Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 45 DAGBÓK YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 588 5711 og 694 6103 Líkamsæfingar, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla. Morguntímar, hádegistímar, síðdegistímar og kvöldtímar. Sértímar fyrir byrjendur og barnshafandi konur YOGA •YOGA • YOGA Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 3. október og laugardaginn 4. október í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Meðvirkni Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi Óþolsgreining Hómópatinn og grasalæknirinn Roger Dyson verður staddur á Íslandi dagana 1.-4. okt. Upplýsingar og tímapantanir í síma 588 3077 eða 486 4439. Hef störf að nýju eftir barneignarfrí fimmtudaginn 2. október. Verið velkomin Björg Ýr Guðmundsdóttir Pantanir í s. 551-7144 Papilla , Laugavegi 25 Árshátíð SÁÁ verður haldin í Súlnasal Hótels Sögu föstudaginn 10. október 2003. Húsið opnað kl. 19.00 og hefst borðhald kl. 20.00. Fjölbreitt skemmtidagskrá og dans til kl. 02.00 Sala aðgöngumiða og borðapantanir frá og með 29. september á skrifstofu SÁÁ í Ármúla 18. Nánari upplýsingar í síma 530 7600 og 824 7610 SÁÁ Auðbrekku 14, Kópavogi. Hefst mánudaginn 6. október - mánud. og við kl. 20 með Ásmundi Gunnlaugssyni Uppbyggjandi námskeið fyrir þá, sem eiga við streitu, kvíða eða fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Ásmundur, sem m.a. byggir námskeiðið á eigin reynslu af kvíða, tekur fyrir þætti eins og jógastöður, öndunaræfingar, slökun og andleg lögmál, sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Ekki er krafist reynslu af jóga. Yfirgripsmikið og traust námskeið frá árinu 1994. JÓGA GEGN KVÍÐA Skráning í síma 544 5560 og á www.yogastudio.is Ásmundur býður einnig upp á einkatíma og ráðgjöf. STJÖRNUSPÁ Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú hefur góðan smekk og ert blíð/ur og rómantísk/ur. Þessi blanda virkar eins og segull á aðra. Þú átt auðvelt með að ná hylli vina og átt líflegt ástalíf. Árið fram- undan felur í sér félagsskap og rómantík. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ekki reyna að segja öðrum hvernig þeir eigi að vinna sín verk í dag. Einbeittu þér að eigin starfi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Reyndu að standast freist- inguna að valta yfir maka eða afkvæmi. Mundu að þú leggur slíkt ekki í vana þinn. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Valdabarátta og ágreiningur við fjölskyldumeðlimi eru ekki útilokuð. Ekki blandast í deilur. Slíkt er ekki til framdráttar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú gætir verið dálítið yf- irþyrmandi í dag vegna þess að þú vilt sannfæra aðra um að þú hafir rétt fyrir þér. Hugsaðu frekar um vinátt- una en að slá keilur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þetta er ekki góður dagur til innkaupa vegna þess að þrá- hyggjan gæti gert vart við sig. Tilfinningarnar skyggja á skynsemina. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Fullkomnunaráráttan gæti leitt til þess að þú gagnrýnir þá sem þú elskar og þeir þig. Þú ættir að elska fjölskyld- una eins og hún er. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þetta er frábær dagur til rannsókna. Láttu einskis ófreistað og ef þú leitar svars munt þú finna það. Á því er enginn vafi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er ekki gaman að deila við vini eða vandamenn. Reyndu að forðast slíkt. Þú munt fagna því síðar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það gæti virst það mikilvæg- asta í heimi að fá yfirmann- inn til að vera sammála þér, en sú er alls ekki raunin. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er góður dagur til að kafa í ákveðin málefni. Rannsóknir og allt sem snertir leyndarmál, forn- leifafræði, læknisfræði, hið dulræna og sálfræði vekur forvitni þína. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þér mun ganga vel að kafa ofan í hluti, sem tengjast sameiginlegri eign eða leyndarmálum úr fortíðinni. Þú hefur röntgenaugu og ályktunarhæfni einkaspæj- arans í dag. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Forðastu ágreining við fé- laga. Það er sláttur á fólki í dag. Ekki taka þátt í slíkri hegðan. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÞAÐ er gaman að spilum sem leyna á sér. Hér er eitt af þeim toga. Norður ♠ D106 ♥ G104 ♦ 942 ♣Á642 Suður ♠ Á3 ♥ ÁKD762 ♦ 875 ♣K5 Suður spilar fjögur hjörtu eftir einfaldar sagnir: opnun á einu hjarta, hækkun norð- urs í tvö og stökk í fjögur. Útspilið er laufdrottning. Hvernig á að spila? Fyrsta hugsunin er að spila upp á trompið 2-2 og læsingu í spaðalitnum, að vestur eigi gosann en austur kónginn. Áætlunin er þá að trompa út laufið, taka tvisv- ar tromp og spila vörninni inn á tígul. Þetta fer þannig af stað: Laufkóngur, hjarta- ás, lauf inn á ás og lauf trompað hátt. Hjarta á gos- ann…en þá hendir austur spaða. Jæja, þannig fór um sjó- ferð þá. Eða hvað? Er kannski enn möguleiki á lendingu? Spilið leynir á sér. Sagn- hafi trompar fjóra laufið, eins og hann ætlaði sér, og tekur síðustu trompin: Norður ♠ D106 ♥ -- ♦ 94 ♣-- Vestur Austur ♠ G9 ♠ K8 ♥ -- ♥ -- ♦ K103 ♦ ÁDG ♣-- ♣-- Suður ♠ Á3 ♥ -- ♦ 875 ♣-- Hafi austur byrjað með fjórlit í tígli hefur hann neyðst til að henda einu spili úr litnum (eða fara niður á blankan spaðakóng). Í þess- ari stöðu spilar sagnhafi tígli og fær aukaslag á spaða í lokin. Þessu hefði maður varla trúað í upphafi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Í KIRKJUGARÐI Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku í þagnar brag. ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horfinn dag. Ó, guðir, þér, sem okkur örlög vefið svo undarleg. Það misstu allir allt, sem þeim var gefið, og einnig ég. Og ég sem drykklangt drúpi höfði yfir dauðans ró, hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir, eða hinn, sem dó? Steinn Steinarr LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 90 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 29. september, er níræð Ingileif Guðmundsdóttir, Holtsgötu 18, Hafnarfirði. Í tilefni þessa býður hún vin- um í kaffi í dag, sunnudag- inn 28. september, frá kl. 16–19 í Kænunni (við smá- bátahöfnina í Hafnarfirði). Þeir sem vilja gleðja hana á afmælisdaginn með blómum og gjöfum láti Fríkirkju Hafnarfjarðar njóta. 75 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 28. september, er 75 ára Sigríð- ur Ágústa Guðmundsdóttir, Skúlagötu 40a, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í Samkomusalnum í húsinu frá kl. 16 í dag. 60 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 28. september, er sextug Ágústa Olsen, Heiðarseli 15, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Grétar H. Jóns- son. Þau hjónin eru stödd erlendis. 40 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 28. september, er fertugur Kristinn „Tanni“ Hannes- arson, Dvergabakka 26, Reykjavík, verkfræðingur hjá Borgarverkfræðingi og fyrrverandi formaður Björgunarsveitar Ingólfs. Kristinn er að heiman í dag og tekur því ekki á móti gestum. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 d6 4. d4 exd4 5. Dxd4 Bd7 6. Bxc6 Bxc6 7. Rc3 Df6 8. Dd3 Be7 9. O–O Dg6 10. Rd4 Bd7 11. Rd5 Bd8 12. Rf5 f6 13. Db3 b6 14. He1 Df7 15. Bf4 g6 Staðan kom upp á Evr- ópumeistaramóti öldunga sem lauk fyrir skömmu. John Littlewood (2.311) hafði hvítt gegn Gennari Giuseppe. 16. Bxd6! gxf5 17. exf5+ og svartur gafst upp. Evr- ópukeppni tafl- félaga hefst í dag, 28. september. Taflfélagið Hellir sendir lið bæði í karla- og kvenna- flokk. Hægt verð- ur að fylgjast með gangi mála á hellir.is. en sjálfur Garry Kasparov mun tefla fyrir eitt liða í karlaflokki. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Slappaðu af, Her- mann! Þetta er ekkert erfitt, ég er búin að gera þetta margoft!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.