Morgunblaðið - 07.10.2003, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 07.10.2003, Qupperneq 20
Skotveiði | Lögreglan í Keflavík fékk um það tilkynningu síðastliðinn þriðjudag að fundist hefðu þrír ruslapokar með dauðum gæsum við hitaveiturör á Stapanum. Lét lög- reglan farga fuglunum sem veiði- maðurinn hefur af einhverjum ástæðum skilið eftir á þessum stað. Hraðakstur | Lögreglan kærði ökumann fyrir að aka á 135 km hraða á Garðvegi að morgni síðast- liðins laugardags. Hámarkshraði þar er 90 km. Ökumaðurinn getur átt von á því að fá 30.000 kr. sekt. Grindavík | Þrír ESSO-fánar hurfu af stöngum fyrir utan bensín- afgreiðslu við Víkurbraut um helgina. Þjófnaðurinn var kærður til lögreglu. Málið er í rannsókn. Flöggum stolið SUÐURNES 20 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fíkniefni | Lögreglumenn úr Keflavík mældu bifreið á 113 km hraða á Reykjanesbraut síðastlið- inn miðvikudag þar sem hámarks- hraði er 90 km. Ökumaður sinnti ekki merkjum lögreglunnar um að stöðva bílinn en verðir laganna náðu að hafa tal af honum eftir nokkra eftirför. Grunur vaknaði um fíkniefnamisferli og við leit fundust á ökumanninum um það bil þrjú grömm af efni sem talið var hass. Maðurinn er 18 ára gam- all. Með honum í bílnum var 25 ára gamall maður og tveir sextán ára unglingar, stúlka og drengur. Vegna ungs aldurs þeirra síðast- nefndu var haft samband við for- eldra þeirra. Kettir | Ekið var á tvo ketti í Kefla- vík síðastliðinn föstudag. Báðir drápust og voru slysin tilkynnt til lögreglu. Kettirnir voru ómerktir. Annar var gulbröndóttur og var á Vesturgötu. Hinn svartur með hvíta flekki á maganum og var á Vatns- nesvegi við Hrannargötu þegar hann lenti í slysinu. 3.800 lítrar af afísing- arvökva láku niður Keflavíkurflugvelli | Tæplega 3.800 lítrar af afísingarvökva láku niður á veginn frá varnarstöðinni út að sorp- urðunarsvæðinu á Stafnesi síðastlið- inn föstudag. Starfsfólki varnarliðs- ins tókst að hreinsa upp meirihluta vökvans. Ekki er talið að spjöll verði á umhverfinu, að mati Heilbrigðis- eftirlits Suðurnesja. Afísingarvökvinn er notaður til að úða yfir flugvélar fyrir flugtak að vetrarlagi og er notað mikið af hon- um á flugvöllum. Samkvæmt upplýs- ingum varnarliðsins láku 3.800 lítrar niður á veginn. Ekki fást upplýsing- ar um það hvort ætlunin var að farga vökvanum þarna eða hvort hann lak niður fyrir slysni en tildrög atviksins eru til athugunar hjá varnarliðinu og Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Hreinsunarmenn umhverfisdeild- ar varnarliðsins og slökkviliðsmenn gengu í að hreinsa upp vökvann. Tókst þeim að ná upp 2.800 lítrum og skoluðu síðan veginn. Lekinn er brot á mengunarvarna- reglum. Í yfirlýsingu frá varnarlið- inu er vakin athygli á því að afísing- arvökvinn er vatnsleysanlegur og ekki talinn hættulegur umhverfinu. Keflavík | Viðbygging við lög- reglustöðina í Keflavík var tekin í notkun við athöfn síðdegis síðastlið- inn föstudag. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var viðstaddur. Dómsmálaráðherra opnaði hurð- ir bílgeymslunnar með fjarstýringu og fylgdist með fyrsta bílnum aka í gegn. Jón Eysteinsson sýslumaður afhenti honum nýja hljómplötu Hljóma frá Keflavík og bækur um byggðarlögin. Viðbyggingin er liðlega 160 fer- metrar að stærð og hófust fram- kvæmdir síðastliðið vor. Í húsinu er meðal annars tvöfaldur bílskúr og kaffistofa stöðvarinnar. Húsnæði sem losnar verður notað sem skjalageymslur fyrir lögregl- una og sýslumannsembættið. Viðbygging tekin í notkun Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson Fyrsti bíllinn í gegn: Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vígir viðbyggingu við lögreglustöðina í Keflavík en hon- um til halds og trausts við það verk eru Jón Eysteinsson sýslumaður og Karl Hermannsson yfirlögregluþjónn. Ný bílageymsla og kaffistofa Keflavíkurflugvöllur | „Allur hóp- urinn hefur unnið fyrir þessu en það kemur í minn hlut sem for- ingja hans að taka við viðurkenn- ingunni,“ segir Haraldur Stef- ánsson, slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflugvelli, sem nýlega tók við æðstu viðurkenningu Bandaríkjaflota fyrir brunavarnir úr hendi Mark S. Laughton kafteins, yfirmanns flotastöðvar varnarliðsins. Slökkviliðið á Keflavíkur- flugvelli tekur þátt í samkeppnum í brunavörnum innan Bandaríkja- flota og hefur unnið til fjölda verð- launa. Þannig hefur liðið verið í sautján ár samfleytt í einu af þremur efstu sætunum í sínum flokki og vinnur nú í þriðja skipti til æðstu verðlauna. Slökkviliðið er skipað íslenskum starfsmönnum, samtals 160 manns. Meirihluti þeirra annast bruna- varnir og vekur Haraldur athygli á því að ekki hafi orðið brunatjón á varnarsvæðinu síðastliðin fimm ár. Hann segist líta á þátttöku í samkeppni sem þroskatæki, þar fái starfsemin dóm annarra og stjórn- endur liðsins og starfsmenn sjái hvað þeir eru að gera rétt og hvað rangt. En hann viðurkennir líka að gott sé að fá klapp á bakið. Enn ein viðurkenningin til slökkvi- liðsins á Keflavíkurflugvelli Ljósmynd/Jón Svavarsson Haraldur og Mark S. Laughton kafteinn: Gott að fá klapp á bakið. Allur hópurinn hef- ur unnið fyrir þessu Henti frá sér amfetamíni Keflavík | Farþegi í bíl sem lög- reglan í Keflavík stöðvaði henti frá sér litlum poka með amfetamíni. Meira fannst í vistarverum hans. Ökumaður og farþegi bifreið- arinnar voru handteknir vegna gruns um fíkniefnamisferli. Engin efni fundust í bifreiðinni enda hafði farþeginn hent frá sér poka sem reyndist innihalda amfetamín. Við leit í vistarverum mannanna fannst rúmt gramm af amfetamíni í við- bót. Fram kemur í dagbók lögregl- unnar í Keflavík að farþeginn hafi viðurkennt að eiga efnið. Honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Njarðvík | Hálfþrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í þriggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað í félagsheimilinu Stapanum í Njarðvík aðfaranótt þriðja í jólum í fyrra. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið 19 ára fórnarlamb sitt með bjórglasi sem brotnaði á andliti þess með þeim afleiðingum að brota- þoli marðist og bólgnaði á hægra kinnbeini, hlaut fjölda smáskurða á hægri kinn og langan skurð frá hægra kinnbeini og fram með kjálka. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að árásin hafi verið tilefnislaus og sérstaklega hættuleg vegna þeirrar aðferðar, sem notuð var, en ákærði var ofurölvi og beitti bjór- glasi á dansgólfi gegn manni sem átti sér einskis ills von. Brotaþoli bar fyrir dómi að ákærði hefði skömmu áður verið að gera sér dælt við kærustu vinar síns á dans- gólfinu og hefði hann ætlað að koma í veg fyrir rifrildi eða átök milli mann- anna og rætt við ákærða. Eftir stutt og endaslepp orðaskipti sökum mik- ils hávaða á dansgólfinu hefði hann gengið í burtu en síðan snúið sér aft- ur við og þá fengið umrætt högg í andlitið. Fullnustu refsingarinnar var frestað um tvö ár og fellur hún niður að þeim tíma liðnum haldi ákærði skilorðið. Var hann og dæmdur til að borga allan sakarkostnað, þar með talin 100 þúsund króna málsvarnar- laun skipaðs verjanda síns. Bótakrafa fórnarlambsins upp á 280 þúsund krónur kom ekki til með- ferðar hjá dómstólnum þar sem ákærði hafði áður samþykkt hana og gert upp. Dæmdur fyrir að slá mann með bjórglasi í Stapanum Tilefnislaus og hættuleg árás               

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.