegur vökvi unninn úr hrárri jarðolíu. Sú vél er fyrsta sinnar tegundar á Ís- landi, að sögn Sigurðar. „Fyrir utan almenna hreinsun á fatnaði höfum við sérhæft okkur í hreinsun á loð- feldum, leðri- og rúskinnsfatnaði í 40 ár.“ Til að viðhalda þekkingu sinni í skinnahreinsun hafa Ágústa Kristín og Sigurður sótt námskeið bæði í Evrópu og Bandaríkjunum um meðferð á þessum viðkvæma fatnaði. „Má því segja að Efnalaugin Björg hafi yfir að ráða tækjum og þekkingu sem þarf til þess að með- höndla alls kyns fatnað,“ segir Kristinn. Í sömu fjölskyldunni í fimmtíu ár Efnalaugin Björg hefur alla tíð verið í eign sömu fjölskyldunnar og segir Magnús það einsdæmi. Magn- ús og eiginkona hans, Greta Bach- mann, hafa nú dregið sig út úr dag- legum rekstri fyrirtækisins. Fyrirtækjum sem fást við þvott og hreinsun á flíkum hefur fjölgað gegnum árin og segir Sigurður að þegar Efnalaugin Björg opnaði í Mjódd árið 1987 hafi verið 8-10 efna- laugar. Nú séu þær 28. „Samkeppn- in hefur harðnað og því skiptir öllu máli að þjónustan sé sem allra best,“ segir Kristinn. „Þó að tryggir við- skiptavinir séu fjölmargir nægir það ekki, við verðum ætíð að bjóða bestu þjónustu sem völ er á.“ Áhersla á umhverfismál Áhersla fyrirtækisins á umhverf- ismál hefur aukist mikið undanfarin ár. Nú fer hreinsunin farm í lokuðu kerfi þannig að mengunarefni fara ekki út í andrúmsloftið. Efnin eru mildari og mikil áhersla er lögð á gott loftræstikerfi. „Lyktin af hreinsiefnunum er sama og engin í dag,“ segir Magnús. „Áður var meiri lykt og nú heldur fólk stundum að það sé ekki búið að hreinsa t.d. gard- ínur og áklæði því lyktin er ekki til staðar lengur,“ bætir Kristinn við. Gott starfsfólk Allir eru þeir sammála um að starfsfólkið skipti höfuðmáli fyrir fyrirtækið. „Mesta gæfa fyrirtækis- ins er það góða starfsfólk sem vinn- ur með okkur,“ segir Sigurður. Fjöl- margir hafa unnið árum saman hjá fyrirtækinu. Að öðrum ólöstuðum muna margir eftir Dísu sem vann í Barmahlíðarútibúinu og síðar í af- greiðslunni á Háaleitisbraut og Óla, verkstjóra á Háaleitisbraut, sem nú er látinn. „Það er mjög mikilvægt að starfs- fólk og eigendur meti hvert annað,“ segir Magnús sem átti það til að senda leigubíla eftir starfsfólkinu á árum áður þegar illa viðraði. „Okkur leið vel saman, svona gekk þetta, eins og það átti að vera, eins og ágætt hjónaband,“ rifjar Magnús upp um samskipti sín við starfsfólk- ið gegnum árin. Öll barnabörn Magnúsar hafa unnið í fyrirtækinu í skólaleyfum og nú er þriðji ættliður kominn til starfa í fyrirtækinu. Börn Sigurðar og Ágústu Kristínar, Einar Örn og Guðrún Erla, sem gegnir starfi verkstjóra í Mjódd, og er Magnús mjög ánægður með það. Ástarbréf og trúlofunarhringir í vösunum Magnús segir ýmislegt spaugilegt hafa komið fyrir. „Við höfum fundið ástarbréf og trúlofunarhringi í vös- um á flíkum og erum þá auðvitað bundin fullum trúnaði,“ segir hann og hlær. „Aðalatriðið er að koma slíkum hlutum, líkt og fatnaðinum, aftur til réttra aðila.“ Þeir Magnús, Kristinn og Sigurð- ur eru sammála um að með aukinni samkeppni sé þjónustan mikilvæg- ari en nokkru sinni. „Vandvirknin er höfuðatriðið,“ segir Sigurður. „Og við búum yfir gríðarlegri reynslu,“ segir Kristinn. „Í þessum viðskipt- um skiptir reynslan og þekkingin mestu máli,“ segir Magnús. Þeir eru því sammála um að þekking, reynsla og þjónusta séu aðalsmerki Efna- laugarinnar Bjargar. Efnalaugin Björg, sem starfrækt er á Háaleitisbraut og í Mjódd, fagnar fimmtíu ára afmæli 1. október Fjölskyldufyrir- tæki í hálfa öld Magnús Kristinsson festi kaup á Efnalauginni Björg fyrir fimmtíu árum. Gegn- um tíðina hefur fyrirtækið verið búið góðum tækjum til hreinsunar á nánast hverju sem er, eins og hann og tengdasynirnir Kristinn Guðjónsson og Sigurður Jónsson, sem nú hafa tekið við rekstrinum, segja. Morgunblaðið/Árni Torfason Efnalaugin Björg í Mjódd: Sigurður Jónsson og eiginkonan Ágústa Kristín Magn- úsdóttir sem reka fyrirtækið þar, Greta Bachmann og Magnús Kristinsson. Efnalaugin Björg á Háaleitisbraut: Magnús Kristinsson, Greta Bachmann og hjónin Soffía Magnúsdóttir og Kristinn Guðjónsson sem reka fyrirtækið þar. Nóg að gera í Straumi: Magnús Kristinsson við vélarnar í efnalauginni Straumi í Vestmannaeyjum árið 1945. Fyrstu vélarnar voru opnaðar. Hattahreinsun auglýst: Efnalaugin Björg var á Sólvallagötu 74 fyrstu árin. ÁHUGI Magnúsar Kristinssonar á fatahreinsun kviknaði á unga aldri í heimabæ hans, Vest- mannaeyjum. Þar vann hann við afgreiðslu á fatnaði sem sendur var til efnalaugarinnar Glæsis í Reykjavík. Magnús fór til Reykja- víkur þar sem hann kynnti sér fatahreinsun, litun og önnur efnalaugastörf hjá Glæsi. Áhug- inn var svo mikill að hann stofn- aði síðan sína eigin efnalaug, Straum, árið 1944 í Vest- mannaeyjum. Síðan flutti hann til Reykjavíkur og starfaði í efna- lauginni Glæsi til 1953 er hann festi kaup á Efnalauginni Björg á Sólvallagötu 74. Einnig rak hann útibú í Barmahlíð 6 í mörg ár. Í byrjun árs 1966 var efnalaugin flutt í nýtt húsnæði við Háaleit- isbraut 58–60 þar sem hún er enn. Árið 1984 tóku dætur hans, Ágústa Kristín og Soffía Magn- úsdætur og tengdasynir, Sig- urður Jónsson og Kristinn Guð- jónsson, við rekstri fyrirtækisins. Efnalaugina Björg á Háaleit- isbraut reka Kristinn og Soffía, en efnalaugina í Mjódd, sem opn- uð var árið 1987, reka Sigurður og Ágústa Kristín. „Við mátum það svo að þetta yrði góður verslunar- og þjón- ustukjarni,“ segir Sigurður um opnun efnalaugarinnar í Mjódd. Þar vinna nú sjö starfsmenn en níu á Háaleitisbrautinni. Tæki og tól við fatahreinsun hafa gjörbreyst frá því að Magn- ús hóf starfsemi. „Eldgömlu hreinsivélarnar voru opnar,“ rifj- ar Magnús upp. Fatnaður var tekinn blautur úr vélunum og settur í vindur. „En síðan hefur margt breyst og vélar komu þar sem fatnaður fór þurr inn og kom þurr út, tandurhreinn.“ Nú getur Efnalaugin Björg þrifið alls kyns flíkur og efni með ýmsum ólíkum aðferðum. Nýjasta viðbótin er fullkomið þvottahús sem var opnað árið 2000 á Háaleitisbrautinni og hreinsun á vaxbornum fatnaði í Mjódd. Saga Efnalaug- arinnar Bjargar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.