Morgunblaðið - 28.09.2003, Side 44

Morgunblaðið - 28.09.2003, Side 44
DAGBÓK 44 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Haust- litaferð Aflagranda verður farin miðviku- dag 1. október kl.13.30 ekið verður um Línu- veg - Grafning - Þing- velli og að Básum þar sem boðið er í kaffi- hlaðborð. Fararstjóri Nanna Kaaber. Skrán- ing í síma 562 2571 og á staðnum. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Haustfagn- aður í félagsstarfinu verður 2. október í Tónlistarskólanum í Garðabæ og hefst kl. 20. Garðakórinn verð- ur með fjölbreytta söngdagskrá, ungir dansarar koma og dansa og fimleika- stúlkur sýna fimleika og ýmislegt fleira verð- ur til skemmtunar. Akstur frá Hleinum og Holtsbúð. Allir vel- komnir. Félag eldri borgara í Garðabæ. Hrafnkell Helgason læknir held- ur fyrirlestur um Pál biskup í Garðabergi miðvikudaginn 1. okt. kl. 14. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Dansleikur kl. 20 í kvöld Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið opnað kl. 9. Pútt- og biljardsalir opnir til kl. 16. Gerðuberg, félags- starf. Á morgun kl. 9– 16.30 vinnustofur opn- ar, frá hádegi spilasal- ur opinn, dans fellur niður, s. 575 7720. Korpúlfar, Grafarvogi. Á morgun, mánudag, ferð til Akraness kl. 10 frá Miðgarði. Vesturgata 7. Fimmtudaginn 2. októ- ber kl. 10.30 verður helgistund í umsjón séra Jakobs Ágústs Hjálmarssonar dóm- kirkjuprests. Kór fé- lagsstarfs aldraðra syngur við undirleik Sigurbjargar P. Hólm- grímsdóttur. Félags- og þjónustumiðstöðin verður 14 ára föstu- daginn 3. október. Af því tilefni verður gest- um og velunnurum boðið í morgunkaffi frá kl. 9.15–10.15. Sig- urbjörg P. Hólmgríms- dóttir spilar á flygilinn. Hana-nú, Kópavogi. Mánudagskvöldið 29. september verður fundur í Gjábakka sem hefst kl. 20 og stendur til 21.30. Fundarefni: Eru mánudagar til mæðu? Í panel sitja: Guðrún Ásmundsdóttir, Sigrún Valbergsdóttir, Magn- ús Randrup og Theó- dór Júlíusson. Allir velkomnir, ungir sem aldnir! Leshópurinn í Gull- smára efnir til síns fyrsta bókmennta- kvölds á þessu hausti þriðjudaginn 7. októ- ber í félagsheimilinu Gullsmára. Samveran hefst kl. 20 og lýkur kl. 21.15. Gluggað verður í ljóð Vilborgar Dag- bjartsdóttur. Skáld- konan mætir á staðn- um. Allir eldri bóka- og ljóðavinir velkomnir. Leshópurinn hittist reglulega fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði. Minningarkort Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum í Reykjavík: Skrifstofu Hjartaverndar, Holta- smári 1, 201 Kópavogi, s. 535-1825. Gíró og greiðslukort. Dval- arheimili aldraðra, Lönguhlíð, Garðsapó- tek, Sogavegi 108, Ár- bæjarapótek, Hraunbæ 102a, Bók- bær í Glæsibæ, Álf- heimum 74, Kirkjuhús- inu, Laugavegi 31, Bókabúðinni Grímsbæ, v/ Bústaðaveg, Bóka- búðinnni Emblu, Völvufelli 21, Bókabúð Grafarvogs, Hverafold 1–3. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eftir- töldum stöðum á Reykjanesi: Kópavog- ur: Kópavogsapótek, Hamraborg 11. Hafn- arfjörður: Lyfja, Set- bergi. Sparisjóðurinn, Strandgata 8–10, Keflavík: Apótek Keflavíkur, Suðurgötu 2, Landsbankinn Hafn- argötu 55–57. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eftir- töldum stöðum á Vest- urlandi: Akranes: Hagræði hf., Borgarnes: Dalbrún, Brákarbraut 3. Grundarfjörður: Hrannarbúð sf., Hrannarstíg 5. Stykk- ishólmur: Hjá Sesselju Pálsd., Silfurgötu 36. Ísafjörður: Póstur og sími, Aðalstræti 18. Strandasýsla: Ásdís Guðmundsd. Laugar- holti, Brú. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eftir- töldum stöðum á Aust- urlandi: Egilsstaðir: Gallery Ugla, Miðvangur 5. Eskifjörður: Póstur og s., Strandgötu 55. Höfn: Vilborg Einars- dóttir Hanarbraut 37. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eftir- töldum stöðum á Suð- urlandi: Vestmannaeyjar: Apó- tek Vestmannaeyja, Vestmannabraut 24. Selfoss: Selfossapótek, Kjarninn. Í dag er sunnudagur 28. sept- ember, 271. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Öll jörðin nýtur nú hvíldar og friðar, fagnaðarópin kveða við. (Jes. 14, 7.)     Í störfum sínum þurfaþingmenn að sitja marga misþýðingarmikla fundi og hitta fjölda fólks. Síðasta mánudag hitti Helgi Hjörvar, al- þingismaður, kollega sína frá Færeyjum. Segir hann að Íslendingar geti margt af þeim lært: „Það er nefnilega þannig í litlu Færeyjum að þingmenn færeyska lögþingsins geta ekki setið jafnframt sem ráðherrar. Gerist þingmaður ráðherra kemur einfaldlega annar þingmaður í hans stað. Sú skipan hefur stundum verið rædd í íslenskri þjóðmálaumræðu, en þá gjarnan með vísan til fyr- irkomulagsins í Banda- ríkjunum sem eru þúsund sinnum fjölmennara ríki en við. Er ekki skyn- samlegra að líta okkur nær?     Kostir fyrirkomulags-ins eru ótvíræðir. Þessi einfalda regla skil- ur betur að fram- kvæmdavald og löggjaf- arvald og gerir lög- gjafarvaldið líklegra til þess að vega og meta til- lögur og frammistöðu framkvæmdavaldsins með sjálfstæðum hætti. Þannig er einfaldlega meiri von til þess í þessu fyrirkomulagi að þingið veiti framkvæmdavaldinu það aðhald sem sann- anlega þarf.     Í ljósi þess hve undir-gefið þing okkar hefur jafnan verið fram- kvæmdavaldinu,“ segir Helgi, „er full ástæða fyr- ir okkur að leita þessarar og annarra leiða til að auka aðgreiningu vald- þáttanna og sjálfstæði þeirra. Það er enda vand- séð hverjir vankantar færeysku skipanarinnar eru. Var þetta ekki líka landsfundarstefna Fram- sóknarflokksins? Eða misminnir mig? Eins og þetta með Siglufjarð- argöngin, línuívilnunina og íslensku uppgripa- störfin á Kárahnjúk- um...“     Ögmundur Jónasson,þingmaður VG, situr ekki síður fundi og þá annað hvort sem þing- maður eða formaður BSRB. Héldu samtök hans nýlega utan um þing Starfsmannasamtaka rík- isútvarpsstöðva á Norð- urlöndunum þar sem ályktun um eflingu út- varps í almannaeign var samþykkt. „Á meðal frummælenda var und- irritaður og Pétur H. Blöndal alþingismaður. Hann lagði áherslu á að efla bæri markaðsútvarp og taldi það í reynd lýðræðislegra en rík- isútvarpsstöðvar. Hagsmunir eigenda markaðsútvarpsstöðva væru að þjóna almenn- ingi sem best og væri þeirra vegvísir því heppi- legri en „forræðis- hyggja“ hinna sem stýrðu ríkisreknum stöðvum.“ Ögmundur hafði aðra sýn og skýrði hana vel fyrir norrænum ríkisstarfs- mönnum. STAKSTEINAR Sjálfstætt þing og nor- rænir ríkisstarfsmenn Víkverji skrifar... ÞAÐ fer alveg hryllilega ítaugarnar á Víkverja að fréttatímar Stöðvar 2 og RÚV séu á sama tíma. Starfs síns vegna þarf hann að fylgjast með báðum fréttatímum sem er nú hörku púl. Víkverji botnar ekk- ert í þessari ákvörðun Stöðvar 2 og finnst rök um að þessi tíma- setning styrki Ísland í dag og að hún sé „besta uppleggið“ sem stöðin hafi, eins og Karl Garð- arsson fréttastjóri orðaði það í viðtali í Morgunblaðinu, ekki sannfærandi. Karl viðurkennir að þetta muni draga úr áhorfi á frétta- tíma beggja stöðva svo ekki er breyt- ingin nú gerð til að ná fleiri áhorf- endum. x x x VÍKVERJI sér mikið eftir GuðrúnuGunnarsdóttur og Snorra Má Skúlasyni úr Íslandi í dag. Honum finnst nýju þáttarstjórnendurnir ekki eins góðir þótt þau séu bæði lifandi og skemmtileg og taki sig vel út á skján- um. Víkverja finnst þau nefnilega grípa allt of mikið fram í fyrir við- mælendum sínum. T.d. þegar móðir kom til að segja frá einelti sem dóttir hennar varð fyrir voru það stjórnend- urnir en ekki móðirin sem röktu sög- una og var þetta hálfvandræðalegt að horfa á. Þá var alveg skelfilegt að sjá þau taka orðið aftur og aftur af Soph- iu Hansen þegar hún ræddi um dóm Mannréttindadómstólsins. Þó að við- mælendur hiki og komi ekki orðum alltaf hratt og örugglega að hlutunum er alls ekki þörf á að taka af þeim orðið. x x x VÍKVERJA finnast þættir JónsÓlafssonar, Af fingrum fram, sér- staklega skemmtilegir. Þó fer einnig í taugarnar á honum, líkt og með Ís- land í dag, hvað Jón á það til að grípa fram í fyrir viðmælendum. Jón er fróður um sögu tónlistar á Íslandi og sögu margra sinna viðmælenda. En hann má nú al- veg leyfa þeim sjálfum að segja söguna, við vitum eftir sem áður að hann er sérfræðingurinn. x x x VÍKVERJA finnst KastljósRÚV frekar lummulegur þáttur samanborið við breytt yf- irbragð Íslands í dag. Það mætti gera miklu meira af því að hafa létt- meti og tala við fólkið í landinu, vera á faraldsfæti. Endalausar umræður í stúdíóinu eru oft frekar þreyttar. Föstudagskastljósið stendur þó alltaf fyrir sínu og er ómissandi fyrir hverja helgi. x x x SJÓNVARPSÞÁTTURINN Idol,eða Stjörnuleit, er byrjaður á Stöð 2 og lofar góðu að mati Víkverja. Honum finnst reyndar sárt að sjá dómarana þrjá fella harða dóma yfir söngvurunum, sérstaklega þegar þeir eru ungir og viðkvæmir. En út á þetta gengur víst leikurinn. Stjörnuleitin á Stöð 2 lofar góðu. ÉG þurfti að sækja um svo- kallað P-kort til að nota á bílastæðum en ég er hreyfi- hömluð. Stundum þarf ég að vera með hækjur eða grind, en er ekki í hjólastól. Var mér bent á að sækja um þetta hjá lögreglunni, því næst Tryggingastofn- un, hjá Ríkislögreglustjóra og hjá Lömuðum og fötluð- um. Eftir að hafa verið send á milli ofangreindra aðila náði ég loks sambandi við manneskju í Hátúni 12 sem gat sent mér eyðublað í pósti. Vil ég benda þeim sem málið varðar á hversu erfitt manni er gert fyrir þegar verið er að senda mann svona á milli stað. Geta þessir aðilar ekki haft rétt- ar upplýsingar við höndina þegar fólk kemur í þessum erindum? Hreyfihömluð kona. Lágmarkskurteisi ÉG er ein af þeim sem er í atvinnuleit. Í þeirri leit felst að senda þarf fer- ilskrá, meðmæli og ýmis persónuleg gögn til at- vinnurekenda. Oft á tíðum veit maður ekki hvaða fyr- irtæki um er að ræða. Finnst mér lágmarkskurt- eisi að viðkomandi fyrir- tæki sendi manni gögnin til baka eða a.m.k. láti vita að maður hafi ekki komið til greina. Finnst mér mjög óþægilegt að vita að svona persónuleg gögn um mig liggi hingað og þangað. Mörg fyrirtæki fara fram á að umsækjandi sendi með umsókninni mynd, er ég al- farið á móti því, held að það verði til þess að of mikið sé einblínt á mynd en ekki á hæfni viðkomandi. Ein í atvinnuleit. Sérsaumaður sundbolur ER einhver sem getur bent mér á hvar ég get fengið sérsaumaðan sundbol? Þeir sem geta gefið upplýsingar eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 551 1307. Tapað/fundið Olympus-myndavél týndist GRÁ Olympus-myndavél í gráu hulstri tapaðist fyrir um mánuði síðan á Akur- eyri eða við Jólahúsið í Eyjafirði. Í vélinni er filma með myndum af tveim stelpum í og við Jólahúsið sem áttu að fara á jólakort og er þess sárt saknað. Ef einhver hefur fundið vélina, vinsamlega hafið samband við Jóhönnu í síma 849 5984 eða 453 5775. Hjól týndist GARY Fisher-hjól týndist við Smáraskóla föstudag- inn 29. ágúst. Hjólið er svart, hvítt og gult. Þess er sárt saknað af eiganda sín- um. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið hafi sam- band í síma 660 4022. Gullarmband týndist GULLARMBAND týndist mánudaginn 15. septem- ber, líklegst í eða við Leit- arstöð Krabbameinsfélags- ins við Skógarhlíð. Finn- andi vinsamlega hafi sam- band við Birgittu í síma 659 0606. Antikveggklukka glataðist ANTIKVEGGKLUKKA glataðist úr dánarbúi. Síð- ast er vitað um klukkuna fyrir 10 árum í antikverslun sem þá var starfrækt á Hverfisgötu en er nú flutt þaðan. Sá sem veit um þessa klukku – eða sá sem hefur keypt hana – er beð- inn að hafa samband í síma 565 3912 eða 693 3912. Dýrahald Vantar kettling VANTAR kettling, fress, ekki eldri en 3ja mánaða. Helst svartan eða svartan og hvítan. Upplýsingar í síma 662 4637. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Gert erfitt fyrir Morgunblaðið/Ásdís LÁRÉTT 1 meyr, 4 grískur bók- stafur, 7 minnist á, 8 inn- heimta, 9 tjón, 11 nöldra, 13 lof, 14 þukla á, 15 auð- mótuð, 17 geð, 20 spor, 22 árás, 23 bál, 24 ílátið, 25 gabba. LÓÐRÉTT 1 háðsbros, 2 fóstrið, 3 hluta, 4 þref, 5 laumuspil, 6 stéttar, 10 hindra, 12 kraftur, 13 mann, 15 þræta, 16 huldumenn, 18 dásemdarverk, 19 til- biðja, 20 veit margt, 21 úrkoma. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 útkjálkar, 8 pækil, 9 pokar, 10 kóp, 11 lands, 13 agnar, 15 falls, 18 strit, 21 kot, 22 lætur, 23 ólmir, 24 snakillur. Lóðrétt: 2 tekin, 3 jálks, 4 loppa, 5 askan, 6 spil, 7 þrír, 12 díl, 14 get, 15 fólk, 16 látin, 17 skrök, 18 stóll, 19 rimmu, 20 tæra. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.