Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 33 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Hraunteigur 19 Opið hús frá kl. 15-17 Mjög falleg og mikið endurnýjuð 125 fm efri hæð í góðu fjórbýli auk 24 fm bílskúrs. Glæsilegar saml. stofur með fallegum boga- dregnum gluggum, eldhús með nýjum inn- réttingum úr kirsuberjavið og nýjum vönd- uðum tækjum, 3 rúmgóð herbergi og glæsi- legt flísalagt baðherbergi, allt endurnýjað. Þvottaaðstaða í íbúð. Suðursvalir út af stofu. Raflagnir endurnýjaðar og nýtt þak á húsinu. Ræktuð lóð. Áhv. húsbr. 7,4 millj. Verð 18,9 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 15-17. Verið velkomin. Stórholt 24 Opið hús frá kl. 15-17 Mjög falleg og mikið endurnýjuð 61 fm 3ja herbergja íbúð á efri hæð í þríbýlishúsi auk 16 fm íbúðarherbergis í kjallara með að- gangi að w.c. Íbúðin skiptist í forstofu/hol, eldhús með upprunalegum endurbættum innréttingum, parketlagða stofu, rúmgott svefnherbergi með nýjum skápum og ný- lega endurnýjað flísalagt baðherbergi. Park- et og náttúrugrjót á gólfum. Verð 12,9 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 15-17. Verið velkomin. Höfðabakki - til leigu mjög hagstæð leiga Atvinnuhúsnæði Góð lofthæð, mjög góð staðsetning, góð aðkoma og næg bílastæði. Eigum eftirfarandi til ráðstöfunar. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í síma 588 4477 eða 822 8242 www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30 Mögulegt er að skipta ofangreindum stærðum í smærri einingar. Húsnæðið hefur verið í notkun fyrir höfuðstöðvar Marels. Hentar fyrir ýmiss konar starfsemi, s.s. iðnað, heildsölu, skrifstofustarfsemi o.fl. Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignarfélag. 1. hæð 285 fm Innkeyrslud./lofth. 3,7 m. Laust 250 fm Innkeyrslud./lofth. 3,7 m. Laust 481 fm Innkeyrslud./lofth. 3,7 m. Laust Sigurður Óskarsson, lögg. fastsali. Sveinn Óskar Sigurðsson, lögg. fastsali. Opið hús í Reyrengi 3 frá kl. 14:00-17:00 HÚSIN Í BÆNUM Hamraborg 5 - Sími 53 50600 - Fax 53 50601 Netfang husin@husin.is Virkilega smekkleg, opin og björt 2ja her- bergja íbúð á 2. hæð á þessum vinsæla stað. Þvottaherbergi innan íbúðar. Bað- herbergi m. baðkari og sturtuaðstöðu. Eldhús með snyrtilegri innréttingu, góður borðkrókur. Björt stofa með v-svölum. Sameign nýtekin í gegn, skipt um teppi og málað. Stutt í alla þjónustu, Spöngin rétt við hliðina. INGIGERÐUR LAUFDAL TEKUR VEL Á MÓTI ÞÉR Opið hús - Hringbraut 119 Glæsilega standsett íbúð Skúlagötu 17 Sími 595 9000 holl@holl.is Opið virka daga kl. 9-18 www.holl.is Ný standsett tæpl 50 fm íbúð, ásamt stæði í bílageymslu. Parket og flísar á gólfum. Nýjar innréttingar og tæki. Verð 11,9 millj. Vertu velkomin að kíkja við á sunnudaginn. Sölumaður Hóls tekur á móti þér milli kl. 17 og 19 (897 4693). Skrifstofuhúsnæði óskast í Kópavogi Hlíðasmára 15 Sími 595 9090 holl@holl.is Opið virka daga kl. 9-18 www.holl.is Óskum eftir 80-130 fm vel staðsettu skrifstofuhúsnæði, helst á jarðhæð, þó ekki skilyrði, í Linda- eða Smárahverfi, Kópavogi. Allar nánari upplýsingar veitir Kristberg í síma 892 1931. EKKI löngu síðar komst ég núslysalaust inn á götuna og ók áleiðis upp eftir henni. Er þá ekki sami stórhuga bílstjóri enn að flýta sér mjög mikið og lá nú á flautunni bak við annan bíl sem var í sams- konar vandræðum og ég hafði áður verið í. Allt í einu fauk í mig og ég hugsaði með mér að þessi fljóthuga maður ætti fyrir því að flautað væri á hann. Ég jók því aðeins hraðann – náði honum fljótlega og flautaði þá aðeins upp á gamlan kunnings- skap. Ekki er að orðlengja það að bíll hins stórhuga snarstansar og út snarast ungur og liðlega vaxinn maður, með æsta andlitsdrætti og lítið hár. „Lærðu að keyra, helvítis hóran þín,“ sagði hann formálalaust um leið og hann reif upp bílhurðina á bílnum mínum. Í forundran greip ég nú ósjálf- rátt til þjálfunar sem ég fékk sem stelpa í samskiptum við bræður mína. „Lærð þú mannasiði, druslan þín,“ svaraði ég óðamála. Æ, orðið drusla var óheppilega valið, fór á samri stundu í gegnum huga minn, þetta var karlmaður og ég hefði átt að segja hórkarl eða eitthvað enn meira krassandi. Greinilega var sá stórhuga líka sama sinnis, hann hafði gengið spölkorn frá mínum bíl en sneri sér við þegar hann heyrði hverju ég svaraði, horfði á mig stingandi heiftaraugum og gerði svo fokk- merki með fingrinum. Enn kom sér í góðar þarfir ósjálfrátt viðbragð, lært í hinum harða karlaheimi bræðra minna. Ég sleppti eldsnöggt stýrinu og gerði fokkmerki með báðum hönd- um. Manninum varð nú svo skapfátt að hann snaraðist aftur til baka – en hann sá ekki við mér, ég læsti fljóthent bílnum mínum svo hann næði ekki til mín. Eldrauður í framan geiflaði hann sig framan í mig við bílrúðuna og steytti að mér hnefann en ég gretti mig á móti eins og ég hafði gert best í grettuleikjum bernsku minnar. Manninum var nú aldeilis ofboðið af framferði mínu, hann sparkaði þéttingsfast í bílinn minn og arkaði svo þungstígur til síns bíls. Nokkur ungmenni sátu í aftur- sæti bílsins og litu þau öll til mín með hneykslunarsvip þegar bíl- stjórinn var sestur inn í bílinn og hafði sagt þeim frá furðulegu framferði mínu. Þeim þótti greini- lega ég hefði sýnt viðbrögð sem ekki samrýmdust hugmyndum þeirra um þá sem eru á þeim aldri að bera „hita og þunga“ samfélags- ins á sínum herðum, eins og það er nefnt á hátíðlegum stundum. En ég skeytti hvorki um skömm né heiður, var efst í huga að láta ekki valta yfir mig, taka því ekki með þögn og þolinmæði að vera kölluð „helvítis hóra“, fyrir það eitt að reyna að fara varlega í um- ferðinni. Nú tók við undarlegt millispil í þessari sinfónínu hversdagsum- ferðarinnar þennan sólfagra dag. Bílstjórinn á undan mér, sem áður hafði greinilega ekki mátt nokkurn tíma missa, var nú allt í einu þol- inmæðin holdi klædd, hann hékk á næsta götuhorni í allt að 10 mín- útur og horfði á bílana aka fram hjá og beið líka drjúga stund þótt enginn bíll sýndi sig. Á meðan sneru ungmennin í aftursætinu öll andlitunum til mín og biðu þess í augljósu ofvæni að ég missti þol- inmæðina og flautaði eða jafnvel snaraði mér út úr bílnum í víga- hug. En ég gerði hvorugt. Ég tók að horfa út um hliðargluggann áhuga- laus á svip og hugsaði til hinna ei- lífu veiðilendna til að drepa tím- ann. Loks þótti hinum stórhuga nóg komið og með miklum drunum hélt hann innreið sína í umferðarþung- ann – með mig hæversklega í hum- átt á eftir. Ekki hafði hann þó gleymt gömlum væringum því hann reyndi tvisvar að aka í veg fyrir mig, svona til þess að kenna mér betri umferðarmenningu. Ég slapp þó með því að beygja í eins miklum snarheitum og hann hafði áður gert þegar hann ók fram fyrir mig á gatnamótunum við bankann. Okkar viðskiptum lauk svo með því að hann ók flautandi upp eftir götunni en ég beygði mína leið á næstu gatnamótum. Satt að segja varð mér hugsað til Napóleons og herferðar hans til Rússlands meðan ég ók áfram. Óneitanlega hafði þessi viðureign tekið á mig. En hvað á maður að gera þegar á mann er freklega ráðist? Þegar ég sagði fjölskyldumeðlim frá þessu atviki síðar um daginn sagði hann mér stuttlega að ég hefði bara verið heppin að hér á landi væru menn ekki með byssur í bílnum. „Í Bandaríkjunum og líka í London eru alltaf nokkrir drepnir á ári hverju af svona ástæðum,“ bætti hann við þungur á brún. Hrollur fór um mig við þessi orð og kannski læðist hann upp eftir bakinu á fleirum. Þjóðlífsþankar/Er þetta ekki nokkuð langt gengið? Lærðu að keyra, hóran þín! eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Ég var einn daginn að koma af bílastæði við banka og hugðist beygja inn á götu þar sem umferðin er nokkuð hröð og til beggja átta. Vegna margra slysafrétta að undanförnu, sumra hörmulegra, fór ég óvenju varlega og hugð- ist ekki taka neina „sjensa“ við að aka inn á götuna. Bílarnir þutu hjá í báðar áttir og ég beið. Allt í einu er flautað mjög harkalega fyrir aftan mig. Ég horfði á bílaumferðina fyrir framan mig og hugsaði með mér að þetta flaut gæti ekki átti erindi við mig. Náunginn fyrir aftan mig lá engu að síður á flautunni svo það fór að renna upp fyrir mér að hann væri orðinn harla óþol- inmóður að komast leiðar sinnar. Ég sá þess hins vegar engan kost að hreyfa mig úr stað að sinni án þess að leggja líf mitt og annarra í stórhættu. En á bak við mig beið hugumstærri maður en ég var, allt í einu beygði hann fyrir bílinn minn og þaut inn á götuna með ofsahraða og fór í margar snarbeygjur til þess að koma í veg fyrir árekstur á milli sín og aðsteðjandi bíla úr báðum áttum. Mér var aldeilis ofboðið – þvílík keyrsla. FASTEIGNIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.