Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ OFT veltir lítil þúfaþungu hlassi. Þaðsannaðist heldur beturþegar ferðalag aldr-aðrar konu á milli heimsálfa átti næstum eftir að kné- setja heilbrigðiskerfið hér í Toronto og valda gríðarlegu efnahagstjóni. Toronto er stærsta borg Kanada og búa um 4,5 milljónir manna í borg- inni og nágrenni hennar. Borgin, sem er vinsæll ferðamannastaður, hefur upp á margt að bjóða og er afar fjölþjóðleg og þar af leiðandi fjöl- menningarleg. Toronto er sú borg á Vesturlönd- um sem hvað harðast varð úti þegar heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu (HABL) breiddist út um heiminn sl. vor. Upphaf sjúk- dómsins er rakið til Guangdong-hér- aðsins í Kína þar sem fyrstu tilfell- unum var lýst. Sjúkdómurinn breiddist síðan hratt út til annarra landa í Asíu, Evrópu og Norður-Am- eríku. Nú er talið fullvíst að áður óþekkt kórónaveira valdi sjúkdómin- um. Nýlegar rannsóknir benda til þess að um 10% af þeim sem sýkjast af HABL látist og um fjórðungur þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús með sjúkdóminn þurfi umönnun á gjörgæsludeild. Um helmingur þeirra sem leggjast inn á gjörgæslu deyr og er dánartíðnin sérstaklega há meðal sjúklinga sem komnir eru á efri ár. Samkvæmt tölum frá Al- þjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) hefur verið tilkynnt um 8.439 tilfelli í heiminum og af þeim hafa 812 látist á tímabilinu frá 1. nóvem- ber 2002 til 3. júlí 2003. HABL í Toronto Upphaf HABL-faraldursins í Tor- onto má rekja til ferðalags eldri konu sem sýkst hafði í Hong Kong. Við komu sína hingað smitaði hún síðan fjölskyldu sína og hófst HABL-far- aldurinn í Toronto 7. mars þegar sonur hennar leitaði sér hjálpar á Scarborough Grace-sjúkrahúsinu, í einu af úthverfum Toronto. Hann hafði einkenni um sjúkdóm í öndun- arfærum. Það tók lækna um viku að átta sig á því að um var að ræða HABL og hafði þá sjúkdómurinn þegar dreift sér um sjúkrahúsið og til margra annarra sjúkrahúsa í borginni. Á örskömmum tíma hafði fjöldi fólks greinst með sjúkdóminn. Í maíbyrjun virtust heilbrigðisyf- irvöld hafa náð tökum á útbreiðslu veikinnar, en ný bylgja skall yfir hinn 22. maí með nánast sömu afleið- ingum og áður. Þegar þetta er skrif- að hafa 44 látist úr sjúkdóminum í Toronto og þar á meðal eru tveir hjúkrunarfræðingar og maki annars þeirra og einn læknir. U.þ.b. fimm mánuðum eftir að sjúkdómurinn kom upp í Toronto er einn sjúklingur enn á sjúkrahúsi og gert er ráð fyrir að hann nái fullum bata. Heildar- fjöldi tilfella í Toronto var 375. Að vinna í HABL-umhverfi Heilbrigðiskerfið í Kanada er um margt líkt því íslenska. Það er rekið af hinu opinbera og eru flest stóru sjúkrahúsin í miðborginni háskóla- sjúkrahús. Annar höfundur þessarar greinar hefur unnið á sjúkrahúsi í Toronto sl. ár og upplifði hvernig brugðist var við. Einn daginn var sjúkrahúsinu nánast lokað þar sem sjúklingar höfðu greinst með HABL og grunur lék á að nokkrir starfs- menn hefðu einkenni. Um mánaðar- tíma var öll starfsemi sjúkrahússins svo að segja lömuð og engar innlagn- ir eða aðgerðir framkvæmdar nema um líf og dauða væri að tefla. Þetta gerist í heilbrigðiskerfi sem þá þegar var í fjárhagskröggum og með langa biðlista. Lokað var fyrir heimsóknir ættingja nema til þeirra sem talið var að ekki myndu lifa af næsta sól- arhring. Þessi ráðstöfun hafði mjög slæm áhrif á líðan margra sjúklinga sem þörfnuðust stuðnings ættingja sinna. Allir starfsmenn með hlífðargrímur Nú er það svo að marga sjúkdóma þarf að meðhöndla þegar í stað og varð ekki hjá því komist að fara aftur í gang með starfsemina og á endan- um var hún komin á fulla ferð, en við gerbreyttar aðstæður. Í upphafi hvers vinnudags voru allir starfs- menn sjúkrahússins hitamældir er þeir komu til starfa og jafnframt þurftu þeir að gera grein fyrir ferð- um sínum og hvort þeir hefðu ein- hver einkenni HABL. Allir sótt- hreinsuðu hendur sínar á leið inn og út af sjúkrahúsinu. Í margar vikur voru allir starfsmenn með hlífðar- grímur daglangt og á stofugangi var skipt um einnota hlífðarslopp, hanska og hendur sótthreinsaðar eftir skoðun hvers sjúklings. Reglur breyttust frá degi til dags og stund- um þegar slakað var á öryggiskröf- unum voru þær skyndilega hertar á miðjum degi og svo öfugt. Þegar slík- ar varúðarráðstafanir eru viðhafðar verður öll vinna miklu þyngri en ella og allt tekur lengri tíma. Meðan á þessu stóð voru margir með sár á nefinu og undir augum eftir stans- lausa grímunotkun og margir kvört- uðu yfir þreytu, höfuðverk og al- mennri vanlíðan. Undir mestu álagi voru starfs- menn gjörgæsludeilda sem önnuðust allra veikustu sjúklingana og voru í mestri hættu á að smitast. Þetta álag og varúðarráðstafanir sem komið var á gerði vinnu þeirra á köflum nánast óbærilega og vinnudagurinn varð oft langur þar sem stór hluti samstarfs- manna var í sóttkví sem tók tíu daga. Í sóttkvínni mátti fólk ekki umgang- ast ættingja sína. Ekki bætti úr skák vitneskjan um það að hægt væri að smitast þrátt fyrir að öllum þekktum varúðarráðstöfunum væri framfylgt. Sama má segja um sjúkraflutn- ingamenn sem voru margir einangr- aðir við sjúkrabíla sína og frá fjöl- skyldum sínum. Nýleg rannsókn sem gerð var í Toronto sýnir að margir þeirra þjáðust af kvíða, þung- lyndi og ótta við að smita fjölskyldur sínar. Þeir unnu líka mikla yfirvinnu og margir þeirra fengu skilaboð frá ættingjum sínum um að koma ekki í veislur um páskana og börn þeirra voru beðin að koma ekki í afmælis- veislur til vina sinna. Af um 800 sjúkraflutningamönnum sem vinna í Toronto smituðust ekki nema fjórir og allir lifðu þeir veikina af. Heilbrigðisstarfsfólk í hættu Almennt taka flestir heilbrigðis- starfsmenn einhverja áhættu í starfi sínu og telja það sjálfsagðan hlut. Sem dæmi má nefna að á skurðstof- um er hætta á smiti af t.d. HIV-veir- unni, lifrarbólguveirum og berklum. Spurningar hafa vaknað um það hversu mikla hættu heilbrigðis- starfsfólk eigi að setja sig í og sína nánustu við að hjálpa öðrum. Mörg dæmi voru um í upphafi HIV-farald- ursins að heilbrigðisstarfsfólk neit- aði að meðhöndla sjúklinga með sjúkdóminn af hræðslu við að smitast en fá dæmi voru um þetta þegar HABL-faraldurinn geisaði í Toronto. Lucy Smith, sem er hjúkrunarfræð- ingur, var skipað af vinnuveitenda sínum að ganga til liðs við 165 manna HABL-teymi sem stofna átti á sjúkrahúsi í Toronto. Hún neitaði að fara að fyrirmælunum á þeim for- sendum að hún ætti þriggja ára barn og sjúka, ónæmisbælda móður og hún gæti ekki tekið þá áhættu að smita þau. Reglur um öryggi á vinnu- stöðum í Ontario segja að fólk geti neitað að vinna í hættulegu eða óör- uggu umhverfi. Óhætt er að segja að umönnun HABL-sjúklinga sé hættu- leg eins og áðurgreind dauðsföll heil- brigðisstarfsmanna og ættingja þeirra sanna og dæmi eru um að læknar og hjúkrunarfræðingar hafi sýkst þrátt fyrir allar varúðarráðstaf- anir og eru um 75% af þeim hjúkr- unarfræðingum sem sýktust enn óvinnufær. T.d. sýktust níu heilbrigð- isstarfsmenn, þar á meðal þrír lækn- ar, þegar verið var að koma barka- slöngu niður í sýktan kollega þeirra. Mat á því hvenær vinna er orðin of hættuleg er afstætt og því erfitt að segja til um hvar línan liggur, en þetta er athyglisvert rannsóknarefni út frá sjónarhorni siðfræðinnar. Svarið við þeirri spurningu hvar draga eigi mörkin fékkst ekki í Tor- onto þar sem heilbrigðisstarfsmenn gengu nánast undantekningarlaust í verk sín eins og þeir höfðu áður gert og fjölmargir þeirra unnu sjálfboða- vinnu í baráttunni við sjúkdóminn, þ.á m. annar hjúkrunarfræðingurinn sem lést úr sjúkdómnum. Þvert á það sem maður skyldi ætla hefur aðsókn í hjúkrunarnám aldrei verið meiri í Toronto en í ár. Ástæðan getur verið sú að að farið var lofsamlegum orðum um fórnfýsi og hetjulega baráttu hjúkrunarfræðinga í fjölmiðlum. Ferðaþjónusta og menningarlíf Hagkerfi sem byggjast að stórum Reiðarslag í Toronto Toronto er stærsta borg Kanada, með u.þ.b. 4,5 milljónir íbúa, en hún er sú borg á Vesturlöndum sem varð hvað verst úti er HABL breiddist út um heiminn. Reuters Sjúkraflutningamenn í hlífðarklæðum við störf sín í Toronto. Þeir voru margir hverjir einangraðir við sjúkrabíla sína og aðskildir frá fjölskyldum sínum á meðan varúðarráðstafanir gegn HABL voru sem mestar. Kristinn Jakobsson og Þorsteinn Gunnarsson. Áhrif HABL, heilkennis al- varlegrar bráðrar lungna- bólgu, á daglegt líf í Tor- onto voru umtalsverð. Ferðaiðnaður í fylkinu hefur beðið verulega hnekki í kjölfarið og kostnaður heil- brigðisyfirvalda vegna sjúk- dómsins nemur nú um 56,7 milljörðum króna. Kristinn Jakobsson og Þorsteinn Gunnarsson hafa kynnst málunum af eigin raun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.