Morgunblaðið - 07.10.2003, Síða 10

Morgunblaðið - 07.10.2003, Síða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að nýleg ummæli Kjells Magnes Bondeviks, forsætisráðherra Noregs, um Noreg og Evrópu- sambandið, breyttu ekki afstöðu hans til hugsan- legrar aðildar Íslands að ESB. Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylkingarinnar, vakti í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær máls á ummæl- um Bondeviks, sem hann lét falla í ræðu í Berlín, og spurði í kjölfarið Davíð Oddsson um afstöðu hans til þeirra orða. „Í netútgáfu Aftenpostens í gær er greint frá merkilegri ræðu sem Bondevik hélt í Berlín, þar sem hann bendir á að vegna stækkunar sambandsins [...] sé mögulegt að sam- runinn verði ekki eins djúpur og menn óttuðust eins og Bondevik kýs að orða það. Vísar hann til þess að sum ríkjanna standi utan Schengen og önnur standi t.d. utan myntbandalagsins. Bonde- vik segir að það opni áhugaverða möguleika sem hann vilji skoða.“ Össur sagði að norskir fjölmiðlar túlkuðu þessi orð Bondeviks á þann veg að hann væri að skoða þann möguleika að Noregur yrði aðili að ESB en semdi sig undan ákveðnum skuldbindingum eins og önnur ríki hefðu gert tímabundið. „Í ljósi þess hversu samferða þeir hæstvirtir forsætisráð- herrar Davíð Oddsson og Kjell Magne Bondevik hafa verið í Evrópumálunum þá langar mig að spyrja hvort hæstvirtur forsætisráðherra Íslands telji mögulegt að þarna sé um að ræða raunhæfa leið sem hann gæti hugsanlega skoðað varðandi Ísland.“ Ekki mikil tímamót Davíð sagði að hann hefði rétt haft tíma til að skoða fyrrgreind ummæli Bondeviks og að sér sýndist að Bondevik hefði sett afar marga fyr- irvara við orð sín. „Ég sé ekki að ummæli míns ágæta vinar, norska forsætisráðherrans, gefi til- efni til þess að ég endurskoði afstöðu mína,“ sagði Davíð og bætti því við að hann teldi ummæli Bondeviks „ekki eins mikil tímamót og þeir hjá netútgáfu Aftenpóstsins.“ Óbreytt afstaða til mögulegrar aðildar Morgunblaðið/Kristinn ÞINGMENNIRNIR Kolbrún Halldórsdóttir, Birg- ir Ármannsson og Pétur Blöndal hlusta á umræð- ur af athygli. Hlustað af athygli ARNGRÍMUR Jóhannsson, stjórnarformað- ur Atlanta, segir að kröfur Félags íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, um að íslenskir flugmenn, flugliðar og flugvirkjar hafi for- gang í störf hjá félaginu raski rekstrarfor- sendum þess. Laun og kjör starfsfólks hljóti að taka mið af þeim mörkuðum sem Atlanta starfi á og því leitist fyrirtækið við að hafa jafnvægi á milli Íslendinga og heimamanna á starfsstöðvum og í áhöfnum. Hefur FÍA gagnrýnt ráðningarmál hjá flugfélaginu. „Því má segja að kröfur FÍA ógna starfs- öryggi allra þeirra um 300 Íslendinga sem starfa hjá félaginu,“ segir Arngrímur. Hann segir að hér sé um aðdróttanir að ræða í garð félagsins og hvergi sé að finna neinar staðreyndir. Tilgangurinn virðist að- eins vera sá að sverta Atlanta og valda skaða með „aðdróttunum og hálfkveðnum vísum“. Hann segir að Atlanta sé alþjóðlegt fyr- irtæki sem hafi kosið að hafa höfuðstöðvar sínar á Íslandi. „Líkt og önnur fyrirtæki sem eru í útrás, líkt og íslensku bankarnir, Bakkavör, Össur, Pharmaco og fleiri, erum við með alþjóðlegt starfslið. Í flestum til- vikum hefur þetta fólk rætur á því markaðs- svæði sem við vinnum á. Við erum í venju- legu árferði með um eitt þúsund manns í vinnu, þar af eru um 300 Íslendingar. Á álagstímum, t.d. í pílagrímaflugi, fer starfs- mannafjöldinn upp í um 1.400 manns. Af um 200 flugmönnum hjá okkur eru 70 íslenskir,“ segir Arngrímur. Hann bendir á að nær allar ferðir Atlanta séu á milli erlendra áfangastaða, lítið sem ekkert sé flogið frá Íslandi og þá einkum nokkrar leiguflugsferðir á ári. Hann segir Atlanta vera í harðri samkeppni við önnur alþjóðleg flugfélög og kjör starfsfólks séu í samræmi við þann markað. „FÍA er aðallega félag flugmanna hjá Flugleiðum. Félagið gerir kröfu um að upp- runi flugmanns sé íslenskur og að Íslend- ingar eigi að hafa forgang í öll störf. Þar sem við fljúgum eingöngu erlendis getum við ekki fallist á slík rök. Flestir okkar íslensku flugmanna eru í Frjálsa flugmannafélaginu, FFF, og því er FÍA okkur að mestu óvið- komandi,“ segir Arngrímur. Gagnrýni FÍA beinist m.a. að því að ís- lenskir flugmenn hafi ekki forgang í störf hjá félaginu en eins og kom fram í Morg- unblaðinu sl. föstudag stefnir í að um 30 flugmenn verði atvinnulausir eftir 1. nóv- ember. Svipað og hjá Impregilo, segir FÍA Örnólfur Jónsson, stjórnarmaður í FÍA og formaður samninganefndar, segir að Atlanta hafi um langa hríð ráðið til sín flugmenn og flugfreyjur í gegnum vinnumiðlun á Bresku- Jómfrúreyjunum. Svipaðir hlutir séu að ger- ast hjá Impregilo við Kárahnjúkavirkjun varðandi portúgalska starfsmannaleigu. Örn- ólfur segir laun þessa Atlanta-fólks vera lé- leg, það fái eina launafjárhæð greidda, eng- um sköttum og tryggingargjaldi sé haldið eftir og ekkert greitt í lífeyrissjóði. Sam- kvæmt nýlegu áliti ríkisskattstjóra beri Atl- anta að halda eftir sköttum og skila trygg- ingargjaldi. „Við gagnrýnum einnig að í stórum stíl koma hingað flugmenn frá Bandaríkjunum, Ástralíu og víðar sem Flugmálastjórn veitir ákveðna fullgildingu á þeirra skírteini. Þar með eru þeir farnir að fljúga hjá Atlanta á íslenskt skráðum flugvélum og innan Evr- ópska efnahagssvæðisins, EES, án þess að fá sérstakt atvinnuleyfi. Allir þeir sem koma hingað frá löndum utan EES þurfa að fá at- vinnuleyfi hjá Vinnumálastofnun. Okkur er ekki kunnugt um að flugmenn hjá Atlanta hafi gert það og aldrei hefur FÍA verið beðið um umsögn vegna starfsemi erlendra flug- manna, líkt og gerist hjá öðrum stéttarfélög- um. Allt önnur lögmál virðast gilda um flug- menn og það finnst okkur mjög ámælisvert,“ segir Örnólfur. Atlanta segir félagið vera með aðdróttanir ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Þar mun Geir H. Haarde fjármálaráðherra m.a. mæla fyrir frumvarpi til fjárauka- laga þessa árs. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagðist á Alþingi í gær for- dæma árásir Ísraelsmanna á Sýr- land um helgina. Kom þetta fram í máli ráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum gerðu ísraelskar herþotur sprengjuárásir á ákveðin skotmörk í Sýrlandi á sunnudag. „Ég eins og margir aðrir fordæmi árás Ísr- aelsmanna á Sýrland þó að ég skilji vel réttláta reiði Ísraelsmanna vegna sjálfsmorðsárásar í Haifa,“ sagði ráðherra. Tók hann þó fram að hann teldi það ekki bæta ástandið að ráðast inn í Sýrland. Þurfa að taka betur á öryggismálum Síðan sagði ráðherra: „Það hefur lengi legið fyrir að Palestínumenn þurfa að taka betur á sínum öryggis- málum og koma með viðvarandi hætti í veg fyrir það að slíkar árásir [sjálfsmorðsárásir ] geti átt sér stað.“ Hann sagði á hinn bóginn nauðsynlegt að Ísraelsmenn stæðu betur við það sem gert væri ráð fyr- ir í friðaráætluninni. „Ég er sann- færður um að þessi árás inn í Sýr- land hjálpar ekki til í þeim efnum. Það mun aðeins stigmagna þessi átök.“ Vilji ekki fyrir hendi Utanríkisráðherra kvaðst þeirrar skoðunar að ekki yrði komið á friði á þessu svæði nema með aðstoð al- þjóðasamfélagsins og alþjóðlegra friðargæsluliða. Sagði hann flesta vera þeirrar skoðunar. Hann sagði þó að friðar- gæslulið færu ekki þarna inn nema með samþykki beggja aðila, þ.e. Ísr- aelsmanna og Palestínumanna. Sá vilji væri ekki fyrir hendi nú. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Fordæm- ir árásina á SýrlandÞINGMENN stjórnarand- stöðuflokkanna gagnrýndu í utan- dagskrárumræðu á Alþingi í gær aðbúnað og kjör erlendu verka- mannanna sem starfa við Kára- hnjúka. Árni Magnússon félags- málaráðherra svaraði því m.a. til í umræðunum að ekkert hefði komið fram sem gæfi tilefni til að halda að íslenskir kjarasamningar hefðu ver- ið brotnir. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar og málshefjandi umræðunnar, sagði m.a. að það væri ömurlegt og „hreint grátlegt“ að fylgjast með fregnum af því hvernig farið væri með erlendu verkamenn- ina. „Mér er skapi næst að segja að allar þær eftirlitsstofnanir sem hlut eiga að máli hafa gripið inn í allt of seint,“ sagði hann. „Og ég verð líka að segja að mér hefur fundist þögn hæstvirts félagsmálaráðherra æp- andi á stundum. Mér hefur fundist sem sá góði maður hefði mátt láta sína miklu raust heyrast oftar og fyrr heldur en raunin varð.“ Unnið með Vinnueftirlitinu Félagsmálaráðherra sagði í upp- hafi máls síns að það ylli honum áhyggjum að dregið væri í efa að farið væri að lögum og reglugerðum og að dregið væri í efa að íslenskir kjarasamningar væru virtir. „Í mín- um huga væri slík framkoma ólíð- andi með öllu ef satt reyndist.“ Hann sagðist hafa ítrekað þetta sjónarmið sitt að undanförnu og kvaðst undrandi á því að Össur Skarphéðinsson skyldi ekki hafa heyrt það. Ráðherra sagði enn- fremur að félagsmálaráðuneytið hefði verið í sambandi við Vinnueft- irlit ríkisins vegna umræddra mála við Kárahnjúkavirkjun. „Sameig- inlegir fundir hafa verið haldnir og hefur eftirlitið gert ráðuneytinu grein fyrir þeim vanda sem við er að glíma.“ Ráðherra sagði að áfram yrði fylgst með þessum málum; hér eftir sem hingað til. Allt í ólestri Margir þingmenn tóku þátt í um- ræðunum. Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, sagði m.a. að það væri ekki eitt heldur nánast allt sem væri í ólestri á Kárahnjúkasvæðinu; s.s. laun, ör- yggismál og starfsréttindi. Og Guð- jón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að þessar vikurnar væri verið að gera „atlögu að kjörum og aðbúnaði sem launþegar á Íslandi og samtök þeirra hefðu barist fyrir árum og áratugum saman.“ Þingmenn stjórnarflokkanna tóku hins vegar upp hanskann fyrir félagsmálaráð- herra. Hjálmar Árnason, þingmað- ur Framsóknarflokksins, benti m.a. á að við Kárahnjúka væri verið að byggja heilt þorp og að þar væri m.a. stór erlendur verktaki að vinna í samstarfi við ýmsa innlenda verk- taka. „Það segir sig sjálft að við slíkar aðstæður hljóta mörg vanda- mál að skjóta upp kollinum.“ Hann sagði að því skipti mestu máli að bregðast við „með eðlilegum hætti,“ eins og hann orðaði það. Sagði hann að félagsmálaráðherra hefði gert einmitt það. Kjartan Ólafsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, tók í svipaðan streng. „Það skal engan undra að í jafnstórri og mikilli fram- kvæmd og raun ber vitni á Austur- landi, komi einhverjir hnökrar sem þessir upp.“ Kvaðst hann treysta fé- lagsmálaráðherra og viðkomandi eftirlitsstofnunum fullkomlega til þess að fylgja því eftir að farið yrði að lögum við Kárahnjúka. Stjórnarandstæðingar gagnrýna kjör og aðbúnað starfsmanna við Kárahnjúka Ráðherra segir ekkert benda til þess að kjarasamningar hafi verið brotnir FLUGMÁLASTJÓRN hefur birt á vefsíðu sinni svar við fyrirspurn FÍA um fullgildingu stofnunarinnar á skír- teinum erlendra flugmanna í störfum hjá íslenskum flugfélögum. Þar segir m.a. að starf Flugmálastjórnar varði hvorki atvinnu- né dvalarleyfi. Meðal þess sem FÍA spurði var hvort Flug- málastjórn hefði haft samráð við sam- gönguráðuneytið og Vinnumálastofn- un og hvort horft væri til þess að viðkomandi flugfélag gæti mögulega ráðið íslenska flugmenn sem væru at- vinnulausir. Í svarinu segir að með fullgildingu skírteina felist faglegt mat Flugmálastjórnar á hæfni og færni flugmanna. „Starf Flugmála- stjórnar varðar ekki vinnumark- aðsmál,“ segir í svarinu á www.caa.is. Flugmálastjórn ekki í vinnu- markaðsmálum Félag íslenskra atvinnuflugmanna gagnrýnir ráðningarmál flugfélagsins Atlanta í Mosfellsbæ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.