Morgunblaðið - 28.09.2003, Page 40

Morgunblaðið - 28.09.2003, Page 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960, fax 587 1986. Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Nú þegar komið er að leiðarlokum langar mig til að minnast ömmu minnar eða ömmu löng eins og langömmubörnin köll- uðu hana oft. Það var svo snögg- lega sem þú kvaddir þennan heim að ég er enn að bíða eftir því að verða vakin upp af vondum draumi, það var svo fjarri mér að það gæti verið komið að leiðarlokum hjá þér, þú varst nú ekki nema 76 ára göm- ul. Þegar ég sest niður og hugsa til baka þá er það fyrsta sem kemur upp í hugann hversu oft þú hugs- aðir til okkar. Ef þú fréttir að eitt- hvert okkar væri veikt hringdir þú alltaf til að vita hvernig við hefðum það. Þú hringdir líka alltaf ef þú vissir af Brynjari á sjó ef það var vont veður til að spyrja hvort ég hefði ekki heyrt í honum og hvort ég héldi ekki að allt væri í lagi. Til þess að þú hefðir minni áhyggjur sagði ég að það væri ekki svo vont veður, þeir færu örugglega að koma heim þó svo ég væri sjálf með áhyggjur að vita af honum úti á sjó. Einnig lést þú mig alltaf vita ef það gerðist eitthvað innan fjöl- skyldunnar. Mér þótti mjög vænt um þessar hringingar frá þér. Ég minnist þess líka hversu gaman þú hafðir af því að klæða þig í fín föt og setja á þig alls konar GUÐNÝ GUÐNADÓTTIR ✝ Guðný Guðna-dóttir fæddist í Þorkelsgerði í Sel- vogi 11. janúar 1927. Hún andaðist á heim- ili sínu 18. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Þorlákskirkju 26. september. skart. Það er ekki annað hægt en að segja að þú hafir verið glysgjörn, ég hugsa að í seinni tíð hafi ekki liðið margir dagar þar sem þú puntaðir þig ekki og þá skipti ekki máli hvort þú værir að fara eitthvað eða vær- ir bara heima. Það var mikið gott þegar þú fékkst til þess árið 1990 að selja húsið þitt á Reykja- braut og flytja í íbúðir aldraðra, þar sem þú hafðir alltaf félagsskap af öðru fólki og umgekkst allt það yndis- lega starfsfólk sem hefur unnið þar. Einnig fórst þú að gera handa- vinnu fyrir ekki svo mörgum árum, sem stytti þér stundirnar fyrir ut- an hvað það var gaman að fá frá þér hluti sem þú hafðir gert sjálf. Það sem gleður mig þó mest er að þú skyldir hafa farið í þína fyrstu utanlandsferð stuttu áður en þú deyrð. Þegar þú talaðir við mig daginn eftir að þú komst heim varst þú svo glöð yfir ferðinni. Þú varst mest hissa á því að þú skyldir ekki verða hrædd í flugvélinni, þetta væri bara eins og að sitja heima í stofu. Þú sagðir mér að það hefði verið svo gaman að vera þarna með fjórum af þínum börn- um og tengdabörnum, sérstaklega þótti þér vænt um að Gummi og Sveindís skyldu vilja hafa þig með sér í þessa ferð og langar mig að þakka þeim fyrir það. Elsku amma mín, nú er komið að kveðjustund og eigum við öll eftir að sakna þín. Guð blessi minningu þína. Lóa, Brynjar, Daníel Orri og Arnór Daði. Elsku amma, nú sit ég hér og skrifa til þín með söknuð í hjarta. Mig langar að minnast þess þegar ég var lítil stúlka í Grindavík. Þá var oft farið austur í Þorlákshöfn til þín og afa á C-götunni og var þá yfirleitt gist. Mér er það minnis- stætt um jólin þegar öll börnin ykkar og barnabörn voru saman komin í mat á jóladag á C-götunni. Alltaf passaðir þú upp á að eiga fullan kassa af mandarínum sem við barnabörnin sáum um að klára áður en haldið var heim. Síðan þeg- ar við fluttum austur í Þorlákshöfn þá var svo stutt til þín að gistinæt- urnar urðu færri. Eftir að afi dó varst þú ein á C-götunni í nokkur ár og það átti ekki vel við þig að vera ein. En eftir að þú fluttir á ellimörkina var meira um að vera hjá þér. Þá var oft gaman að koma til þín og skoða hvað þú hafðir ver- ið að föndra, það var alltaf einhvað nýtt í hvert skipti sem ég kom. Ég þakka þér fyrir öll skiptin sem þú komst og hjálpaðir mér í slátri. Það var alltaf gaman að gera slátur með þér, þú varst svo snögg að sauma að ég var alltaf langt á eftir þér, þú sagðir svo skemmtilegar sögur á meðan frá þínum yngri ár- um. Ekki datt mér í hug elsku amma að okkar síðustu samverustundir yrðu við skírnina á Pálma hennar Kollu systur. Þar lékst þú á als oddi eins og þér einni var lagið, en aðeins nokkrum dögum seinna kvaddir þú þennan heim. Það er svo skrýtið að þú sért far- in, elsku amma, en þú býrð í hjört- um okkar því munum við ávallt elska þig og muna. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð (Þórunn Sig.) Þín Guðný Ósk. Elsku langamma mín. Mig tekur það sárt að heyra af andláti þínu. Þegar ég frétti þetta grét ég lengi og hugsaði um það hvernig lífið yrði án þín. En það sem ég hugga mig við er að ég veit að þér líður vel, því nú ertu komin til langafa og ég hitti ykkur seinna. Þegar ég er búin að gegna mínu starfi hér á jörð kem ég og föndra með þér fullt af klippimyndum og prjóna með þér fullt af fallegum, mjúkum og þægilegum treflum, og þegar ég kem skal ég kenna þér, ef þú vilt, að baka eplaköku með eilífri ást. Með þessum ljóðlínum kveð ég þig í bili: Sú mynd við mér brosir, þó burtu sért þú. Ó, svo björt er þín minning: Hún lýsir mér nú (Iðunn Steinsdóttir.) Ragnhildur Eva Jónsdóttir. Fallinn er frá heið- ursmaðurinn Kristinn Jón Jónsson, einn af máttarstólpum Fram- sóknarflokksins í Ísafjarðarbæ til margra ára. Hann var bæjarfulltrúi flokksins í mörg ár, sem forseti bæjarstjórnar, formaður bæjarráðs, staðgengill bæjarstjóra o.fl. Hann sat í fjölmörg- um stærri og minni nefndum og ráð- um fyrir flokkinn, t.d. Orkubúi Vest- fjarða og Fjórðungssambandinu. Í Héraðssambandi Vestfjarða var hann formaður til dauðadags. Kristinn Jón lét sér annt um vel- ferð okkar heimabyggðar og vann að ýmsum umhverfis- og skógræktar- málum af sérstökum áhuga og alúð. Hann sat í stjórn Kjördæmisráðs Framsóknarflokksins á Vestfjörðum í nokkur ár, formaður og síðar stjórnarmaður í Framsóknarfélagi Ísafjarðar. Hann ásamt bræðrunum Guðmundi og Sigurði frá Góustöðum stóð að því að húsnæði flokksins á Ísafiði væri keypt og vann hann þar ásamt félögum af myndarskap að því að koma því í gott stand. Hann hafði alla tíð verið vakandi yfir ástandi húsnæðisins og sýndi það glöggt nú síðustu vikur þegar hann vildi koma uppgjörinu frá húsinu frá sér sóma- samlega, áður en það yrði um seinan. Hann hafði átt við veikindi að stríða síðustu tvö árin og vissi vel að hverju stefndi, en alltaf bar hann sig vel. Framsóknarmenn í Ísafjarðarbæ þakka Kristni Jóni af alhug mikið og óeigingjarnt starf fyrir flokkinn, hann hefur ekki staðið einn, því við hlið hans hefur eiginkonan Ólafía Aradóttir staðið og stutt hann dyggi- lega. Við vottum eiginkonunni og börn- unum þremur, tengdabörnum og barnabörnum okkar dýpstu samúð. Hafðu þökk fyrir allt. Far þú í friði. F.h. Framsóknarfélags Ísafjarð- arbæjar. Kristjana Sigurðardóttir. Andlát Kristins Jóns Jónssonar kom ekki þeim á óvart sem höfðu vitneskju um mikla vanheilsu hans og hetjulega baráttu við skæðan sjúkdóm, en hann varð undir í þeirri erfiðu baráttu föstudaginn 19. sept- ember s.l. Á síðustu áratugum lágu leiðir okkar Kristins Jóns víða saman, í nefndum, ráðum og stjórnum, eink- um og sér í lagi í stjórn Orkubús Vestfjarða, samskiptum milli bæjar- stjórna Ísafjarðarbæjar og Bolung- arvíkur, þegar hann var m.a. forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og bæjarstjóri um skeið, sem og rekstr- arstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Hann gegndi fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Vestfirðinga sem ekki verða tíunduð hér þó vissu- lega væri ástæða til, sögunnar vegna. Kristinn Jón var afskaplega íhug- ull og gætinn við ákvarðanatöku og setti sig ávallt vel inn í þau mál sem honum var trúað fyrir. Efst í huga hans var að nýta fjármuni vel, og gæta hagræðingar í starfi og stjórn- un. Hann var tillögugóður og jafnan mikið tillit tekið til hans sjónarmiða. Það var gott að starfa með þessum ljúfa og trausta dreng, njóta reynslu hans og þekkingar á sviðum sveit- arstjórnar- og félagsmála, en báðir þessir málaflokkar voru honum mjög hugleiknir. Fram undir það síðasta vann hann mikið að hugðarefnum KRISTINN JÓN JÓNSSON ✝ Kristinn JónJónsson fæddist á Mýri í Súðavíkur- hreppi 25. desember 1934. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar 19. sept- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ísafjarðar- kirkju 27. septem- ber. sínum, s.s. að undir- búningi Unglinga- landsmóts UMFÍ og öðrum íþrótta- og fé- lagsmálum. Mér er minnisstætt hans þétta og hlýja handtak, glaðlega bros- ið og vingjarnlega við- mótið í hvert skipti sem við hittumst. Honum var lagið að tengja saman alvöru og gaman um leið og hann horfði fram um veg þar sem hugur hans og vilji stóð allur til góðra verka. Ég vil fyrir hönd eldri og fyrrver- andi sveitarstjórnarmanna færa honum látnum þakkir fyrir frábær störf að margvíslegum framfaramál- um Vestfirðinga og skemmtilegar og góðar samverustundir. Við kveðjum hann með virðingu, þökk og eftirsjá. Mér þykir miður að geta ekki ver- ið við útför þessa góða félaga og vin- ar, en við Lillý biðjum þess, að al- mættið styrki Lóu og fjölskyldu við þessar erfiðu aðstæður og vottum þeim og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Kristins Jóns Jónssonar. Ólafur Kristjánsson, Bolungarvík. Í dag er til moldar borinn vinur okkar og nágranni Kristinn Jón Jónsson. Okkur langar að minnast hans með nokkrum orðum . Það var á vordögum árið 1976 þeg- ar við frumbyggjar í Holtahverfinu í botni Skutulsfjarðar vorum í óðaönn að koma upp húsum okkar er þau Kristinn Jón og Lóa, bæði Vestfirð- ingar í húð og hár, þá nýflutt til heimahaganna, birtust á lóðinni nr. 13 við Brautarholt þar sem þau reistu sér glæsileg heimkynni. Við fundum fljótt að þarna höfðum við eignast góða nágranna. Alltaf var hægt að leita til Nonna eins og hann var kallaður í okkar hópi og ætíð hafði hann góð ráð að gefa hvort sem var við húsbyggingar eða garðrækt. Nutum við þess í ríkum mæli og sem dæmi kom það oft fyrir að búið var að snyrta runnana þegar við komum heim úr fríi. Hann tók virkan þátt í bæjarlífinu og voru falin fjölmörg trúnaðarstörf sem hann sinnti af miklum áhuga og elju. Það var aðdáunarvert að fylgj- ast með honum sl. sumar við und- irbúning og framkvæmd hins glæsi- lega Unglingamóts UMFI, þar sem hann lagði fram síðustu krafta sína. Þau hjón voru að mörgu leyti fyr- irmynd okkar íbúanna í götunni og því vel til fundið að þau tækju fyrir okkar hönd við viðurkenningu fyrir fegurstu götu bæjarins árið 2002. Við fjölskyldan eigum margs að minnast eftir áratugalangt sambýli sem aldrei bar skugga á. Kemur þar margt upp í hugann, t. d. allar um- ræðurnar um íþróttirnar, bæjarmál- in og landsmálin, skötuveislurnar fyrir jólin, grillveislur í garðinum eða verslunarmannahelgarnar á Vonalandi, sælureit þeirra í Djúpinu þar sem húsbóndinn var í essinu sínu og best naut hann sín innan um börn- in enda mikill barnakall og hændust þau mjög að honum. Fyrir allt þetta erum við þakklát. Elsku Lóa og fjölskylda. Okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bless- uð sé minning góðs drengs og ná- granna. Guðríður, Samúel og fjölskylda. Mig langar í nokkrum orðum að minnast Kristins Jóns Jónssonar á Ísafirði sem lagður er til hinstu hvílu í dag eftir baráttu við erfiðan og ill- vígan sjúkdóm. Kynni mín af Kristni Jóni voru í senn stutt og ánægjuleg og mér er það til efs að fleiri menn hafi haft eins mikil áhrif á mig í seinni tíð eins og hann. Samskipti okkar hófust í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.