Morgunblaðið - 07.10.2003, Síða 17

Morgunblaðið - 07.10.2003, Síða 17
Umhverfisþing 2003 Umhverfisráðherra boðar til Umhverfisþings í þriðja sinn dagana 14. og 15. október nk. á Nordica Hótel í Reykjavík og er þingið opið almenningi. Í ár verða náttúruverndarmál efst á baugi á Umhverfisþingi og verður fjallað ítarlega um drög að náttúruverndaráætlun, sem umhverfisráðherra leggur fyrir Alþingi á haustþingi í formi þingsályktunartillögu. Þingið skiptist í þrjá hluta: Náttúruverndaráætlun og alþjóðlegir straumar. Náttúruvernd og önnur landnýting. Framkvæmd náttúruverndar. Skráning, sem er þátttakendum að kostnaðarlausu, fer fram dagana 7.-10. október á vef ráðuneytisins www.umhverfisráðuneyti.is, þar sem einnig er að finna nánari upplýsingar um dagskrá þingsins og drög að náttúruverndaráætlun. Einnig er hægt að skrá þátttöku og fá nánari upplýsingar í umhverfisráðuneytinu í síma 545 8600. Umhverfisráðuneytinu, 6. október 2003. Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Úr bæjarlífinu AKUREYRI EFTIR SKAPTA HALLGRÍMSSON BLAÐAMANN Nokkur tíðindi hafa orðið í verslunarsögu Akureyrar, svo ekki sé meira sagt. Ísbúðin við Kaupvangsstræti hætti starfsemi um helgina. Það var alltaf vinalegt að kíkja þar inn, fá sér eina með hráum og sinnepi og skiptast á sögum við eigandann. Og hlusta aðeins á Steindór. En nú hefur þessari fé- lagsmiðstöð neðst í Gilinu verið lokað. Slikk- iríð var enn í hillunum í gær og forsíðan á Séð og heyrt og Mannlífi í glugganum, en það var læst. Og verður læst.    Þess er ogað geta að frá og með deginum í gær kemur Kaupfélag Eyfirðinga ekki leng- ur nálægt verslunarrekstri. Hver hefði trúað því fyrir fáeinum árum að ekki yrði hægt að kaupa brauð, smjör og mjólk af KEA? Fyrir tveimur áratugum hefði engum dottið í hug að spyrja, fyrir einum áratug hefði enginn svarað játandi – en allt er í heiminum hverf- ult. Þegar ég var að alast upp var kjörbúð KEA á öðru hverju horni; ein í Höfðahlíð- inni, önnur í Ránargötu, sú þriðja skammt frá, við Eiðsvöllinn – var hún ekki kölluð Bóla? – hin fjórða aðeins steinsnar þaðan, við Strandgötuna, sú fimmta í Brekkugötu við Ráðhústorg og önnur nyrst við sömu götu. Það var þar sem amma keypti stundum krebenetturnar. Ein var í Gilinu, gengið inn um næstu dyr á sjálfan kaupfélagskontórinn. Var ekki líka ein í Hlíðargötunni? Og ekki má gleyma kaupfélagsbúðinni í Hoepfner- húsinu þar sem Balli réð ríkjum.    Það er af sem áður var að KEA-merkið væri á hverju húsi á Akureyri, nema kirkj- unni, eins og einhvern tíma var haft á orði. En kannski er bara spurning hvenær þetta frægasta merki í sögu Akureyrar verður málað á hús Útgerðarfélags Akureyringa.    Mér finnst afskaplega stutt, ekki nema nokkur ár, síðan Jóhannes í Bónus bauð Ak- ureyringum ódýra matvöru hið fyrra sinni, en lokaði sjoppunni vegna þess að mikill meirihluti norðanmanna vildi frekar versla við kaupfélagið sitt. Nú er öldin önnur; Baugur/Jóhannes á Hagkaup og 10/11 auk þess að versla í Bónus í Þorpinu og Kaup- félag Suðurnesja á næstum því restina. Hvað gera nú þeir hörðustu? Ja, þeir gætu enn keypt í matinn í Síðu eða í Brynju. Eiríkur Tómasson,prófessor viðlagadeild Háskóla Íslands, flytur erindi um framtíð laganáms á Íslandi í dag, þriðjudaginn 7. októ- ber, á svokölluðu Laga- torgi við Háskólann á Ak- ureyri. Eiríkur fjallar um hvernig námi í lögfræði var háttað hér á landi og þær breytingar sem orðið hafa á síðustu árum, en inn í umfjöllun sína fléttar hann hugleiðingu um gæði námsins og fjölbreytni þess, um auknar kröfur til lögfræðiþekkingar á ólík- um sviðum þjóðfélagsins og samanburð við það sem er að gerast í nágranna- löndum okkar. Erindi Eiríks Tómas- sonar hefst kl. 16.30 í stofu 14 í húsakynnum Háskól- ans á Akureyri við Þing- vallastræti. Framtíð laganáms Þegar haustar breytir náttúran um lit, þetta geristoft á mjög stuttum tíma eins og núna þegarkólnaði snögglega eftir mjög hlýtt sumar. Á Þingvöllum er þessi litabreyting enn meira áberandi heldur en annars staðar vegna alls trjágróðursins sem þar skartar ótrúlegustu litum. Myndin er tekin við Flosagjá á Þingvöllum en snjóað hafði aðeins í fjöll nóttina áður. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Litadýrðin skoðuð Íslenska vitafélagiðhefur uppi áform umað setja upp sögu- sýningu á vitaminjum í Garðskagavita. Hefur fé- lagið óskað eftir sam- vinnu við Gerðahrepps sem tók erindinu vel. Byggðasafn Gerða- hrepps er í húsnæði við Garðskagavita og gestir safnsins hafa átt þess kost að heimsækja vitana tvo. Íslenska vitafélagið sem stofnað var í vor hefur áhuga að setja upp sýn- ingu í vitanum í vetur og opna hana næsta vor eða sumar. Telur stjórn fé- lagsins upplagt að vita- sögusýningunni verði sinnt af starfsliði Byggða- safnsins enda megi ætla að slík sýning gæti aukið aðdráttarafl safnsins. Vitaminjar Hákon Aðalsteinsson, skógarbóndi og skáld í Fljótsdal, yrkir svo: Gulna lauf á breiðum bala blöðin fella víðirunnar, þar sem leika lausum hala lýs á höfði fjallkonunnar. Haust við Kárahnúka Akureyri | Um 40 kylfingar tóku þátt í styrktarmóti í golfi fyrir Sigurpál Geir Sveinsson atvinnumann úr GA, sem haldið var á Jaðarsvelli sl. sunnudag. Að auki mætti hópur fólks á svæðið, rétt til að greiða móts- gjaldið, án þess þó að taka þátt og sýndi þannig Sigurpáli stuðning í verki. Aðstæður til að leika golf voru frekar erfiðar á sunnudag, snjór á öllum flötum og þurftu keppendur að vera með strákústana á lofti við að sópa flatirnar áður en þeir pútt- uðu. Sigurpáll fylgdist grannt með keppendum og hann var að vonum ánægður með þann stuðning sem honum var sýnd- ur. Hann heldur til Spánar síðar í mánuðinum í boði Úrvals/ Útsýnar, þar sem hann mun æfa fyrir annað stigið í úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina. Þrír íslenskir atvinnumenn verða með þegar þar að kemur. Vilji er allt sem þarf: Einar Sigtryggsson púttar af miklu öryggi á 9. flöt þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Margir sýndu Sigurpáli stuðning Snjógolf Morgunblaðið/Kristján Rafn Sveinsson fagmannlegur með strákústinn á 2. braut. Skagaströnd | Heimamenn á Skagaströnd hafa óskað eftir viðræðum við Landsbanka Íslands og væntanlega nýja stjórnendur Eimskipafélags Íslands um kaup á sjávar- útvegsfyrirtækinu Skagstrendingi ehf. af Brimi, dótturfélagi Eimskipafélagsins. Skagstrendingur er eitt þriggja fyrir- tækja sem mynda Brim, sjávarútvegsstoð Eimskipafélagsins. Adolf H. Berndsen, oddviti Höfðahrepps, segir hóp heima- manna standa að fyrirspurninni til Lands- bankans. Málið sé á frumstigi en skýrist væntanlega sýni bankinn áhuga á þessari umleitan. Hann segir að vilji heimamanna sé að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fyrirtækið verði áfram á Skagaströnd. „Fyrirtækið er undirstaða atvinnu á stað- anum, með um 40% íbúa á launaskrá. Þar fyrir utan tengjast 20-30% annarra starfa á Skagaströnd fyrirtækinu á beinan eða óbeinan hátt. Það þarf því enginn að velkj- ast í vafa um hvað er hér í húfi.“ Adolf var um langt skeið stjórnarfor- maður Skagstrendings og á sæti í stjórn Brims. Höfðahreppur á í dag um 1,4% hlut í Eimskipafélagi Íslands, að markaðsvirði um 500 milljónir. Við stofnun Brims var markaðsverðmæti Skagstrendings nærri 2 milljarðar og átti Höfðahreppur um fjórð- ung hlutafjár í félaginu. Forráðamenn Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi hafa óskað eftir viðræðum um að kaupa félagið af Brimi og KEA vill kaupa Útgerðarfélag Akureyringa. Heimamenn vilja kaupa Skag- strending Svarfaðardal | Hestamaður slasaðist þegar hann datt af reiðskjóta sínum við bæinn Þverá í Svarfaðardal á laugardag. Féll hann í götuna og var fluttur á slysadeild FSA. Grunur lék á að hann hefði höfuðkúpubrotn- að. Hann var ekki með hjálm á höfði. Þá varð stúlka fyrir bifreið seinnipart laugardagsins við Stóragerði. Ætlaði stúlk- an, sem hjólað hafði eftir gangstétt, að hjóla þvert yfir götuna en gætti ekki að aðvífandi bifreið. Var stúlkan með hjálm á höfði og slapp án meiðsla. Hestamaður slasaðist ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.