Morgunblaðið - 07.10.2003, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 07.10.2003, Qupperneq 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 37 Það var yndisleg viðbót við vin- áttu okkar þegar börnin okkar, Hildur og Kristján, „uppgötvuðu“ hvort annað. Brúðkaupsdagurinn þeirra fyrir tveimur árum síðan er einn af ógleymanlegu dögunum. Og nú eigum við nöfnin okkar saman á litlum sólargeisla, henni Heiði Dís. Bjarta brosið hennar hjálpar okkur öllum á þessum döpru dögum. Það hafa skipst á skin og skúrir undanfarin ár í baráttu þinni við krabbameinið, oft höfum við getað glaðst yfir góðu gengi en því miður komu svo verri tímar. Dugnaður þinn, jákvæðni og þolinmæði eiga sér varla margar hliðstæður. Það er sárt að þurfa að lúta í lægra haldi eftir alla þessa hetjulegu baráttu. Að lokum viljum við Guðmundur þakka þér allt yndislegt. Við biðjum góðan Guð að geyma þig og styrkja fjölskylduna þína. Þín vinkona, Ragna Grímsdóttir. Þá er komið að kveðjustund elsku Dísa mín. Það var fallegur dagur þegar þú kvaddir þennan heim. Þú ert besta manneskja sem ég hef kynnst, svo hjartahlý og góð. Þú tókst öllum opnum örmum og var alltaf jafn yndislegt að koma á heim- ili þitt og Hjalta. Er ég hugsa um þig með söknuði koma margar minningar upp í hug- ann, eins og þegar við unnum saman í Drangey þar sem þú kenndir mér að hekla og prjóna, þegar ég var heima hjá þér að æfa sönginn fyrir brúðkaup þeirra Hildar og Kristjáns og jólin sem við áttum saman. Þú hafðir hjálpað mér að sauma fjólubláan flauelskjól fyrir jólin. Þegar það var svo ófært vestur til mömmu og pabba bauðstu mér að eyða jólunum hjá ykkur fjölskyld- unni. Þetta voru notaleg og yndisleg jól, svo mikill friður og hlýja eins og var alltaf í kringum þig. Þú varst mikil handverkskona. Þau eru ófá bútasaumsteppin sem þú saumaðir fyrir börnin sem fædd- ust í ættinni. Ég lét skíra alla dreng- ina mína í fallega skírnarkjólnum sem þú saumaðir. Elsku Dísa mín, þú varst alltaf svo jákvæð og hugulsöm, þú stóðst þig svo vel í þessari löngu og erfiðu baráttu. Ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, minningin um þig lifir að eilífu í hjarta mínu, mér þykir svo vænt um þig. Elsku Hjalti, Bjarni, Sigrún, Svenni, Guðný, Hildur, Kristján og ömmustelpurnar sjö, ykkur votta ég og fjölskylda mín okkar dýpstu sam- úð. Þín frænka Áslaug Fjóla Magnúsdóttir. Dísa. Ég veit ekki hvar ég á að byrja eða enda. Ég verð bara að fá að þakka allt sem þú ert búin að gefa mér, þar sem ég varð þess láns að- njótandi að fá að vera samferða þér. Þú varst manneskjan sem kennd- ir mér einna mest, þú kenndir mér að hekla og prjóna þegar ég var í vist hjá þér og svo gátum við setið saman og hlegið og spjallað fram eftir öllum nóttum og ég fékk að sofa hjá þér allar næturnar sem Hjalti var að heiman. Þetta er samt það minnsta, því þú varst minn helsti ráðgjafi í gegnum lífið og mér sem önnur móðir. Til dæmis varðandi brúðkaupið mitt þegar þú af þinni snilld hand- saumaðir gestabókina fyrir mig, skreyttir bílinn og þú og Hjalti leyfðuð mér að leggja heimili ykkar undir mig og mína. En þannig var þetta alltaf, hvenær sem ég kom eða hringdi í gleði eða sorg, þá varstu alltaf til staðar. Það eru ekki til orð yfir það hversu heilsteypt og góð manneskja þú varst og þetta hljómar kannski þannig að ég sé að reyna að upp- hefja þig en það er langt því frá, vegna þess að ég er ekki að segja hálfan sannleikann um þig með þessum fáu orðum. Guð styrki og blessi fjölskylduna þína sem hefur gefið mér svo mikið. Það er erfitt að kveðja svo góða manneskju sem þig og reyna að skilja hvers vegna þú fórst svo snemma, en ég veit að vel hefur ver- ið tekið á móti þér þar sem þú ert. Hlakka til að hitta þig aftur. Gyða Hrönn Gerðarsdóttir. Kæra vinkona. Lítil kveðja með stuttu ávarpi, sem segir þó svo óendanlega mikið. Aldrei hugsar maður til þess um æv- ina að eiga eftir að skrifa síðustu kveðjuna til þeirra sem eru manni hvað kærastir. Við áttum samleið, Dísa mín. Ég þekkti þig allvel áður en við hitt- umst fyrst, en það var í gegnum frænkur mínar á Dvergasteini, sem var næsti bær við þitt æskuheimili, Hlíð. Á hverju hausti fékk ég að heyra sögurnar þeirra úr sveitinni þinni, Álftafjörður svo spegilglamp- andi, djúpur og kyrr, um bæina, fólkið og systkinin frá Hlíð. Loks 15 ára gömul komst ég vestur og fannst þá allt gamalkunnugt. Allar sögurnar stóðust, þá hittumst við Dísa mín í fyrsta sinn og síðan hafa leiðir okkar farið saman. Mörg sumrin á fyrstu búskapar- árum okkar á Akranesi, þegar karl- arnir okkar unnu á jarðýtum út um allar sveitir, undum við okkur sam- an með börnin flesta daga og skipt- um hiklaust um heimili, einn dag hjá þér og hinn hjá mér. Lífið var bjart, við svo bjartsýnar og hláturmildar og að óþekktinni í krökkunum gerð- um við bara grín að. Við eignuðumst báðar fjögur börn, og voru þau öll á mjög líkum aldri. Síðustu börnin okkar fæddust með þriggja daga millibili, en þá kom reiðarslagið. Litli drengurinn þinn dó. Þá reyndi á þrekið, elsku Dísa mín og hvað þú varst sterk. Komst í heimsókn, fékkst litlu stúlkuna mína í fangið, lokaðir að þér og komst svo fram ró- leg í fasi. Svo fetuðum við sporin hægt áfram. En það var þetta, Dísa mín, æðruleysi, það áttir þú, allt til síðasta dags. Minningarnar steyma fram. Eitt sinn fórum við vestur í berjaferð. Djúpið var eins og ævintýraheimur, sólskinið og haustlitirnir glóðu. Á leiðinni heim fórum við yfir Þorska- fjarðarheiði um miðdimma nótt, þar þurftum við að stoppa til að opna hlið. Þarna stóðum við í myrkrinu með þúsundir stjarna yfir okkur í al- gerri þögn, þá sagðir þú, Dísa mín, ,,er hægt að komast nær himnaríki hér á jörð“. Nú veist þú svarið, Dísa mín, komin alla leið. Það er dýrmætt að hafa verið þér samferða í gegnum lífið, þakka þér samfylgdina, kæra vina. Kristín Jónsdóttir (Kiddý). Elsku kæra vinkona, þá ert þú laus úr viðjum þjáninganna, Guði sé lof fyrir það. En það er sama þótt ég hafi vitað að hverju stefndi, ég var ekki tilbúin þegar Hildur mín hringdi og tilkynnti mér lát þitt. Það helltist mikil sorgar- og saknaðartil- finning yfir mig og minningarnar streymdu fram ein af annarri og margs er að minnast. Þótt ég sé eldri að árum fannst mér ég oft vera litla stelpan þegar ég hlustaði á útskýringar þínar um fatasaum og hannyrðir, því allt sem þú lærðir geymdir þú í minninga- bankanum og áttir svo auðvelt með að sækja þangað þegar mig og aðra vantaði upplýsingar og hjálp. Svo voru það árlegu boðin ykkar hjóna á þrettándanum, þegar þið buðuð vinum til veislu eftir brennu, þá var setið við arineld og spjallað saman og notið góðra veitinga. Árið 1992 greindist þú fyrst með krabbamein, en þér tókst að komast yfir það og áttir átta góð ár, en svo kom þessi ófögnuður aftur og hefur verið barátta í þrjú ár með stöð- ugum lyfjagjöfum og þjáningum sem því fylgdi, en öllu þessu tókst þú með æðruleysi. Þú unnir lífinu og hafðir gaman af öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú varst góð við bæði menn og málleysingja. Fjölskylda þín er sér á parti, alveg yndislegar manneskjur. Hjalti eins og kletturinn í hafinu og börnin ykkar þrjú og tengdabörn hafa staðið fast við bakið á þér. Það uppsker hver eins og hann sáir og það sýndi sig best þegar halla tók degi að þú uppskarst ríkulega. Ég minnist allra gönguferðanna okkar og heimsókna þinna í sumarbústað- inn okkar Jóns. En skærast skín minningin um kveðjustund okkar skömmu áður en þú kvaddir þennan heim, sú stund er mér dýrmæt og þakka ég Guði fyrir hana. Við Jón sendum Hjalta, Bjarna, Svenna og Hildi, tengdabörnum og ömmustelpunum sjö, og einnig systkinum okkar innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum Guð að veita þeim styrk og blessun í þeirra miklu sorg. Þó kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregst og aldrei burtu fer. (Margrét Jónsdóttir.) Kæra vinkona, ég kveð þig með söknuði, en veit að við hittumst aft- ur. Guð blessi þig, Alma Garðarsdóttir. Þegar Ásdís Ragnarsdóttir er kvödd reikar hugurinn allt aftur til þess tíma er við vorum unglings- stelpur á balli í Ögri. Við vissum Elsku amma Dísa. Takk fyrir að vera yndisleg amma og kenna mér að prjóna og hekla. Takk fyrir að kenna mér bænirnar. Afi, þú verður aldrei einn. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Kveðja, Stefanía Sól Sveinbjörnsd. Ég man þegar ég gisti hjá þér nokkrar nætur. Þú gerð- ir svo mikið fyrir okkur syst- urnar. Þú varst alltaf svo rosalega góð. Við fjölskylda mín söknum þín rosalega mikið. Bæn til þín sem þú kennd- ir mér: Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Þín Ásdís Rún Bjarnadóttir. Elsku amma Dísa. Takk fyrir allt. Þínar ömmustelpur, Ólöf Lilja og Sandra Björk. HINSTA KVEÐJA SJÁ SÍÐU 38 Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför dóttur okkar, systur og barnabarns, DAGMARAR HRUNDAR HELGADÓTTUR. Með þessari kveðju þökkum við öllum þeim, er sýnt hafa okkur samúð með blómum, bréf- um, símhringingum og ekki síst með skrifum í gestabók á heimasíðu Dagmarar Hrundar, www.barnaland.is/barn/4489 . Bryndís Hjartardóttir, Helgi Þór Gunnarsson, Bjartur Þór Helgason, Aðalheiður Vilhjálmsdóttir, Gunnar Ólafsson, Ása Guðjónsdóttir, Rúnar Friðgeirsson. Innilegt þakklæti vegna auðsýndrar samúðar og vinarhugs við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, ERNU ERLENDSDÓTTUR, Dalbraut 20, Reykjavík. Bjarni Ólafsson Alda Magnúsdóttir, Haukur Ólafsson, Björg Friðriksdóttir, Hrefna Ólafsdóttir, Ólafur Árni Bjarnason, Erna Björg Bjarnadóttir, Markús Bjarnason, Brynhildur Hauksdóttir, Margrét Hauksdóttir, Bjarni Haukur Þórsson og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, EYDÍSAR EINARSDÓTTUR, áður til heimilis í Víðilundi 2F, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Kjarnalundi og dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Hlíð fyrir hlýtt viðmót, gott atlæti og frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Sigurður B. Jónsson, Alda Ingimarsdóttir, Ólafur B. Jónsson, Jóna Anna Stefánsdóttir, Þórarinn B. Jónsson, Hulda Vilhjálmsdóttir og öll ömmubörnin. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður og afa, FRIÐRIKS J. EYFJÖRÐ, Lönguhlíð 3. Jórunn Erla Eyfjörð, Robert Magnus, Edda Magnus, Friðrik Magnus. Elskuleg móðir okkar, BJÖRG ÓLÖF HELGADÓTTIR, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað sunnudaginn 5. október. Helga Soffía Aðalsteinsdóttir, Guðný Aðalsteinsdóttir, Jenný Aðalsteinsdóttir, Jón Hlífar Aðalsteinsson, Steinunn Lilja Aðalsteinsdóttir, Kristján Aðalsteinsson. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.