Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 53
Fyrsta platan fékk svo gríðarlega góðar viðtökur. Þetta gerðist allt mjög snögglega og við fórum á samning strax og svo beint á tón- leikaferðalag. Þannig að lögin á plötunni nýju eru öll samin á hót- elherbergjum og í hljóðprufum. Svo þegar tónleikaferðalagið var loks búið fórum við aftur í litlu æf- ingakytruna okkar og lögðum á ráðin. Fórum að vinna í nýju lög- unum. Við vorum líka miklu lengur með þessa plötu. Sú fyrsta tók sex vikur en við vorum átta mánuði að vinna þessa!“ Hvernig myndir þú lýsa nýja efninu? „Það er jákvæðara og orkurík- ara. Meira stuð í gangi og minna af ballöðum (hlær). „Stærri“ lög með strengjum og þess háttar líka. Við vorum mikið að hlusta á Glen Campbell, svo dæmi sé tekið. Okk- ur langaði ekki til að gera sömu plötuna aftur og vildum prufa eitt- hvað nýtt. Stefnan var auðvitað sú að gera betur en síðast svo við lögðum höf- uðið djúpt í bleyti. Það hjálpaði líka að við erum orðnir miklu þétt- ari núna.“ En er ekki erfitt fyrir ykkur að endurskapa þessa nýju tónlist á sviði? „Við erum með galdratæki með STARSAILOR vinna innansvipaðra formerkja og land-ar þeirra Travis og Coldplay. En þó ekki. Smellirnir eru ekki eins „auðheyranlegir“ ef svo mætti segja, a.m.k. liggja þeir undir fleiri lögum, eru lævísari ef svo mætti segja. Melódíurnar eru þarna, en kannski pínu feimnari en þær sem áðurnefndar sveitir ýta fram. Með öðrum orðum, það þarf að vinna í Starsailor, það þarf að setja gít- arskotið tilfinningapoppið í netta marineringu áður en hægt er að njóta þess til fulls. Og þá rís það líka upp af tilkomumiklum glæsi- leik. Eins og nærri má geta er það ekki auðvelt að fylgja jafnumtal- aðri plötu og Love is Here eftir. Þekkt hugtak innan poppfræða er „erfiða platan númer 2“, sem Star- sailor þurfti að glíma við á annarri plötu sinni, hinni skemmtilega nefndu Silence is Easy sem er ný- komin í búðir. Auk þess þurftu þeir að vinna með sjálfum Phil Spector! En gefum nú Byrne blessuðum orðið. Sinfóníuhljómsveit í boxi Jæja, var erfitt að klára þessa plötu? „Tjaa ... það var dálítið snúið. okkur; tölvu sem hægt er að spila strengina af. Alger snilld – eins og hafa heila sinfóníuhljómsveit í boxi! Það yrði fremur erfitt að fara með þrjátíu manns á tónleika- ferðalag með sér. Ekki nema mað- ur vildi vera Polyphonic Spree (hlær).“ Eru síðustu tvö ár ekki búin að vera viðburðarík? „Jú, það hafa þau svo sann- arlega verið. Manni fannst eins og það væri verið að ýta manni inn í sviðsljósið. Þetta er búinn að vera alger rússibani. Maður þurfti að gæta sín dálítið.“ Nú unnuð þið með Phil Spector... „Já ... það hefur verið mikið rætt um það í blöðunum. Mér fannst hans innlegg fínt. En okkur langaði ekki til að vinna alla plöt- una með honum. Þetta átti aldrei að verða „Phil Spector“-plata held- ur platan okkar.“ En er hann „óður snillingur“? „Hann átti nokkra góða spretti í þeim málum. Stundum hvarf hann eitthvert í hálftíma. Stundum var maður að reyna að koma einhverju til skila og það var eins og tala við vegginn. En allt í allt var frábært að ná tveimur lögum út úr honum. En svo gerðum við líka eitt lag með John Leckie (Stone Roses). Mér finnst það líka stórmerki- legt.“ Rokkari Segðu mér að lokum, Ben, lifir þú rokklíferni? „Eiginlega, já (hlær). Strákarnir segja að ég drekki of mikið og James (bassaleikari) er alltaf að segja að ég sé alkóhólisti. Mér finnst það ósanngjarnt og ég vil koma því sérstaklega á framfæri að mér finnst gaman að drekka en er alls ekki svo slæmur.“ Starsailor tekur því rólega. Byrne er lengst til hægri. Fyrstu plötu Starsailor, Love is here, var mikið hampað er hún kom út í hitteðfyrra. Var hún af mörgum sögð einn sterkasti frumburður sem út hafði komið lengi. Ben Byrne segir Arnari Eggert Thoroddsen frá því hvernig Starsailor hefur höndlað þessa pressu síðustu tvö árin. Silence is Easy er komin út. www.starsailor.net Starsailor gefur út Silence is Easy Starsailor er hér KEFLAVÍK Kl. 2, 4, 6 og 8. AKUREYRI Kl. 4, 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.30, 8 og 10.30. Stórkostleg gamanmynd sem er búin að gera allt sjóðvitlaust í USA með Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan í aðalhlutverki. Antonio Banderas, Johnny Depp og Salma Hayek í mögnuðu framhaldi af hinni geysivinsælu mynd Desperado.  DV Yfir 100 M$ í USA! Þetta er sko stuðmynd í lagi! ÁLFABAKKI kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. KRINGLAN kl. 10. B.i. 16. AKUREYRI kl. 8 og 10. B.i. 16. KRINGLAN Kl. 2, 4, 6 og 8 EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.30, 8 OG 10.30. Frá leikstjóranum Ridley Scott sem færði okkur myndirnar Gladiator, Hannibal, Blade Runner og Alien  "Skotheldur leikur og frábært handrit." HP KVIKMYNDIR.COM F R U M S Ý N I N G ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 10. AKUREYRI Sýnd kl. 10. B.i. 10. KVIKMYNDIR.IS  L.A. TIMES  BBCI KVIKMYNDIR.IS  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBLKVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COM Skonrokk FM 90.9 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 10 ára. ÁLFABAKKI kl. 1.50, 3.50, 5.55, 8 og 10.05. Með íslensku tali ÁLFABAKKI Kl. 2, 3.45 og 6.10. KRINGLAN Kl. 2 og 4. KEFLAVÍK Kl. 2 og 4. AKUREYRI kl. 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 12. AKUREYRI Sýnd kl. 6. B.i. 12.  HV MBL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 53 ÞAÐ hefur líklega enginn einn aðili innan dægur- tónlistar verið oftar eyrnamerktur þeim orðum sem er að finna í fyrirsögninni og upptökustjórinn goð- sagnakenndi Phil Spector. Og ferill hans í gegnum tíðina hefur meira en boðið upp á það. Kannski mest undanfarnar vikur, þar sem hann liggur sterklega undir grun um að hafa myrt unga stúlku að nafni Lana Clarkson. Spector varð frægur á sjöunda áratugnum fyrir upptökustjórnarlist sína, kennda við „hljóðvegg“ (Wall of Sound“). Nafnið er tilkomið vegna þeirra tilkomumiklu úsetninga sem Spector lagði sig eftir þar sem strengir og blásturshljóðfæri hjálpuðust að með hefðbundnum rokkhljóðfærum í uppbyggingu mikilúðlegs hljóms sem bar sterk höfundareinkenni Spectors. Má heita að hann hafi verið fyrsti upptökustjórinn sem varð að hálfgildings rokkstjörnu (Bretinn Joe Meek, sem var undanfari Spectors, getur gert svipaða kröfu en látum það liggja á milli hluta hér). Hegðan Spectors varð fljótlega til þess að farið var að kalla hann brjálæðing með snilldargáfu, og það hefur fylgt honum síðan. Upphaflega varð hann þekktur fyrir að vinna með stúlknasveitunum Ronettes og Crystals en átti síðar eftir að vinna með Bítlunum (Let it Be), Ike og Tinu Turner („River Deep, Mountain High“), George Harrison (All Things Must Pass), John Lennon, Leonard Cohen og Ramones. Spector hefur undanfarin ár tekið netta „Gretu Garbo“ á þetta og fylgt vandlega siðvenjum vænisjúka einfarans. Hann hafði ekki tekið í takkana síðan hann stýrði upptökum á plötu Ramones, End of the Century, árið 1979 og því merkilegt að hann skuli hafa nálg- ast þá Starsailor-liða að fyrra bragði. Hann vann að tveimur lögum á plötunni og bera þau ekki með sér Spector-hljóminn, merkilegt nokk en Starsailor hefði fellt sig prýðilega að hljóðveggnum. En vegir Spectors eru órannsakanlegir eins og áður er getið. Þess ber þá að geta að menn voru ekki á eitt sáttir með handverk Spectors og hefur James Walsh, leiðtogi Starsailor, lýst því að reynslan með Spector hafi verið „athygl- isverð“ en að öðru leyti þagað þunnu hljóði. Óður snillingur? Phil Spector
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.