Morgunblaðið - 28.09.2003, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 28.09.2003, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 26. september 1993: „Sam- keppnisstofnun hefur að und- anförnu fjallað um kvörtun Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, sem taldi sig hafa grun um „samstilltar aðgerðir olíu- félaga hér á landi við ákvörð- un benzínverðs“. Rökstuðn- ingur FÍB var m.a. sá, að verðmunur á milli olíufélag- anna nemi einungis broti úr prósenti og að þau hafi verið samstiga um verðhækkanir. Niðurstaða Samkeppn- isstofnunar var sú, að ekki sé sannað, að um samstilltar að- gerðir hafi verið að ræða hjá olíufélögunum en jafnframt segir stofnunin að svör olíufé- laganna dugi ekki til að hreinsa þau af ásökunum FÍB.“ . . . . . . . . . . 28. september 1983: „Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta stjórnmálaslitum við Breta í eina viku var sjálf- sögð. Eftir að ríkisstjórnin hafði gefið þá yfirlýsingu, að stjórnmálasamskiptum við Breta yrði hætt, ef áframhald yrði á ásiglingum brezku her- skipanna, hlutu atburðirnir um síðustu helgi að leiða til þess, að stjórnmálaslitin kæmust alvarlega á dagskrá. Slit stjórnmálasamskipta eru þó mjög alvarlegur atburður fyrir báðar þær þjóðir, sem hlut eiga að máli. Bretastjórn gerir sér auðvitað grein fyrir því, ekki síður en við Íslend- ingar.“ . . . . . . . . . . 27. september 1973: „Fisk- veiðum Kanadamanna, helstu keppinauta okkar Íslendinga á Bandaríkjamarkaði og raunar víðar, hefur verið lýst í fjórum greinum hér í blaðinu. Hefur ekki fyrr verið gerð jafn ítarleg úttekt á stöðu fiskveiða Kan- adamanna í íslensku dag- blaði. Það eitt hlýtur að vekja menn til umhugsunar um það, hvort íslenskir aðilar hafi almennt gert sér nægi- lega glögga grein fyrir því sem er að gerast við Atlants- hafsströnd Kanada. Stóru kanadísku útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækin glíma nú við mikla fjárhagsörð- ugleika. Þeir eiga ekki rætur að rekja til þess að aflinn minnki heldur einkum hins að vaxtakostnaður við birgða- hald og fjárfestingu hefur farið út fyrir viðráðanleg mörk í þeirri efnahagslægð sem nú er vonandi að ganga yfir í Norður-Ameríku.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÖRYGGI STARFSMANNA Á HEILBRIGÐISSTOFNUNUM Í fyrradag birtist frétt hér íMorgunblaðinu um öryggistarfsmanna á heilbrigðisstofn- unum. Fram kom að starfsmenn á bráðadeildum Landspítala – há- skólasjúkrahúss, sérstaklega á slysa- og geðdeild, hefðu í auknum mæli nýtt sér þann möguleika af öryggisástæðum að bera auð- kenniskort í vinnu, þar sem einungis skírnarnafn viðkomandi kemur fram. Um þetta sagði Guðbjörg Pálsdóttir, deildarstjóri á slysa- og bráðadeild Landspítalans í Foss- vogi: „Það eru nokkur dæmi um það á deildinni að þegar fólk hefur verið merkt með fullu nafni hefur það ver- ið elt uppi heima fyrir. Fólk hefur þá verið að fá hringingar og verið setið fyrir því heima. Það sem starfs- mennirnir gera í sinni vinnu á ekki að þurfa að hafa áhrif á einkalíf þeirra.“ Í samtali við Morgunblaðið í gær segir Sveinn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar, að ekki megi blanda saman í umræðum geð- sjúkum og siðleysingjum og bætir við: „Það er viss aðvörunarbjalla fyrir stjórnvöld að geðraskanir og geðsjúkdómar eru talin eitt stærsta heilbrigðisvandamálið á nýbyrjaðri öld… Mikilvægt er að huga að fyrir- byggjandi aðgerðum þannig að neyðartilvikum fækki til muna. Við megum ekki bíða eftir stórslysun- um.“ Hér er um afar viðkvæm mál að ræða. Ljóst er að þjóðfélagið hefur þróazt á þann veg, að starfsmenn heilbrigðisstofnana geta verið í raunverulegri hættu. Öryggi þeirra þarf að tryggja. En jafnframt er mikilvægt, eins og Sveinn Magnússon bendir á, að blanda ekki saman þeim hópum, sem hætta getur stafað af. Því miður vaða ribbaldar uppi og hafa alltaf gert, ekki sízt undir áhrifum áfengis. Drykkjuvenjur Ís- lendinga hafa ekki breytzt að ráði og eru þjóðinni til skammar. Geðsjúkt fólk á við að stríða mjög alvarlegan sjúkdóm, sem það í mörgum tilvikum ræður ekkert við. Um allan hinn vestræna heim a.m.k. hefur verið lögð vaxandi áherzla á að útskrifa fólk af geðdeildum eins fljótt og kostur er – stundum með vondum afleiðingum. Um skeið var geðsjúkt útigangsfólk blettur á stórborgum í Bandaríkjunum. Það gat ekki ráðið við sinn sjúkdóm en heilbrigðisyfirvöld höfðu tekið stefnumarkandi ákvörðun, sem leiddi til að fólk var útskrifað of fljótt. Í kjölfarið á morðinu á Önnu Lindh hafa orðið umræður í Svíþjóð um hvort hið sama hafi gerzt þar. Nú er talið að morðingi hennar sé fundinn og að hann hafi verið út- skrifaður af geðdeild fimm dögum fyrir morðið. Hér er því ekki haldið fram, að veikt fólk sé útskrifað af geðdeildum hér á Íslandi of fljótt. Hins vegar þarf að ræða öryggismál starfs- manna heilbrigðisstofnana að þessu leyti af varkárni. Fólk sem þjáist af alvarlegum geðsjúkdómum veit stundum ekki hvað það gerir. Það þarf á læknishjálp að halda, hjúkrun og umönnun. Það þarf á því að halda að vera á sjúkrastofnun þangað til enginn vafi leikur á því að það geti tekizt á við lífið utan sjúkrahússins. Og raunar þarf það í mörgum til- vikum á að halda milliáfanga á milli sjúkrahúss og heimilis. Á síðustu allmörgum árum hefur varla liðið ár án þess, að fjárveit- ingavaldið hefði uppi kröfur á hend- ur sjúkrahúsum um niðurskurð á kostnaði. Það eru viss takmörk fyrir því hve langt er hægt að ganga í niðurskurði. Ef of langt er gengið geta afleiðingarnar í sumum tilvik- um orðið hörmulegar. B jörgólfur Guðmundsson, for- maður bankaráðs Lands- bankans, flutti ræðu við opnun Landsbanka Íslands í Lúxemborg í gær, föstudag, sem vekur athygli og er augljóslega stefnumarkandi af hálfu Landsbankans og aðaleigenda hans, þ.e. Samsonar-hópsins. Grundvallarstefnu þessara aðila er lýst í fáum orðum, sem hafa hins vegar mikla þýðingu, bæði viðskiptapólitíska og pólitíska. Björgólfur Guð- mundsson sagði: „Núverandi stjórnendum Landsbankans er ljóst, að vöxt atvinnulífs og aukna velferð er ekki að finna í garði nágrann- anna heima á Íslandi. Tækifærin eru á erlendri grundu.“ Það lífsviðhorf, sem fram kemur í þessum orð- um getur skipt sköpum um framvindu viðskipta- lífsins á Íslandi og þróun þjóðfélags okkar fram eftir 21. öldinni. Fámennið á Íslandi er að mörgu leyti kostur en því fylgja líka ákveðin vandamál. Vaxtar- möguleikar fyrirtækja eru mjög takmarkaðir vegna þess hversu markaðurinn er lítill. Með nokkrum skýrum undantekningum leiddi þessi litli markaður til þess, að þeir sem voru að hasla sér völl á honum á 20. öldinni höfðu ríka tilhneig- ingu til að ná til sín eins stórum hluta hans og mögulegt var og skapa sér með því nánast einok- unaraðstöðu. Þessi sterka viðleitni hefur svo leitt af sér pólitísk átök og deilur, sem hafa um of sett svip á samfélag okkar og oft orðið illvígar. Gleggsta dæmið um þetta voru átök samvinnu- hreyfingar og einkarekstrar seinni hluta 20. ald- arinnar. Samband ísl. samvinnufélaga var orðið svo voldugt í íslenzku atvinnulífi að það var orðið óþolandi fyrir alla aðra, sem stunduðu atvinnu- rekstur. Á tímabili hafði Sambandið afl til að drepa flesta keppinauta og hafði ríka tilhneig- ingu til þess. Framsóknarflokkurinn varð á margan hátt pólitískt tæki samvinnuhreyfingar- innar til að ná þessari stöðu. Á níunda áratugnum hallaði undan fæti hjá Sambandinu, sem leiddi til þess að í upphafi tí- unda áratugarins hafði Eimskipafélag Íslands um nokkurt skeið áþekka stöðu, þótt hún væri ekki jafnvíðfeðm og verið hafði hjá Sambandinu. Morgunblaðið lýsti þá þeirri skoðun, að það skipti engu máli, hver hlut ætti að máli, of sterk staða eins aðila í íslenzku atvinnulífi væri nei- kvæð þróun fyrir það fámenna samfélag, sem hér hefði orðið til. Þessi afstaða var og er í fullu sam- ræmi við baráttu blaðsins frá upphafi fyrir frjáls- um viðskiptum og frjálsu atvinnulífi. Á seinni árum hafa orðið til viðskiptasam- steypur, sem hafa sýnt sömu tilhneigingu, þ.e. að ryðjast um á hinum litla íslenzka markaði og reyna að ná til sín svo stórum hluta hans að jaðri við einokun. Afleiðingarnar af slíkum tilraunum eru alltaf hinar sömu – og skiptir engu hver hlut á að máli hverju sinni – pólitískur órói og átök. Í þessu samhengi verður ljóst hvað yfirlýsing Björgólfs Guðmundssonar í Lúxemborg hefur mikla þjóðfélagslega þýðingu. Hann og sam- starfsmenn hans koma með mikla fjármuni inn í íslenzkt þjóðfélag, sem þeir öfluðu með nánast einstæðum hætti úti í löndum. Viðskiptaumsvif þeirra síðustu vikur hafa vakið upp spurningar um það, hvort þeir mundu falla í sömu gryfju og margir aðrir, að ætla sér að ná til sín of stórum hluta af því atvinnulífi, sem hér hefur byggzt upp. Ræða Björgólfs í Lúxemborg er til marks um, að hann og samstarfsmenn hans gera sér grein fyrir þessum hættum og horfa í rétta átt – til útlanda. Ekki fer á milli mála, að reynsla Björgólfs Guðmundssonar í íslenzku atvinnulífi hefur komið honum að gagni við mörkun þess- arar stefnu. Útrás íslenzkra fyrirtækja Þegar horft er til lýð- veldistímans fer ekki á milli mála, að útrás íslenzkra fyrirtækja til annarra landa er merkilegt rannsóknarefni. Framan af höfðu forystumenn í atvinnulífi okkar hvorki fjárhagslegt bolmagn né nægilegt sjálfs- traust til þess að takast á við þau verkefni að byggja upp viðskiptaumsvif í öðrum löndum. Kannski má segja, að þjóðin í heild hafi ekki haft sjálfstraust til þess. Frá þessu voru örfáar undantekningar. Þeir sem unnu að sölu á íslenzkum fiskafurðum í öðr- um löndum kynntust mörkuðum og aðstæðum og þeim möguleikum, sem fólust í auknum umsvif- um í öðrum löndum. Þetta á við um þá, sem unnu við sölu á saltfiski fram eftir 20. öldinni en kannski má segja að reynsla þeirra hafi beinzt í einn, uppbyggilegan farveg, þegar Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hóf uppbyggingu í Bandaríkj- unum undir forystu Jóns Gunnarssonar, ekki bara í að selja fisk heldur einnig í frekari vinnslu á íslenzkum fiskafurðum í verksmiðjum í Banda- ríkjunum. Þetta mikla útrásarstarf leiddi til þess að Bandaríkin voru um skeið eftir heimsstyrjöld- ina síðari mikilvægasti fiskmarkaður okkar en jafnframt sá sem valdið gat miklum og örlagarík- um sveiflum í afkomu þjóðarbúsins, eins og dæmin sönnuðu. Næsta skref á þessu sviði var stigið, þegar Loftleiðaævintýrið hófst, þegar nokkrir ungir flugmenn og samstarfsmenn þeirra ruddu braut- ina fyrir lággjaldaflugfélög, sem um þessar mundir setja svip á alþjóðlegan flugmarkað. Þeir byggðu upp farþegaflutninga yfir Norður- Atlantshafið með viðkomu á Íslandi með því að bjóða lægri fargjöld en aðrir. Þegar bezt gekk höfðu Loftleiðamenn byggt upp atvinnustarf- semi í mörgum löndum. Söluskrifstofur þeirra voru úti um allt og Íslendingar, sem þar störfuðu, öðluðust reynslu af því að starfa í öðrum löndum, sem var fátítt fyrir utan starfsemi Sölumiðstöðv- ar og sjávarafurðadeildar SÍS. Svo kom stöðnun í þessa útrás til annarra landa. Í ræðu sinni í gær, föstudag, sagði Björg- ólfur Guðmundsson: „Hefði ég flutt þessi orð mín fyrir tuttugu árum hefði ég ekki náð eyrum manna og skilningur verið lítill.“ Þetta er rétt. En svo vill til – og kannski er Björgólfur að vísa til þess – að einmitt fyrir tveimur áratugum eða svo flutti náinn samstarfs- maður hans, Ragnar Kjartansson, ræðu á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann hvatti til aukinnar útrásar íslenzkra fyrirtækja til ann- arra landa. Sú ræða vakti athygli og umræður á þeim tíma. Segja má, að þriðji kapítulinn í þessari sögu hafi hafizt með fjárfestingum íslenzkra sjávar- útvegsfyrirtækja í útgerð og fiskvinnslu í öðrum löndum á tíunda áratugnum. Þau umsvif voru umtalsverð um skeið og eru töluverð enn. Það er hins vegar eftirtektarvert, að þær fjárfestingar hafa ekki gengið sem skyldi og skortir þó ekki þekkingu hér á rekstri útgerðar og fiskvinnslu. Það er umhugsunarefni hvað veldur. Með þessu er ekki sagt að útrás útgerðarfyrirtækjanna hafi mistekizt en hún hefur ekki náð því flugi, sem margir væntu. Á tíunda áratugnum sáust vísbendingar um að íslenzk fjármálafyrirtæki væru farin að horfa til annarra landa. Tæpast er á nokkurn hallað þótt sagt sé, að Kaupþing hafi haft þar nokkra forystu og að önnur fjármálafyrirtæki hafi fylgt í kjölfar- ið. Mælikvarðinn á það, hvernig til hefur tekizt hlýtur að vera sá, að hve miklu leyti starfsstöðvar íslenzkra fjármálafyrirtækja hafa náð að auka viðskipti sín á erlendri grundu við aðra en Íslend- inga. Í sjálfu sér liggja ekki fyrir miklar upplýs- ingar um það og vafalaust hefur starfsemi fjár- málafyrirtækjanna á alþjóðavettvangi gengið misjafnlega eins og gengur og gerist. Þó er ljóst að þau láta ekki undan síga, eins og í ljós kom í ræðu Björgólfs Guðmundssonar í Lúxemborg, heldur halda ótrauð áfram og það er vel. Ekki fer á milli mála, að forystumenn í ís- lenzku viðskiptalífi skortir ekki lengur sjálfs- traust til þess að takast á við verkefni í öðrum löndum. Mörgum hefur þótt nóg um þá hlutdeild, sem Baugur hefur náð á matvörumarkaðnum hér heima en ekki fer á milli mála, að forystumenn Baugs hafa unnið viðskiptaafrek með umsvifum sínum á hlutabréfamarkaðnum í London, þar sem þeir eru nú að hasla sér völl í smásöluverzlun og má ganga út frá því sem vísu, að leggi þeir áherzlu á vaxandi umsvif í öðrum löndum í stað þess að reyna að ná til sín meiri markaðshlut- deild hér muni það skapa meiri ró um fyrirtækið á heimavígstöðvum. Í upphafi 21. aldarinnar má því segja, að ís- lenzkir athafnamenn séu að draga björg í bú með stórauknum umsvifum á mörgum sviðum í öðrum löndum og það er augljóst, að þar liggja vaxtar- möguleikar fyrirtækja þeirra – ekki á Íslandi. Umræðurnar hér Í ræðu sinni í Lúxem- borg sagði Björgólfur Guðmundsson m.a.: „Fjárfestingarstarf- semi Landsbankans á undanförnum dögum hef- ur vakið mikla athygli fjölmiðla heima á Íslandi. Stjórnendur bankans eru þeirrar skoðunar að þar sé um eðlilega starfsemi banka að ræða. Bankar eiga að hafa frumkvæðið að æskilegum umbreytingum á hlutabréfamarkaði. Umrót í fjölmiðlum blinda ekki stjórnendur bankans. Þeir hafa skýra sýn á mikilvægustu sóknarfæri hans. Þau eru í útlöndum.“ Mikilvægt er að forystumenn í viðskiptalífi átti sig á því að í langflestum tilvikum er umrót í fjöl- miðlum endurspeglun á því, sem er að gerast í þjóðarsálinni. Þær umræður, sem orðið hafa í kjölfar mikilla uppskipta á hlutabréfamarkaðn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.